Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Atkvæði greidd um stofnaðild að Samtökum verslunar og- þjónustu
á aðalfundi Kaupmannasamtaka Islands í dag
Tekist á um framtíðar-
skipulag samtaka verslunar
Atök um framtíðarskipulag samtaka
verslunarinnar setja svip sinn á aðalfund
Kaupmannasamtaka Islands, sem haldinn
er í dag. I samantekt Hjálmars Jónssonar
kemur fram að tveir menn gefa kost á sér
til formennsku í samtökunum.
Benedikt
Kristjánsson
Birgir Rafn
Jónson
Á ADALFUNDI Kaupmannasam-
takanna í dag takast á sjónarmið
núverandi foi-ystu samtakanna sem
vill að þau gerist stofnaðili að Sam-
tökum verslunar og þjónustu sem í
undirbúningi er að setja á laggirn-
ar með þátttöku olíufélaga, trygg-
ingarfélaga og ef til vill flutninga-
fyrirtækja, auk fleiri aðila, en
stofnunin er hluti af endurskipu-
lagningu hagsmunagæslu fyrir-
tækja í atvinnulífmu í Samtökum
atvinnulífsins, og mótframboðs
gegn núverandi stjóm samtakanna
hins vegar, en aðstandendur þess
vilja nánari samvinnu og jafnvel
sameiningu hagsmunafélaga versl-
unarinnar og hafna aðild að heild-
arsamtökum atvinnulífsins, sem
þeir telja að heyri til liðinni tíð.
I opnu bréfí til kaupmanna, sem
Margrét Pálsdóttir, Liverpool,
Franch U. Michelsen, Franch
Michelsen, Jón Gunnarsson, Rún,
Hannes Vigfússon, Glóey, og
Helga Thorberg, Blómálfinum,
senda frá sér í fyrradag, þar sem
tilkynnt er um framboð Birgis
Rafns Jónssonar, M. Kjaran, til
formanns og Björns Ágústssonai-,
MEBA, til vai’aformanns, segir að
á aðalfundinum standi kaupmenn
frammi fyrir tveimur leiðum til
þess að tryggja félagslega hags-
muni sína.
„Onnur leiðin snýr að samruna
Kaupmannasamtakanna við fyrir-
tæki í flutningum og tryggingum
innan VSI. I því samstarfi hafa að-
ilar atkvæðavægi í samræmi við fé-
lagsgjöld og er þegar ljóst að stór-
fyrirtæki í flutninga-, verslunar- og
tryggingarþjónustu munu ráða þar
lögum og lofum í krafti stærðar
sinnar. Hin leiðin felur í sér að
hafna aðild að VSI og auka sam-
vinnu og jafnvel sameina þau tvenn
samtök sem starfa að hagsmuna-
málum verslunarinnar, Kaup-
mannasamtök Islands og Samtök
verslunarinnar. Með því móti yrðu
mynduð öflug samtök verslunar-
fyrh-tækja, þar sem hvert aðildar-
fyrirtæki hefði eitt atkvæði án til-
lits til stærðar eða innborgaðra fé-
lagsgjalda, en slík tilhögun tíðkast
m.a. innan Evrópusamtaka versl-
unarinnar og í flestum frjálsum fé-
lagasamtökum,“ segir meðal ann-
ars í bréfinu.
Er því lagt til að til-
laga um frestun aðal-
fundarins fram í maí
verði felld, en þá á að
vera búið að stofna Sam-
tök verslunar og þjón-
ustu, og að félagsmenn
sameinist um að kjósa
ofangreinda menn til forystu og
stuðli „þannig að því að íslensk
verslun sameinist um að hagsmuna
stéttarinnar verði gætt af kaup-
mönnum sjálfum og þar sem hver
félagsaðili hefur eitt atkvæði án til-
lits til umsvifa sinna eða félags-
gjalda."
Stærri fyrirtækin komi
inn í félagsstarfið
Benedikt Kristjánsson, formað-
ur Kaupmannasamtakanna, og
Skúli Jóhannesson, varaformaður,
fara hins vegar þess á leit í bréfi til
félagsmanna í fyrradag að aðal-
fundurinn samþykki aðild að nýj-
um samtökum verslunar og þjón-
ustu en kosningum og lagabreyt-
ingum verði frestað til framhalds-
aðalfundar í maí. Ef fundurinn
hafni þessari tillögu og komi til
kosninga muni þeir gefa kost á sér
áfram í formanns- og varafor-
mannskjöri.
