Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 3
Á síðasta ári fjárfesti Landssíminn fyrir meira en tvo milljarða
króna í fjarskiptanetum sínum og með áframhaldandi fjárfest-
ingum, sem grundvallaðar eru á nýjustu þekkingu og rannsóknum,
leitast fyrirtækið við að bæta kerfi sitt og taka í notkun tækni-
nýjungar sem auka hagkvæmni og þjónustumöguleika.
Islands hf. er unnið öflugt
rannsóknarstarf í samstarfi
viðfyrirtæki og rannsóknar-
stofnanir víða um heim.
Meðþessu starfi stuðlar
Landssíminn að aukinni
þekkingu áfjarskiptatækni
í landinu og eykur tækifæri
til atvinnusköpunar,
menntunar og afþreyingar.
A þessu ári er áformað að fjárfesta fyrir nærri 2.600 milljónir
króna. Meðal þeirra fjárfestinga eru:
- atm-gagnafiutningsnet, sem gerir kleift að flytja mynd, hljóð
og tölvugögn með miklum hraða um allt land. Þessi nýja tækni
opnar m.a. byltingarkennda möguleika í fjarlækningum og
fjarkennslu. ATM-netið mun jafna starfsaðstöðu fýrirtækja, þar sem
gjald fýrir notkun þess verður það sama um allt land.
- öflugka farsímakerfi, sem teygir sig víðar um landið og mætir
sívaxandi eftirspurn landsmanna eftir farsímaþjónustu.
- breiðbandið, fjarskiptanet framtíðarinnar, mun ekki aðeins flytja
útvarps- og sjónvarpsefni heldur einnig margmiðlunarefni af ýmsu
tagi, tölvugögn og mynd- og talsímasamband.
Á árinu munu fimm nýir staðir á landsbyggðinni komast í samband
við breiðbandið að hluta eða öllu leyti og á höfuðborgarsvæðinu
verða 6.400 heimili til viðbótar tengd við kerfið.
Landssíminn horfir til spennandi
framtíðar ífjarskiptamálum.
H m JKÍC: ■ Sl í f Dennaridi framtíö jarskiptum
fullkomnasta heims. Á vegum Landssíma