Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 35

Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 35 UMRÆÐAN „Listamanna- launum fyrir 1999 úthlutað“ SVO sagði Morgun- blaðið 6. mars. Já, og sæl veri nefnd og fólk, Sigurður, Margrét og Ingi Bogi, þið verk- kaupendur bókmennta fyrir hönd yfirstjórnar íslenskrar þjóðar. Eg hafði svo sem fengið kveðjuna gamalkunnu frá ykkur, í bréfi: „Því miður var ekki unnt ... að þessu sinni.“ o.s.frv. Og þar með er ég ekki í hópi 60 skástu skáldmenna þessarar þjóðar. Ég ætla því að svara ykk- ur í bréfi, einkabréfi, enda hef ég ekki umboð annarra til skrifanna. En ég veit, að margur maðurinn er sammála mér í því sem máli skiptir, þess vegna birti ég bréfkornið. Við erum allmörg þau erkifífl, sem ekki látum okkur segjast þótt þið eða ykkar jafn- ingjar segið okkur á hverju árí, að við séum hálfvitar og eigum að hætta þessu skrifpuði. Við teljum okkur nefnilega hafa burði á við flesta í stjömuflokknum ykkar, a.m.k. ef við fengjum sömu tæki- færi og stjörnudilkarnir til að þroska mál okkar og stíl og efnis- tök, eða hvað sem við hálærðir vilj- um kalla það. Ég er reyndar sæmi- lega menntaður hér, hef háskóla- pappíra upp á próf í bókmenntum þriggja þjóðtungna, ensku, dönsku og hátungunnar, íslensku! Auk þess hef ég komið frá mér á annan tug verka, a.m.k. sumra góðra. Ég hef líka alllanga og býsna margvís- lega lífsreynslu, þykist og hafa burði til að nýta hana í skáldverk- um, verði ég ekki beinlínis hindr- aður þar í. Tilgangur launa? Nú? Var ekki yfirlýstur tilgang- ur laga um launasjóðinn sá, að hann ætti að tryggja öryggi þeim mönnum, sem stunduðu ritstörf af alvöru? Sumir segja, að þeir megi sanna sig. Það þykir mér sann- girniskrafa. Eftir að hafa sótt ár- um saman um laun til að geta ein- beitt mér að vinnu við stór skáld- verk, og reyndar fleira, án þess að fá launakrónu úr núríkjandi kerfi, setti ég undir mig hausinn og vann kauplaust í ár og raunar tvö að til- teknu verki. Það kom út 1997, fékk verðlaun, tilnefningu til ís- landsverðlauna og góða dóma. En framhald verksins var eftir. Ég sótti um laun. Og fékk heila sex mánuði í fyiTa. Varð auðvitað al- sæll og skrifaði. En stórt verk verður sjaldnast unnið á sex mán- uðum, ekki einu sinni á heilu ári. Ég sótti því aftur fyrir þetta ár, reyndar vegna fleiri verka. Slíkur var ofmetnaðurinn, að ég reiknaði með launum, a.m.k. til sex mán- aða. Ég hef því setið við í meira en ár nú og ekki haft krónu í laun síð- an 1. ágúst í fyrra. Heimska? Já. Geðveiki? Líklega, en þannig hættir listamanninum til að hugsa: Verkið, hvað sem það kostar. En - ég fékk ekkert. Allar mínar áætl- anir hrundu við þetta. Ég stend uppi án launa og án „vinnu“. Og svo sem ekki ungur lengur. Að vísu er bók mín væntanleg í haust en fáir höfundar lifa á sölunni einni. Þið þrjú getið sagt: - Hvað með það? Ékki tökum við ábyrgð á því, þótt þú sért svo vitlaus að gera áætlanir. Erum við bjánar? Auðvitað. Þetta eru skýr skila- boð til mín (og fleiri!), eins og þið hefðuð skrifað þau frá orði til orðs. - Þú ert bjáni, sem heldur að hann sé viðurkenndur