I bréfínu segir jafnframt að
stjórnin hafi í um tvö ár unnið með
öðrum samtökum atvinnurekenda
að endurskipulagningu samtak-
anna þannig að þau verði ódýrara
og öflugara tæki til að vinna að
hagsmunum verslunarinnar. Um
þetta hafi verið einhugur og engar
aðrar tillögur litið dagsins ljós í
stjórn samtakanna. Á undanförn-
um áram hafi þeir fundið átakan-
lega til þess að stærstu verslunar-
fyrirtækin hafi kosið að vera utan
KI og átt mörg hver beina aðild að
Vinnuveitendasambandinu eða
Vinnumálasambandinu. Þeir hafi
þess vegna talið mikilvægt að fá
samkomulag um nýtt skipulag sem
tryggi að stærri fyrirtækin komi
inn í félagsstarfið og taki sinn hluta
af kostnaði. Þeir hafi einnig talið
mikilvægt að sameina VSI og
Vinnumálasambandið því gömul
deilumál milli einkaframtaks og
samvinnumanna heyri sögunni til.
Nú hilli undir að þetta takist. Það
sé að nást samkomulag um að sam-
eina VSÍ og Vinnumálasambandið í
ný heildarsamtök, Samtök atvinnu-
lífsins (SA) sem byggi á sterkum
aðildarfélögum í öllum
helstu greinum. KI verði
stofnaðili að Samtökum
verslunar og þjónustu,
og gæti áfram hags-
muna smærri aðila en
stóra verslunarfyrir-
tækin komi einnig inn.
Þá telji þeir olíusölu verslun og
finnist áhugavert ef land- og sjó-
flutningar komi einnig í þessi sam-
tök, auk þess sem samvinnuversl-
unin verði með. Ef til vill sé eðli-
legra að tryggingafélögin eigi aðild
að Samtökum fjármálafyrirtækja,
en þau séu þó fyrst og fremst í
þjónustu og sölu á henni. Ef þau
vilji leggja samtökunum krafta
sína telji þeir ávinning að því.
„Við vitum að þessi fyrirtæki
eiga í yfirgnæfandi hluta tilvika
sameiginlega hagsmuni þótt auð-
vitað keppi þau sín á milli. Ef til
viðskiptalegra átaka kemur getum
við rætt þau á vettvangi KÍ, en
okkar samtök munu starfa áfram
en þó í breyttri mynd. Við undir-
strikum að með aðild að Samtökum
verslunar og þjónustu er ekki verið
að leggja KI niður. Þvert á móti er
verið að styrkja samtökin til að
takast á við breytta tíma. Við telj-
um augljóst að það efli áhrif versl-
unarinnar í þjóðfélagsumræðunni
og í samstarfi við önnur starfs-
greinasamtök atvinnurekenda að
fá inn stóra verslunar- og þjón-
ustufyrirtækin. Það léttir líka
rekstur samtakanna og gerir okk-
ur kleift að bjóða lægri félagsgjöld
en aðrir gera og betri þjónustu,"
segir í bréfinu.
Þeir segja ennfremur að þeir
vilji þó ekki að stóra fyrirtækin fái
yfirvigt í samtökunum og því sé
ráðgert að hámarksárgjöld verði
500 þús. kr. Það tryggi að áhrif
stærri aðilanna verði takmörkuð
og sé sama form og Samtök iðnað-
arins og Samtök ferðaþjónustunn-
ar hafi valið, en þar sé hliðstætt
sambýli stórra og lítilla fyrirtækja
sem oft eigi í harðri samkeppni sín
á milli.
Þá kemur fram að þeim sýnist að
atkvæðavægi verslunarfyrirtækj-
anna innan Samtaka verslunar og
þjónustu verði um 75% og af því
hafi þjónustufyrirtækin nokkrar
áhyggjur. Þá era meðtalin Kaup-
mannasamtökin, samvinnuverslun-
in Baugur, BYKO, IKEA, apótek-
in, olíufélögin o.fl., en mörg stór-
fyrirtæki á sviði verslunar hafa átt
beina aðild að samtökum vinnuveit-
enda tU þessa eða staðið utan
þeirra. Vægi samtaka verslunar og
þjónustu innan heildarsamtakanna
er talið verða um 30%.
Viðræður um
sameiningu
„Ég held að þetta framboð sé til-
komið vegna þess að Kaupmanna-
samtökin hafa ekki viljað samein-
ast FÍS,“ sagði Benedikt Krist-
jánsson, formaður KÍ, í samtali við
Morgunblaðið, aðspurður um
ástæður mótframboðsins.
Hann sagði að á árinu 1997
hefðu Kaupmannasamtökin og Fé-
lag íslenskra stórkaupmanna stað-
ið í viðræðum um sameiningu.
