Morgunblaðið - 23.02.1999, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
—
Morgunblaðið/RAX
GÍSLI Kristjánsson og ísak Árnason liestamenn að moka frá hesthúsum sínum.
GUNNAR Egill Sævarsson og Ragnar Heiðar Ólafsson 11 ára undu sér vel við leiki í
fannferginu á Sauðárkróki í gær.
Mikið fannfergi
eftir stórhríðina
Óvenju mikið snjóflóð féll úr Tindastóli við
Reykjaströnd um helgina og fór rafmagn
af nokkrum bæjum. Örlygur Steinn Signr-
jónsson og Ragnar Axelsson ræddu við
fólk í Skagafirði eftir óveðurshelgina.
SKAGFIRÐINGAR hófu að ryðja
burt snjó af götum og vegum í
gær, þegar loks stytti upp eftir
þriggja daga látlausa stórhríð og
var bæjarbúum á Sauðárkróki
sýnilega létt yfír því að geta at-
hafnað sig við ýmis útiverk í friði
fyrir hamaganginum í vetri kon-
ungi.
Blaðamenn Morgunblaðsins
hittu fyrir starfsmenn Rafmagns-
veitu ríkisins þar sem þeir voru
að Ijúka viðgerð á rafmagnsbiiun
sem varð síðdegis á laugardag
þegar snjóflóð féll úr Tindastóli
við Reykjaströnd. Fjórir raf-
magnsstaurar létu undan þunga
snjóflóðsins sem féll af miklum
krafti ur Innstalandsskál í Tinda-
stóli. Á 1,7 km kafla slitnaði raf-
magnslína í flóðinu og var hafíst
lianda strax í gærmorgun við að
gera við og tengja nýja lfnu og
koma rafmagni á að nýju á raf-
magnslausa bæi. Urðu alls sex
bæir á Reykjaströnd rafmagns-
lausir í kjölfar snjófíóðsins en
einungis er búið í tveim þeirra og
komst rafmagn aftur á um kl. 15
í gær. Að sögn Jóhanns Svavars-
sonar, rafveitustjóra RARIK í
Skagafirði, var snjóflóðið um
400-500 in breitt og meðaldýpt
um 70 cm. Flóðið féll um 800 m
vegalengd, náði í sjó fram og
ruddi burt girðingu við veginn á
Reykjaströnd.
Snjóflóð af þessum krafti eru
afar fátíð í Tindastóli en ekki er
óalgengt að smáspýjur falli úr
ijallinu og valda þær vanalega
ekki tjóni á borð við það sem
varð á laugardag. Snjór safnast
einkum fyrir í Innstalandsskál-
inni í vestlægum og norðvestlæg-
um áttum og getur þá skapast
hætta á snjóflóði.
íbúar á Reykjaströnd fluttir
aftur inn í gær eftir rýmingu
Bæirnir Skarð og gamla íbúð-
arhúsið í Fagranesi á Reykjanesi
voru yfírgefnir af öryggisástæð-
um á laugardagskvöld vegna
Mál og menning
Síðumúla 7-9 Sími 510 2500
HESTAMENN á Sauðárkróki tóku klára sína út í gær eftír 3 daga hlé.
snjóflóðahættu að tilmælum al-
mannavarnanefndar Skagafjarð-
ar, en hættuástandi var aflétt í
gærmorgun og gátu íbúarnir þá
flutt aftur inn. Ibúar í Fagranesi
voru þegar farnir út áður en átti
að rýma, en þeir fóru ekki langt
þar sem þeir fluttu sig um set í
nýja íbúðarhúsið í Fagranesi,
sem er skammt frá. Þar býr Jón
Eiríksson ásamt Jóni Kolbeini 12
ára syni sinum. Jón slapp við raf-
magnsleysið af völdum snjóflóðs-
ins sem kom úr Innstalandsskál-
inni þar sem hann hefur
heimarafstöð en varð hins vegar
að sætta sig við 9 kiukkustunda
rafmagnsleysi frá kl. 21 á föstu-
dagskvöld til kl. 6 næsta morg-
un, vegna annars snjóflóðs sem
féll úr Tindastóli ofan í Fagra-
nesárgilið fyrir ofan bæinn.
Snjórinn stíflaði ána sem knýr
rafstöð Jóns neðan við bæinn og
olli rafmagnsleysinu, en allt
komst þó í samt Iag þegar stíflan
losnaði.
Heimarafstöðina smíðaði Jón
1958 úr hlutum sem hann viðaði
að sér úr ýmsum áttum og segir
að hann hafi ekki átt rétt á láni
til rafstöðvarsmíðarinnar nema
að tveim þriðju lilutum.
