Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 64
64 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Undir
járnhæl
Idi Amin
The Last King of Scotland, eftir
Giles Foden. Gefið út af Faber &
Faber, London 1998, 345 bls. Bók-
in fæst hjá Máli og menningu,
Laugavegi 18, og kostar kr. 1315.
THE Last King of Seotland er
fyrsta skáldsaga rithöfundarins Gi-
les Foden. Sagan er sögð af ungum
skoskum lækni, Nicholas Gairigan
að nafni. Hann kemur til Uganda
árið 1971, sama ár og einræðisherr-
ann Idi Amin Dada nær völdum.
Nicholas heldur út í myrkviði
landsins og stundar læknisstörf á
frumstæðu sjúki’ahúsi í þorpinu
Mbarara. Einn góðan veðurdag er
forsetinn á ferð um héraðið og lendir
í árekstri skammt frá þorpinu. Hann
keyrir niður kú á ítalska sportbfln-
um sínum. Garrigan er kallaður út
til að binda um sár einræðisherrans.
Amin telur að skoski læknirinn hafi
bjargað lífi sínu og launar honum
með þvi að ráða hann sem einka-
lækni sinn í höfuðborginni Kampala.
Idi Amin hafði sérstakt dálæti á
Skotum. Hann bauðst til að gerast
konungur þeirra og losa Skotland
undan breskum yfirráðum. Þótt lítið
hafi orðið úr þeim áformum tók
hann sér heiðursnafnbótina „Síðasti
konungur Skotlands." Hann tók sér
reyndar marga aðra titla og leit m.a.
á sig sem „yfn-boðara allra dýra
jarðaiánnar og allra fiska sjávarins."
I ljós kemur að starf Garrigans
felur í sér ýmislegt annað en lækn-
ingar og fyrr en vai'h' er hann orð-
inn persónulegur ráðgjafi og trún-
aðarvinur forsetans. Hann heillast
af óumdeilanlegum persónutöfrum
Amins en finnur um leið til vanmátt-
ar gagnvart honum. Umheimurinn
sá Amin í fyrstu sem hálfgerða
teiknimyndafígúru: Stór brosandi
blökkumaður í herforingjabúning
sem svai’aði spurningum blaða-
manna með dæmisögum af öpum og
tígrísdýrum, barnslega einlægur og
kátur og yfirlýsingagiaðari en sjálf-
ur Muhammed Ali. Ekki leið á löngu
þar til heiminum varð ljóst að í Ug-
anda var verið að fremja alvarleg
mannréttindabrot og forsetinn per-
sónulega ábyrgur fyrir fjöldamorð-
um og pyntingum á pólítískum and-
stæðingum sínum.
Atburðarásin í sögunni verður
smátt og smátt óhugnanlegri. Blóð-
baðið í Uganda eykst og spennan
magnast þegar Garrigan verður
Ijóst hvað er að gerast í kringum
hann. Hrifningin á Amin verður að
viðbjóði og ótta og Garrigan flækist
í vafasöm mál sem hann hefði síður
viljað tengjast. Bókin er vel skrifuð
og höfundi tekst að sameina stað-
reyndir og skáldskap í glæsilega
heild. Sérstaklega er persóna Idi
Amins vel útfærð. Sagan er sann-
færandi og spennandi frá upphafi til
enda og algjörlega útilokað að sjá á
henni nokkurn byrjendabrag.
Úlfur Eldjárn
LJOÐJOFURINN LAWRENCE FERLINGHETTI ATTRÆÐUR
Frá Reykjavík til
San Francisco og áfram
Bókaútgefandinn og
Forvitnilegar bækur
skáldið Lawi’ence
Ferlinghetti er átt-
ræður í dag, 24. mars
1999. Skáldið og útgef-
andinn Ron Whitehead
hringdi í guðföður
beat-kynslóðarinnar
í tilefni af afmælinu, en
Ron vinnur nú að ævi-
sögu Ferlinghetti.
LAWRENCE Ferlinghetti stofn-
aði fyrstu kiljubókabúð Banda-
ríkjanna árið 1953 og hefur City
Lights-bókabúðin í San
Francisco starfað í næstum hálfa
öld. Hún hefur verið Mekka
þeirra fjölmörgu sem leita að
ögrandi og oft umdeildum bók-
menntum og þar hafa verið gefin
út verk eftir flestöll skáld beat-
kynslóðarinnar. Sjálfur hefur
Ferlinghetti getið sér orð sem
ljóðskáld og málari, auk bókaút-
gáfunnar.
Ljóðabók Ferlinghettis A Con-
ey Island ofthe Mind (1958) er
ein best selda ljóðabók allra tíma
í Bandaríkjunum. A síðasta ári
kom út Ijóðabókin A Far
Rockaway eftir þennan aldna
listamann sem lætur engan bil-
bug á sér finna. Eftirfarandi
símasamtal við Ferlinghetti í San
Francisco átti sér stað fyrir
skömmu á meðan Ron var stadd-
ur í Reykjavík.
