Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK í FRÉTTUM Nr. var vikur Mynd Útgefondi Tegund 1. NÝ 1 Perfett Murder Warner myndir Spenna 2. 2. 2 X-files Mjvie, The Skífan Spenna 3. 3. 2 Deep Rising Myndform Spenna 4. 1. 2 Avengers Warner myndir Gaman 5. 4. 6 Six Days Seven Nights Sam myndbönd Gaman 6. 5. 3 Mnfia! Sam myndbönd Gaman 7. NÝ 1 Kissing a Fool Myndform Gaman 8. 6. 5 Senseless Skífon Gaman 9. 7. 7 Sliding Doors Myndform Gaman 10. NY 1 Disturbing Behavior Skífan Spenna 11. NY 1 Polmetto Warner myndir Spenna 12. 9. 4 Hope Floats Skífan Drama 13. 10. 6 Godzilla Skífan Spenna 14. 8. 10 Mercury Rising CIC myndbönd Spenna 15. 12. 8 Red Corner Warner myndir Spenna 16. 11. 3 1 Got The Hook-up Skífan Gaman 17. 14. 5 Wrongfully Accused Sam myndbönd Gaman 18. 13. 2 Bright Shining Lie Bergvík Drama 19. 16. 9 Lethal Weapon 4 Warner myndir Spenna 20. NÝ 1 Since You've Been Gone Skífan Gaman IJLUillJLÍJlllUlilliaiOIlTTimnTÍTJJ Tónleíkar GUS GUS í FLUGSKÝLI 4 Tdnleikar Gus Gus, Grindverks og Sigur Rósar í Flugskýli 4 á Reykja- víkurflugvelli. Áheyrendur vel á ann- að þúsund. Laugardagskvöldið 20. febrúar. GUS GUS-flokkurinn hefur haft hægt um sig undanfarið, enda hefur vinna við væntanlega breiðsldfu verið í fullum gangi. Nú er þeirri vinnu lok- ið, fyrsta smáskífan komin í útvarp og við hæfi að hefja áhlaup á evrópska plötukaupendur með tónleikum hér á landi. Þeir tónleikar voru svo haldnir í Flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli; djörf ákvörðun og mikil áhætta sem gekk fullkomlega upp. Grindverk var fyrst á svið, skipuð þeim Einari Erni Benediktssyni, Sigtryggi Baldurssyni og Mark Bell, í fjarveru Hilmars Arnar Hilmars- sonar. Grindverk flutti hægfara mulningsvélarokk/danstónlist og gerði það mjög vel; hrekkti áheyr- endur og hrinti til og frá; átti vel við í hráu umhverfínu. Sérstaklega vai- Mark Bell öflugur á hljóðsmala og - sarpa. Sigur Rós var framúrskarandi að vanda og með Steindór Andersen kvæðamann sér til halds og trausts í upphafslagi tónleikanna. Steindóri var vel fagnað af viðstöddum ung- Morgunblaðið/Arnaldur Á ANNAÐ þúsund áheyrenda var á tónleikunum. Skak í Skerjafirði mennum, sem drukku í sig rímna- kveðskapinn í bland við mótaða hrynþunga bjögun. Sérdeilis gaman var að heyra í sveitinni í öflugu hljóðkerfí sem skilaði tónlistinni og tónlistarvímunni vel út í salinn. Biðin eftir Gus Gus var drjúg og spennan magnaðist jafnt og þétt með áheyrendum. Þegar sveitin birtist síðan hóf hún leikinn á sinni nýjustu smáskífu, grípandi stuðlagi sem hún kallar Ladyshave. Aheyrendur kunnu því bráðvel og fögnuðu ákaft, sem gaf tóninn fyrir framhaldið. Ekki var nema eitt gamalt lag á tón- leikadagskránni þetta kvöld, Believe. Það hljómaði reyndar eins og nýtt með taktsyrpuna sem bar lagið uppi á sínum tíma leitmotiv sem hvarf jafnharðan og það laumaðist að. Féll bráðvel inn í hina nýju nútímalegu straumlínulaga Gus Gus og gaman að heyra og sjá hversu vel tónlistin féll í kramið þótt viðstaddir hafi ver- ið að heyra nánast öO lögin í fyi-sta sinn. Annars var lagalistinn sem hér segir: Ladyshave, Teenage Sensation, Starlovers, Very Import- Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Daníel Ágúst Haraldsson var brennidepillinn á tónleikum Gus Gus ant People, Believe, Superhuman, Acid Milk, Dominique og Love vs Hate. Það gerist ekki betra Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sigur Rós: „Við gætum tryllt af stað / út í óvissuna." TÓALIST bandavef Myndmarks www.mynd- bond.is og voru léttar veitingar í boði í tilefni af því. Að því loknu var rútuferð í Gull- hamra þar sem við tók borðhald, happdrætti með glæsilegum vinn- ingum og verðlaunaafhending und- ir veislusijiírn Halldórs Backmans. Það gerist ekki betra frá Skífunni var valin besta gamanmynd og mynd ársins. Wild Things frá Skíf- unni var valin óvæntasta mynd ársins. Newton Boys frá Skífunni þótti besta frumsýnda mynd árs- ins. Sam-myndbönd þóttu gefa út bestu barnamyndir, leigumynd- bönd. Besta listræna myndin var valin Sling Blade frá Skífunni. Good Will Hunting frá Skífunni var besta dramamynd ái’sins og Face/Off frá Sam-myndböndum besta spennumynd