Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 27 LISTIR Morgunblaðið/Steinunn ÁSDIS Stross, Agnes Löve og Gunnar Björnsson. Tónlistartríö stofnað á Suðurlandi Hvolsvelli. Morgunblaðið. 1 NÓVEMBER á síðasta ári komu þrír tónlistarmenn saman á Selfossi og stofnuðu Tríó Suðurlands. Það eru þau Agnes Löve píanóleikari, Asdís Stross fíðluleikari og sr. Gunn- ar Björnsson sellóleikari. Að því best er vitað er þetta fyrsti kammermúsíkhópurinn sem stofnað- ur er á Suðurlandi, en í vetur gegnir sr. Gunnar Björnsson starfí sóknar- prests á Selfossi. Asdís, sem er fiðlu- leikari í Sinfóníuhljómsveit Islands, hefur verið yfirfíðlukennari og guð- móðir fíðludeildar Tónlistarskóla Rangæinga, en Agnes hefur um ára- bil verið skólastjóri þess sama skóla, þannig að á einn eða annan hátt tengjast þau öll Suðurlandi. Tríó Suðurlands hefur undanfarið æft til flutnings píanótríó op. 1 nr. 3 í c-moll eftir L.v. Beethoven ásamt tríói nr. 25 í G-dúr eftir J. Haydn. Nú hefur verið ráðgert að halda fyrstu tónleika tríósins í sal Tónlist- arskóla Rangæinga á Hvolsvelli 28. febrúar nk. og hefjast tónleikarnii- kl. 16. A döfínni er einnig að heim- sækja fleiri staði á Suðurlandi. Dimmbjört og* hljómmikil TONLIST Hafnarborg KAMMERTÓNLEIKAR Kammerverk og sönglög eftir Mart- inu, Chopin, Brahms og Poulenc. Al- ina Dubik mezzosópran; Tríó Reykja- víkur - Guðný Guðmundsdóttir, fíðla & víóla; Gunnar Kvaran, selló; Peter Máté, pianó. Hafnarborg, Hafnar- firði, sunnudaginn 21. febrúar kl. 20. TRÍÓ Reykjavíkur brá út af venju á vel sóttum tónleikum sínum í Hafnarborg á sunnudagskvöld, er snerust að yfirgnæfandi leyti um söng, með gest tríósins, Alinu Dubik, í stjörnuhlutverki. Eingöngu leikin verk komu þó einnig við sögu, og fyrst var sjaldheyrt píanótríó eftir tékknesk-ameríska tónskáldið Boh- uslav Mai-tinu (1890-1959), „Berger- ettes“ (Hjarðmeyjar) frá því lítt hjarðsæla ári 1939. Verkið var í fímm fremur stuttum þáttum í ein- földu ABA-formi, er gætu hafa sprottið af einkennum einstakra skapgerða eða staða, en þó allir í meginatriðum á léttum nótum, með hæglátari „tríó“-kafla í miðju hvers þáttar. Ekki er þó þar með sagt að þetta sé kröfulítið verk. Þvert á móti útheimti það talsverða snerpu og samtakamátt, enda á köflum snúið og hrynjandin víða bæði ör og sér- kennileg. Það var því ekki meðal þægilegustu viðfangsefna til upphit- unar í byrjun dagski’ái’, eins og mátti stundum heyra á inntónun strok- færa. í heild fékkst þó nokkuð góð hugmynd um þetta heillandi verk í túlkun Tríós Reykjavíkur, og var vel til fundið að kynna með þessu móti stykki sem fjarska lítið hefur borið á hérlendis, hvort heldur á tónleikum sem í hljómplötuverzlunum. Ef tala má um tónatgervisflóttann frá Austur-Evrópu sem við höfum notið góðs af á undanförnum áratug- um og sér m.a. dæmi 'i píanista TR, þá er hin pólskættaða Alina Dubik sannarlega kærkomin viðbót við söngvaraflóru landsmanna. Hljóm- mikil dimmbjört og þéttgerð mezzo- altrödd hennar sveif fyrst um loft þetta kvöld við samleik Peters Máté í 6 sönglögum úr 19 laga „Wiosna“- bálki Friðriks Chopin op. 74. Aftur var um að ræða verkefni sem lítt er hreyft í tónleikasölum hér, enda kannski ekki að ófyrirsynju, meðan pólskufærni söngvara er ekki betri en nú er. Frummál látlausu ástar- söngvanna vafðist hins vegar ekki fyrir Alinu, sem eftir öllu að dæma ræður jafn sannfærandi við kyrrláta angurværð, hljóðláta kímni og hetju- reisn. Kæmi ekki á óvart ef einhver viðstödd