Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 29

Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 29 A INTERNETINU Heillaskeyti Símans eru skemmtileg leið til að gleðja vini eða skyldmenni á afmælisdögum eða öðrum merkisdögum. Nú getur þú pantað sendingu heiUaskeyta á Internetinu. Þú ferð einfaldlega inn á heimasíðu Símans, á slóðina www.simi.is/ritsiminn, skrifar viðeigandi texta og velur mynd sem þú vilt hafa á heillaskeytinu. Síðan sér Síminn um að koma skeytinu til viðtakanda. SIMINN LISTIR ir hans stakk því þá að honum að skrifa upp nokkra gríska dansa. Það varð til þess að kveikja með Skalkottas áhuga á tónlist að nýju og glæddist enn þegar honum var falið að fara yfir hluta af gríðar- miklu safni af grískri þjóðlagatón- list. A árunum 1935-36 samdi Skaikottas þau verk sem héldu nafni hans á lofti sem tónskálds, 36 gríska dansa, og nutu talsverðrar hylli. Sumir dansanna eru byggðir á verkunum sem honum var falið að yfirfai-a en önnur samdi hann eftir söngvum sem móðir hans söng fyrir hann sem barn. Oskiljanleg framúrstefna Með tímanum þróaði Skalkottas eigin tónsmíðaaðferð, leidda af tólf- tónaaðferð Schoenbergs að nokkru leyti, en verk þau sem hann samdi eftir henni féllu alls ekki í kramið á heimaslóðum. Meðal fyrstu meiri- háttar verka sem hann reyndi að koma á framfæri heima fyrir var verk sem hann hafði samið í Berlín og skrifaði upp eftir minni. Verk- inu var illa tekið, grískir tónlist- arunnendur skildu ekki þessa framúrstefnu og fundu henni allt til foráttu; meðal annars neituðu hljóðfæraleikarar í sinfóníuhljóm- sveit Aþenu allir sem einn að leika verkið. Þetta var Skalkottas eðlilega mikil vonbrigði og hann hætti al- gerlega að reyna að koma verkum sínum á framfæri. Næstu árin framfleytti hann sér sem fíðluleik- ari í hljómsveitinni, hélt sig mikið út af fyrir sig og sat heima öllum stundum sem hann átti aflögu og samdi tónlist sem mest hann mátti. A aldarfjórðungi samdi hann 170 verk, en til eru handrit 110 þeirra. Flest verkanna eru reyndar samin á sautján ára tímabili, því áður er getið tónsmíðahlésins sem hann tók sér 1931-35 þegar hann samdi bara tónlist af léttari gerðinni og grísku dansana, og síðar 1945 fram í ársbyrjum 1949, því honum þótti sem hann væri búinn að fullnýta möguleika kerfisins sem hann hafði smíðað. I ársbyrjum 1949 byrjaði hann aftur á móti að semja tónlist aftur af miklum krafti, hafði fundið nýja tónsmíðaaðferð og samdi nokkur framúrstefnuleg stutt verk. Áður en hann náði að þróa það lengra lést hann skyndilega, úr kviðsliti að sagt er, aðeins 45 ára að aldri. Hann hafði gengið að eiga píanó- leikarann Mariu Pangali og átti með henni tvö börn, það síðara fæddist tveimur dögum eftir að hann lést. Tónskáldið Skalkottas var öllum gleymt þegar þetta var, ekkert verka þess var til útgefið og ekkert leikið nema grísku dans- arnir. Eftir dauða Skalkottas komust vinir hans að því hversu mikil menningarverðmæti var að fínna í fórum hans og síðustu áratugi hafa menn keppst við að yfírfara hand- rit hans, skrá þau og gefa út. Til viðbótar við verkin 110 sem til eru í Skalkottas-safninu í Aþenu fundust verkin 70 í Berlín sem