Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ _____________UMRÆÐAN Mannauður er mikilvægasta auðlindin STJÓRNENDUR fyrirtækja og stofn- ana eru almennt fam- ir að gera sér betur grein fyrir því að mannauðurinn er mik- ilvægasta auðlindin og eitt helsta samkeppn- isvopnið í hinu sí- breytilega umhverfi sem við búum í. Nauð- synlegt er að huga vel að starfsmannamálum því mannauðurinn ávaxtast ekki í dag- legri vinnu starfs- manna nema honum sé sinnt. Ein mikilvægasta spurningin sem stjórnendur standa frammi fyrir er hvernig nýta megi mannauð fyrirtækisins enn betur. Með öðram orðum hvaða þættir það era sem stuðla að jákvæðum hugsunarhætti starfsfólks og bæta um leið afkastagetu þess. Anægðir starfsmenn era fúsir til þess að leggja hart að sér í þágu fyrirtæk- isins og skapa gott andrúmsloft í kringum sig. Eigi fyrirtæki að geta lifað á tímum upplýsinga og hraða þurfa þau að nýta sér þá orku sem starfs- menn þeirra búa yfir og til að virkja hana þarf að gefa starfs- mönnum aukin völd og aukið frelsi, frelsi til athafna. Með því að veita starfsmönnum umboð til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í starfi, sem geta leitt til hagræðingar hjá fyrir- tækinu eða bættrar þjónustu, næst betri stjóraun. Ef vel tekst til stendur fyrirtækið sterkara eftir og er með ánægðari starfsmenn. Mælingar á starfsánægju Pað hefur færst í vöxt á síðustu árum að fyrirtæki hér á landi láti Jóhanna Kristin Gustavsdóttir Starfsánægja Fyrirtæki þurfa að huga vel að fjölskyldu- stefnu sinni, segja þær Ingunn Björk Vil- hjálmsdóttir og Jó- hanna Kristín Gustavs- dóttir, til að verða sam- keppnishæf á 21. öld. framkvæma svokallaða vinnu- staðagreiningu sem felst meðal annars í því að kanna starfsá- nægju innan fyrirtækja. Stjórn- endur þurfa að gera sér grein fyr- ir því að ekki er hægt að yfirfæra allar stjórnunarkenningar á öll fyrirtæki heldur þarf að aðlaga þær hverju fyrirtæki fyrir sig. Því er nauðsynlegt að fyrirtæki geri reglulegar kannanir/mælingar á Ingunn Björk Vilhjálnisdóttir viðhorfum starfsmanna sinna til fyrirtækisins til þess að athuga hvort eitthvað sé að og hvað megi gera betur. Mælingar á starfsá- nægju geta gefið stjórnendum upplýsingar um vandamál sem eru til staðar. Þær eru gott tæki til þess að meta gagnsemi breyt- inga og gefa möguleika á bættum samskiptum/boðmiðlun við starfs- menn og geta vísað til orsaka fjar- vista og mannaskipta. Hvað hefur áhrif á starfsánægju? Starfsánægja er ekki einfalt hugtak því það era margir þættir sem hafa áhrif á hana. þessum þáttum má skipta í hlutlæga og huglæga þætti. Hlutlægir þættir era t.d. aldur, kyn, menntun, stéttastaða og hjú- skaparstaða svo eitthvað sé nefnt. Þessar breytur geta þó aðeins haft óbein áhrif á starfsánægju, t.d. í gegnum áhrif sín á starfstengdar breytur, eins og samskipti á vinnu- stað, vinnuaðstöðu og starfsum- hveifi. Huglægir þættir era vinnu- aðstaða, samstarfsmenn, starfsvið- horf, fyrirtækjatryggð, frammi- staða, afköst, andlega krefjandi störf, lífsánægja, mikilvægi starfs, réttlát umbun. Starfsmenn kjósa störf sem gefa þeim tækifæri til að nota þekkingu sína og getu. Jafnframt vilja þeir störf sem bjóða upp á íjölbreyti- leika, frelsi og að þeir séu látnir vita um frammistöðu sína. Lykillinn að því að tengja laun og starfsánægju felst ekki í launa- upphæðinni heldur er þetta spurn- ingin um það að