Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Leikrit á
myndbandi
Það er því á vissan hátt ósanngjarnt að
mæla leiksýningarnar sömu stiku og
segja að önnur kafi komið vel út í
Sjónvarpinu en hin ekki.
Það er ekki illa til fund-
ið hjá Sjónvarpinu að
fylla í eyður frumsýn-
inga Sunnudagsleik-
hússins með því að
sýna upptökur af sýningum leik-
húsanna. Auðvitað væri æskileg-
ast að í Sunnudagsleikhúsinu
væri ávallt frumflutt nýtt efni og
aðrir tímar fundnir í dagskrá
fyrir endursýningar og upptökur
úr leikhúsunum. Tvær slíkar
voru í boði á undanförnum vik-
um, Sumarið 37 eftir Jökul Jak-
obsson, sem frumsýnt var í
fyrravor í Borgarleikhúsinu, og
Síðnsti bærínn í dalnum, sem
Hafnarfjarðarleikhúsið sýndi
fyrir fullu húsi í hálfan annan
vetur.
I gegnum árin hefur verið
undir hælinn lagt hvernig stærri
leikhúsin
VIÐHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
standa að því
að festa sýn-
ingar sínar á
myndbönd til
heimildarnotkunar síðar, þó slíkt
ætti að vera sjálfsagður hlutur í
sæmilega tæknivæddu nútíma-
leikhúsi. Þetta kostar auðvitað
einhverja peninga eins og allt
annað og hefur þess vegna orðið
hornreka í leikhúsunum. Slíkar
innanhússupptökur eru þó allt
annars eðlis en upptökur sem
ætlaðar eru til útsendingar í
sjónvarpi og þjóna öðrum til-
gangi. Ekki er við að búast að
fjársveltir leikhópar hafi tök á að
festa sýningar sínar á myndbönd
með miklum tilfæringum, en þó
eru nokkur dæmi um leikhópa
sem gert hafa þetta af meiri
rausn og tæknilegri útsjónarsemi
en búast mátti við fyrirfram. Auk
hins augljósa heimildargildis,
sem upptakan hefur um for-
gengilega leiksýningu, þá færist
sífellt í vöxt að slíkar upptökur
séu nauðsynlegar þeim lista-
mönnum sem starfað hafa við
sýninguna. Gjarnan er beðið um
myndbönd þegar dómnefndir
velja sýningar á leiklistarhátíðir
víðs vegar um heiminn og leikar-
ar, leikstjórar, leikmyndateikn-
arar, ljósahönnuðir og búninga-
hönnuðir safna á eitt myndband
völdum köflum úr upptökum
sýninga sem þeir hafa tekið þátt
í til kynningar á sjálfum sér og
verkum sínum. Kröfur um tækni-
leg gæði slíkra kynningarmynd-
banda verða sífellt meiri og vafa-
laust ekki langt þar til að sæmi-
leg myndbandsupptaka verður
hluti af samningi listrænna að-
standenda hveiTar leiksýningar,
á sama hátt og verið hefur um
árabil varðandi ljósmyndir.
Um höfundarrétt myndbands-
upptakna af leiksýningum hafa
skapast nokkrar umræður og
valdið því að þeim er ekki haldið
á lofti né verið til opinbers brúks.
Margir eru höfundar einnar leik-
sýningar, allir þeir sem upp voru
taldir hér að ofan, og hvernig
fara á með höfundarrétt þein-a
er ávallt nokkuð flókið. Þegar
sjónvarpa á upptökum af leik-
sýningum reynir á þennan höf-
undarrétt og til þessa hafa hand-
hafar höfundaiTéttar verið liprir
í samningum og niðurstaðan oft-
ar en ekki sú að réttmætar
greiðslur fyrir höfundarrétt eru
að meira eða minna leyti gefnar
eftir af viðkomandi listamönnum.
Þannig hefur leikhúsfólkið reynt
að koma til móts við sjónvarps-
stöðvarnar og reynt að hvetja til
upptakna og útsendinga af leik-
sýningum með því að gefa eftir
sinn hlut. Sjónvarpsstöðvarnar
hafa því átt þann möguleika að fá
tiltölulega ódýrt leikið efni til
sýninga, þó það sé vissulega mis-
jafnlega vel fallið til sjónvarpsút-
sendinga eins og það kemur af
skepnunni á leiksviðinu. Ef vel
tekst til með upptökuna af leik-
sviðinu getur þetta verið ágætt
sjónvarpsefni og um leið er upp-
takan góð heimild um sýninguna,
þó heimildargildið eitt og sér
nægi ekki til réttlætingar sjón-
varpsútsendingar.
