Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 41
allt fram til 1990. Konur mótmæltu
ekki því þær héldu að þannig ætti
þetta að vera. Sama má segja um
rakstur á konum sem viðgekkst
furðu lengi. Astæðan fyrir því að
konur vora rakaðar fyiár fæðingu
var viðleitni til hreinlætis á tímum
flóa og flatlúsa sem oft var erfítt að
eiga við í íslensku toi’fkofunum.
Pessi venja, að afskræma kynfæri
kvenna í fæðingu, fylgdi svo konum
inn á sótthreinsaða hátæknisjúkra-
húsið á ofanverðri 20. öld. Sem bet-
ur fer heyrir þetta nú sögunni til en
þótt er enn margt sem betur mætti
fara.
Vitanlega fylgir því alltaf öryggis-
leysi að aðlagast nýrri hugmynda-
fræði, að nálgast eitthvað sem við
þekkjum ekki. Því er skiljanlegt að
fæðingarlaug á Landspítalanum
veki tortryggni sumra en ekki má
láta hana ná tökum á sér. Hægt er
að sigrast á henni með fræðslu, t.d.
með því að fara á námskeið og heim-
sækja framsæknar fæðingarstofn-
anir.
Mikilvægt er að heilbrigðisstéttir
stundi ekki hræðsluáróður og störf
þeirra einkennist af fordómaleysi.
Þannig gefst kostur á upplýstu vali.
Oft taka verðandi foreldrar gagn-
rýnislaust við skoðunum þeirra aðila
sem hafa umsjón með meðgöngu og
fæðingu því enginn leikur sér með
líf barns síns. Nú skoram við á
stjórn kvennadeildar Landspítalans
að endurskoða vinnureglur um fæð-
ingarlaugina og leyfa þeim konum
að fæða í henni sem það vilja. Verið
getur að einhverjum ráðamönnum
deildarinnar fínnist vinnuumhverfi
fæðingarlaugar ei-fitt en með því að
nota hana er verið að annast konur á
þeirra forsendum og láta þeirra vilja
hafa forgang. Vel heppnuð fæðing
þar sem konan ræður ferðinni, og
farið er að óskum hennar ýth' undir
jákvæða upplifun hennar á sjálfri
sér. Þess vegna er mikilvægt að
þannig sé um hnútana búið að fæð-
andi konur geti ráðið sem mestu um
það hvernig þær hafí þessa mikil-
vægu stund lífs síns og aðdraganda
hennar.
Höfundar eru í stjórn Ahugafélags
um heimafæðingar.
halda þessu fram gleyma, eða vilja
ekki sjá, hvað þessar breytingar hafa
kostað chilesku þjóðina og að þessi
efnahagslega þróun hefur ekki náð
til nær allra íbúa Chile. Samkvæmt
upplýsingum frá SÞ eru Chile og
Brasilía þau lönd í Latnesku Amer-
íku þar sem bilið milli fátækra og
ríkra er stærst. Hinn ríki fímmtung-
ur þjóðarinnar hefur yfir 57% af
tekjum landsins að ráða á meðan
hinn fátæki fimmti hluti fær aðeins
4% teknanna. Fjórðungur hinna 15
miilj. íbúa Chile lifír undir fátæktar-
mörkum. Þetta, ásamt öllum þeim
horfnu og myrtu, er hinn bitri veru-
leiki og aifur herstjórnar Augustos
Pinochets sem flestir Chilebúar í dag
lifa við. Þetta á sama tíma sem talað
er um Chile sem „Jagúar“ S-Amer-
íku, eða það land í S-Ameríku þar
sem „efnahagslegu framfarirnar“
eru hraðastar!
Pinochet er nú 83 ára og einn af
fáum fv. einræðisherrum í heiminum
sem hefur tekist að halda lífi og um-
fram allt tókst að haida völdum sín-
um að miklu leyti þrátt fyrir að hafa
þúsundir mannslífa á samviskunni.
Margir Chilebúar þorðu ekki að láta
sig dreyma um að það yrði hægt að
dæma Pinochet. Þegar hann var
handtekinn héldu flestir ró sinni á
yfirborðinu en innbyrðis var allt á tjá
Iog tundri þar til lávarðarnir í breska
þinginu kunngerðu fyrir áramót úr-
skurð sinn um að Pinochet nyti ekki
friðhelgi í Bretlandi og því væri
hægt að framselja hann og dæma.
Þá komu gleðitárin og vonin glædd-
ist á ný: Réttlætið vinnur kannski
þrátt fýrh' allt að lokum? Chilebú-
arnir á torginu í Málmey og þúsund-
ir annarra bíða því með öndina í
hálsinum eftir hver verður niður-
staðan nú þegar lávarðarnir kunn-
Igera úrskurð sinn. Verður Pinochet
framseldur til Spánar eða fær hann
að snúa aftur til Chile sem frjáls
maður?
