Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hætt að skura fyrir strákana fGMu No>- ÞEIR skulu ekki halda að ég ætli að vera hreinsitæknir allt mitt líf. Morgunblaðið/Golli Sólríkur vetrardagur við Tjörnina ÞEGAR sól skín í heiði á köldum vetrardegi getur verið gott að búa sig vel og fá sér göngutúr. Víða mátti sjá íbúa höfuðborgarsvæðisins njóta veður- blíðunnar um helgina og hefur sólin verið dugleg að láta sjá sig á suðvesturhorninu síðustu daga. Þetta par virti fyrir sér lífríki Tjarnarinnar í Reykjavík á meðan það staldraði þar við á ferð um miðbæinn. R I M I N G i O N Fara vel með þig Fáanlegar beintengdar,hleðslu og með raflilöðum Fást í raftækjaverslunum, hársnyrtistofium og stórmörkuðum um allt land - DREIFINGARAÐIU I-GUÐMUNDSSONehf: Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Launa- vísitala hækkar HAGSTOFAN hefur reiknað út launavísitölu miðað við meðallaun í febrúarmánuði. Vísitalan sem gild- ir er 180,9 og hækkar um 0,3% frá fyrra mánuði. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 7,4%, en hækkunin því í ársbyrjun 1997, nemur 21,5%. Hagstofan hefur einnig reiknað út byggingarvísitölu eftir verðlagi um miðjan marsmánuð. Vísitalan er 235,4 stig og hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,8% sem svarar til 7,5% hækkun- ar á heilu ári, en síðustu tólf mán- uði hefur vísitalan hækkað um 2,2%. Ráðstefna um vinnumarkaðsmál Hvert stefnir á nýrri öld? HVERT stefnir í vinnumarkaðs- málum á nýrri öld er yfirskrift ráð- stefnu um vinnumark- aðsmál sem haldin verð- ur á Hótel Sögu á morg- un, fimmtudaginn 25. mars. Ráðstefnan er haldin á vegum þriggja fagfélaga, Félags stjóm- málafræðinga, Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga svo og Fé- lagsfræðingafélags Is- lands. Gylfi Dalmann Aðal- steinsson hefur setið í undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnuna íyrir hönd Félags stjórnmálafræð- inga. „Það hafa átt sér stað miklar breytingar á vinnumark- ►Gylfi Dalmann Aðalsteins- Gylfi Dalmann Aðalsteinsson aði undanfarin ár og aðstæður eru allar að breytast. Alþjóða- væðing hefur hafið innreið sína hér á landi og fyrirtæki eiga í harðri samkeppni.“ Gylfí segir að gerð sé krafa um aukna framleiðni og gæða- þjónustu svo og aukið vöruval. Ennfremur segir hann að gerðar séu kröfur um sveigjanleika vinnuaflsins. „A sama tíma er verið að innleiða nýjar stjómun- araðferðir, svokallaða mannauðsstjórnun." - Hvað gengur mannauðs- stjórnun út á? „Þar er verið að hugsa starfs- mannastefnu alveg upp á nýtt og það má segja að hún gangi út á að virkja starfsfólkið eða mannauð fyrirtækja svo allir njóti góðs af, starfsmenn, íyrir- tæki og viðskiptavinir. Staifs- menn em virkjaðir í auknum mæli, nýjar stjórnunaraðferðir era innleiddar eins og hópvinna, liðsvinna, frammistöðumat, gæðahringir og svo framvegis.“ Þá segir Gylfi að verið sé að innleiða fyrirtækjasamninga í auknum mæli og með þeim hætti hafi starfsfólkið mejra að segja um kaup og kjör. „I stuttu máli má segja að lögð sé áhersla á að menn gangi út frá því að hags- munir launþega og vinnuveit- enda séu sameiginlegir en ekki andstæðir.“ - Hvert er mai-kmiðið með því að halda þessa ráðstefnu? „Með henni viljum við komast að því hvert stefnir í vinnumark- aðsmálum á nýrri öld. Áherslan í nágrannalöndum okkar hefm- verið meira í átt til einstaklings- hyggju á kostnað heildarhyggju en fram til þessa hafa verkalýðs- félög almennt byggt á þeirri hug- mynd að samtakamátturinn styrki hana í baráttunni um kaup og kjör. Verkalýðsfélög líkt og vinnuveitendur hafa þurft að bregðast við breyttum aðstæðum, breyttum stjórnunar- háttum og hugsa hlut- verk sitt upp á nýtt. Það má e.t.v. segja að verkalýðsfélög fram- tíðarinnar verði eins og hvert annað þjón- ustufyrirtæki í samkeppni við önnur á markaði. Aukin áhersla verður á einstaklinginn." Gylfi segir að á ráðstefnunni verði svara leitað við spuming- um á við hvort sveigjanleiki sé á íslenskum vinnumarkaði, hvern- ig kjarasamningar framtíðarinn- ar verði og hvert vinnuviðhorf son er fæddur í Reykjavík ár- ið 1964. Hann lauk BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla íslands árið 1993 og MA-prófí í vinnumarkaðsfræðum frá Háskólanum í Warwick árið 1995. Gylfí var ráðgjafi hjá Hag- vangi frá 1995-1997 og hefur verið fulltrúi í kjaramáladeild VR frá 1997. Hann er stunda- kennari við félagsvísindadeild Háskóla Islands. Eiginkona hans er Magnea Davíðsdóttir bókasafnsfræð- ingur og þau eiga þrjú börn. Fyrirtækja- samningar og mannauðs- stjórnun íslendinga sé. „Þá spyrjum við hver sé þáttur menntunar, hvert sé hlutverk samtaka vinnumai’k- aðarins á nýrri öld og hvaða áhrif tilskipanir Evrópusam- bandsins hafi á íslenskan vinnu- markað." - Hvernig ætlið þið að fínna svörin við þessum spurn- ingum? „Við höfum fengið til liðs við okkur sex sérfræðinga á sviði vinnumarkaðsmála sem munu leitast við að svara þessum spurningum. Gunnar Páll Páls- son hagfræðingur VR fjallar um kjarasamninga framtíðarinnai', Láras Blöndal vinnumarkaðs- fræðingur hjá Hagstofu íslands mun ræða um áhrif vinnutímatil- skipunar ES á íslenskan vinnu- markað og Ingi Rúnar Eðvarðs- son vinnufélagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri talar um störf við sjávarsíðu og til sveita, vinnumarkað utan höf- uðborgarsvæðisins. Þá mun Áreíla Eydís Guð- mundsdóttir vinnumarkaðsfræð- ingur og lektor við Viðskiptahá- skólann í Reykjavík fjalla um sveigjanleika íslensks vinnu- markaðar og María Ammendrup félagsfræðingur sem vinnur sem sérfræðingur hjá Félagsvísinda- ________ stofnun Háskóla Is- lands tekur _ fynr vinnuviðhorf íslend- inga. Að lokum mun Ingi Bogi Bogason cand. mag. °S """"menntafulltrúi Sam- taka iðnaðarins fjalla um mennt- un sem fjárfestingu. Guðfinna Bjamadóttir rektor Viðskiptaháskólans í Reykjvík verður fundarstjóri og að loknum fyrii’lestram verða pallborðsum- ræður með þátttöku aðila vinnu- markaðarins og akademíunnar. Ráðstefna er öllum opin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.