Morgunblaðið - 23.02.1999, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
ÚR VERINU
Morgunblaðið/Golli
FJOLMENNI var á fundi Landssambands útgerðarmanna kvótalítilla báta á laugardag.
Kvótaþingið á engan
hljómgrunn hjá LUKS
________________________MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Forsetakosningar í Nígeríu
Obasanjo þykir hafa
styrkt stöðu sína
Lagos, Abuja. Reuters.
LANDSSAMBAND útgerðarmanna
kvótalítilla skipa, LÚKS, samþykkti
á laugardag að krefjast þess að
Kvótaþing verði afnumið sem og
veiðiskylda eða nauðsynlegar ráð-
stafanir gerðar til rýmkunar fram-
salsheimilda. I áiyktun fundarins
kom einnig fram að gera yrði mönn-
um, sem ættu lítinn eða engan kvóta,
mögulegt að leigja hann á eðlilegu
verði.
Til fundarins var boðað vegna
vanda félagsmanna. Jón Arnason,
formaður LÚKS, sagði að félagið
hefði verið stofnað í september sl.
vegna stöðunnar - menn kæmust
ekki á sjóinn. Hann sagði að Kvóta-
þingið hefði verið til mikilla þreng-
inga og í viðræðum við Sævar Gunn-
arsson, fórmann Sjómannasambands
Islands, hefði komið fram að hann
hefði aldrei viljað Kvótaþing. „Það er
ekkert því til fyrirstöðu að afnema
Kvótaþing," sagði hann og bætti við
að aðeins stjórnmálamenn vildu
halda í það. „Ég legg til að það verði
lagt niður því hlutur okkar er skert-
ur með þessari lagasetningu.“
Allir á sama máli
Fulltníum stjómmálaflokkanna
var boðið að tjá sig og talaði Sighvat-
ur Björgvinsson alþingismaður fyrir
hönd Samfylkingarinnar. Hann
sagðist alltaf hafa greitt atkvæði á
móti kvótakerfinu en yfiriýsing Sæv-
ars Gunnarssonar þess efnis að hann
væri á móti Kvótaþingi kæmi sér
mjög á óvart. Hún áréttaði að af-
nema bæri Kvótaþing. ,Alþingi hlýt-
ur að afnema þessa lagasetningu."
Hins vegar sagði hann ekki miklar
líkur á að mikill kvóti yrði í boði með
frjálsum viðskiptum en jafnaðar-
menn hefðu alltaf viljað veiðigjald.
Hann sagði að breyta yrði kerfinu og
vildi skoða það að gera svo í áföng-
um.
Minna flutt
út frá Perú
ÚTFLUTNINGUR sjávarafurða frá
Perú féll um 59% á síðasta ári, úr 1,4
milljörðum bandaríkjadala í 580
milljónir samkvæmt upplýsingum
samtaka sjávarútvegsins þar. Út-
flutningur á fiskimjöli skilaði 330
milljónum dollara og lýsi 18 milljón-
um. Útflutningur á niðursoðnum
físki skilaði 39 milljónum og frystum
físki 180 milljónum dollara. Heildar-
fískafli varð 4,1 milljón tonna, sem er
um 47% samdráttur frá árinu áður.
A hinn bóginn er gert ráð fyrir að
aflinn á þessu ári verði 6,6 milljónir
tonna og verðmæti útflutnings um
930 milljónir dollara.
Fundur samtak-
anna krefst af-
náms Kvótaþings
Sjávarútvegsnefndarmaðurinn
Arni Ragnar Arnason frá Sjálfstæð-
isflokki sagði að ummæli Sævars
hefðu vakið athygli allra, því allt
fram að þessu hefði hann sagt að lög
um Kvótaþing væru óaðskiljanlegur
hluti niðurstöðunnar í kjaradeilu sjó-
manna fyrir ári. Hins vegar fagnaði
hann skoðun Sævars því hann sagð-
ist aldrei hafa getað skilið að sjó-
menn þyrftu á Kvótaþingi að halda.
Arni Guðjónsson, sem var fulltrúi
Kristilega lýðræðisflokksins, sagði
að sjávarútvegsstefnan væri á kostn-
að landsbyggðarinnar og las síðan
upp tillögur flokks síns þar sem m.a.
er lagt til að kvótakerfíð verði
afnumið. Hann sagðist vilja sjá afla-
gjald frekar en veiðileyfagjald og
lagði áherslu á að greiða bæri hátt
verð fyrir undirmálsfisk auk þess
sem setja ætti útflutningsgjald á
óunnar fiskafurðir.
Hjörleifur Guttormsson frá
Grænu framboði sagði það ný tíðindi
fyrir marga ef Sjómannasambandið
vildi Kvótaþingið út, ef rétt væri eft-
ir haft, en vitnaði síðan í handbók
flokksins um sjávarútvegsmál. Hann
sagðist m.a. vera á móti frjálsu fram-
sali veiðiheimilda en lagði áherslu á
sjálfbæra þróun í sjávarútvegi og
efla bæri smábáta- og bátaútgerð á
nýjan leik.