Höfundur er fréttaritari Mbl. í
Chile, en búsett í Svíþjóð.
Rumskað við lok kjörtímabils
KOMIÐ er að lokum
kjörtímabils. Ríkis-
stjómin liggur undir
ámæli fyrir hömlu-
lausa stóriðjustefnu og
tillitsleysi við náttúru
landsins. Tveimur
mánuðum fyrir kosn-
ingar er allt í einu
dustað rykið af gömlu
plaggi sem nefnist
„framkvæmdaáætlun
ríkisstj órnarinnar
umhverfismálum".
því stendur meðal ann-
ars að gera skuli
„rammaáætlun til
langs tíma um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma
og skal henni lokið fyrir árið
2000(!) I henni verði sérstaklega
fjallað um vemdargildi einstakra
vatnasvæða og niðurstöður færðar
að skipulagi“.
Rétt 10 ár era liðin frá því AI-
þingi samþykkti að tillögu undirrit-
aðs ályktun um hliðstætt efni.
Þessi viljayfirlýsing Alþingis „um
verndun vatnsfalla og jarðhita-
svæða“ var svohljóðandi:
,JUþingi ályktar að fela í-íkis-
stjórninni að láta undirbúa á veg-
um Náttúruvemdan-áðs í samráði
við yfirvöld orkumála áætlun um
verndun vatnsfalla og jarðhita-
svæða, fossa og hvera. Drög að
slíkri áætlun verði lögð fyrir Al-
þingi til kynningar fyrir árslok
1990 og áætlunin fullbúin til stað-
festingar síðar.“
í greinargerð með tillögunni var
meðal annars vísað til reynslu
Norðmanna
„þar sem norska Stói'þingið hef-
ur friðlýst fjölmörg vatnsfóll, sum-
part um takmarkaðan tíma“.
Skilningsleysi
Alþýðuflokksráðherra
Á árunum 1992 og 1993 spurðist
ég tvívegis á Alþingi fyrir um af-
drif þessarar ályktunar. Þá var við
völd fyrri ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar og Alþýðuflokkurinn lagði
til umhverfísráðherrann, einn af
öðram. í svari Eiðs
Guðnasonar (518. mál
á 115. löggjafarþingi)
kemur fram að á ár-
inu 1990 hafi í sarn-
starfsnefnd Náttúru-
verndarráðs og orku-
yfirvalda verið ákveð-
ið að kanna virkjunar-
og verndarsjónannið
sitt í hvoru lagi og
bera saman líkt og
gert hefur verið í
Noregi. Vanda þurfi
vel til verksins sem
geti tekið nokkurn
tíma. Vísað er í svar-
inu til óska Náttúru-
vemdarráðs við ráðu-
neytið „að það geri ráðstafanir til
þess að fé verði varið til þessa
verkefnis á fjárlögum fyrir árið
1993 þannig að ljúka megi gerð
Stóriðjustefna
íslenskar orkulindir
eru takmarkaðar, segir
Hjörleifur Guttorms-
son, og verulegt magn
þarf til að fullnægja
þörfurn fyrir almennan
markað á næstu öld
og til framleiðslu
vistvænna orkugjafa
í stað innflutts jarð-
efnaeldsneytis.
áætlunar um verndun vatnsfalla
og jarðhitasvæða fyrir haustið
1993“.
Enn var spurst fyrir um málið
1993 (92. mál á 117. löggjafar-
þingi). I svari Össurar Skarphéð-
inssonar umhverfisráðheiTa við
fyrirspurn minni sagði m.a., að
heildaráætlun um verndun vatns-
falla og jarðhitasvæða sé á loka-
stigi og von á að „að áætlunin verði
afhend umhverfisráðherra um
miðjan nóvember 1993“.
Því miður reyndust þetta blekk-
ingar. Ut kom að vísu 25 blaðsíðna
greinargerð auk fylgiskjala á veg-
um Náttúruverndarráðs 1994 und-
ir heitinu „Vemdun vatnsfalla og
jarðhitasvæða, fossa og hvera“.
Þar var þó aðeins um að ræða
fyrstu drög og tillögur um rann-
sóknir en enga heildaráætlun um
verndun. í spamaðarskyni var
skýrsla þessi aðeins gefin út í mjög
takmörkuðu upplagi og aldrei send
alþingismönnum!
Umhverfísráðuneyti
úti í horni
Það kemur æ betur í ljós hvaða
skilning núverandi ríkisstjórn hefur
á hlutverki umhverfisráðuneytisins.
Þegar nú loks á að hefjast handa
um rammaáætlun til langs tíma um
vatnsafl og jarðvarma er iðnaðar-
ráðuneytinu falin forysta málsins.
