Morgunblaðið - 23.02.1999, Page 27

Morgunblaðið - 23.02.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 27 LISTIR Morgunblaðið/Steinunn ÁSDIS Stross, Agnes Löve og Gunnar Björnsson. Tónlistartríö stofnað á Suðurlandi Hvolsvelli. Morgunblaðið. 1 NÓVEMBER á síðasta ári komu þrír tónlistarmenn saman á Selfossi og stofnuðu Tríó Suðurlands. Það eru þau Agnes Löve píanóleikari, Asdís Stross fíðluleikari og sr. Gunn- ar Björnsson sellóleikari. Að því best er vitað er þetta fyrsti kammermúsíkhópurinn sem stofnað- ur er á Suðurlandi, en í vetur gegnir sr. Gunnar Björnsson starfí sóknar- prests á Selfossi. Asdís, sem er fiðlu- leikari í Sinfóníuhljómsveit Islands, hefur verið yfirfíðlukennari og guð- móðir fíðludeildar Tónlistarskóla Rangæinga, en Agnes hefur um ára- bil verið skólastjóri þess sama skóla, þannig að á einn eða annan hátt tengjast þau öll Suðurlandi. Tríó Suðurlands hefur undanfarið æft til flutnings píanótríó op. 1 nr. 3 í c-moll eftir L.v. Beethoven ásamt tríói nr. 25 í G-dúr eftir J. Haydn. Nú hefur verið ráðgert að halda fyrstu tónleika tríósins í sal Tónlist- arskóla Rangæinga á Hvolsvelli 28. febrúar nk. og hefjast tónleikarnii- kl. 16. A döfínni er einnig að heim- sækja fleiri staði á Suðurlandi. Dimmbjört og* hljómmikil TONLIST Hafnarborg KAMMERTÓNLEIKAR Kammerverk og sönglög eftir Mart- inu, Chopin, Brahms og Poulenc. Al- ina Dubik mezzosópran; Tríó Reykja- víkur - Guðný Guðmundsdóttir, fíðla & víóla; Gunnar Kvaran, selló; Peter Máté, pianó. Hafnarborg, Hafnar- firði, sunnudaginn 21. febrúar kl. 20. TRÍÓ Reykjavíkur brá út af venju á vel sóttum tónleikum sínum í Hafnarborg á sunnudagskvöld, er snerust að yfirgnæfandi leyti um söng, með gest tríósins, Alinu Dubik, í stjörnuhlutverki. Eingöngu leikin verk komu þó einnig við sögu, og fyrst var sjaldheyrt píanótríó eftir tékknesk-ameríska tónskáldið Boh- uslav Mai-tinu (1890-1959), „Berger- ettes“ (Hjarðmeyjar) frá því lítt hjarðsæla ári 1939. Verkið var í fímm fremur stuttum þáttum í ein- földu ABA-formi, er gætu hafa sprottið af einkennum einstakra skapgerða eða staða, en þó allir í meginatriðum á léttum nótum, með hæglátari „tríó“-kafla í miðju hvers þáttar. Ekki er þó þar með sagt að þetta sé kröfulítið verk. Þvert á móti útheimti það talsverða snerpu og samtakamátt, enda á köflum snúið og hrynjandin víða bæði ör og sér- kennileg. Það var því ekki meðal þægilegustu viðfangsefna til upphit- unar í byrjun dagski’ái’, eins og mátti stundum heyra á inntónun strok- færa. í heild fékkst þó nokkuð góð hugmynd um þetta heillandi verk í túlkun Tríós Reykjavíkur, og var vel til fundið að kynna með þessu móti stykki sem fjarska lítið hefur borið á hérlendis, hvort heldur á tónleikum sem í hljómplötuverzlunum. Ef tala má um tónatgervisflóttann frá Austur-Evrópu sem við höfum notið góðs af á undanförnum áratug- um og sér m.a. dæmi 'i píanista TR, þá er hin pólskættaða Alina Dubik sannarlega kærkomin viðbót við söngvaraflóru landsmanna. Hljóm- mikil dimmbjört og þéttgerð mezzo- altrödd hennar sveif fyrst um loft þetta kvöld við samleik Peters Máté í 6 sönglögum úr 19 laga „Wiosna“- bálki Friðriks Chopin op. 74. Aftur var um að ræða verkefni sem lítt er hreyft í tónleikasölum hér, enda kannski ekki að ófyrirsynju, meðan pólskufærni söngvara er ekki betri en nú er. Frummál látlausu ástar- söngvanna vafðist hins vegar ekki fyrir Alinu, sem eftir öllu að dæma ræður jafn sannfærandi við kyrrláta angurværð, hljóðláta kímni og hetju- reisn. Kæmi ekki á óvart