Upptakan af Sumrínu 37sýndi
því miður að ekki nægir alltaf að
beina myndavélum að sviðinu og
klippa fram og aftur úr víðri
mynd í nærmynd, án þess að
verulega sé til þess vandað
hvernig taka eigi leikritið upp.
Onógur undirbúningur skein af
upptökunni. Líklega er þetta
leikrit Jökuls samt ágætlega fall-
ið til sjónvarpsupptöku þar sem
textinn er hlaðinn undiriiggjandi
meiningum og viðbrögð og
smæstu svipbrigði persónanna
skipta máli. Þannig mætti vafa-
laust gera magnaða sjónvarps-
mynd úr þessu leikriti, þar sem
stærsti kostur sjónvarpsins, ná-
lægðin og möguleikinn á undir-
strikun smáatriða, væri nýttur til
hins ýtrasta. Af upptökunni sem
boðið var upp á var sorglega
ljóst, að meginstyrkur sviðsetn-
ingarinnar í leik og leikstjórn,
tapaðist að mestu leyti í mynd-
vinnslunni. Hinn fíngerði vefur
sem höfundurinn hefur spunnið í
upphafí og leikarar og leikstjóri
síðan lagt á sín litbrigði og flúr,
byggist á smáatriðum og aftur
smáatriðum, sem skapa heildina,
og sé alúðin fyrir smáatriðunum
fyrir borð borin í myndbands-
upptökunni fer næsta lítið fyrir
heildai-myndinni. Og þá má
spyrja hvort um sé að ræða
áreiðanlega heimild um vandaða
leiksýningu ef fæst af því sem
bar vandvirkninni vitni á sviðinu
skilar sér í upptökunni.
Leiksýningin á Síðasta bæn-
um í dalnum var í mörgum skiln-
ingi sjónvarpsvænni efniviður.
Framvinda verksins byggist á
atburðarás, sagan er í aðalhlut-
verki, persónurnar skýrar og
einfaldar og myndstjórnin var
alveg sæmilega með á nótunum
um að segja söguna vafninga-
laust. Frásagnarmátinn er á all-
an hátt einfaldari en í verki Jök-
uls og því gerir skammur undir-
búningur og tilfallandi óná-
kvæmni í upptökunni minna til
en ella. Það er því á vissan hátt
ósanngjarnt að mæla leiksýning-
arnar sömu stiku og segja að
önnur hafí komið vel út í sjón-
varpi en hin ekki - þær gerðu
það reyndar - en ieikriti Jökuls
og framlagi leikara og leikstjóra
er a.m.k. ekki um að kenna.
Ekki skyldi því draga þann lær-
dóm af þessum tveimur upptök-
um að „þyngri“ leikrit gangi
ekki í sjónvarpi, heldur á undir-
búningurinn einfaldlega að taka
mið af „þyngd“ verksins hverju
sinni. Þá skilar verkið sér til
áhorfenda á þann hátt sem sæm-
andi er.
Af framförum og forræð-
ishyggju á Landspítala
SUMU getum við
gleymt, öðru gleymum
við án þess að ætla það
en einstaka atburðir á
æviskeiðinu eru þess
eðlis að við munum þá í
smáatriðum. Þannig er
með bamsfæðingar.
Þær eru mikilvægustu
stundh í lífi flestra
kvenna og þær muna
nákvæmlega hvað hver
sagði, hvað hver gerði.
Meira að segja lyktin
af sápunni í sturtunni á
eftir getur verið
ógleymanleg.
Bamshafandi konur
hafa ekki marga val-
kosti og því er mikilvægt að þær viti
hverjir þeir eru. Konur í Reykjavík
geta farið í mæðraeftirlit á heilsu-
gæslustöðvar, Heilsuvemdarstöð
Reykjavíkur og Landspítalann en
þar geta þær valið á milli almennrar
skoðunar eða í MFS-kerfinu. Eins
geta þær valið á milli þess að ala
barn sitt á Landspítalanum, á sömu
stofnun í MFS-kerfinu eða heima
hjá sér. Konur gera sífellt háværari
kröfur um að vera gerendur í eigin
meðgöngu og hafa þannig áhrif á
heilsu sína og framvindu fæðingar
svo fremi að ekkert óvænt komi upp
á. Þetta hljómar ágætlega en samt
eru konur ofurseldar furðulegum
reglum sem em á kvennadeild
Landspítalans. Ein þeirra er sú að
barnshafandi konm' mega ekki taka
með sér eldri böm í sónarskoðun. I
Keflavík er dómgreind kvenna hins
vegar treyst til að meta hvort þær
taki böm með eða ekki. Þannig
verður sónarskoðun fjölskylduvið-
burður á forsendum þess sem þjón-
ustuna þiggur en ekld einungis mik-
ilvægt öryggistæki.
