Morgunblaðið - 12.05.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 12.05.1999, Síða 1
STOFNAÐ 1913 105. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR12. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Engin merki um fækkun í herliði Serba í Kosovo .. Reuters BORN frá Kosovo eru farin að stunda skóla í flóttamannabúðum í Albaníu og skólatöskurnar hafa þær fengið frá Barnahjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna. AP Svönum og sumri fagnað í BOSTON í Bandaríkjunuin er sumarið endanlega komið þegar svönunum hefur verið sleppt á vatnið í helsta almenningsgarðin- um í borginni. Er því fagnað með söng og dansi og blómum stráð á leið svananna niður að vatninu. Stríðsátökin í Afríku Hættu- legir sjiikdóm- ar í sókn Jóhannesarborg. Reuters. STRÍÐSÁTÖK eru á a.m.k. 12 stöðum í Afríku og þau eru ekki einu plágurnar, sem herja á hina svörtu álfu. Par sækja líka fram alls kyns hættulegir sjúkdómar. Á síðustu vikum hefur svartidauði skotið upp kollin- um í Namibíu; í Kongó geisar Marburg-sótt, sem líkist ebola- veikinni; í Angóla er lömunar- veikifaraldur og í Mósambík herjar malarían sem aldrei fyrr. Dr. Neil Cameron, yfir- maður smitsjúkdómavama í Suður-Afríku, segir að þessir sjúkdómar séu ekki nýir af nál- inni en stríðsátökin hafi kynt undir þeim. „Við skulum minn- ast þess, að í fyrri heimsstyrj- öldinni féllu íleiri úr taugaveiki og sjúkdómum, sem lýsnar báru með sér, en fyrir byssu- kúlum,“ segir hann. „Lömun- arveikifaraldurinn stafar af stríðinu í Angóla." Hundruð falla fyrir heilahimnubólgu Auk áðumefndra sjúkdóma hefur heilahimnubólga drepið hundruð manna í Súdan og Mið-Afríkulýðveldinu og í Sómalíu geisar kólerufaraldur. Þá er holdsveikin, sem hefur verið útrýmt víðast hvar, enn mikill ógnvaldur í Nígeríu, Mósambík, Eþíópíu, Kongó og Níger. Kínverjar hóta að beita neitunarvaldi í öryggisráðinu nema loftárásum á Serbíu ljúki fyrst Washington, Belgrad, Haag. Reuters. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum vísuðu í gær á bug tilmælum Rússa og Kínverja um að loftárásum á Júg- óslavíu yrði hætt en kínverska stjómin hefur gefið í skyn, að hún muni ella koma í veg fyrir tilraunir vestrænna ríkja til að finna lausn á Kosovo-málinu á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Talsmenn NATO sögðu í gær, að þess sæjust engin merki, að Serbar væru að fækka í herliði sínu í Kosovo eins og þeir sögðust ætla að gera. Þvert á móti hefðu þeir hert hemaðinn gegn skæruliðum Kosovo-Albana. Víktor Tsjernomyrdín, milligöngu- maður Rússa í Balkandeilunni, sagði í gær að loknum viðræðum við Jiang Zemin, forseta Kína, í Peking, að mikilvægast væri að stöðva loftárás- irnar. Tsjemomyrdín kvaðst hins vegar vera með nýjar tillögur, sem hann hygðist kynna Bandaríkja- stjóm. ígor ívanov, utanríkisráð- herra Rússlands, sakaði NATO-ríkin um lítinn samningsvilja með því að hafa hafnað yfirlýsingu Júgóslavíu- stjómar um takmarkaðan brottflutn- ing hersins frá Kosovo. Qin Huasun, sendiherra Kína hjá SÞ, sagði seint í fyrrakvöld, að póli- tísk lausn fyndist ekki fyrr en loft- árásirnar yrðu stöðvaðar. Ef það yrði ekki gert, væri til einskis að ræða málið í öryggisráðinu. Með því virtist hann vera að gefa í skyn, að Kínverjar ætluðu sér að koma í veg fyrir umræður um þau megindrög, sem G7-ríkin og Rússland urðu ásátt um 6. maí. Jiang Zemin, forseti Kína, ALUN Miehael, forystumaður Verkamannaflokksins í Wales, til- kynnti í gær, að hann ætlaði að mynda minnihlutastjóm í Wales en í heimastjórnarkosningunum fékk flokkurinn 28 af 60 þingsætum. Michael hefur tryggt stuðning Plaid Cymm, welska þjóðemisflokksins, og frjálsra demókrata við minni- hlutastjómina. í Skotlandi