Morgunblaðið - 24.03.1999, Síða 50
4*
50 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HILDIG UNNUR
ENGILBERTSDÓTTIR
+ Hildigunnur
Engilbertsdóttir
fæddist í Súðavík
10. janúar 1939.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
15. mars siðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Akranes-
kirkju 23. mars.
Hver dagur skiptir sköpum
böls og gleði
því skilur enginn dauðans
miklu völd
en þar sem áður yndi dags-
ins réði
er autt og tómt við harmsins rökkurtjöld.
(Sveinbjörn Beinteinsson.)
Með harm í hjarta kveð ég vin-
konu mína sem lést langt fyrir ald-
ur fram. Hún, sem virtist hreystin
uppmáluð og engan gat grunað að
óvinurinn lægi í leyni og ynni sitt
verk svo hratt.
Ég átti því láni að fagna að vinna
með Vaddý í nokkur ár og þægi-
legri manneskju í umgengni var
vart hægt að hugsa sér. 011 störf
vann hún með svo miklum þokka
að unun var á að horfa. Pað var
einhver hljóðlát mýkt yfir öllu
hennar fasi.
Oft var glatt á hjalla hjá okkur
Reinarkonum, bæði í starfi og utan
þess, og þar átti Vaddý stóran þátt.
Hún gat hlegið af svo mikilli innlif-
un að það hlaut að smita út frá sér
og oft var hún hrókur alls fagnað-
ar, ekki síst þegar hún greip gítar-
inn í hönd og allir sungu af hjart-
ans lyst.
Vaddý var þeim einstæða hæfi-
yj leika búin að geta laðað að sér fólk
á öllum aldri og mikið gat hún ver-
ið hlýleg við eldra fólk. Eitt sinn
spurði ég ungan vin minn sem var
þá nýlega byrjaður í leikskóla
hvort honum fyndist ekki gaman
þar. „Jú-hú,“ sagði sá stutti með
stjörnur í bláu augunum sínum,
„hún Vaddý er svo góð,“ og ein-
lægnin leyndi sér ekki. Pannig var
hún notaleg og hlý, alla gat hún
umvafið með nærveru sinni einni
saman.
Ég veit með vissu að margir
sakna vinar í stað, ekki síst hennar
stóra fjölskylda sem hún .umvafði
ást og umhyggju.
Við Gulli vottum Asa, bömunum,
barnabömunum og öðmm ættingj-
um dýpstu hluttekningu okkar í
þeirra miklu sorg.
Ásdís Magnúsdóttir.
Hann er stór hópurinn, utan ætt-
ingja og venslafólks, sem saknar
sárt við fráfall Hildigunnar Éngil-
bertsdóttur eða Vaddýjar eins og
hún var jafnan kölluð. Ég er ein
þeitTa sem áttu þvi láni að fagna að
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 585 5892
Persónuleg,
alhliöa útfararþjónusta.
Áratöng reynsla.
Sverrir Otsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Útfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
kynnast þessari vel
gerðu og hæfileika-
ríku konu. Við störf-
uðum saman í árarað-
ir í Lionessuklúbbi
Akraness og einnig
um skeið í kvenna-
kórnum Ym hér á
Akranesi. Margar
dýrmætar minningar
á ég um samstarf okk-
ar og vináttu, einkum
í Lionessuklúbbnum.
Vaddý var ávallt
reiðubúin, hvenær
sem á þurfti að halda,
hvort heldur var í
starfi eða leik og taldi aldrei neitt
eftir sér. Hún átti oft fmmkvæði að
því að vinna félagi sínu til heilla
bæði í kvennakórnum og Lino-
nessuklúbbnum.
Vaddý hafði þann hæfileika að
laða fólk að sér og ekki síst börn
því hún starfaði um árabil á leik-
skólum hér í bæ. Glaðværð var
henni í blóð borin. Einnig hafði hún
ríka tónlistarhæfileika, sem kom
meðal annars fram í því að hún
spilaði á gítar og söng óaðfmnan-
lega, þó að hún hefði aldrei lært til
þess. Þessara hæfileika hennar
nutu bæði við félagar hennar og
vinir og ekki síst börnin í leikskól-
unum þar sm hún starfaði.