Hér er nýting en ekki verndun í for-
granni, þótt reynt sé að gefa málinu
annað yfirbragð. í Noregi hefur
umhverfisráðuneytið haft forastu í
vinnu að flokkun vatnsfalla og um
verndaráætlanir allt frá árinu 1981
en vel skilgreind samvinna verið við
orkuyfirvöld. Hér er þessu snúið
við. Þó fer umhverfisráðuneytið hér
með skipulagsmál og ríkisstjómin
gerir ráð fyrir að niðurstöður
rammaáætlunarinnar, ef þær ein-
hvertíma lita dagsins ljós, verði
„færðar að skipulagi“.
Meðferð Framsóknarflokksins á
ráðuneyti umhverfismála hefur
verið samfelld sorgarsaga. Um-
hverfisráðherrann hefur verið nið-
urlægður í hverju stórmálinu á
fætur öðru, síðast að því er varðar
ákvörðunina um að undirrita ekki
Kyótó-bókunina. Þegar ráðherrann
nú er í raun kominn til annarra
verka er honum haldið sárnauðug-
um með húsbóndatitil yfir tveimur
ráðuneytum. Utanríkisráðherra og
formaður Framsóknar skipar þess-
um málum að vild sinni og er ljóst
hvor málaflokkurinn á upp á pall-
borðið nú um stundir, umhverfis-
mál eða stóriðja.
Prófsteinn á sáttatal
Forystumenn Framsóknar-
flokksins hafa undanfarið látið í það
skína að nú þurfí að leita sátta í
harðnandi deilum sem tengjast
stóriðjustefnu þeirra og náttúru-
vernd. Iðnaðarráðherra gefur í
skyn að rammaáætlunin um nýt-
ingu vatnsaflsins eigi að vera inn-
legg í slíka sáttagjörð. Stóriðja hef-
ur verið helsta flagg ríkisstjórnar-
innar í atvinnumálum. En ráðherr-
arnir ætla ekki að láta þar staðar
numið. Á dögunum samþykkti stór
meirihluti á Alþingi, stuðningslið
ríkisstjórnarinnar ásamt þing-
mönnum Samfylkingarinnar, nýjar
heimildir til raforkuöflunar fyrir
stóriðjuver. Um leið gerði ríkis-
stjórnin gi-ein fyrir enn stórfelldari
stóiðjuáformum á næsta áratug.
Alls er þarna um að ræða orkuöflun
til stóriðju sem svarar til um 10
teravattstundum, en á síðasta ári
voru framleiddar alls í landinu um
6,5 teravattstundir af raforku, þar
af 3,8 til stóriðju.
Ef ríkisstjómin vill í raun sýna
landsmönnum að einhver alvara
liggi að baki sáttatalinu að því er
varðar orkuöflun og náttúravernd,
þarf tvennt að koma til. I fyi'sta lagi
að öll áfomi um frekari stóriðju
verði lögð á hilluna uns mörkuð hef-
ur verið sjálfbær orkustefna og
gengið frá verndaráætlun fyrir
vatnsfóll og jarðhitasvæði. í öðra
lagi verði því lýst yfir að Kyótóbók-
unin verði lögð fyrir næsta Alþingi
til staðfestingar, en frestur til sér-
stakrar undirritunar bókunarinnar
rann út 15. mars síðastliðinn.
fslenskar orkulindir em tak-
markaðar og veralegt magn þarf til
að fullnægja þörfum fyrir almennan
markað á næstu öld og til fram-
leiðslu vistvænna orkugjafa í stað
innflutts jarðefnaeldsneytis. Frek-
ari ráðstöfun orku til hefðbundinnar
stóriðju hérlendis gengur þvert
gegn markmiðunum um umhverfis-
vemd og sjálfbæran orkubúskap.
Höfundur er alþingismaður.
Hjörleifur
Guttormsson
Er góðæri hjá öryrkjum?
SÍÐASTLIÐIÐ
haust óskuðu nokkrir
þingmenn stjórnar-
andstöðunnar eftir
skýrslu frá forsætis-
ráðherra um stöðu, að-
búnað og kjör öryrkja.
Sú skýrsla liggur nú
loksins fyrir og vekur
satt að segja nokkra
furðu. Samkvæmt
henni er örorkulífeyrir
75% öryrkja 52 þús-
und krónur mánaðar-
lega en nái örorka
hans ekki nema 50%
þá lætur ríkið af hendi
rakna af rausn sinni
hvorki meira né minna
en 16 þúsund krónur á mánuði.