í tilefni af 50 ára afmæli kvenna-
deildar Landspítalans fyrir skömmu
færði góðhjörtuð kona deildinni fæð-
ingarlaug að gjöf. Laugin var vígð
með pomp og prakt á afmælisdaginn
að viðstöddum fjölmiðlum. Sjúkra-
húsin í nágrenni Reykjavíkur, á Sel-
fossi, Keflavík og Akranesi, hafa um
nokkurt skeið boðið fæðandi konum
Fæðingar
Mikilvægt er að heil-
brigðisstéttir stundi
ekki hræðsluáróður,
segja Eyrún Ingadóttir
og Margrét Jónsdóttir,
og störf þeirra
einkennist af for-
dómaleysi.
upp á að eiga börn sín í vatni og því
var ákveðin eftirvænting í gangi yfír
því að loksins kæmi fæðingarlaug á
stærstu fæðingardeild landsins.
Reyndar sætir furðu að slík laug
hafi ekki verið sett upp á Landspít-
alanum fyrh löngu því að kostnaður
við hana er á við nokkrar mænu-
deyfingar. Margsannað er að ekki er
til náttúrulegra, öflugi'a og ódýrara
verkjalyf í fæðingu en H20. Hvað
um það, laugin var komin og því var
ákaft fagnað. Eitt var þó ekki hægt
að gefa og það var víðsýni húsráð-
enda á Landspítala. Konur mega
nefnilega ekki eiga börn í fæðingar-
lauginni á Landspítalanum. Það er
ekki leyft. Takið eftir sögnunum að
mega og að leyfa. Þær einkenna því
miður enn hugmyndafræði stjórn-
enda kvennadeildar Landspítalans
og í stað þess að athuga hvað konur
vilja og geta fá þær yfir sig forræð-
ishyggju hátæknisjúkrahússins
þannig að framförin sem fæðingar-
laugin felur í sér verður skerðing á
ft'elsi fæðandi konu.
Til skamms tíma vissu konur ekki
að þær réðu ýmsu um meðgöngu
sína og fæðingu. Nú hefur orðið
breyting á og konur gangast ekki
gagnrýnislaust við gildandi reglum
sem eru settar. Það er stutt síðan
flestar konur létu sig hafa það að
eiga börn sín útafliggjandi þótt fæð-
ingarhríðir séu óbærilegar í þeiiri
stellingu. Sú stelling er líkamanum
ekki náttúruleg en er auðvitað prýð-
isgóð vinnustelling fyrir þá sem taka
á móti barninu. Tvær skýringar eru
til um hvers vegna þessi vonda
venja komst á og er önnur sú að
frilla Lúðvíks XIV hafi verið látin
eiga barn þeirra á þennan hátt svo
hann gæti fylgst með fæðingunni í
gegnum gægjugat á tjaldi. Eftir það
hafi stellingin komist í tísku. Hin
skýringin er sú að þegar karlar
(bartskerai') fóru að taka á móti
börnum í stað yfirsetukvenna hafi
þeim þótt þægilegra að hafa konuna
útafliggjandi. Gagmýnislaust var
þessari stellingu haldið við og forð-
ast að nota þyngdarlögmál líkamans
Böðull eða hetja?
Á HVERJUM laug-
ardegi síðan 16 okt.
1998 safnast hópur
Chilebúa saman á Stór-
torginu í Málmey til að
sýna samstöðu sína og
vilja um að Augusto
Pinochet, fyrrverandi
yfirmaður hersins og
einræðisherra Chile frá
1973-90, verði dreginn
fyrir dóm og látinn
svara til saka fyrir
ódæðisverk sín. Fólkið
hrópar slagorð, ræður
eru fluttar og söngvar
sungnir. Margir halda á
áróðursspjöldum þar
sem krafist er réttlætis,
framsals Pinochets til
Spánar og réttarhalda yfir honum.
Flestir Chilebúanna hafa komið til
Svíþjóðar vegna ofsókna herstjórnar
Pinochets á tímabilinu mánuðina fyr-
ir valdarán hersins og fram til árs-
loka 1989 þegar lýðræðið var form-
lega endurreist í Chile. Dagana
19.-21. feb. fóru einnig margir Chile-
búar í Málmey, Gautaborg og Stokk-
hólmi í mótmælasvelti til að leggja
enn meiri áherslu á kröfu sína um
réttlæti.