Vaddý mín. Nú þegar þú ert öll
eftir stutta en erfiða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm vil ég þakka þér all-
ar skemmtilegu og góðu samveru-
stundirnar sem við áttum saman í
leik og starfi. Þú varst ávallt gef-
andinn í öllu sem þú tókst þér fyrir
hendur og því er þín svo sárt sakn-
að af öllum sem kynntust þér á lífs-
leiðinni. Sárastur er þó söknuður
ástvina þinna. Ásgeirs eiginmanns
þíns, barna þinna, tengdabarna,
ömmubarnanna og Sólrúnar systur
þinnar, sem var þér svo náin.
Ég bið algóðan Guð að blessa
þau öll og veita þeim huggun í
þungbærum harmi.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Nína Sigurðardóttir.
Það er oft stutt á milli hláturs og
gráts. I janúar sl. hittist leikfimi-
hópurinn okkar í tilefni 60 ára af-
mælis Vaddýjar og í dag erum við
samankomnar til að minnast henn-
ar.
Fyrir tíu árum byrjuðum við í
leikfimi. Þar hristist saman hópur
sem hefur haldið sambandi síðan.
Hópurinn hefur breiðan aldur og
var Vaddý aldursforsetinn. Þótt
hún væri nokkru eldri en við hinar
fundum við ekki fyrir því. Vaddý
var til í flest það sem okkur datt í
hug. Við föndruðum fyrir páska og
jól, saumuðum heilu leikfimigallana
handa okkur, hittumst fyrir stóraf-
mæli, þar sem alltaf þarf að halda
fundi. Þar eru uppákomur skipu-
lagðar og vísur samdar um viðkom-
andi afmælisbarn. Það var alltaf
gaman hjá okkur þegar við hitt-
umst. Okkur þótti mjög gott að
UTFARARSTOFA |
OSWALDS
sfMi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
\ÐALSI'R/i:n 4B* 101 RLvVKJAVÍK
LÍKKISTUVINNUSTOFA
EWINDAR ÁRNASONAR
hafa Vaddý með okkur, því við gát-
um verið vissar um að þegar henni
fannst nóg um fíflaganginn í okkur
þá bremsaði hún okkur af og sá til
þess að aldrei yrði gengið of langt.
Síðast þegar við hittumst var það
til að undirbúa afmæli Vaddýar
sem var í janúar sl. Yfir undirbún-
ingnum hvílir mikil leynd og má
viðkomandi helst ekki vita af hon-
um. Fyrir afmæli Vaddýjar komum
við saman hjá einni úr hópnum og
vorum að sjóða saman vísur um
Vaddý þegar hún gekk framhjá
stofuglugganum og hefur sjálfsagt
vitað hvað var í gangi. Hún var
samt mjög hissa þegar við birtumst
í afmælinu hennar íklæddar risa-
bleium, með snuð og slaufur í hár-
inu og sungum fyrir hana úti á palli.
Fjölskyldu Vaddýjar sendum við
innilegar samúðarkveðjur og kveðj-
um hana með niðurlagi vísu sem við
fluttum í afmæli hennar.
Vaddý okkar, Vaddý okkar,
Vaddý, þú ert okkur öllum kær.
Anna, Guðlaug, Guðrún A.,
Guðrún f., Lára, Soffía,
Sigríður, Svandís og Valey.
Ljósið sækir á, myrkrið hörfar.
Daginn er farið að lengja. Þetta var
sú sýn er við lionsfélagar í nálægð
höfðum á baráttu Vaddýar við hinn
mikla vágest sem krabbameinið er.
Hún ljómaði og var full bjartsýni
er ég hitti hana um miðjan janúar.
Vágesturinn hafði hörfað, hún
kenndi sér ekki meins. En það
dimmdi aftur, hann kom tvíefldur
til baka og eirði engu. Vaddý er lát-
in. Þó að maður viti að dauðinn geti
verið skammt undan, þá fyllist
maður bjartsýni við góðu fréttirnar
og höggið verður því enn meira er
hinar slæmu koma.
Hildigunnur eins og hún Vaddý
hét fullu nafni var einn af stofnfé-
lögum í Lionsklúbbnum Eðnu hér á
Akranesi. Áður hafði hún verið í
Lionessuklúbbi Akraness sem var
forveri Eðnuklúbbsins. Við félag-
arnir í Lionsklúbbnum erum sem
ein fjölskylda. Fjölskylda sem
fylgdist með baráttu hennar og
gladdist yfir góðu fréttunum. Nú
þegar höggvið hefur verið skarð í
lionsfjölskylduna, kær félagi er lát-
inn, reikar hugurinn til baka.
