Morgunblaðið - 23.02.1999, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÁ Robben-eyju, þar sem Nelson Mandela var fang-i í 18 ár.
FANGAKLEFI Mandela á Robben-eyju.
Matarílát hans eru ofan á ábreiðunum.
Aðstaða
fyrir sendi-
ráðsmann í
Mósambík
SIGRIÐUR Snævarr afhenti Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku,
trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Suður-Afríku í apríl
1996. Myndin var tekin við það tækifæri.
SIGRÍÐUR Á. Snævarr er að ljúka
störfum sem sendiherra gagnvart
Suður-Afríku, Mósambík og Na-
mibíu og taka við sem sendiherra í
París. I hennar tíð sem sendiherra
hefur vegabréfsáritunarskyldu til
Suður-Afríku verið aflétt. Núna
þarf eingöngu áritun til Mósambík
af þessum löndum. Nú hillir undir
að starfsmaður sendiráðs Islands
gagnvai-t Mósambík taki upp fasta
búsetu í iandinu.
Sigríður gegndi sendiherrastöðu
gagnvart Namibíu í fimm ár, fyrst í
Stokkhölmi, og hélt því starfi
áfram þegar hún lét af sendiherra-
embættinu þar. í apríl 1996 afhenti
hún Nelson Mandela, forseta Suð-
ur-Afríku, trúnaðarbréf sitt og í
ágúst 1998 var komið að Mósam-
bík. Sigríður er nýkomin úr heim-
sókn til Mósambík og Suður-Af-
ríku.
Sigríður segir að sú hugmynd
hafi komið upp í fyrra að íslenskur
sendiráðsmaður yrði starfandi í
Mósambík. Ástæðan fyrir því að
Mósambík verður fyrir valinu sem
dvalarstaður er sú að þar verður
umfangsmesta þróunaraðstoð ís-
lendinga til Afríkuríkis.
Þegar Halldór Asgrímsson utan-
ríkisráðhen-a var í opinberri heim-
sókn í Mósambík í fyrra bauðst
honum húsnæðisaðstaða fyrir Is-
land í sameiginlegu húsnæði Dana
og Norðmanna. Sendiherra íslands
yfir Mósambík yrði hins vegar
staðsettur á Islandi. Bygging
sendiráðsins hefst í apríl og er gert
ráð fyrir að byggingartíminn verði
18 mánuðir.
„Þetta gæti orðið okkur til góðs
því sendiráðsmaðurinn ætti auðvelt
með að ferðast til annarra landa í
suðurhluta Afríku og gæta hags-
muna íslands í þessum heimshluta.
I Mósambík er talinn einna mestur
uppgangur í Afríku og mörg þróun-
arsamvinnuríki eru þar staðsett og
jafnframt standa fyrir dyrum mikl-
ar stórframkvæmdir í landinu, svo
sem lagning járnbrautarkerfis og
gasleiðslu, vegagerð og bygging ál-
vers,“ segir Sigríður.
Hún segir að myndast hafi sam-
skipti á menningarsviðinu við Mó-
sambík í tengslum við Listahátíð sl.
sumar. Þróunarsamvinnustofnun
hafi veitt atbeina sinn til að koma
verkum tveggja mósambískra lista-
manna til Islands og voru þau sýnd
í Ráðhúsi Reykjavíkur. Framhald
verði á þessum samskiptum við
listamenn til eflingar starfsins í
Mósambík.
Einn ræðismaður er starfandi í
Port Elizabeth í Suður-Afríku og
þrír aðrir hafa verið útnefndir í
Pretoríu, Jóhannesarborg og
Durban.
Dvalið á Robben-eyju
Sigríður segir að í samstaríí við
norrænu ráðherranefndina hafi
verið staðið að menningarsam-
skiptunum Shuttle 99 þar sem þátt-
takendur hafa verið frá Norður-
löndunum og Suður-Afríku. Gagn-
kvæm bókmenntakynning kom í
hlut íslands og átti Sigríður fund
haustið 1997 með Zakes Mda, rit-
höfundi frá Jóhannesarborg, sem
áður var prófessor í bókmenntum
við Yale-háskóla, um ráðstöfun
fjárins sem ætlað var til samskipta
á sviði bókmennta. Á fundinum
fæddist hugmynd um bókmennta-
smiðju og í henni hafa starfað rit-
höfundarnir Olga Guðrún Árna-
dóttir og Sjón, rithöfundar og
bókaskreytingamenn frá hinum
Norðurlöndum ásamt sex rithöf-
undum frá Suður-Afríku.
Sigríður tók einnig þátt í nor-
rænni ráðstefnu 10. febrúar sl. fyr-
ir hönd utanríkisráðherra á vegum
Non'ænu Afríkustofnunarinnar,
Robben Island-safnsins og Maýibu-
ye Center. Ráðstefnan var haldin á
Robben-eyju þar sem Nelson
Mandela var í átján ár í fangelsi.
Forseti suður-afríska þingsins setti
ráðstefnuna í gamla þinghúsinu í
Höfðaborg sem Sigríður segir að
hafi verið eitt helsta tákn aðskiln-
aðarstefnunnar á sínum tíma. 130
ráðstefnugestir gistu tvær nætur á
Robben-eyju, sem tekur um eina
klukkustund að sigla til í suður frá
Höfðaborg, og bjó Sigríður í fanga-
varðahúsi þarna.