Pinochet komst til valda þegar
herinn, 1973, steypti af stóli lýðræð-
islega kosnum forseta landsins,
Salvador Allende. Eftir 18 ára her-
stjórnartímabil og bara 8 ár af lýð-
ræði í Chile hefur fólkið enn ekki
fengið traust á lýðræðinu sem
stjórnarformi. Enda varla hægt að
kalla það form sem ríkir í Chile lýð-
ræði, í fyi-sta lagi vegna þess að Pin-
ochet sem fv. einræðisherra var
þangað til í janúar í fyrra ennþá yfir-
maður hersins og í öðm lagi breytti
hann á valdatíma sínum stjórnarskrá
ríkisins og kom á hinu ólýðræðislega
kosningaformi sem enn er við lýði í
landinu. Ósvífnasta
breytingin sem Pin-
ochet lét gera á stjórn-
arskránni var þó þegar
hann gerði sjálfan sig
að lífstíðaröldunga-
deildarþingmanni með
friðhelgi svo ekki væri
hægt að handtaka hann
og dæma. Hann reikn-
aði nú aldrei með að
Spánn og England
myndu koma svona
„aftan“ að honum þegar
síst skyldi.
Eitt atvik sem undir-
rituð sjálf lenti í i Chile
1996 sýnir það her- og
lögi'egluveldi sem enn
ríkir í landinu. Þegar
hinn sögulegi flótti úr öryggisfang-
elsinu í Santiago átti sér stað komst
lögreglan á snoðir um að útlendingar
væru viðriðnir flóttann. Flóttinn
gerðist á gamlársdag og einmitt
sama dag fluttum ég og fjölskylda
mín úr íbúðinni sem við höfðum leigt
og heim til tengdamóður minnar.
Daginn eftir kemur rannsóknarlög-
reglan þangað og spyi’ eftir okkur og
við erum beðin að koma í yfirheyrslu
í höíuðstöðvarnar. Þetta olli miklu
uppþoti á heimilinu og vakti upp
gamlar minningar, því enginn hefur
gleymt þeim óhugnaði sem gerðist á
tímabili Pinochets. Eftii' nokkrar
spurningar lögreglunnar lágum við
ekki lengur undir gran en við spurð-
um okkur lengi: Hvers vegna við?
Eina skýringin er að ég hafði tekið
viðtal við ungan mann sem hafði
sætt pyntingum lögreglunnar
nokki-um vikum áður. Þessi maður
sagði mér að síminn heima hjá hon-
um væri hleraður og að þeir hringdu
oft til að láta hann vita að þeir fylgd-
ust ennþá með honum, eða til að hóta
honum. Á meðan á viðtalinu stóð
Herstjórn
Varla er hægt að kalla
það form sem ríkir í
Helen Halldórsdóttir,
il Augustos Pinochets.
heima hjá mér, hringdi síminn og ég
svaraði en þar var enginn. Þetta
gerðist nokkrum sinnum. Ungi mað-
urinn sagði að hann vissi nú hvað
þetta væri; síminn hjá mér væri
hleraður. Eg hafði fengið símanúmer
hans hjá skrifstofu mannréttinda-
samtakanna og hringt í hann frá
heimili mínu. Þannig gæti lögreglan
hafa sett mig á einhvern „svartan“
lista hjá þeim. Hver veit?
Þótt liðin séu 8 ár frá lokum valda-
tímabils hersins í Chile er enn sakn-
að yfir 1.000 manns. Hér er ekki
meðtalinn sá fjöldi manna sem stað-
fest er að vora myrtir. Enn stærri
hópur fólks sætti grimmilegum
pyntingum, tugþúsundir Chilebúa
flúðu eða voru reknir úr landi. I Sví-
þjóð einni saman eru u.þ.b. 30 þús-
und Chilebúar búsettir.
Það eru til þeir sem hafa varið
herstjórn Pinochets og einnig stutt
hana opinberlega eða dulið, sem t.d.
Bandaríkjastjórn sem nú opinber-
lega viðurkennir að það vora hræði-
leg mistök að styðja valdarán Pin-
ochets og annarra alræðissinna í S-
Amei-íku á tímum kalda stríðsins
(haft eftir Madeleine Albright 3/12
‘98). Þeir sem hafa várið herstjóm-
ina og verk hennar hafa bent á þá
efnahagslegu þróun sem átt hefur
sér stað á valdatímabilinu. Þeir sem
Helen
Halldórsdóttir
Chile lýðræði, segir
sem hér reifar valdafer-