Morgunblaðið - 24.03.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 24.03.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 33 LISTIR VASI hannaður af Michael Young fyrir E&Y Co., Tókýó, Japan. JASPER Morrison lióf feril sinn sem húsgagnahönnuður en húsgögn hans eru einföld, stflhrein og hafa mikið notagildi. Afurðir árþús- undaskiptanna Jasper Morrison, Marc Newson og Michael Young eru á meðal fremstu iðnhönnuða á al- þjóðlegum vettvangi. Þeir lifa í hraðfara heimi þar sem landfræðileg mörk og stíllegar skil- greiningar eru óljósar. Sýning á verkum þeirra stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Hildur Einarsdóttir ræddi við þá um fjöl- breytta hönnun þeirra sem spannar allt frá úrum til sporvagna. .. Morgunblaðið/Þorkeli HONNUÐIRNIR Jasper Mon-ison, Michael Young og Marc Newson á Kjarvalsstöðum. „ÉG fæst við hvað sem er,“ segir Marc Newson. Líkt og félagar hans hefur hann verið óhræddur við að prófa sig áfram með ný efni og form. í verkum hans er að finna töluverða litagleði. MISLEGT fleira tengir þá saman, eins og Lundúnaborg, en Morrison og Young sem eru Bretar og Newson sem er Astrali hafa allir rekið hönnunai-fyr- irtæki í borginni. Young er reyndar fluttur til Islands því hann var orð- inn þreyttur á lífstílnum sem stór- borgin bauð upp á svo hann ákvað að flytja til hinnar „mannlegu Reykjavíkur". Þeii- eru á hraðferð þegar við hitt- um þá á kaffíteríunni á Kjarvals- stöðum, klukkan er rúmlega fímm. Sýningin verður opnuð formlega um áttaleytið með hanastéli. Þeii- eiga eftir að borða, fara í sturtu og skipta um föt. Það er því betra að hafa hraðar hendur. Morrison og New- son fljúga svo burtu í bítið morgun- inn eftir. Mikil ferðalög fylgja vinnu þein-a enda starfa þeir allir fyrir framleiðslufyrirtæki víðs vegar um heiminn, á Italíu, í Þýskalandi, Jap- an og Bandaríkjunum svo dæmi séu tekin. Hvers vegna ætli þeir hafí kosið að hafa bækistöð sína í London? Newson: „Ég hef búið í París og nokkur ár í Japan. I rauninni skiptir ekki máli hvar maður vinnur. Með hjálp síma, myndsendis og tölvu- pósts er hægt að vinna hvar sem er í heiminum." Er samt ekki betra að starí'a í um- hverfi þar sem hlutirnir eru að_ ger- ast eins og til dæmis Mílanó á Ítalíu þar sem mörg framsækin fram- leiðslu- og hönnunarfyrirtæki hafa aðsetur? Morrison: „Ég vinn aldrei neitt þegar ég er í Mílanó því ég er svo upptekinn af því að skoða það sem aðrir hönnuðir eru að gera, borgin hefur ekki mjög góð áhrif á mig að þessu leyti. Það má bæta því við að það er nú ekki allt jafn gott sem þeir eru að hanna þar.“ Young: „Ég tek undir það að stað- setningin skiptir ekki máli. Þegar ég var með vinnustofu í London varð mér ekkert úr verki því það var alltaf verið að trufla mig. Ég varð að fara á einhverja krána og fínna mér þar rólegt horn svo ég fengi vinnu- frið. Annars vinn ég best heima hjá mér og þá helst á nærbuxunum! Ég er þó að setja hér upp vinnustofu því ég verð að hafa stað þar sem ég get sýnt það sem ég er að fást við.“ Er hægt að segja að hönnun ykk- ar sé bresk? Morrison: „Nei, áhrifín koma mjög víða að. Það hefur ekki mikið verið að gerast í breskri iðnhönnun á þessari öld nema nú undir það allra síðasta en bresk iðnfyrirtæki eni farin að sækja til hönnuða í auknum mæli.