Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ég ætti að krefja þig um leigu fyrir að deila með Ég verð þó að játa að það er góð tilfinning að deila mér teppinu ... Hundar borga ekki leigu ... með einhverjum ... Og góð tilfinning að vita að hundar gæta hússins. maður er að gæta hússins ... Voff! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Eiturlyfjasala er glæpsamlegt athæfí Frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur: NÚ ER í umræðunni að þyngja refs- ingu fyrir fíkniefnaafbrot. Almenn- ingur virðist telja þetta mikið þjóð- þrifaverk. Umræðan snýst líka alltaf um það að fíkniefnaneytendur séu glæpamenn. Ég held að við verðum að skoða málið betur og frá fleiri sjónarhornum. Eru þessir menn, sem verið er að taka, í flestum tilfellum glæpamenn eða eru þetta manneskjur sem eru sjálfar háðar eiturefnum? Eg bið þig lesandi góður um að hugsa alvarlega um þetta áður en þú dæmir. Málið er nefnilega einmitt það að þetta vesal- ings fólk sem löggæslumenn ná er í flestum tilvikum í besta falli burðar- dýr sem gera slæma hluti í von um skjótfenginn gróða, en ekki af glæp- samlegu eðli. Hinir eru flestir sjúkir einstaklingar sem selja og smygla til að hafa fyrir eigin neyslu. I þessu Ijósi er líka alveg furðulegt að það skuli alltaf tíundað í fréttum hve mikið menn hefðu nú grætt ef þeir hefðu ekki náðst. Þessir einstakling- ar myndu ekki getað fjármagnað kaup upp á fleiri milljónir og ég held ekki að menn geti verið á greiðslu- kjörum í þessum bransa. Hvar eru hinir eiginlegu glæpa- menn, þeir sem fjármagna kaupin? Þeir nást nefnilega svo til aldrei, tak- ið það með í reikninginn, þegar þið fordæmið. Þetta eru hvítflibbar sem ekki fellur blettur á, eða eru í góðum samböndum. Þá mætti mín vegna taka af lífí ef þeir næðust, en það lít- ur ekki einu sinni út fyrir að það sé verið að reyna að ná þeim. Það virð- ist bara vera hugsað um að koma böndum á þá litlu og veiku. Og ég segi það aftur og enn; eitur- lyfjaneytendur á ekki að setja í fang- elsi, það fólk á að fara á lokaðar með- ferðarstofnanir, þar sem það fær að- hlynningu og hjálp og síðan aðstoð til að koma undir sig fótunum í lífinu á ný. Á meðan yfírvöld skilja ekki þetta grundvallaratriði er margt ungmennið ofurselt fíknum og glæpamönnum sem leika sér að þeim eins og strengjabrúðum, og aftur og aftur sami rúnturinn, þess vegna er meirihluti fanga í íslenskum fangels- um fíkniefnaneytendur. Margir taka sitt eigið líf í vonleysi, aðrir dansa bara áfram í vonlausum dansi. Þeim örfáu sem reyna að komast upp úr eymdinni er gert það nær ókleift, vegna sífellds áreitis úr öllum áttum og ekki síst frá þeim aðilum sem ættu að aðstoða þá. Ekki segja mér að það séu ekki til peningar til að koma upp slíkum stofnunum, ég er viss um að þær myndu borga sig upp á nokkrum árum vegna minni glæpa- tiðni ungs fólks. Þetta eru þung orð og stór, en þau eru engu að síður sönn. Og þetta vita foreldrar og aðstandendur þessara ungmenna og ég hef lengi verið ein af þeim. Það er líka, eins og ég hef oft bent á, að aðstandendur eru of sundurtættir og orkulausir til að geta snúið vörn í sókn. Því þeir sem lenda í eiturlyfjum breytast og svik og lygi verða þeirra aðaleinkenni þangað til enginn trúir eða treystir þeim lengur, og þeir sjálflr kunna ekki að snúa ofan af þeim vef, þó þeir vilji. Við þurfum að breyta hugsun okk- ar, ekki setja samasem-merki milli eiturlj'fjaneysiu og glæpamanns, það er einungis hinn sýnilegi hluti af dæminu, sá sem við sjáum. Aðalill- þýðið liggur í felum og passar upp á sitt, og vellur í illa fengnum gróða, án þess að nokkur skipti sér af. Kóngulóin situr í miðjum vefnum og spinnur óhamingju og dauða yfir börnin okkar, en við tínum bara nið- ur flugurnar. ÁSTHILDUR CESIL ÞÓRÐARDÓTTIR, Seljalandsvegi 100, Isafirði. Að blóta jólin Frá Einari Ingva Magnússyni: ÞAÐ ER orðið stutt í þúsund ára af- mæli kristnitökunnar á íslandi, en árið þúsund var kristni lögtekin á ís- landi. Ekki er þar með sagt að allir landsmenn hafí orðið kristnir við þann atburð, því eins og flestir vita var þeim leyft að blóta á laun, sem og margir gerðu. Og þó kristni hafi verið lögboðin í 999 ár eru margir ennþá ókristnir, iðka önnur trúar- brögð og dýrka aðra guði, en þann sem kristur boðaði. Mér varð hugsað til kristindómsins í jólaringulreiðinni og aftur á síðasta kvöldi ársins nýliðna. Á meðan hálfur heimur deyr úr hungri og drepsótt- um er áætlað að meðalfjölskylda hafi ekki eytt undir hundrað þúsundum króna í jólahátíðina og áramótin. Margar hugsanir fóru um höfuðið á þessum síðustu dögum ársins. Við fegrum heimili okkar í staðinn fyrir að gefa öðrum heimili. Við borðum dýrustu jólasteik í staðinn fyrir að gefa hungruðum bita, nema ef vera skyldi okkar eigin gæludýr- um. Við gefum gjafir þeim sem ekk- ert skortir í staðinn fyrir að gefa fá- tækum. Við höldum jólin hátíðleg án þess að gefa þeim jól, sem engin eiga. Þá er mér spurn hvernig við getum glaðst með góðri samvisku um jólin í þessum auðæfa lystisemd- um á meðan hálfur heimur sveltur og deyr úr hor. Já, jólin, slíkar hátíðir „kristinna“ manna eru ekki annað en auðæfa of- læti á hæsta stigi, sem við kristnir menn skulum skammast okkar fyrir. Hvernig getum við haldið slíkar ýkt- ar hátíðir þar sem engu er til sparað, þegar við minnumst þess að Kristur fæddist í útihúsi fyrir sauðfé og boð- aði auðmjúkt líferni og fórnarlund í garð náungans og þeirra sem minna mega sín. Svona jól, sem þekkjast í dag, eru ekki kristin jól. Þau eru blótuð öðrum guðum, en þeim sem Kristur boðaði. Við kristnir menn skulum athuga það, við sem viljum kalla okkur kristin. Það er ekki seinna vænna fyrir hátíð kristnitök- unnar, sem verður vonandi ekki í takt við auðæfa oflætisfyllirí jólanna. Vonandi sjá kristnir menn, og tel- ur sá sem þetta bréf ritar sig í þeirra hópi, sóma sinn í því að Ieggja frekar þá fjármuni, sem kynnu að fara í ýktar veislur, í þann málstað sem leiðtogi þeirra, Jesús Kristur, var talsmaður fyrir. EINAR INGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.