RW: „Mér finnst A Far
Rockaway of the Heart stórgóð
bók og tel hana ekki bara eina af
þínum bestu bókum heldur líka
eitt af meistaraverkum tuttug-
ustu aldar bókmennta."
LF: „Ja, þú ert augljóslega
stórkostlegur bókmenntagagn-
rýnandi."
RW: (Báðir hlæja.) „Það er ég.
Hvað ertu að gera núna? Eg veit
að þií skrifar enn og málar.“
LF: „Ég er ekki að gera
nokkurn skapaðan hlut þessa
stundina nema flatmaga á rúm-
inu mínu.“
RW: „En stendur útgáfa á
fleiri bókum fyrir dyrum?“
LF: „Eiginlega ekki. Það er
liðið eitt ár frá því að A Far
Rockaway kom út. En ég er með
efni í tvær bækur. Hugsanlega
verður önnur þeirra gefin út á
næsta ári. Það er bók sem kallast
The Divine Butcher, Ijóð sem
urðu húmor að bráð. Titilinn hef
ég frá Gregory Corso sem sagði á
sinn tvíræða hátt að „húmor væri
guðdómlegi slátrarinn". Hann
var á því að mikill húmor kæmi í
veg fyrir að ljóð gætu orðið guð-
dómleg."
RW: „Ekki er ég nú alveg viss
um að ég taki undir það.“
LF: „Jæja, en ég er með nokk-
ur ljóð. Ég er kannski kominn
með alvarlegt Ijóð og svo treð ég
inn fáránlegri líkingu sem gerir
út af við það. En það er samt
skemmtilegt. I hina bókina á ég
hins vegar þrjátíu til fjörutíu
grafalvarleg ljóð.“
RW: „Þú hefur minnst á það að
þú sért að vinna að sjálfsævisögu.
Hvernigrniöar þér?“
LF: „Ég hef lagt hana í salt í
bili. Ég hef komist að því að hún
hljómar eins og eitthvað eftir
Samuel Beckett.“
RW: (Hlátur.) „Þetta verður
sem sagt stutt sjálfsævisaga.“
LF: „Ja, svona frekar."
SSceW"”61”””
RW: „Það er kannski hluti af
vandamálinu hvað þú hefur gert
mikið.“
LF: „Stórfurðulegt og
margrætt í mínum augum.“
RW: „Hún yrði að vera þúsund
síður. Við höfum rætt þann
möguleika að ég skrifi nýja ævi-
sögu þína.“
LF: „Já og ég vildi að þú létir
verða af því.“
RW: „Gott.“
LF: „En þú ert á öfugum enda
jarðarinnar þarna uppi á Is-
Iandi.“
RW: „En ég kem til San
Francisco innan skamms.“
LF: „Það er eins gott að þú
drífir í því. Ég er að verða áttatíu
ára gamall.“
RW: „En þú ert alltaf jafn
hraustur?"
LF: „Ég stunda nú einu sinni
líkamsrækt."
RW: „Það sést á ljósmyndum
af þér. Syndirðu daglega?“
LF: „Ég er á leiðina í ræktina
núna á eftir.“
RW: „Ég veit að þú fórst til
Prag á siðasta ári í tilefni af
stórri listsýningu þar sem þú
varst heiðraður fyrir líf þitt í list-
um.“
LF: „Þeir settu upp nákvæma
eftirmynd af framhlið City
Lights-bókabúðarinnar á sýning-
unni. I stórri kirkju í miðbænum
var haldið fjögurra sólarhringa
ljóðamaraþon þar sem ljóð mín
voru lesin upp. Þeir voru reyndar
með sýningu á verkunum þínum
og The Literary Renaissance við
hliðina á básnum minum. Hef-
urðu komið til Prag?“
RW: „Þeir buðu mér að koma
á sýninguna en ég komst ekki.“
LF: „Þú ættir að fara við
fyrsta tækifæri! Borgin er frá-
bær!“
RW: „Ég frétti að sýningin
hefði minnt á rokktónleika, að
þúsundir hefðu rokið beint að
borðinu þínu. Þú liefðir áritað
bækur allan liðlangan daginn og
langt fram á kvöld.“
LF: „Ég skrifaði langt ljóð sem
heitir „Rivers of Light“ um iniðja
nótt og heldurðu ekki að þeir
hafi birt það í þýðingu daginn
eftir á forsíðu stærsta dagblaðs
borgarinnar. Þetta gæti aldrei
átt sér stað í Bandaríkjunum."
RW: „En að öðru. Þú vannst
ineð Allen Ginsberg í áraraðir. f
augum margra eru þið tveir kon-
ungar ljóðanna í Bandaríkjunum.