Veiðar verða-takmarkaðar
Frá Framsóknarflokknum var
Kristinn H. Gunnarsson, formaður
sjávarútvegsnefndar. Hann minnti á
að Kvótaþingið hefði verið sett á sem
lausn í kjaradeilu í mars í fyrra og
því teldi hann eðlilegt að talsmenn
þessara samtaka kæmu skilaboðum
til sjávarútvegsnefndai- eða sjávarút-
vegsráðherra hafí þeir skipt um
skoðun. Hann tók það fram að hann
hefði ekki stutt frumvarpið og margt
væri að í stjórn fiskveiða en ýmislegt
væri samt ágætt í gildandi kerfi.
Helstu vandamálin tengdust frjálsu
framsali veiðiheimilda en menn yrðu
að gera sér ljóst að veiðar yrðu tak-
markaðar í framtíðinni. Eina lausn
núverandi vanda fælist í auknum
kvóta en ekkert væri í farvatninu í
þá veru.
Óskar Þór Karlsson, fulltrúi
Frjálslynda flokksins, sagði að of-
framboð væri á sjófrystum fiski en
saltfisk- og ferskfiskmarkaðimir
væru sveltir. Meinsemdin yrði ekki
læknuð með veiðileyfagjaldi einu
saman heldur yrði að fara alla leið,
bjóða út veiðiheimildirnar, samanber
stefnu flokksins, þar sem yrðu t.d.
mörk á milli togara- og strandveiði-
flota. „Grundvöllur fiskveiðistjóm-
kerfis verður að vera heiðarleg sam-
keppni á réttlætisgrundvelli,“ sagði
hann.
KOSNINGABARATTAN milli for-
setaframbjóðenda í Nígeríu nær há-
marki í þessari viku, en kosið verður
næstkomandi laugardag. Úrslit
þingkosninga um helgina þykja gefa
til kynna að baráttan verði hörð en
þar hafði flokkur Olusegun Oba-
sanjo, fyrrum yfirmaður herforingja-
stjómarinnar, betur þó að litlu hafi
munað. Bundnar eru vonir við að
kosningarnar um næstu helgi muni
marka endalok fimmtán ára stjórnar
hersins og verði upphaf efnahags-
legra umbóta og stjórnarfarslegs
stöðugleika í landinu.
Hinn ráðandi stjórnmálaflokkur
Nígeríu, PDP, sigraði naumlega í
kosningum til nýs þjóðþings í Níger-
íu sem fram fóru á laugardag.
Obasanjo er í framboði fyrir PDP í
forsetakosningunum og er með
þessu talinn hafa styrkt stöðu sína.
Olu Falae, fyrrverandi fjármálaráð-
herra, er sameiginlegur frambjóð-
andi vinstriflokkanna, APP og AD.
Falae hefur sótt í sig veðrið síðustu
daga en hann sagði, í samtali við
Reuters-fréttastofuna um síðustu
helgi vera þess fullviss að hann ætti
eftir að bera sigur úr býtum í for-
setakosningunum. „Nígeríubúar eru
orðnir leiðir á hernum og herfor-
ingjastjórn" sagði Falae. Báðir fram-
bjóðendur heita umbótum í lýðræð-
isátt og bættum kjörum almennings.
Erlendir eftirlitsmenn sögðu kosn-
ingamar hafa farið vel fram en kjör-
sókn hafi hins vegar verið dræm og
sögðust þeir vonast eftir betri kjör-
FUNDI forsætisráðhen-a Indlands
og Pakistans, þeirra Atal Behari Vaj-
payee og Nawaz Sharif, í Lahore í
Pakistan lauk á sunnudag með undir-
ritun yfirlýsingar sem talin er marka
upphaf þíðu í samskiptum ríkjanna
tveggja. Mikil spenna hefur verið í
samskiptum þeima frá þvl að þau
gerðu bæði kjai-norkutilraunir í maí
sl. Yfirlýsingunni hefur verið tekið
með fyrirvara í pakistönskum fjöl-
miðlum en forseti Indlands og ind-
versk dagblöð lýstu mikilli ánægju
með niðurstöðu fundarins í gær.
Ríkin tvö hafa skuldbundið sig til
þess að gera hvort öðru viðvart ef til-
raunir verði gerðar með kjarnorku-
vopn. Að auki munu þau gera viðvart
ef eitthvað það hendir sem hleypt
gæti af stað kjarnorkuátökum, t.d.
vegna bilana í tækjabúnaði ellegar
óleyfilegra aðgerða eða slysa.
Atal Behari Vajpayee, ferðaðist
með langferðabifreið til fundarins frá
sókn næsta laugardag. Nýkjörið þing
kemur í staðinn fyrir herforingjaþing
sem farið hefur með löggjafarvald,
en það hættir störfum 29. maí næst-
komandi. Þann sama dag hefur nú-
verandi leiðtogi landsins, herforing-
inn Abdulsalami Abubakar, heitið því
að hann muni fara frá völdum.