“ Það virðist þó heilmikið vera að gerast til dæmis í breskri fatahönn- un. Morrison: „I bresku samfélagi er rík tilhneiging hjá ákveðnum ein- staklingum og hópum að vilja brjóta upp hefðina, þannig hafa nýjungarn- ar orðið til og þá hafa hlutirnir gjarnan gerst mjög hratt. A iðn- hönnunarsviðinu hefur þróunin ver- ið mun hægari." Afurðir hönnuðanna þriggja eru afar fjölbreytilegar eins og áður segir. Marc Newson stundaði upp- haflega gullsmíðar en snéri sér síð- an að húsgagnahönnun á síðasta námsári sínu. Stóll hans „Lockheed Lounger" var valinn af hinum þekkta hönnuði Philippe Starck í móttökusal Paramount-hótelsins í New York. Stóllinn er gerður úr hömruðum álplötum og er hand- gerður. Newson hannar einnig fjöldaframleidda hluti og meðal fyr- irtækja sem hann hefur starfað fyrir era Idee í Japan og ítölsku fyrirtæk- in Cappellini, B&B Italia, Magis og Flos. Newson: „Ég fæst við hvað sem er,“ (segir hann þegar þeir eru spurður að því hver viðfangsefnin séu). „Ef ég gerði það ekki yrði ég leiður á vinnunni. Ég hef hannað ai-mbandsúr, ilmvatnsflöskur, veit- ingastað, innréttað einkaþotu og nú er ég að hanna reiðhjól fyrir West- land-verksmiðjurnar í Bretlandi." Líkt og Newson starfar Morrison fyrir stóran hóp alþjóðlegra við- skiptavina, meðal annars Alessi, Flos og Cappellini á Ítalíu og Aut- hentics og Hannoverborg í Þýska- landi en fyrir hana hannaði hann sporvagn sem vakið hefur mikla at- hygli. I upphafí vora viðskiptavinir Morrisons þó flestir á heimaslóðum. Meðal fyrstu verkkaupa hans var húsgagnafyrirtækið Sheridan Coakley í London. Hann hannaði einnig ýmsa hluti úr sveigðum stál- rörum fyrir SCP, dótturfyrirtæki Coakley, m.a. stóla og lítil borð. Þó Morrison hafi byrjað feril sinn á því að hanna húsgögn er það sem hann fæst við nú mjög fjölbreytilegt eins og „Glo-ball“ Ijósaserían sem hann hannaði fyrir Flos og vín- flöskustandurinn sem unninn er fyr- ir Magis. Þá hefur hann hannað borðbúnað fyrir Rosenthal sem hlot- ið hefur heitið „Moon“, svo eitthvað sé nefnt. Young sem er yngstur þeirra fé- laga hefur líkt og hinir verið að þróa og hanna nytjahluti og húsgögn og hefur þá einkum unnið fyrir fyrir- tæki eins og Magis, Rosenthal og Cappellini. A sýningunni á Kjarvals- stöðum hefur hann kosið að sýna öll þau verk sem hann hefur hannað í hvítum lit. Young: „Ég vonast til að þetta val verði til þess að gripirnir sýni með skýram hætti hugmyndir um bygg- ingu, efni og framleiðslu fremur en að endurspegla einungis tískustefn- ur augnabliksins. Það verður kannski til þess að fólk spyrji fleiri spurninga," (segir hann til skýring- ar). Hvað er góð hönnun að ykkar mati? Morrison: „Þar koma til margir þættir. Hluturinn þarf að vera vel nýtanlegur, á góðu verði og hann verður að höfða til kaupenda, hafa fallega lögun og vera úr vönduðum efnum Newson: „... og hann þarf að búa yfir vissri einlægni.“ Young: „Hönnunin þarf að vera framsækin þó hugmyndin að baki henni sé ekki alltaf ný. Ég vinn mjög hratt en hins vegar geri ég mér grein fyrir því að það tekur marga mánuði að fullvinna góða hugmynd." Er einhver sérstök lífsspeki að baki því sem þið gerið? Newson: „Ékki get ég sagt það. En það er mikilvægt að trúa á það sem maður er að gera, skilja þróun- arferlið og iðnaðinn í heild sinni.