starfssystkin hafi freistazt til að reyna senn við þessa lítt kunnu hlið píanótónskáldsins eftir heillandi túlkun Alinu við hógværan en hlý- legan stuðning Peters Máté á slag- hörpuna. Síðast fyrir hlé léku þeir Peter og Gunnar Kvaran Polonaise brillante op. 3, æskuverk Chopins fyrir sam- tímasellósnilling 1 París. „Brillante“- einkunnin var að vísu mest fólgin í píanópartinum, sem Peter lék af ögn hlédrægri prýði, því knéfiðlan skart- aði hlutfallslega fáum flugeldum. Á móti var þar víða að finna flæðandi fagrar laglínur, sem beinlínis stundu af vellíðan í innlifuðum leik Gunnars. Eftir hlé bauð „Dúó Reykjavíkur" upp á bezta samleik kvöldsins í Scherzoþætti Jóhannesar Brahms fyrir fiðlu og píanó (op. posth.) í fjör- ugum flutningi Guðnýjar Guðmunds- dóttur og Peters Máté. Að því loknu var aftur komið að söngþætti Alinu með Gestillte sehnsucht og Geist- liches Wiegenlied op. 91 eftir Brahms við samleik Peters ú píanó og Guðnýjar í víólufylgirödd. Kyrr- látur höfgi ævikvöldsins svífur yfir þessum söngljóðum, og var túlkun Alinu ekkert minna en meistaraleg. Að „dobbla“ á víólu er ekki áhættu- laust fyrir fiðluleikara, en Guðnýju tókst víða allvel upp, sérstaklega í innganginum. Margii- vilja leggja hönd á plóg hér á Poulenc-árinu (1899-1963), eins og þegar hefur sézt. Þau Alina og Peter Máté slógust þar í hóp með fjórum sönglögum í lokin eftir erki- Parísarbúann margleita, þar sem einkum tvö síðustu, Montpai-nasse og víðkunni ástarvalsinn Les Chem- ins de l’Amour, nálgast yfirbragð dægurlagsins. Lagavalið hneig held- ur að ljóðrænni æð Poulencs á kostn- að gáskans, en sýndi þó við nettan og tillitssaman undirleik Mátés enn eina hlið á hlýrri líðandi túlkun Al- inu. Eftii’minnileg frammistaða hennar undirstrikaði þar sem fyrr fjölhæfni einhverrar glæsilegustu söngkonu mezzo-alt-tónsviðsins sem hér hefur komið fram í áratugi. Ríkarður 0. Pálsson Það er frábær tilfinning að geta tekið með sér vinnuaðstöðu sína hvert sem er og þurfa ekki að vera háður einni ákveðinni staðsetningu. ftÐEXHS Á ferðatölvudögum hjá Tæknivali eru allar Compaq ferðatölvur á sérstöku kynningar- tilboði. Compaq Armada 1700, sem hlotið hefur m.a. hin eftirsóttu verðlaun ARC Award, auk þess sem hún er Winlist verðlaunahafi, býðst á ótrúlegu verði, eða 129.900 kr. Einnig bjóðum við hina kraftmiklu og fjölhæfu Compaq Presario 1260 á vægast sagt draum kenndu verði. Compaq flrmoda 1700 • Intel Pll 233 MHz mobile örgjörvi • 32Mb vinnsluminni, stækkanlegt i 160Mb • 512 Level 2 skyndiminni • 3.2GB harður diskur • 24x geisladrif, uppfæranlegt í DVD drif • 12.1“ skjár • 2Mb skjákort • Soundblaster Pro hljóðkort nOET,*S - s/cvr öl/urn v/ö | * Compoq Presario 1260 K6-2 300 MHz örgjörvi • 64Mb vinnsluminni • 512 Level 2 skyndiminni • 4.0GB harður diskur 24x geisladrif • 12.1” TFT skjár • 2Mb skjákort • 56K mótald • Hljóðkort • JBL Pro hátalarar Skeifunni 17 • Simi 550 4000 • Opið virka daga 09:00 - 18:00 * laugardaga 10:00 - 16:00 AKRANE5 . Tölvuþjónustan ■ 431 4311 • AKUREYRl - TÆKNIVAL - 461 5000 • EGILSSTAÐIR - Tölvuþjónusta Austurlands - 470 1111 • HORNAFJÖRÐUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 • HÚSAVlK - E.G. Jónasson - 464 1990 • ISAFJÖROUR - Tölvuþj. Snerpa - 4S6 3072 REYKJANESBÆR - Tölvuvæðing - 421 4040 SAUÐAR KRÓKUR - Skagfirðingabúð - 455 4537 • SELFOSS - Tölvu- og rafcindaþj. - 482 3184 • VESTMANNAEYJAR • Tölvun - 481 1122 Tæknival - i fararbroddi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.