ársins. Að loknu borðhaldi og öðrum uppákomum hélt Skitamórall uppi Qöri á dansgólfinu fram á nótt. Morgunblaðið/Arnaldur HAFDÍS Huld söngkonan í Gus Gus. Daníel Ágúst Haraldsson er fyrir- taks söngvari og frábær sviðsmaður með sterka útgeislun og útpælda framkomu. Hann er og brennidepill- inn á tónleikum Gus Gus; þegar hann er í formi og frískur gengur allt upp. Svo var og þetta kvöld í Flugskýli 4, en þegar Hafdís Huld og Magnús Jónsson sungu datt stemmningin heldm- niður. Þau stóðu sig reyndar bráðvel, en stóðu og standa óneitan- lega í skugganum af Daníel. Tónlistin sem gaf forsmekkinn að væntanlegri breiðskífu kom vel út, fjörug og kraftmikil danstónlist. Acid Rain var til að mynda geggjuð ruðningsvél og Teenage Sensation skemmtilegt með þungum dimmum takti. Gus Gus er fyrir augu ekki síður en eyru og myndskreyting laganna yfírleitt vel heppnuð og þegar mest lét féllu mynd og hljóð saman í ógleymanlega upplifun. Reyndar var ekki nema myndskreytingin við Superhuman misheppnuð, íyrirsjá- anleg og banal. Eins og getið er í upphafi tók Gus Gus mikla áhættu með tónleikunum en sú áhætta gekk fyllilega upp; tón- leikar sveitarinnar voru frábær skemmtun og gott innlegg í íyrir- hugaða sókn sveitarinnar inn á Evr- ópumarkað. Nú er bara fyrir aðra að feta í fótspor sveitarinnar og halda tónleika í Flugskýli 4, því það er bráðgóður tónleikastaður. Árni Matthíasson VINSÆLU MYNDBÖNDIN A ISLANDI . MIKIÐ var um dýrðir á Mynd- bandahátíð ársins sem haldin var á laugardag í Gullhömrum. Veitt voru verðlaun í ýmsum flokkum og bar hæst þegar Jó- hanna Einarsdóttir hjá Mynd- formi var valin sölumaður ársins. Er það í fyrsta skipti sem kona verður fyrir valinu í því kjöri. Annars bar Skifan höfuð og herðar yfír aðra myndbandaútgef- endur að þessu sinni og hreppti alls sjö verðlaun um kvöldið. Þar á meðal voru verðlaun fyrir bestu markaðssetningu og mynd ársins sem valin var Það gerist ekki betra eða As Good As It Gets með Jack Nicholson og Helen Hunt í aðal- hlutverkum. Sam-myndbönd og Warner-myndir þóttu með besta auglýsingaefnið. Dagurinn var tekinn snemma á þessum hápunkti á myndbanda- markaðnum þegar efnt var til há- - \ tíðarsýningar í Laugarásbíói á Isson, Unnur -ún Erlends- lasta pússi. gamanmyndinni „Biast From the Past“ með Brendan Fraser og Aliciu Silverstone í aðalhlutverk- um. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra vígði síðan nýjan mynd- Paltrow kemur víða við FULLKOMIÐ morð eða „A Perfect Murder" er í efsta sæti myndbandaiist- ans þessa vikuna. Hún er endurgerð á gömlu Hitchcock-myndinni „Dial M for Murder“ og fara þau Gwyneth Paltrow og Michael Douglas með að- alhlutverkin. Aðrar nýjar inyndir á listanum eru „Að kyssa fáráð“ eða „Kissing a Fool“ sem fer beint í sjöunda sætið, „Ruglað framferði" eða „Disturbing Behavior“ og „Palmetto“ í 10. og 11. sæti. Gamanmyndin „Frá því þú fórst“ eða „Since You’ve Been Gone“ er í 20. sæti listans. Gwyneth Paltrow er af- ar vinsæl þessa dagana og á lista vikunnar er hún ekki eingöngu í efsta sæti listans heldur er hún einnig í sjöunda sæti list- ans í myndinni „Sliding Doors“. Þar að auki er Paltrow tilnefnd til Oskai-sverðlauna fyrir bestan leik í aðalhlutverki kvenna í myndinni „Shakespeare in Love“ sem frumsýnd var um helgina í Reykjavík. Vinsælt virðist einnig um þessar mundir að end- urgera myndir gamla meistarans Hitchcock því önnur mynd meistarans, „Psycho", verður sýnd í bíóliúsum Reykjavíkur bráðlega, en hún er ná- kvæm endurgerð á fyrir- rennara sínum, ramma fyrir ramma. Ekki var sú leið farin í „Fullkomnu morði", heldur myndin færð nær nútím- anum. Fyrri myndin eftir meistara Hitchcock var gerð árið 1954. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞAU sópuðu til sín verðlaunum: Stígur Sigurbjartarson fyrir Sam/Warner, Ómar Friðleifsson fyrir Sam/Warner, Karl Dúi Karlsson fyrir Skífuna og Jóhanna Einarsdóttir frá Myndformi sem valin var besti sölumaðurinn. BJÖRN Bjarnason opnaði vef- síðu Myndmarks og með honum á myndinni er Jón Valur og hönnuður vefsíðunnar Ólafur Jón Jónsson hjá Sporbaugi. Myndbandahátíð Myndmarks Myndbandalisti vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.