Morgunblaðið - 24.03.1999, Side 22

Morgunblaðið - 24.03.1999, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbanka Islands Morgunblaðið/Þorkell PRÁ aðalfundi Landsbanka íslands hf. Halldór J. Kristjánsson bankastjóri, Helgi S. Guðmundsson, formað- ur bankaráðs, Anna Margrét Guðmundsdóttir, Birgir Þór Runólfsson og Guðbjartur Hannesson. Landsbanki íslands hf. Hluthafar 12. mars 1999 Hlutfafi Hlutur 1. Ríkissjóður íslands 84,63% 2. Eignarhaldsf. Búnaðarb. 2,63% 3. WÍB hf, Sjóður 6 0,49% 4. Samvinnulífeyrissjóðurinn 0,43% 5. Lífeyrissj. Norðurlands 0,41% 6. Lífeyrissj. bankamanna 0,38% 7. Lífeyrissj. verkfræðinga 0,27% 8. Lífeyrissjóðurinn Lífiðn 0,24% 9. Lífeyrissj. Austurlands 0,20% 10. Lífeyrissj. sjómanna 0,19% Aðrir 10,18% Samtals 100,00% ö B Stefnt að svipaðri arð- semi Landsbankans HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Islands, segir að stefnt sé að svipaðri arð- semi Landsbankans á þessu ári og á liðnu ári, og að þeir sæju fyrir sér 8-9% aukningu umsvifa á þessu ári. En aðal boðskapurinn væri sá að þeir ætluðu að ná niður kostnaði. Það yrði gert eftir fjórum leiðum, eða með hagræðingu í notkun fast- eigna, með hagræðingu í útibúa- kerfinu, skoðun allra annarra út- gjaldaliða og með aukinni áherslu í nýjustu upplýsinga- og tölvutækni. A aðalfundi Landsbankans fyrr í vikunni kom Halldór inn á þær breytingar sem orðið hafa á eign- arhlut ríkisins á íslenskum fjár- málamarkaði. í byrjun síðasta árs átti ríkið yfir 60% af eignum banka og sparisjóða á íslenskum fjár- málamarkaði. I árslok höfðu þessi hlutfóll snúist við og átti ríkið þá einungis um 45% af heildareignum á fjármálamarkaði. „Víðtæk sam- staða hefur orðið um afmörkun við- fangsefna ríkisins á fjármálamark- aði. Hlutverk ríkisins á fjármála- markaði er að skapa vandaða laga- lega umgjörð um rekstur fjármála- fyrirtækja. Að tryggja góð sam- keppnisskilyrði og að varðveita ör- yggi neytenda með heildstæðu fjármálaeftirliti." Helgi S. Guðmundsson, formað- ur bankaráðs Landsbankans, gerði að umtalsefni í ræðu sinni á aðal- fundi bankans skipulagsbreytingar sem ráðist var í á liðnu ári. „Eftir ráðningu nýs bankastjóra var stjómskipulag Landsbankans að- lagað breyttum aðstæðum í bank- anum,“ sagði Helgi S. Guðmunds- son. „Við þessa vinnu var haft að leiðarljósi að stytta boðleiðir, hraða ákvarðanatöku, auka skilvirkni og tryggja sveigjanleika þannig að Landsbankinn geti lagað sig fyrr að þróuninni hverju sinni,“ sagði Helgi ennfremur. Jónas Hallgi'ímsson, fram- kvæmdastjóri Austfars hf., um- boðsaðila Smyril Line, var á aðal- fundinum kjörinn í bankaráð Landsbankans. Jónas er þar full- trúi Eignarhaldsfélags Brunabóta- félags Islands. F „ISLENDINGURINN rAR BARA í MAT. HANN FLÝGURAFTUR HEIM í KVÖLD." h. Á Saga Business Class bjóðast tíðar áætlunarferðir og dýrmætur sveigjanleiki. Þannig má stytta viðskiptaferðir til útlanda, auka aíköst starfsmanna, nýta tímann betur og draga úr ferðakostnaði. FLUGLEIÐIR Traustur tslenskur ferðafélagi Vefúr Fluglciöa á Intemetinu: www.icelandair.is • Netfang íyrir almennar upplýsingar: info@icelandair.is Ilnmi Inu) elái cinu siimi iwi licrbcrgil Gat skcd!"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.