einstaklingurinn skynji réttlæti. A sama hátt sækj- ast starfsmenn eftir sanngjörnu stöðuhækkunarkerfi. Stöðuhækk- un skapai- tækifæri fyrir persónu- legan þroska, meiri ábyrgð og aukna félagslega virðingu. Fyrir flesta starfsmenn uppfyllir vinnan einnig félagslegar þarfir. Þess vegna skiptir máli að hafa vin- gjarnlega og uppörvandi sam- starfsmenn því þá eykst starfsá- nægjan. Hegðun yfirmanns getur haft mikilvæg áhrif á ánægju. Rannsóknir hafa sýnt fram á að starfsánægja eykst þegar yfirmað- ur er skilningsríkur og vinalegur, umbunar fyrir góða frammistöðu, hlustar á skoðanir starfsmanna og synir persónulegan áhuga á þeim. Rannsóknir hafa staðfest það að milliliðalaus samskipti starfsmanna við yfirmenn hafi jákvæð áhrif á starfsánægju og starfsafköst. Starfsmenn eru líklegri til að verða ánægðari í starfi, hollari fyrirtæki sínu og sýna betri frammistöðu í starfi ef fyrirtækið hefur skilning á að jafnvægi sé milli vinnu og einkalífs. Jafnframt krefjast þeir aukins sjálfstæðis í starfi, tilgangs með starfi sínu og að fyrirtækið bjóði upp á endur- menntun, starfsþróun, stuðning frá yfirmönnum og sveigjanlegan vinnutíma. Þegar starfsmenn finna fyrir því að þeir séu að brenna út sökum álags og hafa ekki lengur orku fyrir fjölskyld- una fer álagið að hafa áhrif inn í fyrirtækið sem birtist í lakari frammistöðu starfsmanna. Sam- kvæmt nýjustu rannóknum telja um 80% starfsmanna 100 bestu fyrirtækja Bandaríkjanna jafn- vægi milli vinnu og einkalífs mikil- vægasta þáttinn varðandi vinnu sína. Fyrirtæki þurfa því að huga vel að fjölskyldustefnu sinni til að verða samkeppnishæf á 21. öld- inni. Starfsmenn era farnir að vera kröfuharðari um að jafnvægi sé á milli vinnu og fjölskyldulífs. Stjórnendur hafa mikil áhrif á starfsmenn sína, bæði með hugs- unarhætti og atferli. Það skiptir miklu máli að hafa stjórnendur ánægða því þeir geta haft jákvæð áhrif á starfsmenn. Atferli stjórn- enda er því mikilvægur þáttur varðandi starfsánægju. Hvernig má efla starfsánægju? Ef fyrirtæki ætlar að ná því besta út úr starfsmönnum sínum og auka starfsánægjuna þá krefst það aukinnar liðsvinnu og sam- vinnu og auk þess þurfa starfs- menn að fá að taka meiri þátt í ákvörðunum og valddreifingu inn- an fyrirtækisins. Með þessu batnar frammistaða fyrirtækisins. Stjórnendur sem hafa mannafor- ráð bera ábyrgð á að hvetja og halda uppi góðum starfsanda. Því er nauðsynlegt að mæla og meta hvaða þættir hafa hvetjandi áhrif á starfsmenn. Stjórnendur geta farið margar leiðir við að auka s.tarfsá- nægju. Upplýsingaflæði þarf að vera virkt á milli stjórnenda og starfsmanna og samskipti virk og opinská. Starfsmannasamtöl, reglulegir starfsmannafundir og starfslýsingar era leiðir sem geta bætt samskiptin. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að starfsmenn vilja aukna ábyrgð og taka meiri þátt í ákvörðunum innan fyrirtækisins. Fræðsla og starfsþróun þarf að vera virk innan fyrirtækisins, auk reglulegra mælinga á starfsá- nægju. Þessar leiðir geta gefíð stjórnendum yfirsýn yfir stöðu mála og era góð aðferð til að bæta vandann sem er til staðar. Ef fyiirtæki leggur áherslu á gott andrámsloft á vinnustað, starfsánægju og valddreifingu þá hefur það gott veganesti inn í 21. öldina. I komandi framtíð munu starfs- menn gera meiri kröfur en áður var til stjórnenda og til samstarfs- manna. Það verður eitt af megin- hlutverkum