Þeim viðræðum hefði verið hætt
vegna þess að það hefði ekki verið
einhugur um að fara þá leið,
hvorki í stjórn Kaupmannasam-
takanna né í fulltrúaráði þeirra og
því hefði tillaga þar að lútandi ekki
verið lögð fyrir síðasta aðalfund
samtakanna 1997. Stjórnin hefði
hins vegar ákveðið að taka þátt í
vinnu vegna heildarendurskipu-
lagningar á samtökum atvinnuveg-
anna, en sú vinna hefði staðið yfir
frá því í janúar 1998. Stjóm og
fulltrúaráð hefðu reglulega fylgst
með áföngum í þeirri vinnu og
engar aðrar tillögur komið fram í
þeim efnum né andstaða við þessar
hugmyndir.
Benedikt sagði að það hefði oftar
en ekki staðið samtökum verslun-
arinnar fyrir þrifum í gegnum tíð-
ina að stórfyrirtæki í verslun hefðu
staðið utan samtaka verslunarinn-
ar. I nýjum samtökum atvinnulífs-
ins væri bein aðild fyrirtækja ekki
fyrir hendi. Samtök ferðaþjónust-
unnar hefðu orðið til og þar hefðu
smáir og stórir aðilar sameinast í
einum samtökum og teldu hags-
munum sínum innan heildarsam-
taka atvinnulífsins borgið með
þessum hætti. Sama sjónarmið
hefði ríkt innan Kaupmannasam-
takanna.
„Það liggur alveg ljóst fyrir að
samtök verslunar og þjónustu
verða stofnuð í næsta mánuði og
málið snýst um það hvort Kaup-
mannasamtök Islands sem hafa
verið aðilar að samtökum atvinnu-
veganna ætla að vera þar með eða
ekki,“ sagði Benedikt.
Hann sagði að það vekti athygli
að fyrram formaður Félags ís-
lenskra stórkaupmanna skyldi hafa
gengið inn í Kaupmannasamtökin
og byði sig fram til formanns, en
Birgir Rafn var formaður Félags
íslenskra_ stórkaupmanna á áram
áður. FÍS gæti ekki firrt sig
ábyrgð á því að gera þessa aðför að
Kaupmannasamtökunum.
Hann bætti því við að þeir væra
að leggja það til við sína félags-
menn að Kaupmannasamtökin
yrðu áfram sterkt afl í verslun og
viðskiptum. Atkvæðavægi kaup-
manna í Kaupmannasamtökunum
yrði eftir sem áður eitt atkvæði á
mann. Kaupmannasamtökin yi'ðu
til áfram. „Það er ekki verið að
leggja þau niður, en ef það nær
fram að ganga að það verður kjör-
inn nýr formaður og varaformaður
og þar af leiðandi ný stjórn í Kaup-
mannasamtökunum, þá er það al-
veg ljóst að með því framboði er
bara verið að innlima Kaupmanna-
samtökin inn í Félag íslenskra
stórkaupmanna. Það er alveg óá-
sættanlegt að það sé gert með
þessum hætti,“ sagði Benedikt.
Hann sagðist ekki vilja leyna því
að á fundi stjórnar Kaupmanna-
samtakanna fyrir viku
síðan hefði komið fram
önnur skoðun á hvert
stefna bæri. „Það hafa
verið uppi þau sjónar-
mið hjá sumum aðilum
að Kaupmannasamtökin
og FÍS eigi að samein-
ast, en um það hefur bara ekki ver-
ið eining," sagði Benedikt enn-
fremur.
Miðlæg blönduð hagsmuna-
samtök á undanlialdi
Birgir Rafn Jónsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að hann liti
svo á að Kaupmannasamtökin ættu
frekar að reyna að stofna til sam-
stöðu og samstarfs við Samtök
verslunarinnar, eins og Félag ís-
lenskra stórkaupmanna heitir nú,
sem væru atvinnugreinasamtök
verslunar, heldur en fara í sam-
starf við Vinnuveitendasambandið
eða Samtök atvinnulífsins, eins og
þau ættu víst að heita. Tvennt réði
þessari afstöðu. Annars vegar það
að þróunin annars staðar í félags-
uppbyggingu atvinnurekenda,
bæði í Evrópu og Bandaríkjunum,
væri á þá lund að atvinnugreina-
samtökin hefðu verið að styrkjast,
eins og iðnaður og verslun sérstak-
lega, en stóru blönduðu miðlægu
hagsmunasamtökin væru alls stað-
ar liðin undir lok. Auk þess hefði
verslunin verið að þjappa sér sam-
an bæði fyrir vestan haf og í Evr-
ópu og það væri sú þróun sem þeir
vildu sjá verða hér. „Þess vegna
stend ég í raun og vera fyrir það að
Kaupmannasamtökin leiti eftir
samstarfi við Samtök verslunarinn-
ar, en ekki eftir smastai*fi inn í
miðlæg samtök með óskyldum at-
•vinnugreinum eins og til dæmis
flutningum, tiyggingum og svo
framvegis," sagði Birgir.