ef einhver viðstödd starfssystkin hafi freistazt til að reyna senn við þessa lítt kunnu hlið píanótónskáldsins eftir heillandi túlkun Alinu við hógværan en hlý- legan stuðning Peters Máté á slag- hörpuna. Síðast fyrir hlé léku þeir Peter og Gunnar Kvaran Polonaise brillante op. 3, æskuverk Chopins fyrir sam- tímasellósnilling 1 París. „Brillante“- einkunnin var að vísu mest fólgin í píanópartinum, sem Peter lék af ögn hlédrægri prýði, því knéfiðlan skart- aði hlutfallslega fáum flugeldum. Á móti var þar víða að finna flæðandi fagrar laglínur, sem beinlínis stundu af vellíðan í innlifuðum leik Gunnars. Eftir hlé bauð „Dúó Reykjavíkur" upp á bezta samleik kvöldsins í Scherzoþætti Jóhannesar Brahms fyrir fiðlu og píanó (op. posth.) í fjör- ugum flutningi Guðnýjar Guðmunds- dóttur og Peters Máté. Að því loknu var aftur komið að söngþætti Alinu með Gestillte sehnsucht og Geist- liches Wiegenlied op. 91 eftir Brahms við samleik Peters ú píanó og Guðnýjar í víólufylgirödd. Kyrr- látur höfgi ævikvöldsins svífur yfir þessum söngljóðum, og var túlkun Alinu ekkert minna en meistaraleg. Að „dobbla“ á víólu er ekki áhættu- laust fyrir fiðluleikara, en Guðnýju tókst víða allvel upp, sérstaklega í innganginum. Margii- vilja leggja hönd á plóg hér á Poulenc-árinu (1899-1963), eins og þegar hefur sézt. Þau Alina og Peter Máté slógust þar í hóp með fjórum sönglögum í lokin eftir erki- Parísarbúann margleita, þar sem einkum tvö síðustu, Montpai-nasse og víðkunni ástarvalsinn Les Chem- ins de l’Amour, nálgast yfirbragð dægurlagsins. Lagavalið hneig held- ur að ljóðrænni æð Poulencs á kostn- að gáskans, en sýndi þó við nettan og tillitssaman undirleik Mátés enn eina hlið á hlýrri líðandi túlkun Al- inu. Eftii’minnileg frammistaða hennar undirstrikaði þar sem fyrr fjölhæfni einhverrar glæsilegustu söngkonu mezzo-alt-tónsviðsins sem hér hefur komið fram í áratugi. Ríkarður 0. Pálsson Það er frábær tilfinning að geta tekið með sér vinnuaðstöðu sína hvert sem er og þurfa ekki að vera háður einni ákveðinni staðsetningu. ftÐEXHS Á ferðatölvudögum hjá Tæknivali eru allar Compaq ferðatölvur á sérstöku kynningar- tilboði. Compaq Armada 1700, sem hlotið hefur m.a. hin eftirsóttu verðlaun ARC Award, auk þess sem hún er Winlist verðlaunahafi, býðst á ótrúlegu verði, eða 129.900 kr. Einnig bjóðum við hina kraftmiklu og fjölhæfu Compaq Presario 1260 á vægast sagt draum kenndu verði. Compaq flrmoda 1700 • Intel Pll 233 MHz mobile örgjörvi • 32Mb vinnsluminni, stækkanlegt i 160Mb • 512 Level 2 skyndiminni • 3.2GB harður diskur • 24x geisladrif, uppfæranlegt í DVD drif • 12.1“ skjár • 2Mb skjákort • Soundblaster Pro hljóðkort nOET,*S - s/cvr öl/urn v/ö | * Compoq Presario 1260 K6-2 300 MHz örgjörvi • 64Mb vinnsluminni • 512 Level 2 skyndiminni • 4.0GB harður diskur 24x geisladrif • 12.1” TFT skjár • 2Mb skjákort • 56K mótald • Hljóðkort • JBL Pro hátalarar Skeifunni 17 • Simi 550 4000 • Opið virka daga 09:00 - 18:00 * laugardaga 10:00 - 16:00 AKRANE5 . Tölvuþjónustan ■ 431 4311 • AKUREYRl - TÆKNIVAL - 461 5000 • EGILSSTAÐIR - Tölvuþjónusta Austurlands - 470 1111 • HORNAFJÖRÐUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 • HÚSAVlK - E.G. Jónasson - 464 1990 • ISAFJÖROUR - Tölvuþj. Snerpa - 4S6 3072 REYKJANESBÆR - Tölvuvæðing - 421 4040 SAUÐAR KRÓKUR - Skagfirðingabúð - 455 4537 • SELFOSS - Tölvu- og rafcindaþj. - 482 3184 • VESTMANNAEYJAR • Tölvun - 481 1122 Tæknival - i fararbroddi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.