Auk þess segir í skýrslunni að við-
búið sé að skattbyrði örorkulífeyr-
isþega hafi þyngst á undanförnum
5 árum vegna breytinga á skatt-
kerfi. Jafnframt er bent á að um-
talsverðar breytingar voru gerðar
á lögum um fjárhagsaðstoð og af
því tilefni tekjumörk sett svo lág
að margir lífeyrisþegar sem áður
áttu rétt á aðstoð misstu þann rétt.
Yiðmiðunarmörkin sem hafa verið
óbreytt síðan í apríl 1995 eru nú
53.596 krónur, þannig að öryrki
sem hefur hærri tekjur en þeirri
upphæð nemur missir rétt sinn til
frekari fjárhagsaðstoðar.
Samt sem áður komast skýrslu-
höfundar að þeiri'i niðurstöðu með
reikningsbrellum að hagur öryrkja
hafi farið batnandi undanfarin ár.
Það er því ljótur skaði að á blað-
síðu 8 í umræddri endemisskýrslu,
taka höfundar fram að
neyslukannanir gefi
ekki marktæka niður-
stöðu um neyslu ör-
yrkja. Það hefði vissu-
lega verið fengur að
því, nú í góðærinu, að
fræðast um hver sé
neysla fólks sem hefur
52 þúsund krónur í
mánaðarlegan lífeyri.
Raunai' er þó ofætlað
að tala um 52 þúsund
krónur því sú upphæð
er einungis meðaltal.
74% þeirra tæplega
8000 öiyrkja sem í
landinu eru hafa sér
til framfærslu aðeins
45 þúsund krónur mánaðarlega.
En 5% hópsins fá svo kölluð „full
laun“ sem nema heilum 66 þúsund
krónum á mánuði. Þegar þessar
tölur era hafðar í huga skyldi eng-
an undra þótt íbúðareigendum í
hópi öryrkja hafi fækkað á undan-
förnum áram, bíleigendum hafi
fækkað en öryi-kjum sem leita
neyðaraðstoðar hjá Hjálpai-stofn-
un kirkjunnar hafi fjölgað gífur-
lega. Hér er um að ræða þjóðfé-
lagshóp sem við höfum dæmt til
þess að ofan á þá vanlíðan sem
leiðir af fötlun þeirra skuli þeir
búa, jafnvel ævilangt, við það
ástand að verða að neita sér um
flest það sem aðrir telja til nauð-
synja; geta ekki veitt börnum sín-
um að taka þátt í íþrótta- eða fé-
lagsstarfi með jafnöldrum sínum;
hafa hvorki ráð á félagslífí né
ferðalögum. Geta hvorki keypt sér
Lífeyrisþegar
Þetta eru svo hógværar
kröfur, segir Sigríður
Jóhannesdóttir, að
stjórnvöld ættu að
sjá sóma sinn í að
verða við þeim.
fatnað né gefið ættingjum afmæl-
isgjafír.
Dettur nokkrum raunverulega í
hug að fólki sem við slíkar aðstæð-
ur býr sé hjálp í skýrslu sem leiðir
að því líkur að ástandið hafi ein-
hvern tíma verið verra? Harpa
Njáls félagsfræðingur hefur á það
bent í merkilegri skýrslu að þeir
þjóðfélagshópar sem þurftu á fá-
tækraframfærslu að halda í byrj-
un aldarinnar voru nánast þeir
sömu og enn heita á hurðir hjálp-
arstofnana. Þar era öryi'kjar áber-
andi sem fyrr. Öll þau góðæri sem
okkur hafa hlotnast á þessum tíma
virðast með einhverjum hætti hafa
sneitt hjá garði þeirra sem eru
dæmdir til að búa við fötlun og ör-
orku. En þeir hafa hins vegar
fengið að kenna á samdráttartím-
um, jafnvel öðrum fremur. Þá
heitir það, minnir mig, að allir
verði að axla byrðar á erfiðum
tímum.
Það er ekki ofmælt að hjá bóta-
þegum ríki neyðarástand. Ur því
verður ekki bætt með kjánalegum
prósentureikningi sem á að sanna
að kjör fólks sem við þesskonar að-
stæður býr hafi batnað meira en
einhverra annarra. Kjaranefnd
Sjálfsbjargar hefur gert tillögur
um að slá helstu bótaflokkum sam-
an í einn grannflokk sem yrði met-
inn á 82 þúsund krónur og jafn-
framt að frítekjumark yrði 50 þús-
und krónur á mánuði.
Þetta era svo hógværar kröfur
að stjórnvöld ættu að sjá sóma
sinn í að verða við þeim. Sé það
ekki hægt, þrátt fyrir góðærið,
ætti ríkisstjórnin að taka upp hug-
mynd Davíðs og fara að vinna á
Veðurstofunni. Það hefur verið
leiðindatíð hvort eð er.
Höfundur er alþingismaður.
Sigríður
Jóhannesdóttir