Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 72

Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Grímsvötn nánast - tæmdust MIKLAR breytingar hafa orðið í Grímsvötnum eftir að þau tæmdust svotil í hlaupinu í Skeiðará í síðustu viku og mikið sig hefur átt sér stað í vötnun- um. „Grímsvötn hafa sigið mjög langt niður, lengra heldur en í mörgum fyrri hlaupum. Ég hef engar tölur um hve mikið en vötnin virðast hafa tæmst svotil alveg sem er óvanalegt. Það er væntanlega vegna hitaáhrifa frá gosinu, sem slíkt hefur gerst,“ sagði Magnús Tumi Guðmunds- son, jarðeðlisfræðingur, en 1 hann skoðaði ummerki eftir gosið og hlaupið úr vötnunum um helgina. Hann sagði einnig að jarðhiti hefði aukist mikið. Það benti til þess að berggangur sem skaust upp í jarðskorpuna í gosinu hafí náð töluvert útfrá gosstöðinni. Á myndinni má sjá hvernig ís- inn hefur sigið þar sem áður var vatn undir. Mennirnir tveir sem sjást neðarlega fyrir miðri mynd eru á vestari bakkanum á >vatninu en í horninu neðst tii hægri má sjá giitta í gígopið. ■ Mikil aukning á jarðhita/37 Morgunblaðið/RAX Markaðsverð bréfa í hugbúnaðarfyrirtækinu OZ hækkar um rúm 70% á rúmri viku OZ gerir stórsamning til þriggja ára við Ericsson SKRIFAÐ hefur verið undir samn- ing á milli OZ og sænska stóríyrir- tækisins Ericsson til þriggja ára. Hann felur í sér samstarfsverkefni upp á að minnsta kosti einn millj- arð króna, þar sem OZ og Ericsson munu í sameiningu þróa nýja sam- skiptatækni fyrir Netið. Þetta hef- ur Morgunblaðið eftir áreiðanleg- um heimildum. Viðskipti með bréf í OZ undanfarnar vikur, hafa sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, verið með þeim hætti, að gengi bréfa í fyrirtækinu hefur á skömm- um tíma hækkað úr 1,3 dollurum hvert bréf í 2,25 dollara og undan- farna viku, eftir undirritun samn- ingsins hefur hver hlutur hækkað úr 1,7 dollurum í allt að 2,9 dollara. Þetta er hækkun á markaðsvirði bréfanna upp á rúm 70%. OZ er ekki skráð á verðbréfamarkaði, en heimildir Morgunblaðsins herma að innan skamms verði fyrirtækið skráð á markaði hjá hinu ört vax- andi bandaríska kauphallarfyrir- tæki Nasdaq. Samningaviðræður fyrirtækjanna hafa staðið í marga mánuði og lyktaði þeim með ofangreindri und- irritun í Stokkhólmi nú undir helgi. Samningurinn við Ericsson felur það í sér að fyrirtækin muni í sam- einingu vinna að því að tvinna sam- an hefðbundin símakerfi Ericsson við tölvuna og Netið, þar sem OZ verður í leiðandi hlutverki, við að skapa nýjar samskiptalausnir og þjónustu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var ástæða þess að samningar tókust á milli fýrirtækj- anna ekki síst sú, að forsvarsmenn Ericsson hrifust af ákveðnum að- ferðum sem OZ-menn höfðu þróað varðandi lausnir á samskiptum við Netið. Samstarfið við OZ á þessu sviði mun verða leiðandi að því er varðar uppbyggingu netþjónustu fyrirtækisins. Fyrirtækin hafa þeg- ar hafið kynningu á þessu samstarfi fýrir símafyi'irtækjum, innlendum sem erlendum. