Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 21
NEYTENDUR
Verðmerkingar í
byggingavöru-
verslunum 1988
Verðmerkingar í
versiunum olíu-
félaganna 1988
Verðmerkingar í byggingarvöru-
verslunum og verslunum oliufélaganna
Lakara ástand en í
matvöruverslunum
VERÐMERKINGAR í byggingar-
vöruverslunum og í verslunum ol-
íufélaganna eru mun lakari en í
matvöruverslunum. Þetta kom
fram í könnun sem Samkeppnis-
stofnun lét gera á verðmerkingum
í fyrrgreindum fyrirtækjum á síð-
astliðnu ári.
Að sögn Kristínar Færseth
deildarstjóra hjá Samkeppnisstofn-
un var í verslunum olíufélaga
kannað hvort samræmi væri milli
verðmerkinga framan á hillu og
skráðs verð á kassa á 3.750 vörum.
Ennfremur var kannað hvort vara
væri verðmerkt í hillu. Niðurstöður
sýndu að árið 1998 var samræmi
milli hillu og kassaverðs í 83,5% til-
vika.
í byggingarvöruverslunum voru
kannaðar samtals 1.127 vörur á síð-
astliðnu ári. Niðurstöður sýndu að
einungis var samræmi milli hillu-
og kassaverðs í 77,1% tilvika." Til
fróðleiks segir Kristín að megi geta
þess að í matvöruverslunum var
samræmi milli hillu- og kassaverðs
í 93,2% tilvika. Samkeppnisstofnun
hefur um árabil fylgst reglulega
með ástandi verðmerkinga í mat-
vöruverslunum. „Þetta virðist sýna
okkur hvað eftirlit er nauðsynlegt.
Öflugast er samt eftirlit neytenda
og að þeir geri verslunareigendum
viðvart ef verðmerkingum er
ábótavant."
Kristín segir að strikamerkingar
á vöruumbúðum hafi leitt til þess
að ýmsar verslanir hafi hætt að
verðmerkja hverja vörueiningu.
„Með því hefur kostnaðm- við verð-
merkingar lækkað fyrir verslunar-
eigendur. Þegar hætt er að merkja
hverja vöraeiningu þýðir það á
hinn bóginn fyrir neytendur að erf-
iðara er að fylgjast með hvort rétt
verð sé greitt fyrir þær vörar sem
verið er að kaupa.
Samkvæmt lögum er það skylda
fyrirtækja að merkja vörur og
þjónustu með söluverði. Hægt er
að beita viðurlögum ef brotið er
gegn þessum ákvæðum."
Li'yinu lijnriíinii
aöráöa!
1 Sólblóma er hátt
hlutfall íjölómett-
aðrar fitu og lítið
af mettaðri. Með því
að velja Sólblóma á
brauðið dregur þú úr
hættu á aukinni
blóðfitu (kólesteróli)
815%
lió%'
I
411%
ts
ijs g £
Fita í 100 g
Upplýsingar um
uppruna ávaxta
og grænmetis
í VERSLUNUM Nýkaups er búið
að setja upp skilti við ávaxta- og
grænmetisborð þar sem koma fram
upplýsingar um upprunaland vör-
unnar, næringargildi í mörgum til-
fellum og svo verð og mælieininga-
verð.
Lárus ísfeld, innkaupamaður hjá
Nýkaup, segir að það sé mikilvægt
fyrir viðskiptavininn að vita frá
hvaða landi ávextirnir eru svo og
grænmetið. „Þessar upplýsingar gefa
fólki kost á að átta sig betur en ella á
gæðum vörunnar og það á að geta
gengið að því vísu að þegar það kaup-
ir ananas frá Costa Rica þá bragðist
hann öðruvísi en ananasinn sem kem-
ur til dæmis frá Fílabeinsströndinni."
Lárus segir að vinna við að koma
þessum upplýsingum á framfæri til
viðskiptavina hafi staðið yfir um
skeið. Þegar hann er spurður hvort
afbrigðaheitis ávaxta eða grænmetis
sé einnig getið á þessum skiltum seg-
ir hann að vilji sé fyrir því að koma
þeim upplýsingum á framfæri líka.
„Það þarf hins vegar að skoða betur
því eins og málum er háttað núna er
snúið að koma þeim upplýsingum á
framfæri.“
Morgunblaðið/Kristinn
Heilsan pm
TTjamsKöffur
aetur valdið slappleika leiða,
námsörougleikum, lélegu úthaldi o.fl.
VITABIOTICS
- þar sem náttúran og vísindin vinna saman
Fæst í flestum lyfjaverslunum
Bókaðu í sólina
www.urvalutsyn.is
rfvrávori5'99!treymainri.
reícWÚWlaSnýiumvorum.
Til 28.febrúar seljum við valdar
vörur með góðum afslætti.
Úlpur, skíðagallar, peysur,
íþróttafatnaður, skór o.fl. o.fl.
asöÆ
Nýtt greiðsluko rtatima b il
Komdu og gerðu góð kaup!
VINTERSPORT
Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is