áður er get- ið og gefa góða mynd af þróun hans sem tónskálds. Skalkottas-vinafélag I Aþenu er starfandi Skalkottas- vinafélag sem stýrt hefur rann- sóknum og útgáfu á verkum hans og smám saman eru þau að komast á dagskrá hljómsveita og einleik- ara um heim allan. Fyrir mörgum árum tókst mér eftir mikla eftir- gangsmuni að komast yfir upptök- ur á grískum dönsum Skalkottas í flutningi úkraínsku ríkisfílharmón- íusveitarinnar, en nú orðið eni ým- is verk hans komin út hjá stórfyrir- tækjum og auðfáanleg. Má nefna útgáfu Phillips á verkum Skalkott- as í flutningi Heinz Holligers, Ha- kons Hardebergers og fleiri lista- manna, útgáfuröð ítölsku útgáf- unnar Agorá á verkum grískra tón- skálda, þar á meðal Skalkottas, og loks útgáfuröð BIS, sem hófst með Fiðlukonsert Skalkottas og sjö grískum dönsum á síðasta ári. Diskurinn með flutningi Sinfóníu- hljómsveitar Islands og Þóru Ein- arsdóttur er síðan framhald á þeirri útgáfu sem á vonandi eftir að ná langt. Einnig er vert að geta út- gáfu Skalkottas-vinafélagsins sem hefur gefíð út tíu geisladiska í Grikklandi með verkum hans. Sumir diskanna hafa fengist í versluninni 12 tónum og þar hefur reyndar einnig mátt fá plötur frá Agorá. Lærisveinar Schoenbergs drógu flestir dám af lærimeistaranum, en náðu margir að skapa sér sinn eig- in stíl. Skalkottas fyllir þann hóp að mati þeirra sem til þekkja, því tónverkasafn hans er upp fullt með fjölbreytilegar tónsmíðar og sér- tökur. Þýski gagnrýnandinn Busch kallaði hann Mozart vorra tíma í grein 1956 og fjölmargir gagn- rýnendur aðrir hafa borið hann lofí, þar á meðal Hans Keller sem sagði að allt sem úr penna hans hafi komið hafí verið gulls ígildi. Schoenberg sjálfur taldi Skalkott- as meðal helstu nemenda sinna. I einangrun sinni var Skalkott- as laus við öll ytri áhrif og þróaði eigin gerð tólftóna raðtækni, auk- inheldur sem hann samdi talsvert af atónal verkum. Hann heyrði verk sín aldrei flutt, en vinir hans hafa lýst því hvernig hann gat skrifað þau upp eftir minni, sama hversu umfangsmikil þau voru. Fyrii- vikið gat hann samið verk sem byggðust á sífellt flóknari tónsmíðatækni, en hann samdi verk í öllum helstu meginstraum- um klassískrar tónlistar á fyrri hluta þessarar aldar. R MID. Alhliða „fitness" skór ðri. Air loftpúði i framfót og system. Góður stamur ytri sóli :. Venj. verð 7.990,- — NIKE úr sti UND N II. Stöðugur aerobicskór ii í fralrifót og hæl sem ra. Fráfcærir aerobicskór Erum að faAa upp nýjar sandingar í araobicíatnaði ag skóm. Líttu til aJtkar - hvorgi maira úrval. ÍSPÖRT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is NIKE AIR MAX RAMPANT Topp- skórinn frá Nike „fitness" línunni þennan vetur. Pú svitnar ekki í þessum. Max Rampant er fóðraður með Dri-Fit efnum og er úr syntetleðri. Stór Air loftpúði fyrir framfót og hæl og stamur sóli. Litir svart og hvítt. NIKE AIR OPPULENCE. Léttur og góður aerobicskór sem hentar flestum. Þessi skór hleypir svita og raka vel út og er með loftpúða fyrir framfót og hæl. Góður stamur ytri sóli. :• íú. ÚTSALA - 20-50% AFSLÁTTUR Ath.: Síðustu dagar! MLA adidas FJÖRÐUR, HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.