I hverri fjölskyldu hefur hver sitt
sérstaka verkefni. Verkefni Vaddý-
ar var að skapa léttleikann, það
gerði hún með gítarnum og söngn-
um. Af vörum hennar bárust oft
hnyttin tilsvör og sögur. Þá var oft
hlegið dátt, húmorinn vantaði ekki
hjá henni. Vaddý var félagslynd,
lionsklúbburinn var ekki eini fé-
lagsskapurinn sem naut krafta
hennar. Hennar er saknað víða.
Við félagar í Lionsklúbbnum
Eðnu þökkum fyrir þau ár sem við
nutum krafta og félagsskapar
Vaddýar. Með von um að léttleiki
hennar svífi yfír fundum og sam-
komum okkar í framtíðinni.
I lífi sínu átti Vaddý sér tryggan
lífsfórunaut. Ási, missir þinn og
fjölskyldu þinnar er mildll. Við
Eðnukonur vottum þér, Ási minn,
börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og öðrum ættingjum okkar
dýpstu samúð um leið og við biðjum
guð að veita ykkur þrek og styrk í
sorg ykkar.
Blessuð sé minning Hildigunnar
Engilbertsdóttur.
F.h. Lionsklúbbsins Eðnu,
Rósa Pétursdóttir.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
mblómaverkstæði I
INNAtel
Skólavörðustíg 12,
á horni Bcrgstaðastrætis,
sími 551 9090.
GÚSTA INGIBJÖRG
SIGURÐARDÓTTIR
+ Dr. Gústa Ingi-
björg Sigurðar-
dóttir prófessor
fæddist í Reykjavik
10. janúar 1934.
Hún lést á sjúkra-
húsi í Montpellier
19. febrúar stðast-
liðinn og fór útför
hennar fram í Mont-
pellier 22. febrúar.
Ég kom inn í fjöl-
skyldu Gústu þegar
ég giftist móðurbróð-
ur hennar, Erlingi
Þorkelssyni, árið
1936. Hún var aðeins 11 mánaða
er ég kynntist henni fyrst, falleg,
ljúf og rólynd. Þessar tvær fjöl-
skyldur bjuggu í sama húsi að
Tjarnargötu 43 í 24 ár, svo ég
hafði gott tækifæri til að kynnast
og fylgjast með uppvaxtarárum
hennar.
Snemma kom í ljós að Gústa var
óvenju greind og gekk vel að læra.
Hún var ári á undan sínum jafn-
öldram í skóla. Hún fór fyrst í
Austurbæjarskólann þar sem faðir
hennar kenndi alla sína starfsævi
og móðir hennar einnig, eftir að
bömin komust á legg. Síðan lá
leiðin í menntaskólann þar sem
hún var jafnan dúx. Hún var tvo
vetur hér heima í háskólanum við
nám í ensku og frönsku, og lauk
B.A. prófi þar, áður en hún fór til
framhaldsnáms í Frakklandi, al-
farin.
Gústa var alla tíð mjög sam-
viskusöm, bæði við nám og í starfi,
enda hvött af foreldram sínum
sem umvöfðu hana ást og kær-
leika og hvöttu hana á allan hátt.
Hún lét alltaf námið ganga fyrir
öllu öðra og tók fremur lítinn þátt
í glaumi og gleði á námsáranum,
enda bar það árangur síðar.
Á heimilinu bjó móðuramma og
nafna hennar, Ingibjörg. Það var
alla tíð mikill kærleik-
ur þeirra í milli. Gústa
var prinsessan í hús-
inu, ólst upp með sex
strákum, tveimur
bræðrum sínum og
fjóram sonum okkar.
Hún var elst barn-
anna svo það kom í
hennar hlut að stjórna
þessu liði sem var há-
vaðasamt og fyrii'-
ferðamikið eins og
gefur að skilja.
