Morgunblaðið - 23.02.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 23.02.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 23 ERLENT Framlengdur samkomulagsfrestur Serba og Kosovo-Albana rennur út í dag Samningar ganga erfiðlega í Rambouillet-kastala Rambouillet, Pristina. Reuters. Reuters MILAN Milutinovic, forseti Júgóslavíu, á gönguferð við Rambouillet- kastala unikringdur öryggisvörðum. SIGLI viðræðurnar í strand vegna óbilgirni Serba verða loft- árásir gerðar, en segi Kosovo-Al- banar nei verður öllum stuðningi hætt við baráttu þeirra.“ Þessi orð lét utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Madeleine Albright, falla á laugardag er frestur samn- ingamanna Serba og Kosovo-Al- bana var framlengdur um þrjá daga í von um að þeim takist að semja um frið í Kosovo-héraði fyrir þann tíma. Albright hefur mjög þrýst á samningamenn í Rambouillet-kastala um helgina og setð á löngum fundum með fulltrúum Serba og Kosovo-Al- bana. Frestur Serba og Kosovo-Al- bana til þess að ná samkomulagi um friðaráætlun Tengslahópsins svokallaða var framlengdur til klukkan tvö eftir hádegi í dag. Pólitískt samkomulag virtist í sjónmáli um helgina en stjórn- völd í Belgrad létu ekki af and- stöðu sinni við að hersveitir NATO-ríkja þyrfti til þess að framfylgja friðarsamkomulagi í Kosovo. Hótanir um loftárásir enn í fullu gildi Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á laugardag að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, skyldi ekki túlka frestinn með þeim hætti að hótanir um loftárásir væra ekki enn í fullu gildi. Fram kom í máli Huberts Vedrine, utanríkisráð- heraa Frakklands, á fréttamanna- fundi utanríkisráðherra Tengsla- hópsins, Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands, Ítalíu, Þýska- lands og Rússlands, að fresturinn hefði verið veittur vegna þess „að mjög hefði miðað í samkomulags- átt um pólitísk ágreiningsatriði í viðræðunum." Dini segir Kosovo-Albana einnig bera ábyrgð á seinagangi Albright sakaði Serbana um að bera höfuðábyrgð á því hversu seint og illa gengi á komast að samkomulagi í Rambouillet-kast- ala. Lamberto Dini, utanríkisráð- herra Italíu, sagði hins vegar rangt að skella allri skuldinni á Serba. Samningamenn Serba hefðu samþykkt tillögur um sjálfs- stjóm Kosovo-héraðs en Kosovo- Albanir héldu enn fast í kröfu sína um þjóðaratkvæði um fullt sjálf- stæði héraðsins að þremur áram liðnum. Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Alexander Avdejev, ít- rekaði þá afstöðu rússneskra stjórnvalda að það væri algjörlega í höndum í stjórnvalda Júgóslavíu að samþykkja vera NATO-herliðs í landinu, auk þess sem NATO hefði engan rétt til þess að grípa til hemaðaraðgerða án umboðs til slíks frá Sameinuðu þjóðunum. „Ég vil leggja áherslu á að við ætlumst til þess að deilendur nái samkomulagi, þar með talið að stjómvöld í Belgrad samþykki komu NATO-herliðs til landsins," sagði Albright á blaðamannafund- inum á laugardag. „NATO mun fram halda undirbúningi hernað- araðgerða þar til allir liðir friðar- samkomulagsins hafa verið sam- þykktir.“ Miðaði hægt á sunnudag Lítið vh-tist miða í samkomulags- átt á sunnudag. Samninganefnd Kosovo-Albana vildi ekki sam- þykkja tillögur um sjálfræði héraðs- ins án þess gengið verði til atkvæða um sjálfstæði að þremur áram liðn- um. Albright sat á fundi með nefnd- inni í þrjár klukkustundir á sunnu- dag í tilraun til þess að fá hana til þess að falla frá kröfunni um þjóð- aratkvæðagreiðslu, en án árangurs. Milan Milutinovic, forseti Serba, sat við sinn keip og lét ekki undan kröfum utamíkisráðherra Banda- ríkjanna um að leyfa vera NATO- herliðs í Kosovo. Serbar lögðu fram hugmyndir um að herlið frá Sam- einuðu þjóðunum og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) kæmi í stað NATO-sveita en slíkar tillögur eiga engan hljómgrann í Tengslahópnum. Loft lævi blandið Frá því að samningaviðræður hófust fýrir rúmlega tveimur vikum hafa samninganefndimar aðeins einu sinni ræðst við augliti til auglitis. Mikil tortryggni ríkir á milli nefndanna. TO merkis um það er að einn Kosovo-Albananna sagði samninganefnd Serba hafa hótað sér lífláti. En ekki er allt sem sýn- ist. Heimildamaður breska dag- blaðsins Time lýsti því er hann gekk inn í herbergi serbnesku samninganefndarinnar, þar sem Milutinovic forseti og menn hans vora í óða önn að semja breytinga- tillögur við kafla áætlunar Tengsla- hópsins um hernaðaraðgerðir. „Þeir sátu ekki með hendur í skauti og biðu þess að loftárásir yrðu gerðar," hefur blaðið eftir heimilda- manninum. Honda á islandi • Vatnagörðum 24 • Sími 520 I 100 Opið virka daga kl.9-18 og kl. 12-16 á laugardögum HONDA - betri bíll OKKAR MARKMIÐ ER AÐ ÞU NAIR ÞINU Það krefst sérstakrar þekkingar og tækni að búa til þægilegan en jafnfamt kraftmikinn fjölskyldubíl. Við nýtum reynslu okkar úr kappaksturskeppnum víða um heim til að gera spræka og kraftmikla vél, þjált gírakerfi og sportlega fjöðrun. Við nýtum áratugalangt þróunarstarf okkar færustu vísindamanna til að tryggja hámarks öryggi ökumanns og farþega. Við nýtum rannsóknir NASA á líkamsstuðningi og plássþörf við hönnun innra rýmis til að ná hámarksþægindum og nýtingu. Takmark okkar er að búa til bil sem þjónar þér betur. Frá 1.598.000 kr. Prófaðu Honda Civic Aero Deck - og þú finnur um leið að okkur hefur tekist það býsna vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.