rithöf- undur. - Gott og vel, þá það. En það er meira. - Þetta verk þitt er ekki skítnýt- andi, þrátt fyrir viður- kenningu, verðlaun og drasl. Punktur! - Mér kemur í hug, að þið hafið álíka sjónarmið og litli sæti ljóminn, sem hefur svo gaman af að stimpla stjörnur, eins og börnin í sex ára bekk. Konan (altso gáfnaljóminn) leyfði sér í sjónvarpi að segja um skáldverk okkar Kristínar Ómarsdóttur, þeirrar óvenjufrumlegu listakonu, að þau Launasjóður Var ekki yfírlýstur tilgangur laga um launasjóðinn sá, spyr Eyvindur P. Eiríksson, að hann ætti að tryggja öryggi þeim mönnum, sem stunduðu ritstörf af alvöru? næðu ekki máli! Kunningjar sögðu mér, að hún læsi ekki langar bæk- ur! Mér skildist að hún hefði hvorki burði né þolinmæði til. Bókmenntafræðingur! En það skýrir ekki furðumatið á bók Kristínar. Ég tel engann vafa á, að mikill meirihluti þeirra, sem fá laun, eigi þau fyllilega skilin. T.d. er ánægju- legt, að þið skulið rausnast til að launa aftur Bjarna Bjarnason, þann snjalla dreng, sömuleiðis þá ungu Auði Jónsdóttur. En hvað eiga virðulegir nefndarmenn að gera, það er verið að verðlauna þessa krakka og viðurkenna, eitt- hvað hljóta þeir að geta! Þó svo þeir jafnist ekki á við Einar Kára- son, Pétur Gunnarsson og Þorgeir Þorgeirson, svo nokkrir lýsandi knúppar ritlistarblómans séu nefndir. Já, en góði minn! Svona máttu ekki skrifa, segja vinir og kollegar. Það má alls ekki ögra þeim. Þá fær maður ekkert! Hver var að tala um Sovét og ótta við kerfið? Já, já, en ég er bara alveg foxillur. Af hverju fæ ég ekki laun? Af því að ég er enn einn vitleysingurinn að vestan? Reyndar af Horn- ströndum og það er Fríða Á. Sig- urðar líka. Eða raunsær róttæk- lingm-, sem hvorki viðurkennir for- sendur frjálshyggjuríkis Davíðs og Dóra né trúir á framhaldslíf þess? Ellegar heiðinn maður, sem trúir á lífsaflið og Móður Jörð og fær ómögulega komið auga á neinn al- góðan guð? Eða af því að ég bý í Kópavogi og M&m gefur mig ekki út? Ha? Eða gamall, passa ekki í neina skúffuna, þær reyndar bæði fáar og ferkantaðar? Nema ég sé bara svona góður?! Miðlungslýð hefur alltaf mátt gefa að éta, hann er hættulaus. En þá bestu er göm- ul venja að svelta, helst í hel. Nema hvað? Þá er að herða ólina. Ef maður hefði efni á góðri sultaról. En ég birti svo framhald fljótlega, fái ég að njóta margumtalaðs mál- frelsis. Með virðingu til bráðabirgða. Höfundur er rithöfundiir. Eyvindur P. Eiríksson Er flotinn of stór „FLOTINN er enn- þá allt of stór,“ segir Þorvaldur Gylfason í Mbl 14. mars sl. undir yfirskriftinni „Kiítart- öflukenningar“. Orðið „krítartöflukenningar" var haft eftir Þorsteini Pálssyni sjávarútvegs- ráðherra um kenning- ar Þorvaldar Gylfason- ar. Sjávarútvegsráð- herra virðist samt að- hyllast kenningar fiski- hagfræði um „of stóran flota“. Ráðherrann lét fórna hluta flotans í „úreldingu", byggt á kenningum fiskihag- fræði. Strandveiðiflotanum óspart fórnað, flotanum leitt til mun hraðari minnkunar veiðistofns þegar niðursveifla kemur og fæðufram- boð minnkar óvænt. Þá höfum við misst af afla fyrir tugmilijarða! (Sjá gögn um