„Lagt hefur verið mikið upp úr
því að breyta sem minnstu þarna
því landsmenn vilja að staðurinn
verði skráður sem heimsminjar hjá
UNESCO. Við vorum innan um
gaddavírsgirðingar og gátum sett
okkur íyrir sjónir aðstæðurnar sem
Mandela hefur búið við. Robben-
eyja er kölluð Fangaeyjan og er
táknræn íyrir aðskilnaðarstefnuna
og andstöðu blökkumanna gegn yf-
irráðum hvítra. Eyjan var allt frá
sautjándu öld geymslustaður fyrir
þá sem voru taldir hættulegir um-
hverfi sínu svo sem geðveika, trú-
villinga, holdsveika, stjórnarand-
stæðinga og pólitíska fanga,“ segir
Sigríður.
Sjónvarpið býður sérstakar textaðar útsendingar frá framboðsumræðum
Félag heyrnarlausra
vill táknmálstúlkaðar
umræður í sjónvarpi
STEFNA Félags heyrnarlausra á
hendur Ríkisútvarpinu hefur verið
þingfest. Félagið fer fram á að úr-
skurður Sjónvarpsins um sérstak-
ar útsendingar frá framboðsum-
ræðum í sjónvarpssal íyrir næstu
Alþingiskosningar verði dæmdur
ólögmætur. Jafnframt að sjón-
varpinu verði gert skylt að sjá til
þess að umræðumar verði að-
gengilegar fyrir heymarlausa.
Hafdís Gísladóttir, framkvæmda-
stjóri Félags heyi-narlausra, segir
að farið sé fram á að umræðurnar
verði táknmálstúlkaðar jafnóðum
og þær fara fram. Bjarni Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Sjónvarpsins, segir að með sér-
stökum útsendingum yrði einnig
hægt að texta umræðurnar og ná
þannig til stærri áhorfendahóps.
Ekki fullnægjandi
„Við erum ekki að fara fram á
textun eins og segir í frétt frá Al-
þingi,“ sagði Hafdís. „I erindi okk-
ar til Sjónvarpsins er farið fram á
að framboðsumræðurnar verði
táknmálstúlkaðar um leið og út-
sending fer fram og að túlkur
standi til hliðar og túlki jafnóðum.
Við gerum okkur grein fyrir að
það er mun minna mál en textun."
Sagði hún að tilboð Sjónvarpsins
um að endursýna þættina túlkaða
og textaða í dagskrárlok seint á
föstudagskvöldi og aftur snemma á
laugardagsmorgni áður en kjör-
staðir væru opnaðir væri ekki full-
nægjandi. „Við erum að óska eftir
að fá að fylgjast með stjómmála-
umræðu rétt eins og aðrir lands-
menn,“ sagði hún. „Þetta er útvarp
allra landsmanna eins og segir í
slagorðinu og við greiðum sem
svarar helmingi afnotagjalda fyrir
sjónvarj), þar sem útvarpið fellur
út.“
Hafdís segist ekki hafa fengið
skrifleg rök fyrir því frá Sjónvarp-
inu hvers vegna ekki er hægt að
túlka umræðurnar jafnóðum á
táknmáli. „En ég hef rætt við
framkvæmdastjórann og einu rök-
in sem ég hef heyrt eftir að í ljós
kom að túlkar telja þetta ekkert
vandamál er að hann fór að tala um
áferðina á myndinni," sagði Hafdís.
„Ég skil það þannig að honum finn-
ist ljótt að túlkur standi til hliðar.
Um það snýst málið í raun og
veru.“
Hafdís sagði að fyrir borgar-
stjómarkosningamar sl. vor hefði
einnig verið farið fram á að stjórn-
málaumræðumar yrðu táknmáls-
túlkaðar en þeh'ri ósk hefði verið
hafnað.
„Nú er þetta að endurtaka sig,“
sagði hún. „Við emm að okkar mati
með góðan rökstuðning. Fyrsta
bréfið var sent 6. nóvember, hálfu
ári fyrir kosningar, þannig að und-
irbúningurinn er góður. Við þurft-
um að ítreka þetta bréf tvisvar og
fengum svar 11. janúar, þar sem
segir að málið hafi verið rætt innan
Sjónvarpsins og að ekki sé hægt að
verða við beiðni félagsins. En síðan
segir: „Komi hins vegar önnur
hugmynd frá félaginu um stjórn-
málakynningu í Sjónvarpinu fyrir
heyi'narlausa þá sé sjónvarpið til-
búið að kanna hvort það sé raun-
hæft að framkvæma hana.“ Við lít-
um ekki þannig á að hægt sé að líta
á heyrnarlausa sem annars flokks
fólk. Þeir eiga þessi réttindi."
Hópur sem ekki
kann táknmál
Bjarni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins, segir
að hann hafi lagt fram tillögu um
að lokaumræður fyrir alþingis-
kosningarnar yrðu endursýndar
rit- og táknmálstúlkaðar í dag-
skrái'lok daginn fyrir kjördag eða
nánast í beinu framhaldi af umræð-
unum í sjónvarpssal og jafnframt
að morguninn eftir yrði þátturínn
endursýndur rit- og táknmálstúlk-
aður áður en kjörstaðir væru opn-
aðir. „Þetta hefur verið rætt hjá
Sjónvarpinu og í útvarpsráði og er
sú tillaga sem unnið er eftir þessa
stundina,“ sagði hann. Bjarni benti
á að innan Félags heyrnarlausra
væri hópur sem ekki kynni tákn-
mál og að með ritmálstúlkun væri
verið að sinna stærri hópi og þá
ekki eingöngu félagsmönnum í Fé-
lagi heyrnarlausra heldur einnig
heyrnarskertum.