stjórnenda í næstu framtíð að beita rétt þessum að- ferðum og kenningum sem við höf- um fjallað um til hagsbóta fyrir bæði starfsmenn og fyrirtæki. Engin ein auðveld lausn er á þessu máli önnur en sú að bjóða upp á öfluga fræðslu og endurmenntun starfsmanna. Höfundar hafa lokið BA i félags- og atvinnufélagsfræði frá Haskóla íslands. Pólyól, alkóhól og glykól NÝLEGA hefur verið rætt um alkóhól- og pólyólframleiðslu til uppbyggingar atvinnulífs hérlend- is. Alkóhólverksmiðja var til um- ræðu fyrir um ári, en að undan- fómu er mest rætt um pólyólverk- smiðju. Við nánari umfjöllum hefur komið í ljós að pólyólin sem um ræðir eru ekki þau efni sem al- gengast er að tala um sem pólyól. Pólyólverksmiðjan á að framleiða glýkól og glýseról, sem venjulega era þekkt sem slík. Pólyól era yfir- leitt mun stærri efnasambönd með fleiri kolefnisatóm og fleiri hydroxíðhópa (OH) eða tengingar. Eiginleg pólyól era annars vegar sykurefni, kölluð sínum nöfnum, og hins vegar hráefni til plastiðnaðar, einkum pólyúretan framleiðslu. Pólyúretan er vel þekkt sem ein- angran og svampur. Pólyól gefur því til kynna hráefni í plastiðnað, en hér á að vinna frostlög og skyld efni. Vegna mismunandi nafngifta er ástæða til fjalla aðeins um lífræn hydroxíðsambönd sem era meðal "slim-line" dömubuxur frá gardeur Oðumo tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 algengustu lífrænna efnasambanda í öllum iðnaði. 011 geta þau kallast alkóhól. Þau helstu era einfóld alkó- hól, glykól, glýseról, og svo polýól. Hvað eiga efnin sameiginlegt? Öll þessi efnasam- bönd eru lífræn og innihalda kolefni (C) og vetni (H). Þau era öll brennanleg en mis- eldfim. Öll hafa kolefni tengt við hydroxíðhóp (OH), sem er súrefni (O) tengt við vetni (H). Alkóhól er notað sem yfirheiti yfir öll efnin, en í daglegri umræðu eru alkóhól efni, sem innihalda einn OH-hóp, glykól era með tvo, glýseról er með þrjá, eru sem sé tríól. Einsykrar innihalda fimm til sjö OH-hópa. Pólyól era efnasam- bönd sem innihalda fleiri OH-hópa. A íslensku er í stað póly sem forlið- ar notað forliðirnir marg- og fjöl-. Innan hvers flokks hafa efnin mis- munandi heiti og eiginleika eftir því hve mörg kolefnisatóm þau hafa og hvernig þau era uppbyggð. Pólyól eru skilgreind sem efni með mikinn fjölda OH-hópa eða era búin til úr miklum fjölda OH- hópa með súrefnistengingu (-0-) milli eininga og tvö eða fleiri OH sem endahóp. Þetta er heppilegri orðanotkun, þó að orðsifjafræði- lega megi segja að innihaldi efni fleiri en einn hydroxíðhóp sé það pólyól. Sykrur má einnig kalla pólyól, en betra er að tala um sykr- ur. Ekkert þessara efna er plast- efni í sjálfu sér, en mörg gætu nýst sem hráefni í ýmis plastefni. En lítum að- eins nánar á helstu efnin. Hver eru efnin? ALKÓHÓL. Ein- földustu dæmin era metanól, etanól og propranól. Metanól er þekkt sem tréspíri, mikið notað í iðnaði og sem leysiefni og er mjög eitrað. Það er eldfimt og drauma- eldsneyti margra, enda má framleiða það úr endumýjanlegu hráefni og nota á efn- arafala. Etanól er þekkt sem spíri, vín- andi eða bara alkóhól. Það er eina alkóhólið sem hæft er til drykkjar. Það er mikið notað sem leysiefni, Efnaiðnaður Ef vel tekst til, segir Þór Tómasson, eru all- ar líkur á að hægt verði að byggja upp lífrænan efnaiðnað sem mun skjóta frekari stoðum undir efnahagslífíð. hráefni í ýmsan iðnað og er víða notað