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hefur kynn- ing fyrirtækjanna hlotið jákvæðar undirtektir hjá Landssímanum hf. og símafyrirtækinu Helsinki í Finnlandi. OZ er nú með starfsstöðvar í Stokkhólmi, Reykjavík og San Fransisco þar sem höfuðstöðvar þess eru. OZ og Ericsson hafa þeg- ar hafið kynningu á því samstarfi fyi-irtækjanna sem samningar hafa náðst um til næstu þriggja ára í all- mörgum löndum og er fregna af ár- angri af þeim kynningum að vænta á næstu vikum. Mesta ofankoma á skíðasvæðum í Austurríki í áraraðir Islendingar tepptir vegna snj óflóðahættu AÐ MINNSTA kosti sjö íslending- ar voru í gær tepptir á skíðasvæðun- um í Lech og Sankt Anton í Austur- ríki vegna snjóflóðahættu, en þús- undir ferðamanna eru fastir á skíða- svæðum í vesturhluta Austurríkis vegna þessa. Mikið hefur snjóað síð- an á föstudag og mun þetta vera mesta snjókoma í manna minnum. Samgöngur hafa víða raskast í fjaliahéruðum Sviss og Austurríkis en óvenju kalt er víða í Evrópu. Tekist hafði að opna nokkra vegi í gær með því að sprengja snjó úr hlíðunum og ryðja akfæra slóða með vinnuvélum. Hjón fórust í gær í snjóflóði sem féll á kaffihús í útjaðri skíðabæjar- ins Wengen í Sviss. Á sunnudag fór 18 ára þýzkur snjóbrettakappi af leið í skíðabrekkunum við Sankt Johann, nærri Kitzbuhel, lenti í á og varð úti. Ólafur Björgúlfsson og eiginkona hans, Bergljót Ólafs, voru stödd í Lech þegar Morgunblaðið náði tali af þeim í gær. „Það hefur snjóað lát- laust hér síðan á fóstudag og vegurinn um Flexen-skarðið hefur verið lokaður síðan á laugardags- morgun,“ sagði Ólafur. Að sögn Ólafs bíða bæjaryfirvöld í Lech eftir að stytti upp svo hægt verði að koma auga á snjóhengjumar og sprengja þær upp. Þá tekur ekki nema nokkrar klukkustundir að ryðja veginn yfir Flexen-skarðið. Að sögn Ólafs er algengt að skarðið lok- ist í hálfan sólarhring eða svo, en sjaldgæft að það lokist svona lengi. Ólafur sagði að vel færi um fólk í Lech þótt samgöngur við aðra bæi hefðu engar verið síðan á fóstudag. Samkvæmt ásetlun áttu þau hjónin að fara heim sl. laugai’dag. Búist er við að áfram snjói í dag en vonir standa til að unnt verði að heija aðgerðir á miðvikudag. Ólafur sagði að líklega yrði mikil umferð þegar skarðið yrði opnað þar sem fjöldi manns væri tepptur í bænum. Að sögn Lilju Jónsdóttur hjá Ur- vali-Utsýn héldu fimm Islendingar utan á vegum ferðaskrifstofunnar á íostudag og var ferðinni heitið til Lech. Þeir hafa ekki komist leiðar sinnar og era staddir í Sankt Anton. Að hennar sögn skaut bflstjóri lang- ferðabifreiðarinnar sem fara átti með þau til Lech yfir þau skjólshúsi fyrstu nóttina en líklega væri búið að útvega þeim gistingu núna. Norsk Hydro Alver reist á Islandi EKKERT hefur breyst hjó Norsk Hydro varðandi byggingu álvers á Austfjörðum, þrátt fyrir lækkandi hrávöruverð á heimsmörkuðum. Jostein Flo, aðstoðarforstjóri ál- og boxítdeildar Norsk Hydro, segir að vissulega sé sú lækkun, sem orðið hefur á álverði undanfarið, óhagstæð fyrir fyrirtækið. Það hafi þó engin áhrif á þau áfonn að reisa hér 120 þúsund tonna verksmiðju. ■ Áætlanir/19 --------------- 16 af 18 rán- um upplýst ALLS var tilkynnt um 18 rán sem framin voru í sölutumum í Reykja- vík á síðasta ári og þar af hefur lög- reglan upplýst 16 þehra. Síðastliðið sunnudagskvöld rændi hettuklæddur maður rúmlega 30 þús- und krónum úr sölutumi við Eddu- fefl. Er það þriðja ránið í sölutumi í Reykjavík á jafnmörgum vikum. ■ Þriðja ránið/14 --------------- Kynna skólann með saltfiski SKÓLASTJÓRNENDUR Patreks- skóla á Patreksfirði beita nýstórleg- um aðferðum við að laða kennara til starfa við skólann. Guðbrandur Stíg- ur Ágústsson skólastjóri hefur sent kennaranemum við KHÍ bréf og um- sóknareyðublað í öskjum sem inni- halda einnig saltfisk og uppskriftir að suðrænum saltfiskréttum. Veisla verður í KHÍ í dag er salt- fiskverkendur frá Patreksfirði bjóða kennaranemum upp á saltfiskrétti. ■ Lífið er ekki/35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.