„Ég var á orkuveitusvæði og
fékk því aðeins 60 þúsund króna
Ián af 90 þúsund krónum, sem
voru lánaðar til heimarafstöðva-
smíða á bæjum utan orkuveitu-
svæða,“ segir Jón. „Það var ráð-
gert að Ieggja raflínu frá Tungu
hingað úteftir og Fagranes var
endabærinn og þess vegna fékk
ég ekki nema 60 þúsund króna
lán. Auk þess átti ég að borga
lánið upp ef mér yrði gefinn
kostur á að fá ríkisrafmagn. Svo
kom ríkisrafmagn en þá voru lið-
in 17 ár frá því ég byggði mína
rafstöð og tvær afborganir voru
eftir af láninu og það endaði með
því að þessu ákvæði var aldrei
beitt.“
JÓN Eiríksson í Fagranesi
þurfti ekki að líða rafmagns-
skort nema í 9 klukkustundir
þar sem hann liefur verið með
heimarafstöð frá árinu 1958.
Jón segir að ekki þurfi að
vaka stöðugt yfír heimarafstöð-
inni en heldur þurfi þó að vera á
verði í fyrstu frostum. „I fyrstu
frostum er alltaf grunnstingull
og þá myndast ís við botn uppi-
stöðulónsins sem sest á ristarnar
við inntaksþróna og stíflar allt.“
Við bj ö rgu n araðge rð i r hefur Jón
því ósjaldan dottið í lónið og
komið blautur heim eftir barátt-
una við hinn hvimleiða grunn-
stingul, en þegar líða fer á vet-
urinn hverfur þetta vandamál og
þá má reiða sig á stöðugleika
rafstöðvarinnar.
Hestamenn komnir
aftur á kreik
Hestamenn voru víða á ferð í
nágrenni Sauðárkróks í gær og
tóku klára sína til kostanna eftir
þriggja daga hlé sem óhjákvæmi-
lega þurfti að taka vegna veðurs.
Mest reið þó á að moka frá hest-
húsum og þeirra á meðal voru fé-
lagarnir Gísli Kristjánsson og
Isak Árnason. í húsi Gísla eru sjö
hross og segir hann veðrið ekki
hafa komið í veg fyrir að menn
kæmust í gegningar þótt ekki
væru menn að ríða út í hríðinni.
Gísli segir að eftir að menn tóku
að gefa hrossum hey úr rúllum
hafí orðið erfíðara að gefa í
slæmum veðrum þar sem hesta-
menn ganga ekki að rúllunum í
hlöðum sínum líkt og var með
baggana gömlu.
„Þegar fennir fyrir dyr þá
lenda menn oft í basli,“ segir
Gísli og bætir við að menn Ieggi
þó allt á sig til að gefa hrossun-
um þótt illa viðri, hann segir vet-
urinn hafa verið slæman þar sem
stöðugar umhleypingar hafi ein-
kennt hann auk þess sem hann
hafi lagst snemma að. „Það var
mjög slæmt veður hér 21.-23.
október þegar hér gerði áhlaup
og allt fór á svarta kaf. Síðan
hefur verið umhleypingatíð og
náð nánast að hreinsa en alltaf
eykst klaki á jörðu og þá verður
erfiðara fyrir útigangandi hross
að beija. Það er óskaplegt hey-
magn sem er farið í vetur hjá
bændum og hrossaeigendum al-
mennt.“ Þeir ísak segja að veðrið
um helgina hafi samanstaðið af .
verstu vindáttum sem geta komið
í Skagafirði. „Norðan- og norð-
vestanátt eru verstu áttimar
hér,“ segir hann og bætir við að
veðrið á Króknum geti verið með
ágætasta móti í austan- og suð-
austanátt þótt veðrið sé arfavit-
laust frammi í sveitum.
Gísli segist hafa tekið hross sín
snemrna á hús í vetur eða í byrj-
un nóvember en þá hafi verið
tekið fyrir alla jörð í haga. „Það
var ekkert um annað að ræða, en
að taka allt inn en að öllu jöfnu
hefur maður tekið inn um ára-
mótin. Hrossin vom samt ekki
viðkvæm fyrir fóðurbreytingun-
um því það var ekki það langt
liðið á haustið og hrossin því ekki
komin á mikla sinu og almennt
voru hross vel haldin. Menn fóru
síðan að gefa almennt mikið af
heyi og ég held að menn átti sig
ekki á því hversu mikið er búið
að gefa af heyi í vetur.“
Þeir Gísli og ísak höfðu í gær
ekki hreyft hross síðan á fimmtu-
dag og kváðust helst vilja vera
lausir við stórviðri, til að geta
riðið út og tamið án allra tafa
vegna veðursins. „Þetta er hund-
leiðinlegur vetur í vetur og það
eykur álagið á manni þegar mað-
ur þarf að moka snjó og draga
heyrúllur að hlöðudyrum og slíta
úr þeim til að bera hey í hross-
in,“ segir Gísli.
Þeir ísak vörpuðu að lokum
lofi á mokstursmenn bæjarins
sem hafa verið iðnir við að moka
göturnar í hesthúsahverfinu jafn-
hliða því sem þeir hafa verið önn-
um kafnir við götumoksturinn á
Króknum.