Morgunblaðið - 09.02.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 09.02.1999, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Heilbrigðisskólinn Fjölbrautaskólinn við Armúla verður líklega kjarnaskóli á heilbrigðissviði en þar hefur ver- ið þróað starfsnám í nokkrum greinum. Gunnar Hersveinn heimsótti skólann. Þar fer einnig fram endurmennt- un starfsstétta og fjarnám en FA er þróunarskóli á upplýsingasviði. Læknaritun er t.d. kennd í fjarnámi. Starfsnám á sviði heilbrigðis • Nemendur eru í starfsnámi á sjúkra- húsum og öðrum stofnunum • Forvarnarfulltrúi er í skólanum og námskeið gegn reykingum IHEILBRIGÐISSKÓLANUM eru námsbrautir fyrir sjúkraliða, lyfjatækna, læknaritara, tann- tækna og nuddara. Jafnframt eru haldin mörg endurmenntunarnám- skeið ár hvert fyrir fólk úr þessum starfsstéttum. Skólinn var stofnaður innan Fjölbrautaskólans við Ármúla síðastliðið vor til að fá heildaryfirsýn á námsframboð, skipulagningu þess, nýjungar og annað sem tilheyrir skilvirkum rekstri. Meðal þess sem unnið er að er skipulagning nýrra námsbrauta fyrir rannsóknarmenn og fótaðgerðafræðinga. Ráð er fyrir því gert að Fjölbrauta- skólinn við Ármúla verði kjamaskóli í heilbrigðisgreinum en starfsgreina- ráð heilbrigðisgreina mælti með því í haust við ráðherra. Senn verður skip- að sérstakt fagráð fyrir Heilbrigðis- skólann sem verður skólameistara til ráðuneytis um faglegan rekstur. „I Heilbrigðisskólann innritast eldri nemendur en þeir sem sækja Fjölbrautaskólann og því er ágætt að aðskilja þá,“ segii’ Sölvi Sveinsson skólameistari, „nemendur eru oft með stúdentspróf og reyndar er það skilyrði fyrir aðgangi að læknarit- arabraut." Hann segir þægilegra að halda utan um starfsemina með þessari afmörkun en einnig er hún heppileg vegna samninga sem gerðir eru við sjúkrahús og aðrar stofnanir. Nemendur á starfsbrautum Heil- brigðisskólans fara allir í starfsnám. Lyfjatækninámi fylgir til dæmis tíu mánaða þjálfun í apóteki og tann- tækninemar fara í níu mánuði í þjálf- Sértilboð 22 febrúar til Kanarí frá kr. 39-932 með Heimsferðum LIlHííPIÍi Sem fyrr tryggja Heimsferðir þér besta verðið til Kanaríeyja í vetur og nú höfum við tryggt okkur viðbótargistingu á þessum eina vinsælasta áfangastað íslendinga í sólinni á hreint frábærum kjörum hvort sem þú vilt skreppa í viku í sólina eða dvelja í tvær eða þrjár vikur við bestu aðstæður. Vista Faro-smáhýsin eru falleg smáhýsi í Sonnenland með allri aðstöðu og frábær kostur til að njóta hins góða veðurs á Kanarí á frábærum kjörum og að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Bókaðu til Kanarí í vetur meðan enn er laust. Verð kr. 39.932 M.v. hjón með 2 bom, 2-11 ára, vikuferð 22. febrúar Verð kr. 49.960 M.v. 2 fuilorðna í smáhýsi, vikuferð, Vista Faro, 22. febrúar Ferðir til Kanarí í vetur • 22. febrúar • 1. mars • 15. mars • 22. mars • 29. mars • 5. apríl • 19. apríl Verð kr. 69.960 M.v. 2 fullorðna á Vista Faro- smáhýsunum, 3 vikur, 22. febrúar Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is GUÐRÚN Narfadóttir kennslustjóri fyrir nudd- og EGGERT Eggertsson kennslustjóri og Sölvi Sveins- læknaritarabraut kennir hér anatómfu. son í apóteki Heilbrigðisskólans. Morgunblaðið/Ásdís FRIÐRIK Rafn Guðmundsson og Hildur Ásgeirsdóttir þvo hár Krist- bjargar Sigurgísladóttur. Þau eru á sjúkraliðabraut og búa sig undir starfsnám á sjúkrastofnun. un í tannlæknadeild Háskólans. Nemendur í nuddi ganga svo fyrir í Nuddskóla íslands. Sölvi segir að samvinnan við sjúkrahús, apótek og tannlæknadeild HI vegna þjálfunar nemenda sé góð. Eftir nám í Heilbrigðisskólanum og tilheyrandi starfsþjáfun er iðu- lega þægilegt fyrir nemendur að út- vega sér vinnu. Hver útskrifaður lyfjatæknir og læknaritari getur til að mynda oft valið milli tveggja til þriggja vinnustaða. Endurmenntun, fjarnám og starfslokanámskeið Endur- og framhaldsmenntun er áberandi þáttur í starfsemi Heil- brigðisskólans og eru til dæmis sjúkraliðar árlega í framhaldsnámi á vorönn, að þessu sinni í lyflæknis- hjúkrun. Flestir sjúkraliðarnir fá launað leyfí til að vera í fullu námi. „Starfslokanámskeið er einnig á vegum hans en á þeim er fjallað um ýmsa þætti þess að hætta að vinna. Þau hafa verið vel sótt og notið vin- sælda nemenda,“ segir Sölvi. Þessi námskeið eru haldin í samvinnu við stéttarfélög og vinnustaði. Fjarkennsla í skólanum byrjaði núna á vorönn og eru sjö konur víðs- vegar um landið í læknaritaranámi. „Ein þeirra býr á Hveravöllum,“ seg- ir