halda við- ræður Verkamannaflokks og frjálsra demókrata áfram og er vonast til, að samið verði á fimmtudag í síðasta lagi en þá kýs þingið heimastjóminni forystumann, sem víst er talið, að verði Donald Dewar, leiðtogi Verka- mannaflokksins. Stjórnarmyndunarviðræður í Wa- les leystust upp í fyrrakvöld og leið- togi Verkamannaflokksins, Alun Michael, sagði í gær, að hann hefði ákveðið að fara minnihlutastjórnar- lét svipuð ummæli falla í gær í viðtali við Xinóua-fréttastofuna. Joe Lockhart, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gær, að loftárásum yrði haldið áfram þar til Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, féllist á meginkröfur NATO og Jamie Shea, talsmaður NATO, sagði, að ekkert benti til, að Serbar væru að fækka í herliðinu í Kosovo. Þeir hefðu sagst ætla að gera það vegna þess, að þeir væru búnir að sigra skæruliða en síðustu daga hefðu þeir verið að Blair gagnrýndur fyrir afskipti í Skotlandi leiðina í anda nýja heimastjómar- þingsins, sem átti að ávinna sér traust almennings og skapa traust milli stjórnmálamanna. Samsteypu- stjórn hefði orðið til þess að draga of skarpar línur milli flokka og manna og virka útilokandi fyrir suma. Welskir þingmenn undirrit- uðu eiðstafi sína í gær og í dag kem- ur þingið saman og velur Alun Michael fyrsta ráðherra Wales. Stjórnarmyndunarviðræður Verkamannaflokks og frjálslyndra demókrata í Skotlandi héldu áfram í gær. Nokkur óánægja er í herbúð- um beggja. Talið var, að Verka- herða hernaðinn gegn þeim, einkum í Vestur-Kosovo. Segja kæruna „fáránlega“ Alþjóðadómstóllinn í Haag fjallaði í gær um kæru Júgóslavíustjómar en þar er því haldið fram, að árásir NATO-ríkjanna á landið jaðri við þjóðarmorð og hafi verið gerðar í trássi við alþjóðalög. Lögfræðilegur ráðgjafi þýsku stjómarinnar vísaði kærunni á bug sem fáránlegri og skoraði á dómstólinn að hafna henni. mannaflokkurinn myndi fallast á kröfur frjálsra demókrata um hlut- fallskosningar í næstu sveitar- stjórnakosningum og að frjálsir demókratar féllu frá kröfunni um afnám háskólagjalda. Talsvert hefur verið gert úr af- skiptum ráðherra Verkamanna- flokksins af stjórnmálunum í Skotlandi. Tony Blair forsætisráð- herra er í stöðugu sambandi við Dewar og hefur það leitt til ásakana þjóðemissinna um að forsætisráð- herrann í London ráði ferðinni í stjórnarmyndunarviðræðunum. Brezk blöð hafa tekið forsætisráð- herrann á beinið fyrir afskipti hans og sagt, að nú þegar þessum áfanga, sem hann barðist fyrir, sé náð eigi hann að vita, að tilsldpanir úr Down- ingstræti 10 gildi ekki lengur alls staðar á Bretlandi. Það sama gerði ráðgjafi Bandaríkja- stjórnar, sem sagði kæruna heims- met í hræsni og yfirdrepsskap. Miklar loftárásir voru gerðar á Júgóslavíu í gær og þar á meðal á Belgrad. Var ráðist á olíugeyma, verksmiðjur og samgöngumannvirki. Er almenningur farinn að finna verulega fyrir árásunum og eru ýms- ar nauðsynjavörur að verða ófáan- legar, t.d. sápa og þvottaduft. ■ Kynt undir/22 Fjárhagn- um bjarg- að með fangelsi Moskvu. AP. RÁDAMENN í borginni Slavgorod í Síberíu em að velta fyrir sér nýjum aðferð- um við að hressa upp á bágan fjárhaginn. Lagt hefur verið til, að borgin komi upp fang- elsi íyrir afbrotamenn, sem hafa efni á því að láta sér líða vel á bak við lás og slá. Sá, sem á hugmyndina að þessu, heitir Alexander Jeger, virðingarverður borgari nú en var í eina tíð einn af kunningj- um lögreglunnar. Jeger hefur lagt til, að borgin kaupi gjald- þrota klæðaverksmiðju og breyti henni í fyrirmyndar- fangelsi. í því yrðu allir klefar með sjónvarpstæki, ísskáp og baði. Minnihlutaslj órn mynduð í Wales London. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.