Þú hefur sagt að Ginsberg verðs-
kuldi Nóbelsverðlaun og að hann
ætti að vera lárviðarskáld Banda-
ríkjanna."
LF: „Það er algjört hneyksli
að Allen hafi aldrei fengið þá við-
urkenningu sem hann á skilið, að
hann hafi ekki hlotið Pulitzer-
verðlaun og að honum hafi aldrei
verið boðið að vera lárviðarskáld
okkar. Ég lield að bókmennta-
gengið sé hrætt við hann. Það er
óhugnanlegt að hugsa til þess að
það ljóðskáld sem gjörbreytt hef-
ur hugmyndum manna um ljóða-
gerð, ekki bara hérlendis heldur
um allan heim, skuli ekki hafa
fengið viðurkenningu fyrir ævi-
starfið."
RW: „Nú hafa margir horfið
úr lífi þínu, enda búinn að lifa
langa ævi.“
LF: „Já, það virðast allir vera
að fara eða farnir. A mínum aldri
eru ekki svo margir eftir, og þá
tel ég með margar fyrrverandi
kærustur sem ýmist einhver ann-
ar hefur krækt í eða sjálfur mað-
urinn með Ijáinn. Einn meðlimur
beat-skáldanna er enn eftir og
hann er sá besti af þeim öllum.
Gregory Corso sem að nn'nu mati
er fulltrúi alls þess tærasta í
ljóðagerð. Annað beat-skáld sem
ég held mikið upp á er Ed Sand-
ers, en hann eins og Corso hefur
ekki fengið þá umfjöllun og við-
urkenningu sem hann á skilið.
Hann er frábær háðfugl og lítur
út eins og Mark Twain. En Sand-
ers og Corso eru eiginlega síð-
ustu beat-skáldin af þessari kyn-
slóð. Anne Waldman sem stofnaði
Naropa-stofnunina ásamt Allen
er vissulega ennþá á fullu, en hún
er kynslóð yngri eins og þú sjálf-
ur.“
RW: „Nú hlýtur að verða hátíð
í San Francisco á afmælisdaginn
þinn.“
LF: „Ég mun ekkert skipta
mér af því.“
RW: „Ekki
skipta þér af
þessum stór-
merka
áfanga?“
LF: „Já, en
kannski verður
fjölskylda mín
með lítið sam-
sæti.“
RW: „Jæja.
En til hamingju
með áttræðisaf-
mælið,
Lawrence!"
LF: Takk
fyrir og gangi
þér vel.
Unun af
ofbeldi
„Awaydays", skáldsaga
eftir Kevin Sampson. 188 bls.
Vintage, Random House,
London, árið 1999.
Eymundsson.
1.195 krónur.
Tilefnislaust ofbeldi - það
hljómar alltaf illa. En hér í þessari
sögu er ofbeldi beitt af einmitt
ákveðnu tilefni. Tilefnið mikla er
fótbolti. Og hvílík gleði felst í
hrottafengnum slagsmálunum!
Strákarnir lúskra alls ekki á sak-
lausum eða óviðkomandi, aðeins á
aðdáendum hinna liðanna. AUt sér
til einskærrar ánægju.
Það er gott að eitthvað getur
glatt lítið hjarta. Söguhetjan okk-
ar er 19 ára breskur strákur. Það
sem hann sér, sjáum við. Lífið er
að fá sér stelpur og að komast hjá
hnífsstungum. Hann og gengið
syngja fótboltasöngva og veigra
sér ekki við að sparka í liggjandi
menn. Þeir eru fótboltabullur árs-
ins ‘79, úrhrök og utangarðsmenn.
Þeir berjast úti á götu. Þeir
láta sér ekki nægja að sitja fyrir
framan sjónvarpið og öskra
ókvæðisorð að óvinaliðinu. Þeir
þora þó að standa við hótanirnar
og að fylgja sinni sannfæringu -
þeir eru sálarlausar skepnur. En
líka bara venjulegir strákar sem
heita Paul og velta fyrir sér hvort
þeir verði einhvern tímann ham-
ingjusamir. Því í öllu myrkri leyn-
ist ljós.
Myrkrið er samt nógu svart. Of-
beldið er brjálað. Ekki glanskennt
og upphafið eins og í öllum fallegu
bíómyndunum, heldur kalt, hrátt
og andstyggilegt. Samt svo einfalt
og sjálfsagt. Og allt út af fótbolta.
Ég er dauðfegin að hafa ekki
leiðst út í íþróttir. Til hvers eru
íþróttir ef þær snúast um hetju-
stæla, karlmennsku og stanslaus-
an slag? Þá er ofbeldið ekki langt
undan. Og það er ótrúlegt hvaða
afsakanir og tilefni fólk finnur sér
til að þykjast hafa leyfi til að mis-
þyrma öðru fólki. Og hafa gaman
af.
Silja Björk Baldursdóttir