“ Young: „Ég hef látið það eftir mér að stunda tilraunastarfsemi. Sá sem starfar að hönnun þarf sífellt að vera að prófa sig áfram til að auka færni sína og þekkingu. Ég met góðan húmor mikils og leitast við að gæða verk mín léttleika. Þeg- ar fólk getur samsamað sig því sem hönnuðurinn er að gera er það ánægt.“ Morrison: „I mínu tilviki er ég í rauninni alltaf að hanna fyrir sjálf- an mig. Ég hugsa um það fyrst og fremst hvort ég vilji sjálfur eiga gripinn. Ef ég er ánægður með af- rakstur vinnu minnar veit ég að ég er á réttri leið.“ Hvernig verða hugmyndirnar til? Hjá ykkur sjálfum eða erað þið beðnir um að hanna ákveðna hluti fyrir framleiðslufyrirtækin? Young: „Þetta er blanda af hvora tveggja." Morrison: „Ég hef starfað lengi fyrir sömu fyrirtækin svo þau þekkja vinnubrögð mín og leita til mín um ákveðin verkefni. Einnig sýni ég þeim þær nýjungar sem ég er að vinna að hverju sinni.“ Newson: „Sum fyrirtækjanna, sérstaklega þau stóru, eru með mjög ákveðnar hugmyndir um hvaða útlit þau vilja hafa á framleiðslu sinni, hönnuðirnir þurfa því að vera sveigj- anlegir og koma til móts við kröfur þeirra.“ Morrison: „Ég sé líka hvað fyrir- tækin eru að framleiða og get tekið mið af því. Ef mér líkar ekki það sem framleiðslufyrirtækið er að gera þá vinn ég helst ekki fyrir það.“ Newson: „Ekki nema að það borgi mjög vel fyrir!“ I hvaða landi seljast afurðir ykkar best? Morrison: „Líklega í Þýskalandi því þar er fjármagnið." Young: „Það er ekki hægt að nefna neitt einstakt land í því sam- bandi en mínar vörar seljast ágæt- lega í Japan, Ítalíu, Þýskalandi, Englandi og í Frakklandi. Newson: „Ég tek undir þetta. Ég er byrjaður að vinna fyrir banda- rískt fyinrtæki en sá markaður á eft- ir að verða sá stærsti í framtíðinni fyrir nútímahönnun.“ Fer áhugi á nútímalegri hönnun vaxandi? Young: „Já, áhuginn vex hægt og bítandi. Fólk er farið að kaupa meira af nútímalegum nytjahlutum, ekki síst eftirlíkingum sem er auð- vitað slæmt fyrir þá sem eiga upp- haflegu hugmyndina. Það má þó segja að þannig sé þróunin að skila sér sem er jákvætt." Newson: „Samkeppni milli iðnfyi'- h-tækja er sífellt að aukast og til að mæta henni verða fyrirtækin að skapa framleiðslu sinni sérstöðu en það gera þau í auknum mæli með góðri hönnun.“ Morrison: „Almenningur veitir nútímahönnun einnig meiri athygli en áður sem birtist meðal annars í því að víða hafa verið sett á laggirn- ar hönnunarsöfn (design museums) sem ber vott um aukinn áhuga.“ Newson: „Þessi söfn gefa að mínu viti ekki rétta mynd af því sem er að gerast á þessu sviði því þar ræður smekkur fárra manna.“ Morrison: „Sýningin hér á Kjar- valsstöðum er líka merki um aukinn áhuga fólks á nútímahönnun.“ Hvað varð til þess að þið ákváðuð að sýna afrakstur vinnu ykkar hér á landi? Young: „Upphaflega var mér ein- um boðið að sýna á Kjarvalsstöðum. Ég hitti síðar þessa félaga mína í Mílanó. Þeir sýndu áhuga á því að heimsækja ísland og sjá hvað er að gerast hér. Kjarvalsstaðir bjóða upp á sýningarsal sem hægt er að skipta í þrennt svo ákveðið var að við sýnd- um allir þrír saman sem hefur verið mjög skemmtilegt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.