Hann bætti við að hitt atriðið
sem réði afstöðu hans væri at-
kvæðisréttur og atkvæðisvægi-
„Við teljum það alveg fráleitt að
verslunin fari inn í samtök þar sem
að atkvæðavægi fer eftir félags-
gjöldum. Jafnvel þó á því sé þak
teljum við að það sé mjög ólýðræð-
islegt og mjög óeðlilegt að vera að-
ilar að slíkum samtökum," sagði
Birgir Rafn.
Hann sagði að verslunin á Is-
landi væri aðallega í þremur félög-
um, þ.e. Kaupmannasamtökum Is-
lands, Samtökum verslunarinnar
og Bílgreinasambandinu. I öllum
þessum félögum gilti sú regla að
hver félagi hefði eitt atkvæði, jafn-
vel í Bílgreinasambandinu, þar sem
annars vegar væru stór bílaumboð
og hins vegar h'til verkstæði með
jafnvel einum til tveimur mönnum.
Atkvæðavægi þyrfti ekkert að hafa
með félagsgjöldin að gera. Stórfyr-
irtæki þyrftu meiri þjónustu og
hefðu meiri hag af því að vera í
hagsmunasamtökum heldur en lítil
fyrirtæki, en þegar kæmi að hinum
lýðræðislega þætti, stefnumótun
og öðram ákvörðunum ætti auðvit-
að að vera eitt atkvæði á hvern að-
ila.
Birgir Rafn sagði að það væri
20-30 manna kjarni innan Kaup-
mannasamtakanna úr öllum grein-
um verslunar sem hefði hvatt hann
til að gefa kost á sér. Hann væri
sjálfur búinn að vera kaupmaður í
36 ár, en hann hefði allan sinn ald-
ur starfað í þessari starfsgrein.
Hann hefði gengið í Kaupmanna-
samtökin á dögunum vegna þess að
margir aðilar innan þeirra hefðu
haft samband við sig og haft
áhyggjur af þessari þróun og viljað
hamla gegn henni. Þeir hefðu
einnig haft fyi-ir því áreiðanlegar
heimildir að samstaða hefði alls
ekki verið innan Kaupmannasam-
takanna um þá leið sem fyrirhugað
var að fara.
Hann sagði að Samtök verslun-
arinnar hefðu alltaf verið þess mjög
fýsandi að samstarfið yrði aukið
milli samtakanna. Engir hags-
munaái-ekstrar væra á milli þeirra
lengur. Þessar greinar hefðu
breyst mjög mikið á undanförnum
áram og heildsölu- og smásölustigið
í mörgum tilvikum rannið saman.
Segja mætti að hagsmunasamtökin
hefðu ekki fylgt þeirri
þróun eftir sem orðið
hefði hjá atvinnufyrir-
tækjunum á markaðn-
um. I raun og veru væri
ekkert sem hamlaði þvi
lengur að þessi samtök
sameinuðust.
Birgir sagði að það væri firra að
halda því fram að stórkaupmenn
væru að yfirtaka Kaupmannasam-
tökin með þessu framboði. Kaup-
mannasamtökin væru að fara í
samstarf við VSÍ, sem væri félag
stórra og sterkra fyrirtækja sem
hefðu atkvæðavægi í samræmi við
greiðslur félagsgjalda. „Samtök
verslunarinnar era hins vegar álíka
stórt félag og Kaupmannasamtök
Islands og í báðum þessum félög-
um er atkvæðaréttur jafn, þannig
að ef það era kannski 400 aðilar í
Samtökum verslunarinnar og 400 í
Kaupmannasamtökum íslands þá
eru þessir aðilar að fara inn í sam-
starf á algjörum jafnréttisgrund-
velli, þannig að ég hreint út sagt
skil ekki svona málflutning. Ef ein-
hver yfirtaka er í gangi þá er það
náttúrlega á þessari leið sem for-
maður og framkvæmdastjórinn era
að reyna að fara með félagið. Það
blasir alveg við,“ sagði Birgir Rafn
ennfremur.
Ólýðræðislegt
að atkvæða-
vægi fari
eftir félags-
gjöldum
Framboðið
vegna þess
að KÍ hefur
ekki viljað
sameinast FÍS