Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 37 ir Jórdaníu Reuters íður >nung in við krýningarathöfn í þinghúsi m eftir andlát Husseins, föður síns. u Husseins Jórdaníukonungs. F.v.: Gerald Ford og Bill Clinton. I ríkjaforseta. Með þeim í för voru einnig fjórir bandarískir þingmenn. Hópurinn hélt beina leið að Raghad- an-höll, þ.s. athöfnin fór fram. Flugvél Clintons neyddist til þess að hringsóla yfir flugvellinum í Amman í 45 mínút- ur fyrir lendingu, vegna hinna miklu tafa er hlutust af komu hvers þjóðar- leiðtogans á fætur öðrum með flugi. Fyrir brottför frá Washington sagðist Clinton syrgja félaga og vin í Hussein: „Hann var stórkostlegur maðm’ og ég, eins og svo margir aðrir, elskaði hann og dáði.“ Sandy Berger, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjafor- seta, lagði áherslu á það við frétta- menn að með því að vera við útför Husseins sýndu Clinton og fyrrver- andi forsetar Bandaríkjanna ,jór- dönsku þjóðinni sterka samstöðu á erfiðum tímum“. Jeltsín viðstaddur þrátt fyrir veikindi Borís Jeltsín Rússlandsfoi’seti virti að vettugi ráð lækna sinna og ákvað að fylgja Jórdaníukonungi til grafar. Jeltsín er á batavegi eftir að hafa vei’- ið lagður inn á sjúkrahús með blæð- andi magasár. Forsetinn fékk að fax-a heim af sjúki’ahúsi í síðustu viku en læknar höfðu í’áðlagt honum að halda kyri’u fyi’ir. „Eg er hingað kominn til þess að votta jórdönsku þjóðinni mína dýpstu samúð,“ sagði Jeltsín er hann hafði gengið niður landganginn studdur af eiginkonu sinni. Ferð Jeltsíns til Jórdaníu hefur vakið athygli, enda hefur forsetinn lítið haft sig í frammi liðna mánuði vegna slæmrar heilsu. Jeltsín fei’ðaðist síðast til útlanda fyr- ir um hálfu ári en þurfti þá að snúa heim fyrr en ráð var fyrir gert vegna lasleika. Tugþúsundir Jórdana fylgdu konungi til grafar Útför Husseins konungs hófst með því að kista hans, sveipuð jórdanska þjóðfánanum, var boi’in út úr kon- ungsbústaðnum Bab-al-Salaam klukkan tíu árdegis að íslenskum tíma. Kistunni var komið fyrir á herjeppa, sem hafði verið ski’eyttur með hvítum blómum. Hinn nýkrýndi konungur Jórdaníu, Abdullah, fór fyr- ir bræðrum sínum fjórum, ki’ónprins- inum Hamza, og prinsunum Feisal, Ali og Hashem. Noor drottning stóð hjá ásamt öði’um konum í konungs- fjölskyldunni og fylgdist með því er líkfylgdin lagði af stað um götur Ammanborgar til Raghadan-hallar en lík konungs var jai’ðsett í hallargarð- inum. Hestur Husseins, arabískur gæðingui’, var teymdur á eftir kist- unni. I ístöðunum vonx reiðstígvél konungs og snenx öfugt. Tilfinniiigaþrungið andrúmsloft „I íslömskum sið enx útfarir mjög látlausar en það breytti því ekki að andrúmsloft var mjög tilfmninga- þrungið hér í Amman í dag,“ sagði Stefanía Reinhax-dsdóttir Khalifeh, ræðismaður, í samtali við Morgun- blaðið að lokinni útförinni. „Hinir er- lendu gestir gengu fi’am hjá kistu konungs og kvöddu hann hinstu kveðju áður en hann var lagður til gi’afar. Við vottuðum karllegg kon- ungsfjölskyldunnar samúð okkar, en að því loknu hélt ég til annaiTar hallar og gekk á fund Noor drottningar." Stefanía færði Noor drottningu sam- úðarkveðjur íslensku þjóðarinnar og afhenti henni bréf frá forseta íslands, Ólafi Ragnai-i Grímssyni. Með Noor var systir konungs og aðrar konur í konungsfjölskyldunni. Stefanía var ein örfárra erlendra kvenna sem voru viðstaddar útfor Husseins en sam- kvæmt íslömskum sið taka konur ekki beinan þátt í jarðai’förum. Kalt var í veðri í Amman í gær en það kom ekki í veg fyrir að þegnar Husseins flykktust til útfai’arinnar tugþúsundum saman. Hermenn og