hrun vaxtarhraða þorsks í Barentshafi 1985-1988 1993-1998 Kristinn Pétursson 1980-1983 1988-1992 Mbl. 7. Sveiflur í skilyrðum leg stærð og og Islandi og og grein í mars sl.) umhverfis- og breyti- fiskistofna var sem kom með besta hráefnið til landvinnsl- unnar. Af hverju þmfti ráðherrann margfalt stjórnkerfi? Fyrst kvóta. - Svo var svæðum lokað. - í þriðja lagi var svo verið að fjariægja fiski- skip. I Sovét var ein skóverksmiðja í Moskvu talin toppurinn! Hæstiréttur kvað svo upp dóm fyrir nokkrum mánuðum. Þá sneri sjávarútvegsráðherra út úr öllu, - í stað þess að segja af sér og axla þannig pólitíska ábyrgð af embætt- isfærslum þeim sem dómurinn dæmdi brot á stjómarskránni og hann bar ábyrgð á. (Sjá lög um ráðherraábyrgð.) En er flotinn of stór? Ég tel að forsendan fyrir þeirri fullyrðingu sé ónýtt reikni- líkan sem hefur verið notað við út- reikning á stærðfræðilegri fiski- fræði og/eða fiskihagfræði. Reikni- líkanið gefur falskar upplýsingar við niðursveiflu í umhverfisskilyrð- um og fiskimönnum þá ranglega kennt um minnkun fiskistofnsins. Dæmi um slíkar falskar upplýsing- ar er um þorskstofninn hérlendis 1980-1983 þegar þorskstofninn minnkaði óvænt um 846 þúsund tonn á þremur árum, þvert ofan í spár ráðgjafa. Því til viðbótar náð- ist ekki að veiða 120 þúsund tonn þessi ár, sem ráðgjafar höfðu ráð- lagt veiði á! (Sjá grein mín í Mbl. 7. mars sl.) Hér eru rökstudd sjónar- mið um að flotinn sé ekkert of stór: 1. Við höfum ekki náð að veiða loðnukvótann í mörg ár. 2. Við höfum ekki náð að veiða síldarkvótann í mörg ár. 3. Við höfum vannýtt möguleika í kolmunnaveiðum. 4. Við höfum vannýtt möguleika í túnfiskveiðum. 5. Við höfum vannýtt möguleika í makrílveiðum. 6. Við höfum vannýtt marga möguleika í úthafsveiðum. 7. Við eigum ónýtta möguleika í kúffiskveiðum og fleiri fiskteg- undum sem ekki verða tíundaðar hér. Þessi dæmi era öll í mótsögn við fræðikenningar um „of stóran flota“. Hvernig má það vei-a að flot- inn sé of stór með þessar stað- reyndir á borðinu? Loðnukvótinn sem hefur ekki náðst í mörg ár er milljarðatjón. Við höfum ekki haft nægilega öfl- ug skip til kolmunnaveiða. Full- yrðingar um „of stóran flota“ leiddu af sér löggjöf sem komið hefur í veg fyrir kolmunnaveiðar! Hvað er tjónið margir milljarðar af því að þvælst hefur verið fyrir athafnamönnum og fyrirtækjum sem vildu hefja kolmunnaveiðar? Ég vitnaði einnig til margra sögu- legra staðreynda (gi-ein í Mbl 7. mars sl.) sem benda sterklega til að sveiflur í stærð þorskstofna virðast fylgja náttúrafari. Sam- kvæmt reynslu virðist meiri áhætta að veiða ekki það sem nátt- úran gefur. Að spara veiði eins og nú er gert hérlendis virðist geta Heldur þú að E-vítamm sé uóg ? eftir fæðuframboði virðast að stærstum hluta náttúra- sveiflur sem ekkert á rnannlegu valdi virðist geta breytt. Ágiskað- Fiskveiðistjórnun Er flotinn of stór? spyr Kristinn Pétursson, en hann telur að forsendan fyrir þeirri fullyrðingu sé ónýtt reiknilíkan sem hefur verið notað við útreikning á stærð- fræðilegri fískifræði og/eða fískihagfræði. ar forsendur fiskihagfræðinnar - að fiskiskip minnki fískistofna þeg- ar fæðuframboð minnkar við nið- ursveiflu í umhverfísskilyrðum, virðist kjarni þess misskilnings að fiskihagfræði reikni flotann of stóran. Þegar þorskstofn minnkar óvænt reiknar fiskihagfræði sjálf- virkt að fiskimenn hafi fjarlægt fiskinn sem drapst vegna fæðu- skorts eða sjálfáts! Kenning fiskihagfræðinnar um „kjörsókn" virðist þannig hafa leitt til þess að afrakstur þorskstofna í N-Átlantshafi hefur minnkað um u.