Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 27 Atökin á lantiamærum Eþiópiu og Entreu Erítrea fékk sjálfstæði frá Eþíópíu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1993 Bardagar hófust í maí síðastliðnum vegna ágreinings ríkjanna um legu landamæra sem ákveðin höfðu verið á nýlendutíma ítala í Afríku .Badme .ui. Eþíópíumenn staðhæfa að Erítrear - v' hafi gert árás á Badme á laugardag j-~~ Zalambessa '&js' Herflokkar Eþíópíumanna ráðast . ^ á Erítreu-her þriðja daginn í röð ' Adigrat Stjómvöld í Eþíópíu saka Erítrea um að gera stór- •skotaliðsárás á föstudag V.:'---------- RAUÐAHAF E Þ I 0 P I A Þjóðvegurl Assab ✓ ® DJIBUTI Grannríkin Eþíópía og Erítrea Landamæra- erjur magnast Asmara. Reuters. SVEITIR Eþíópíuhers studdar af árásarþyi-lum og herþotum hófu í gær nýja sókn gegn Erítreuher, að þessu sinni í víggirtu fjallahéraði suðaustur af Asmara, höfuðborg Erítreu. Það er til marks um harðn- andi deilur að hinar stríðandi fylk- ingar hafa sakað hvor aðra um að gera stórskotaliðsárásir á óbreytta borgara jafnt sem hermenn. Atök ríkjanna sem stigmagnast á landamærasvæðinu Badme brutust út á laugardag eftir að 8 mánaða vopnahlé var rofíð og hafa ásakanir um hver beri ábyrgð á upptökunum gengið á víxl. Haft var eftir Sala- moti Desay, talsmanni Eþíópíu- stjórnar, að átökin hafi hafíst á laugardag þegar hersveitir Erítreu- manna gerðu gagnárás til að ná aft- ur hernaðarlega mikilvægum stöð- um sem þeir höfðu misst í undan- gengnum skærum. Ennfremur var því haldið fram af Eþíópíustjóm að Erítreumenn hafi gert árás á bæinn Adigrat og að sjö almennir borgar- ar hafí fallið. Það hefur ekki fengist staðfest. A móti hafa Erítreumenn sakað Eþíópíumenn um nýjar árásir á þremur stöðum á landamærum ríkjanna. Ríkin eru fýrrum bandamenn en Erítrea fékk sjálfstæði frá Eþíópíu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1993. Nágrannaríkin sem hafa deilt um landamærin sem dregin voru upp af Itölum, fyrrum nýlenduherr- um þjóðanna, hófu vopnuð átök í maí sl. Síðan þá hafa Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkjastjórn og Ein- ingarsamtök Afríku (OAU) ítrekað reynt að miðla máium en án árang- urs. Hafa bæði ríkin lýst yfír áhuga á friðsamlegri lausn en Erítreu- menn útiloka tillögur OAU um að þeir dragi hersveitir sínar til baka frá þeim landamærasvæðum sem mestar deilur standa um. Telja fréttaskýrendur að nú þegar alls- herjar stríð virðist hafa brotist út muni sáttaumleitanir verða erfiðar. Hvatt til stillingar Á sunnudag hvatti Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, deilendur til að sýna stillingu og reyna að nýju að leita leiða til pólitískrar lausnar. Mohammed Sa- hnoun, sérlegur erindreki Samein- uðu þjóðanna á svæðinu, lýsti stöð- unni sem „mjög kvíðvænlegri“ í samtali við BBC. Stjórnvöld í Bonn og London hafa ráðlagt þýskum og breskum borgurum að yfirgefa Erítreu eins fljótt og auðið er. LANDSfRÆGT ÚRVAL SK0ÐIÐ ÚRVALfÐ Á Hf-IITIASÍÐU ® K K.A R> WWW.HEUA.IS MMC Pajero dísil 2,5 Turbo; árgerð 1996,1. skráningardagur 2. apríl 1996, ekinn 98.000 km, beinskiptur, álfelgur, geislaspilari, dráttarkrókur og tengi, dökkblár. Bíll í toppstandi, verð 2.250.000 kr. opnunartími: mánud.- föstud. kl. 9-18, laugardagar kl. 12-16. bicuiui, veiu c.cou.uuu w. BÍLAÞING HEKLU N O T A Ð I R SH B l L A R LAUGAVEGI 174 • SlMI 569 5660 • FAX 569 5662 ERLENT Til móts við halastj örnu Kanaveralhöfda. Reuters. STARDUST-geimskip bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hóf á sunnudag sjö ára ferðalag sitt um geiminn, til að safna sam- an efnissýnuin úr hala hala- stjörnu, sem það á síðan að bera aftur til jarðar. Geimskotið gekk vel, en því hafði áður þurft að fresta. Eldflaug bar Stardust-farið, sem er um það bil á við símaklefa að stærð, út fyrir gufuhvolfið og á sporöskjulaga braut um sólina. Eftir tæplega fímm ára ferðalag eftir þessari braut er reiknað með að Stardust mæti halastjörn- unni Wild-2. Kjarni Wild-2, sem er um 4,8 km í þvermál, er sam- settur úr grjóti, frosnum gasefn- um og lifefnasameindum, og vís- indamenn vonast til að með því að komast yfir sýni af efnasam- setningu halastjörnunnar geti þeir fræðzt um þau frumefni sem líklegt þykir að sólkerfið hafi í fyrndinni orðið til úr. „Halastjarnan mun beinlinis þjóta yfir geimskipið á sexföldum hraða riffilkúlu [um 22.500 km/klst],“ sagði Ken Atkins, sem hefur umsjón með Stardust-leið- angrinum í stjórnstöð NASA. Reiknað er með að hinn grýtti kjami Wild-2 fari hjá geimskipinu, en að efnið í hala halastjörnunnar - sem gýs út úr kjarnanum - á að vera meira en nóg til að fylla sýnafangara Stardust-farsins. Myndavél um borð í farinu á að senda til jarðar fyrstu nær- myndir sögunnar af halastjörnu. Sumir visindamenn trúa því, að allt líf á jörðinni kunni að eiga halastjörnum uppruna sinn að þakka, en þær bera með sér amínósýrur, vatn og önnur nauðsynleg byggingarefni líf- vera. Þar til fyrir fjórum millj- örðum ára skullu halastjörnur reglulega á jörðinni, og úr þeim gæti pláneta vor hafa fengið það vatn sem nú er á henni að finna. „Halastjörnur eru efnið sem lífið er búið til úr,“ sagði Carl Pilcher, sólkerfissérfræðingur hjá NASA. HefurpU séð nýja uppskriftabœklingh Profaðu holla Ogspennandikjúklingi Veldu rétta merkið, þaðgi mumnn. ***2S£isss hMin&inl Finndu muninn! (lí'l'iimtirjrJ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.