Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 58
58 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
BRÉF
TIL BLAÐSINS
f rfF fh/eéJÍ) H/FTTl£>þiE> ÉFk/
Í EHE44M4 / Þ/t<S ?
'--------3v;
HMPÆTTl/Al V/Ð
Þ'A fd Geea v/ð
T/'mANM?'
Grettir
Hundalíf
Ferdinand
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Sínibréf 569 1329
Húsfyllir af príma-
donnum og þær
allar íslenskar!
Frá Heru Björk Þórhallsdóttur:
PRÍMADONNUR! Hverjar eru
þær? Jú, það
munu vera þær
konur er skara
fram úr á sviði
sönglistarinnar.
Pessar konur sem
hafa allt til
brunns að bera,
bæði brjóstin og
barkann, og full-
Hera Björk nýta sér það í
Þórhallsdóttir þágu sönglistar-
innar. Er það ekki draumur allra
kvenna að vera prímadonnur?
Ja... a.m.k. á mínu heimili! Nú veit
ég ekki alveg hvar þið viljið setja
mörkin, þ.e.a.s. hverjar eru príma-
donnur og hverjar ekki, en hitt veit
ég að þær eru fieiri en margan
grunar.
Laugardaginn 6. mars síðastliðinn
var írumsýnd á Broadway sýningin
Prímadonnur. Þarna er á ferðinni
sýning sem byggð er upp á bæði ró-
legum og fjörugum lögum sem notið
hafa mikilla vinsælda í flutningi
frægustu söngkvenna heims á borð
við Arethu Franklin, Barbra
Streisand, Celine Dion, Diönu Ross,
Glorím-nar Estefan og Gaynor, Ma-
donnu, Natalie Cole, Mariah Carey,
Oliviu Newton John, Whitney Hou-
ston og síðast én ekki síst Tinu
Turner. Já, gott fólk, þetta eru eng-
ar smágellur sem þama átti að fara
að stæla og hefði maður haldið að
erfitt yrði að finna stelpur í þetta, en
annað hefur nú komið í ljós. Nú, mér
og mínum prímadonnum var boðið
að koma og sjá og var ekki laust við
að maður væri bara svolítið spennt-
ur, enda mörg af manns uppáhalds-
lögum þarna á dagskránni. Og svo
hófst sýningin með látum. Það er
alltaf gaman að vera á Broadway
þegar húsíyllir er og góð stemmning
og ekki skemmir nú hljóðið og
ljósa“showið“ fyrir heldur. Nema
hvað, sýningin sem sagt byrjaði með
látum og fyrst fram á sviðið var
Rúna Stefánsdóttir með lagið „I’m
every Woman". Þarna er á ferðinni
þrusuflott stelpa eða ætti ég
kannski frekar að segja kona, því
Rúna er „mamman“ í hópnum. Hún
söng lagið mjög vel og sýndi alveg
forsmekkinn af því sem á eftir kom.
Svo birtust þær þarna hver á fætur
annarri og ekki versnaði það. Guð-
björg Magnúsdóttfr, Hulda Gests-
dóttir, Soffía S. Karlsdóttir, Birgitta
Haukdal, Hjördís Elín Lárusdóttir,
Guðrún Árný Karlsdóttir, Bryndís
Ásmundsdóttir, Þórey Heiðdal Vil-
hjálmsdóttir og ekki má nú gleyma
bakraddadrottningunum Emu Þór-
arins, Gísla Magnasyni og Kristjáni
Gíslasyni. Ja... ég get nú ekki sagt
annað en það að undirrituð, sem kýs
nú að kalla sig söngkonu, fór alvar-
lega að íhuga að fara bara í tölvu-
fræðina í Háskólanum og láta þetta
gott heita, en til allrar lukku gripu
hin æðri máttarvöld inn í á réttu
augnabliki og sannfærðu hana um
að halda sínu striki. En þessar
stelpur komu, sáu og sigiuðu þetta
kvöld. Ég ætla nú ekkert að fara út
í það að tala um hverja og eina en
langar samt að minnast aðeins á
tvær þeirra. Guðrún Árný Karls-
dóttir sem er aðeins 16 ára og alveg
svakalega efnileg kom þarna og tók
„divuna" Celine Dion í nefið. Salur-
inn sat (og stóð) eftir með gæsahúð
og kjúklingabólur langt niður á rass
eftir að hún hafði afgreitt lagið „All
by myself' með glæsibrag. Bravó!
Og annað bravó á hún skilið Bryn-
dís Ásmundsdóttir sem kom og
gerði Tinu Turner svo góð skil að
það var engu líkara en þarna væri
hún bara komin, sjálf drottningin,
fram á sviðið í öllu sínu veldi. Bryn-
dís hreif salinn með sér í „Nutbush
city limits“ en tók hann svo með
trompi í „River Deep, mountain
high“, þarna er hún greinilega á
sinni kryddhillu! Það var gaman að
sjá og heyra bakraddirnar og þá
ekki hvað síst í Madonnu-laginu
„Like a prayer" sem Birgitta söng.
Einnig sungu strákamir hvor sinn
dúettinn, Gísli söng „I’U be there“
með Þóreyju og Kristján „It takes
two, baby“ með Huldu, og var það
mjög vel gert. Hljómsveitin var
náttúrulega alveg meiriháttar enda
valinn maður í hverju rúmi. Sem
sagt, í einu orði sagt, frábær
skemmtun og ætti enginn að láta
hjá líða að kíkja á þessar Príma-
donnur okkar Islendinga. Aðstand-
endum sýningarinnar óska ég til
hamingju og þakka svo fyrir mig.
HERA BJÖRK
ÞÓRHALLSDÓTTIR,
söngkona.
Smáfólk
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Sitjum hér smástund áður en við
förum aftur niður hæðina ...
Þetta er satt að
segja ágætur stað-
ur til að borða há-
degisverðinn,
nema...
... það er of hvasst
0EFORE UIE 60 BACK POUIbt
THE WILL, LET'5 5IT MERE
ACTUALLV, TMI5
15 A 600P
PLACE T0 EAT
LWCHþKLESS..
,.1T 5 T00 UllNPT
MATARLITIR
fyrir kökur, marsipan
og skreytingar
15 mismunandi litir
Ein.
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44
Sími 562 3614