þ.b. tvo þriðju og veiði er nú ein- ungis um þriðjungur af því sem hún var meðan veiðar voru „stjórnlausar" og veitt var það sem náttúran gaf. Sagan staðfestir að ekki hrundu neinir botnlægir fiskistofnar við áratuga „stjórn- lausar" veiðar í N-Atlantshafi. Þorskstofnar við Kanada og Græn- land hrandu úr hungri í kjölfar „kjörsóknar“, (sjá gögn um hrun í vaxtarhraða frá Labrador). Þorsk- stofninn í Barentshafi hefur tekið tvær dýfur (þá seinni nú). Afrakst- ur þorskstofna við ísland og Fær- eyjar hjakkar í um 50% af því sem hann var á „stjórnlausa“ tímabil- inu. Þetta era kaldar staðreyndir. Stjórnmálamenn tóku mið af kenn- ingum í fiskihagfræði fyrir rúmum tveim áratugum og „dregið var úr veiði til að byggja upp stofninn" með „kjörsókn" og minnkun sókn- ar á öllum hafsvæðum. Landhelgi var færð í 200 mílur, möskvar stækkaðir í öllum veiðarfærum, svæðalokunum beitt, kvótakerfi sett á, flota eytt o.s.frv. Svo komu smáfiskaskiljur (Barentshaf 1991) og seiðaskiljur. Samkvæmt kenn- ingunni átti afli að aukast og áhætta af veiðum að minnka við allar þessar aðgerðir. Reynslan er öll í öfuga átt. Þorskstofnar minnkuðu vegna hruns í vaxtar- hraða og sjálfát jókst. Hækkuð dánartala þorskstofna var látin heita „ofveiði“ vegna nefndrar skekkju í reiknilíkani fiskihag- fræðinga og stærðfæðilegra fiski- fræðinga. Þetta er kjarni málsins. (Sjá grein í Mbl. frá 7. mars sl.) Við verðum að hefja umræðuna um þessa grundvallarskekkju. Talsmenn fiskihagfræði verða að sýna þá ábyrgð að standa fyrir máli sínu. Þessu verður ekki sópað undir teppið lengur! Ég vil biðja Þorvald Gylfason og aðra aðila í Háskóla Islands að gefa þessum veigamiklu röksemd- um tækifæri og að ég fái að halda málstofu í Háskóla Islands og rök- styðja mín sjónarmið. Samkeppni um ný sjónarmið er besta aðferðin til að hraða þróun á þessu sviði. (Sbr. tölvuþróun, fjarskiptatækni o.fl.) Háskóli Islands á að sjá til þess, að aðrir sem gagnrýnt hafa þetta málefni fái tækifæri til að rökstyðja sín sjónarmið. Höfundur cr frmnkvæmdastjóri. NATEN ____- er nóg I Heimsferðir óska eftir starfsmanni í innanlandsdeild Heimsferöir óska eftir starfsmanni í innanlandsdeild. Óskað er eftir starfsmanni með reynslu af sölu og skipu- lagningu ferða erlendra ferðamanna á íslandi. Viðkom- andi þarf að hafa góða tungumálakunnáttu og tala og rita ensku og spænsku. Miklar kröfur eru gerðar til nákvæmni í vinnubrögðum. Umsækjendur skili skrifleg- um umsóknum með mynd til: Heimsferðir, Austurstræti 17, 101 Reykjavík, V. innanlandsdeild. Öllum umsóknum er svarað og er farið með sem trúnað- armál. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.