lögregla stóðu vörð um leiðina frá konungsbústaðnum að Raghadan-höll og gættu öi-yggis fyrirmennanna. Erfiðlega gekk að hafa stjórn á mann- fjöldanum, sem var bugaður af sorg. Fólkið grét og hélt á loft myndum af Hussein með svörtum sorgarborðum. Þori-i jórdönsku þjóðarinnar, sem er 4,6 milljónir manna, hefur ekki átt annan konung um ævina. Hussein konungur var jarðsettur í íjölskyldu- grafreit Hashemíta-konungsættar- innar garði Raghadan-hallarinnar. Grímsvötn sigið meira en eftir önnur hlaup Morgunblaðið/Ómar Ragnarsson TVEIR menn ganga niður að gígopinu sem sést neðarlega á miðri mynd. Hér má einnig sjá móta fyrir gígbai’min- um sem er hvíta röndin er liggur frá miðri mynd og upp til hægri. Mennirnir standa á bakka gígsins og horfa yf- ir gígopið sem er svart neðarlega á myndinni. I baksýn sést hluti af lóninu sem er austan við gíginn, og einnig sést glitta í Grímsfjall í Ijarska. Mikil aukning á jarðhita í vötnunum Sérfræðingar könnuðu aðstæður 1 Grímsvötn- um í fyrsta sinn eftir hlaupið í Skeiðará í síð- ustu viku. Miklar breyt- ingar hafa átt sér stað og svo virðist sem allt vatn hafi runnið úr vötn- unum, sem er mjög óvenjulegt. MIKIÐ sig hefur átt sér stað í Grímsvötnum, mun meira en í mörgum fyri’i hlaupum, að sögn Magn- úsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlis- fræðings sem rannsakað hefur um- merki í Gi’ímsvötnum síðustu daga. Segir hann útlit fyi’ir að vötnin hafi tæmst svo til eftir hlaupið sem vai’ð í síðustu viku, en það sé mjög óvenju- legt. Tuttugu og þriggja manna rann- sóknarleiðangur sérfræðinga og að- stoðarmanna á vegum Jöklarann- sóknafélags íslands skoðaði ummerki eftir gosið sem varð í Grímsvötnum í desember sl. og hlaupið sem varð úr þeim í síðustu viku. I leiðangrinum, sem hófst á laugardag og lauk í gær- kvöld, voru sérfræðingar á vegum Raunvísindastofnunar, Veðurstof- unnar, Norrænu eldfjallastöðvarinn- ar, Náttúrufi’æðistofnunar og Jökla- rannsóknafélagsins. Magnús Tumi Guðmundsson var leiðangursstjóri en hann er jafnframt fonnaður Jökla- i’annsóknafélagsins. Djúpir sigkatlar myndast Að sögn Magnúsar Tuma skoðuðu leiðangursmenn annars vegar um- merki eftir gosið, gíginn sem mynd- aðist í því, gosstöðvarnar og öskulag- ið næst gosstöðinni. Hins vegar var lesið af vatnshæðarmælum sem gefá til kynna vatnshæðina við botn jök- ulsins og var tilgangurinn að fylgjast með vatnsrennsliskerfinu undir jökl- inum. „Varðandi gosstöðvai-nar er ekki margt sem kemur á óvai’t en hins Morgunblaðið/RAX HORFT til vesturs yfir gx'g sem gaus fyrsta daginn en hætti fljótlega að gjósa. Mennirnir tveir neðst á myndinni til hægri eru örsmáir í saman- burði við svæðin þar sem íshellan hefur sigið. vegar er athyglisvei’t að sjá að sam- fara gosinu hefur orðið mikil aukning á jarðhita í Gi’ímsvötnum. Hann hef- ur snai’aukist með allri hlíð Gríms- fells og með hlaupinu hefur sá jarð- hiti færst í aukana þannig að hér hafa myndast djúpir sigkatlar á nokkrum stöðum. Þetta bendir til þess að berg- gangur sem skaust upp í jarð- skoi-puna hafi náð töluvert út frá gos- stöðinni. Áhi’ifa gossins gætir því í 2-3 km fjarlægð í báðar áttir út frá gossprungunni en þar hefur jarðhiti aukist, vegna þess að kvika hefur greinilega skotist upp í jarðskorpuna víðar en bai’a þar sem gaus,“ sagði Magnús Tumi. Rannsóknarmenn sóttu gögn úr vatnshæðannælum og verður nú haf- ist handa við að vinna úr þeim gögn- um, að sögn Magnúsar Tuma, og þeg- ar þeirri vinnu verður lokið munu liggja fyrir nánax’i upplýsingar um breytingarnar. . .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.