Fjármagn skiptir niiklu
Nígerísk stjórnmál þykja einkenn-
ast af töluverðri spillingu og því talið
nauðsynlegt fyrir forsetaframbjóð-
endur að eiga aðgang að verulegu
fjármagni, ekki síst þar sem margir
kjósendur sjá sér leik á borði og
selja atkvæði sín. Einnig setur tog-
streita héraða og þjóðflokka mikinn
svip á nígerísk stjórnmál. Báðir
frambjóðendurnir, Obasanjo og
Falae, eru af Yoruba-ættbálki frá
suðvesturhluta Nígeríu. Meðal
Yoruba er Falae talinn hafa meiri
stuðning en Obasanjo, en á móti
kemur að sá síðarnefndi er talinn
sækja töluvert fylgi til annarra þjóð-
arbrota sem byggja Nígeríu, sem er
fjölmennasta ríki Afríku. Að auki er
kosningasjóður Obasanjos talinn
digrari en Falaes.
Obasanjo var í forystu herfor-
ingjastjórnarinnar í Nígeríu á árun-
um 1976 til 1979 en afsalaði sér sjálf-
viljugur völdum í hendur borgara-
legrar ríkisstjórnar, sem Falae sat í
sem fjármálaráðherra. Obasanjo
nýtur góðs af því að hafa sagt af sér
embætti, en á sama tíma gætu tengsl
hans við herinn orðið honum að falli.
Nýju-Delhí, höfuðborg Indlands, til
landamæraborgarinnar Lahore i
Pakistan. Þetta var fyrsta ferð áætl-
unarbifreiðar yfir landamærin í 51 ár
og þótti táknræn fyrir batnandi sam-
skipti ríkjanna tveggja.
Forseti Indlands, K.R. Narayanan,
sagði í ræðu í indverska þinginu í gær
að nýr kafli væri hafinn í samskiptum
þjóðanna tveggja, sem framvegis
mundu vinna saman að því að byggja
upp trúnað og traust sín á milli.
Margt er þó óleyst í samskiptum
Pakistans og Indlands, sem hafa
þrisvar sinnum á sl. hálfri öld háð
stríð vegna deilunnar um yfirráð yfir
Kasmír-héraði, sem skipt var á milli
ríkjanna er þau hlutu sjálfstæði frá
Bretum árið 1947.
Benazír Bhutto, fyrrverandi for-
sætisráðherra Pakistans, gagnrýndi
Nawaz Sharif fyiir að hafa ekki tekist
að semja um bann við kjamorkutil-
raunum á leiðtogafundinum.
Sævar Gunnarsson formaður SSI
Rangi eftir haft
SÆVAR Gunnarsson, formaður
Sjómannasambands Islands,
sagði að formaður LÚKS hefði
ekki verið með nein skilaboð frá
sér á fundinum á laugardaginn og
því hefði verið rangt eftir sér
haft.
„Hann var ekki með nein skila-
boð frá mér, því ég flyt sjálfur
málflutning Sjómannasambands-
ins en ekki aðrir fyrir mig,“ sagði
Sævar við Morgunblaðið. „Það er
þannig, verður þannig og á því
verður engin breyting. Hins veg-
ar átti ég fund með þessum
mönnum á fóstudaginn og við fór-
um yfir málið. Ég sagði við þá í
þessu sambandi að öll sjómanna-
samtökin hefðu hreint ekki beðið
um Kvótaþing á sínum tíma.
Heldur ekki Verðlagsstofu eða
lagasetningu almennt heldur
hefðu þetta verið hugmyndir
stjómmálamanna og ráðuneytis-
stjóra nefndarinnar. Okkur hefði
verið gert það að skyldu að taka
allan pakkann eða ekkert og við
hefðum tekið pakkann sem til-
raun í tvö ár. Við báðum um að
allur fiskur yrði verðmyndaður á
markaði eða um markaði.“
Sævar var ekki á umræddum
fundi og var óánægður með að
vera bendlaður við málið á þenn-
an hátt. „Það er með ólíkindum að
menn skuli leyfa sér svona lagað
því það er ekki nema einn tals-
maður Sjómannasambandins og
hann heitir Sævar Gunnarsson. I
Ijósi þessarar umræðu sem þarna
átti sér stað er þessum mönnum
ekki treystandi að fara með
nokkra hluti rétt. Þetta er alrangt
sem eftir mér var haft. Að öðru
leyti ítreka ég að þetta var hluti
af pakka sem okkur var réttur og
við þáðum en við áttum hvorki
upphaf né hugmyndir að honum.“
Reuters
FORSÆTISRÁÐHERRAR Pakistans og Indlands, Nawaz Sharif og
Atal Behari Vajpayee, handsala Lahore-yfirlýsinguna, sem þeir
undirrituðu á fundi um helgina.
Lahore-yfirlýsingin markar
timamót á Indlandsskaga
Upphaf þíðu í sam-
skiptum Pakistans
og Indlands
Karachi, Nýju-Delhí. Reuters.