sem eldsneyti. Það má m.a. vinna úr komi, kartöflum og lúpínu. Própanól er velþekkt lífrænt leysi- efni, notað í ráðuúða og mikið notað í iðnaði eins og þyngri alkóhólin. GLYKÓL. Etýlen glýkól er í frostlegi og er mjög eitrað við inn- töku. Það er mikið notað hráefni í ýmsan efnaiðnað. Propylen glykól er þekkt sem frostvari, leysiefni og þeytuefni. Hættulítið og mikið not- að í iðnaði eins og önnur þyngri glýkól. GLYSEROL er líka þekkt sem glýserín. Hættulítið og er mikið notað í efna- og matvælaiðnaði. Glýseról má líka nota í lífrænt elds- neyti, en þá er búið til lífræn dísel- olía úr því og jurtaolíu. SYKRUR. Þetta er hópur efna, sem við flest höfum á borðum í ein- hverju formi daglega. Einsykrur era efni sem innihalda fimm eða sex kolefnisatóm (C) og OH-hóp sem hangir við hvert. Einsykrar geta tengst saman í tvísykrar með súrefnistengingu og þá losnar vatn frá (H og OH, þ.e. H20). Ýmis kon- ar fjölsykrur geta myndast, þegar einsykrur bindast saman í langar keðjur. Margar sykrar eru undir- stöðuefni í ýmsum matvælum (sýróp, sterkja), en aðrar era óæt- ar. Akveðin form sykra flokkast eðlilega sem lítil pólyól, þar á með- al sorbitól og xylitól. PÓLYÓL era oft þykkfljótandi vökvar sem mest eru notaðir til framleiðslu á plastefnum, nánar til- tekið pólyúretani. Þannig pólyól innihalda fjölda kolvetnishópa, oft tengdir saman með súrefnisatómi og hafa tvo eða fleiri OH-hópa. Sem dæmi má nefna póly-propý- len-glýkól. Pólyól má líka framleiða úr sykri eða fjölómettuðum olíum, t.d. lýsi. Fjöldi kolvetnishópa, súr- efnistenginga og hydroxíð-hópa er breytilegur eftir hráefni og til hvaða nota pólyólið er ætlað, hvort á að verða úr því mjúkur svampur eða hart frauð. Flest efnin sem Þór Tómasson nefnd era hér að framan geta verið hráefni í einhvers konar pólyól. Framleiðsla hérlendis Nú er einkum til umræðu svokölluð pólyólverksmiðja, sem réttara er að kalla glýkólverk- smiðju, þar sem hún á að framleiða frostvara og skyld efni. I fyrra var rætt um alkóhólverksmiðju sem átti að framleiða ýmiss konar iðn- aðaralkóhól. Fyrir allmörgum ár- um vora til skoðunar venjuleg syk- urverksmiðja, pólyólverksmiðja, sem framleiða átti pólyól í pólyúretan, og framleiðsla á sér- stökum sykrum. Þá era uppi hug- myndir um að framleiða metanól úr vetni og kolmónoxíði eða koldí- oxíði, t.d. úr útblæstri stóriðjuvera eða jarðhitaorkuvera. Loks hafa verið kynntar hugmyndir um að framleiða etanól úr lífmassa svo sem lúpínu. Flestar þessar hug- myndir byggjast á notkun mikillar varmaorku við vinnsluna. Kosturinn við alla þessa fram- leiðslu er að efnin sem á að fram- leiða era flest vistvæn að því leyti að þau eru lífræn og brotna auð- veldlega niður í náttúrunni. Það verður að vona að framleiðsluferlin verði jafn vistvæn og ekki fylgi með hjálpar- og/eða aukaefni sem hættuleg era umhverfinu. Nauð- synlegt er að nýtnin í framleiðsl- unni verði góð og að úrgangur frá verksmiðjunum verði lítill og valdi ekki mengun. Verði úrgangurinn mikill og e.t.v. með hættulegum aukaefnum úr hráefninu er verr af stað farið en heima setið. Ef vel tekst til era allar líkur á að hægt verði að byggja upp líf- rænan efnaiðnað sem mun skjóta frekari stoðum undir efnahagslífið og skapa verðmæt störf án þess að valda álagi á umhverfið. Höfundur er efnaverkfræðingur hjá Hollustuvernd rfkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.