Morgunblaðið - 12.05.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.05.1999, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafnar Varaformönnum falið að stýra málefnavinnu FORMENN og varaformenn stjórnarflokkanna ræddu saman um stjómarmyndun á stuttum fundi að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Akveðið var að fela varafor- mönnunum, Geir H. Haarde og Finni Ingólfssyni, að hafa umsjón með málefnavinnunni. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en um næstu mánaðamót. „Það var ákveðið á fundinum að það hæfíst málefnavinna undir for- ystu varaformanna flokkanna og hún er að fara í gang,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins. Hann sagði að framsóknarmenn hefðu í gær verið að undirbúa sig undir viðræðumar við Sjálfstæðisflokkinn. Halldór sagði að Framsóknar- flokkurinn myndi leggja áherslu á þau mál sem flokkurinn lagði fram í kosningabaráttunni og reiknaði með að það sama ætti við um Sjálf- stæðisflokkinn. Hann sagðist fyrir- fram ekki sjá fram á að einhver sérstök mál ættu eftir að valda erf- iðleikum. Það væri heldur ekki komið í ljós hvort flokkarnir stefndu að því að gera ítarlegan málefnasamning eða málefnasamn- ing í knöppu formi. „Það eru mál sem þarf að fara vel yfír eins og eftiahags- og at- vinnumál, ekki síst byggðamál og mörg mál í ljósi byggðaþróunar. Við þurfum einnig að ræða fíkni- efnamál, skattamál, menntamál, sjávarútvegsmál og mörg önnur mál sem voru uppi á borðinu hjá flokkunum í kosningabaráttunni.“ Tveggja ára fang- elsi fyrir nauðgun | HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi 21 árs mann, Ingimund Loftsson, í tveggja ára fangelsi í gær fyrir nauðgun og til að greiða þol- anda 350 þúsund krónur í miskabæt- ur. Hann var fundinn sekur um að hafa ráðist á 15 ára stúlku árla morguns 10. október í anddyri fjöl- býlishúss í Njarðvík og þröngvað henni til holdlegs samræðis. Stúlkan var við blaðburð þegar at- vikið átti sér stað og var árásarmað- urinn henni með öllu ókunnugur. Árásarmaðurinn neitaði sök fyrir dómi og bar við minnisleysi vegna ölvunar. I dómsniðurstöðu kom fram að framburður stúlkunnar um atvik- ið þætti trúverðugur og ákærði hefði ekkert fram að færa sem talist gæti í andstöðu við framburð stúlkunnar. Þá hefði framburður stúlkunnar fengið stoð í niðurstöðu rannsóknar sem gerð var á sýnum, sem tekin voru á vettvangi og af buxum henn- ar, en samkvæmt rannsókninni reyndist vera um að ræða sæði úr ákærða. -------------- Herjólfur tefst vegna skemmda SKEMMDIR á veltiugga Herjólfs eru meiri en áætlað var og er skipið nú komið í slipp í Rotterdam í Hollandi. Lokið verður við að taka uggann af sldpinu í kvöld og þá kemur í ljós hve viðgerð tekur langan tíma. Skipið átti að hefja siglingar að nýju um helgina, en Ijóst er að því seinkar um a.m.k. fímm daga. í frétt frá útgerðinni segir, að stjórn fyrir- tækisins sé að kanna möguleika á að fá leigt annað skip meðan unnið er að viðgerð. Morgunblaðið/Kristinn DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrúnsson utanríkisráðherra koma af ríkisráðsfundi í gær eftir að hafa tekið við ráðuneytum sjávarútvegs-, dóms-, landbúnaðEir- og umhverfísmála. Halldór var spurður um sam- þykkt þingflokks Samfylkingarinn- ar um myndun vinstristjómar und- ir forystu Framsóknarflokksins. „Það er eðlilegt að flokkurinn komi sínum áherslum á framfæri. Það eru hins vegar í gangi viðræð- ur milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og meðan á þeim stendur munum við ekki af okkar hálfu stofna til annarra viðræðna. Ef það gengur ekki eftir er komin upp ný staða, en við fórum að sjálf- sögðu í þessar viðræður með það í huga að þær gangi upp. En ég get að sjálfsögðu ekki fullyrt um það fyrirfram að þær geri það,“ sagði Halldór. Tilboð í byggingarhluta Vatnsfellsvirkjunar voru opnuð í gær Kínverskt ríkisfyrir- tæki lægstbjóðandi TILBOÐ í byggingarhluta Vatns- fellsvirkjunar voru opnuð í gær. Tvö tilboð voru áberandi lægst, og var einungis 56 milljóna króna munur á þeim en heildarupphæð þeirra var rúmir 3 milljarðar. Alls bárust sex tilboð í alla þrjá áfangana sem boðn- ir voru út, en tveir aðilar buðu í tvo verkþætti. Fyrirtækið China National Water Resources and Hydropower Engineering Corporation stendur að lægsta tilboði í alla verkþætti með afslætti. