Morgunblaðið - 23.02.1999, Page 15

Morgunblaðið - 23.02.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 15 FRÉTTIR Skreið út um bílgluggann „ÞAÐ var engin leið að opna dyr svo ég greip til þess ráðs að skríða út um gluggann til að losa vagninn aftan úr bílnum,“ sagði Gísli Briem, bílstjóri hjá Land- flutningum-Samskipum, en hann lenti í hremmingum á Breiða- merkursandi um helgina. Mjög hvasst var á sandinum og fauk flutningabíll á hliðina og einnig tengivagn sem Gísli var með aft- an í bíl sínum. Gísli var á leið austur á land aðfaranótt laugardags. Hann sagði að veðrið hefði ekki verið gott, en þó hefði vindstyrkur í Sandfelli í Öræfum ekki verið meiri en 5-6 stig. Hann sagðist því hafa haldið áfram. Skammt frá bænum Kvískerjum hefði hann hins vegar ekið inn í mjög sterkan vindstreng. Gísli sagði að svo mikið hefði gengið á að hann hefði gert sér grein fyrir að hann gæti ekki haldið áfram. Hann sagðist hins vegar ekki hafa get- að snúið við á veginum með tengivagninn aftan í. Hann hefði því bakkað honum út í vegkant og upp í veðrið. Ekki hefði verið um það að ræða að hægt hefði verið að opna hurð í þessum lát- um og þess vegna hefði hann far- ið út um glugga til að losa vagn- inn aftan úr bflnum. Eftir að Gísli hafði snúið við fauk vagninn á hliðina. Flutn- ingabfll sem var þama einnig á ferð fór sömu leið. Þörf fyrir vindmæli stuttum kafla. Ég held að trygg- ingafélögin hljóti að sjá sér hag í að þrýsta á að þama verði settur upp sjálfvirkur vindmælir. Það getur einnig komið til greina að Veðurstofan og Vega- gerðin loki þessum hættulegu stöðum. Það er krafa á okkur bfl- stjóra að reyna að halda áætlun. Við reynum að gera okkar besta, en sjálfsagt erum við stundum að taka of mikla áhættu,“ sagði Gísli. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson TENGIVAGN og flutningabíll fuku út af veginum á Breiðamerkursandi. iimausN spamsKiRTEiNa 2,6. februar er síáasti Foktjón algengt á Breiðamerkursandi „Það er mjög nauðsynlegt að þarna verði settur upp sjálfvirk- ur vindmælir. Það íjúka þarna mörg tæki á ári. Þarna verður bandbrjálað veður á tiltölulega sldptidagur Um fimmtungur starfs- manna við kennslu hefur ekki kennsluréttindi Astandið verst á Vest- Qörðum AÐEINS um 49% starfsfólks við kennslu á Vestfjörðum síðastliðið haust samkvæmt tölum, sem Hag- stofan birti í gær um starfsfólk við kennslu í grunnskólum haustið 1998. Alls voru 4.045 starfsmenn við kennslu í grunnskólum landsins í lok október á síðasta ári. Um 83% þeirra voru með kennsluréttindi en leiðbeinendur voru um 18%. Kennarar með kennsluréttindi vom hlutfallslega flestir á höfuð- borgarsvæðinu, eða um 94%, þar á eftir fylgdi Suðurland en 80% kenn- ara þar voru með kennsluréttindi, næst komu Suðumes með 78% en lægst var hlutfallið á Vestfjörðum eins og áður sagði. Af þeim leiðbeinendum sem em við kennslustörf höfðu um 37% lokið prófí á háskólastigi, 48% höfðu lokið prófi á framhaldsskólastigi, en 16% höfðu eingöngu lokið skyldunámi. Konur voru sem fyrr hlutfallslega fleiri en karlar en um 74% starfs- fólks við kennslu voru konur. Hæsta hlutfall karla meðal starfsmanna við kennslu var á Suðumesjum en þar voru 36% þeirra karlar, lægst var hlutfall karla hins végar á höfuð- borgarsvæðinu utan Reykjavíkur eða 20%. Þrátt fyrir að konur væm hlut- fallslega fleiri en karlar við kennslu voru fleiri karlar en konur sem sinntu störfum skólastjóra, en 65% skólastjóra voru karlar. Hlutfalls- lega flestir kennarar em á aldrinum 40 til 49 ára eða um þriðjungur alls starfsfólks. Þeir einstaklingar semeiga spariskírteinií í.fl.D 1994 - 5 ár (RS99-0310/K) með lokagjalddaga 10. febrúar síðastliðinn, eiga þess kost að skipta þessum skírteinum yfir i ný spari- skírteini til föstudagsins 36. febrúar. Vaxtakjör taka mið af daglegum markaðskjömm. Öllum er boðið að skipta spariskírteinunum í ríkisvíxla. Starfsfólk Lánasýslunnar er reiðubúið að aðstoða á allan hátt við innlausn skirteinanna ogvið skipti yfir í ný spariskírteini. Mundu að síðasti skiptidagur er 26. febrúar. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 6040 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.