Sölvi. Fjarnámið er um tölvur en vegna þess að Fjölbrautaskólinn við Armúla vai’ valinn af menntamála- ráðuneyti til að vera einn af þróunar- skólunum í upplýsingatækni mun Landssími íslands afhenda skólanum fjarfundabúnað sem gerir kennurum og nemendum kleift að nota fleiri kennslutæki og stunda nám í „beinni útsendingu“. Myndbönd hafa einnig verið gerð fyrir skólann sem gott er að nota í fjamámi. Námskeið til að hætta að reykja Forvarnir eru ofarlega á dagskrá í Heilbrigðisskólanum og er í honum verið að undirbúa útgáfu bæklings handa öllum framhaldsskólanemend- um um fíkniefni. Sölvi segir að fram- haldsskólar eigi að marka sér stefnu í fíkniefnavömum. Hann segir að einnig verði búinn til sérstakur fræðslubæklingur handa kennumm. Allir nýnemai’ eiga svo að fá þennan bækling og fá markvissa fræðslu um þessi efni. „Við erum núna með nám- skeið handa nemendum sem vilja hætta að reykja,“ segir Sölvi, „við buðum upp á tveggja hópa námskeið og era þau bæði fullsetin.“ Skólinn kostar námskeiðin en þau era hins vegar ókeypis fyi-ir nemendur. Fimmtán nemendur eru á hvora námskeiði. Gjöfult samstarf við erlenda skóla Kennari í skólanum er jafnframt forvarnarfulltrúi sem nemendur leita til. Einnig er hjúkrunarfræðingur til viðtals í viku hverri. Kennarar eru líka iðnir við samningu kennsluefnis vegna þess að á þessum brautum þarf sérhæfðar/sérsniðnar kennslu- bækur. Handbók læknaritara hefur t.d. verið gefín út og í tilrauna- kennslu er kennsluefni í ensku fyrir heilbrigðisstéttir. Samvinna við erlenda skóla er eitt af því sem áhersla er lögð á í Heil- brigðisskólanum. „Kennarar héðan hafa farið út til að kynna sér sam- bærilega skóla í Finnlandi og í Dan- mörku,“ segir Sölvi, „einnig hafa nemendur okkar farið í starfsnám í Sviþjóð og í haust voru tveir finnskir nemendur í skólanum hjá okkur. Það er mjög gjöfult bæði fyrir kennara og nemendur að fara á vettvang í öðrum löndum og máta sig í störfin." Hann nefnir líka að Evrópusam- bandið styrki verkefni, sem þau hafi geti nýtt sér, vegna starfsnáms í öldrunarfræðum. Verið er að þróa nýjar námsbraut- ir við skólann fyrir rannsóknarmenn og fótaaðgerðafræðinga. Rannsókn- armenn starfa við ýmiskonar sýna- töku, t.d. í matvælaiðnaði, og er góð þörf fyrir sérhæft starfsfólk við þessa iðju. Nám í fótaaðgerðafræði þarf ennþá að sækja til annarra landa. ,A dönskum sjúkrahúsum spai-a fótaaðgerðafræðingar fimm- faldan kostnað við sjálfa sig með því að fækka legudögum,“ segir Sölvi, „þar er talið að á hverja þúsund íbúa, sextíu ára og eldri, þurfi nokkra fótaaðgerðafræðinga." Þessi starfs- grein mun því líklega eflast á íslandi á næstu áram. Markmiðið að reisa hús undir starfsgreinarnar Starfsgreinamar sem kenndar eru í Heilbrigðisskólanum þarfnast sér- hæfðra kennslustofa. í skólanum er til að mynda apótek, sjúkrarúm og fleira. „En reisa þarf sérbúið hús fyrir þessar starfsmenntabrautir," segir Sölvi, „þetta er eina kjarna- sviðið sem enn á eftir að byggja yf- ir.“ Hann vísar til húsnæðis í Grafar- vogi, Breiðholti, Kópavogi og í Reykjavík sem er sértaklega ætlað tilteknum starfsgreinum eins og matvælaiðnaði og bílgreinum. Sölvi vonast til þess að í næsta skólasamn- ingi sem ráðuneytið undirbýr nú við sérhvem framhaldsskóla verði bygg- ingarnefnd komið á. Ónnur markmið sem Sölvi blínir á era að auka framboð á símenntun og um leið að fólki verði gert auðvelt að nálgast hana. „Við ætlum að stórefla fjarkennslu á starfsmenntabrautum og nota fjarfundabúnað til að kenna sérhæfða áfanga í fámennum skólum á landsbyggðinni, sem annars gætu ekki boðið upp á þá,“ segir hann. Einnig á að auka endurmenntun kennara, tengja margvíslegt nám í þjónustu við heilbrigðisbrautir og þróa námsbraut fyrir aðstoðarmenn í þvottahúsum, eldhúsum og ræst- ingum á heilbrigðisstofnunum, svo eitthvað sé nefnt. Nemendur í Heilbrigðisskólanum eru 250 og þegar fjöldinn er lagður við aðra nemendur í Fjölbrautaskól- anum við Armúla er niðurstaðan 770. Sölvi segir að lokum að almennt hafi starfsumhverfi framhaldsskóla breyst mikið á undanfömum áram. „Hver skóli er með eigin stefnu og eigin fjárhag. Hann þarf að spyrja sig: „Hver vil ég vera og hvert vil ég stefna?“ Starf skólastjómanda hefur einnig breyst mikið. Hann ber ábyrgð á rekstri og öllum manna- ráðningum í sjálfstæðri stofnun." Eftir þessu starfar Heilbrigðis- skólinn og stefnii’ stjórn hans á að tengja margvíslegt nám í þjónustu við heilbrigðisbrautirnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.