Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 25 ERLENT Þýzkir jafnaðarmenn og Græningjar verða fyrir áfalli í kosningum í Hessen Urslitin draga dilk á eftir sér fyrir Schröder-stjórnina Bonn. Reuters. Reuters HANS Eichel (t.v.), fráfarandi forsætisráöherra Hessens og héraðsleið- togi SPD, hyggst ekki fara fyrir stjórnarandstöðunni eftir ósigurinn. Anægjan skein hins vegar úr andlitum þeirra Wolfgangs Scháubles, flokksleiðtoga CDU, og Rolands Kochs, sem taka mun við af Eichel. Lehtikuva Menningar- verðlaun afhent MENNINGARVERÐLAUN Norð- urlandaráðs árið 1999 voru af- hent í tengslum við fund ráðsins í Helsinki í gær. Finnska tónskáld- ið Leif Segerstam hlaut tónlistar- verðlaunin en bókmenntaverð- launin féllu í skaut dönsku skáld- konunnar Piu Tafdrup. Hér brosa verðlaunahafarnir, sem hvor um sig fær 350.000 danskar krónur í verðlaunafé, á blaða- mannafundi fyrir afhendingarat- höfnina, sem fram fór í hinu ný- byggða nýlistasafni fínnsku höf- uðborgarinnar. URSLIT kosninganna til þings þýzka sambandslandsins Hessen á sunnudag, þar sem kristilegir demókratar (CDU) hrósuðu óvænt sigri og jafnaðarmenn (SPD) og Græningjar töpuðu stjórnarmeiri- hluta sínum, munu tvímælalaust draga dilk á eftir sér fyrir þýzku sambandsstjórnina í Bonn, eftir því sem talsmenn stjórnarflokkanna sögðu í gær. Miðju-vinstri-áherzlur stjórnar- stefnu ríkisstjórnar Gerhards Schröders virtust hafa beðið hnekki með úrslitunum í Hessen, auk þess sem meirihluti jafnaðarmanna og Græningja í Sambandsráðinu, efri deild þjóðþingsins, tapaðist. „Við neyðumst til að láta þetta okkur að kenningu verða,“ sagði Oskar Lafontaine, formaður SPD og fjármálaráðherra. Hann sagði að nást yrði málamiðlun um áform stjórnarinnar um endurskoðun laga um ríkisborgararétt, „svo að það verði ekki hægt að nota þau til að ýfa upp andúð á útlendingum“. Ein meginástæðan fyrir kosningasigri CDU í Hessen er rakin til áberandi baráttu flokksins gegn tvöföldum ríkisborgararétti, sem er eitt kjarnaatriðið í breytingaráformum stjórnarinnar en skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti kjósenda er andvígur. Aðrir talsmenn SPD og Græn- ingja sökuðu CDU um að hafa á óá- byrgan hátt afflutt inntak breyting- aráforma stjórnarinnar í því skyni að vinna atkvæði í kosningunum í Hessen. „Við vanmátum hve langt þeir [kristilegir demókratar í Hes- sen] myndu ganga í að espa fólk upp með áróðri," sagði Ottmar Schreiner, framkvæmdastjóri SPD. Stjórn SPD og Græningja í Hes- sen, sem hafði verið við völd frá því 1991, missti óvænt þingmeirihlut- ann með því að CDU fékk 43,4% at- kvæða og náði með því dágóðu for- skoti á SPD, sem þrátt fyrir allt bætti lítillega við sig frá því í síð- ustu kosningum. Það sem kostaði stjómina meirihlutann var að fylgi Græningja í héraðinu hrundi úr yfir 11% í 7,2% og Frjálsir demókratar (FDP) - sem hafa langa reynslu af stjórnarsamstarfi við CDU - náðu tilskildu 5% lágmarkshlutfalli at- kvæða til þess að fá úthlutað þing- sætum. Annars er ekki nóg með að kosn- ingasigurinn gerði CDU kleift að mynda stjórn í Hessen í samstai'fi við FDP - með honum fá þeir líka í sinn hlut þau fimm sæti í Sam- bandsráðinu, efri deild þjóðþingsins í Bonn, sem Hessen á tilkall til. Með því missa jafnaðarmenn og Græn- ingjar meirihlutann þar, sem þýðir að CDU og FDP, sem nú eru í minnihluta á Sambandsþinginu, neðri deild þjóðþingsins, komast í aðstöðu til að hindra samþykkt frumvarpa sem Schröder-stjómin vill koma í gegn. „Nú verða þeir að tala við okkur ef þeir vilja koma einhverri löggjöf í gegn,“ sagði Angela Merkel, fram- kvæmdastjóri CDU. Áhrif Græningja á stjórnarstefnuna minnka Stjórnmálaskýrendur voru á einu máli um það í gær, að ósigur- inn í Hessen bakaði stjórn Schröders margs konar vand- kvæði. Hann myndi í fyrsta lagi knýja stjórnarstefnuna meira til hægri, einkum í málum sem hinir róttæku umhverfisverndarsinnar í röðum Græningja hafa viljað leggja mesta áherzlu á eftir að þeim gafst færi á að hafa áhrif á landsstjórnina. Nú þegar er allá- berandi togstreita í gangi milli stjórnarflokkanna í Bonn. „Þetta mun ljóslega styrkja stöðu SPD innan stjórnarinnar," sagði Wichard Woyke, stjómmálafræði- prófessor við háskólann í Múnster. „SPD mun leggja meiri áherzlu á sín stefnumið - baráttuna gegn at- vinnuleysi og spurninguna um fé- lagslegt réttlæti - sem flokkurinn vann sambandsþingskosningamar út á,“ sagði hann. Ottmar Schreiner sagði tímabært að vægi þeirra mála sem stjórnin legði mesta áherzlu á endurspeglaði þann kjósendafjölda sem stæði að baki hvors stjórnarflokkanna tveggja, en þetta hlutfall er um sjö á móti einum, SPD í hag. Honda á Islandi ■ Vatnagörðum 24 • Sími 520 I 100 Opið virka daga kl.9-18 og kl. 12-16 á laugardögum Nýtt ár opnar þér nýjar leiðir. Þá borgar sig að velja sér farartæki sem gerir allar leiðir færar. Honda CR-V er vel búinn og sprækur sportjeppi á mjög hagstæðu verði sem gerir hann að hinum ákjósanlegasta ferðafélaga. Á þessu ári skalt þú setja þér háleitari markmið en nokkru sinni fyrr og ná þeim með nýjum Honda CR-V. Fró i nnn i/r - hér eru gæði á ferðinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.