Rétt liðlega tvítug
fór Gústa til fram-
haldsnáms í Frakk-
landi en kom heim á sumrin fyrstu
árin. Eftir að hún varð fastráðin
kennari við háskólann í Montpelli-
er sem prófessor í germönskum
fræðum, urðu heimkomur hennar
færri og strjálli. Foreldrar hennar
fóra hins vegar oft til hennar á
sumrin og bjuggu þá í sumarhúsi
hennar rétt fyrir utan Montpellier.
Gústa giftist aldrei. Áhugamál
hennar voru menntun, fræðsla og
ferðalög. Á meðan hún hafði heilsu
til, ferðaðist hún mikið um allan
heim og var það oftar en ekki
tengt starfi hennar.
Síðustu árin hafði Gústa rýmri
tíma og kom nokkram sinnum
heim til fjölskyldu og vina. Oft
hringdi hún líka fi'á Frakklandi og
vildi fylgjast með hvernig gengi
hjá frændfólkinu í námi og starfi.
En hún var líka oft lasin þessi síð-
ustu ár og var frá starfi tvö síðustu
árin vegna veikinda. Hún komst á
eftirlaun alveg um það leyti sem
hún dó.
Fyrir mína hönd og sona minna
vil ég þakka Gústu fyrir öll þau ár
sem við vorum saman í Tjamar-
götu 43. Einnig þakka ég öll sím-
tölin á seinni áram, allt var þetta
gefandi og geymist í huga mér.
Blessuð sé minning hennar.
Kristín Kristvarðsdóttir.
GUÐRÚN
FRIÐFINNSDÓTTIR
+ Guðrún Frið-
finnsdóttir
fæddist á Galtastöð-
um í Gaulverjabæj-
arhreppi 30. apríl
1903. Hún lést á
Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 17.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guðrún
Jóhannesdóttir, f.
11. júlí 1867, d. 8.
janúar 1936, og
Friðfinnur Þorláks-
son, f. 22. nóv. 1861,
d. 2. aprfl 1908.
Systkini Guðrúnar voru Krist-
inn, Pálína, María og Guðbjörg
sem öll eru látin.
Guðrún giftist í maí 1945 Guð-
mundi Jónssyni frá Ausu í
Andakflshreppi, f. 17. mars
1888, d. 27. sept. 1977. Foreldr-
Amma mín, Guðrún Friðfinns-
dóttir, er látin í hárri elli, hennar
er sárt saknað, en hvíldin hefur
jafnframt verið henni kærkomin,
þar sem fátt var eftir sem veitt gat
henni ánægju.
Amma fæddist í upphafi aldar-
innar, býr fyrst í sveit og síðan í
borg, og deyr í aldarlok. Kynslóð
ömmu minnai' kynntist vinnuhörku
á unga aldri. Sveitastörfm era erfið
þegar engar vélar era tiltækar.
Þegar amma sest að í höfuðstaðn-
um vinnur hún aðallega í fiski.
Amma tók til höndum þegar átti að
vinna verk og af þeim sökum var
hún eftirsóttur vinnukraftur.
Amma var sérstaklega vel gerð
kona, nægjusöm, æðralaus, dugleg,
ar hans voru Jón
bóndi Eggertsson
og kona hans, Þor-
björg Kláusdóttir.
Fósturdóttir Guð-
rúnar er Guðrún
Guðlaugsdóttir.
Hún er gift Magnúsi
Vilhjálmssyni, dótt-
ir þeirra er Guð-
björg Magnúsdóttir.
Guðrún vann aðal-
lega við fiskvinnslu
þar til hún giftist.
Guðrún og Guð-
mundur bjuggu á
Blómvallagötu 7 og
eftir að Guðmundur lést bjó hún
þar ein þar til hún fluttist á Elli-
og hjúkrunarheimilið Grund 88
áragömul.
Utför Guðrúnar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
gestrisin og mikil hannyrðakona.
Oteljandi era þeir munir sem hún
hefur unnið um ævina. Henni féll
aldrei verk úr hendi fyrr en á tí-
ræðisaldri, þegar heilsan fór að
gefa sig. Því var það henni mikið
áfall þegar hún gat ekki lengur
saumað og prjónað.
Við mamma getum aldrei full-
þakkað allt það sem hún gerði fyrir
okkur.
Far þú í friði,
friðurGuðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þakka þér fyrir allt og allt, elsku
amma mín.
Guðbjörg.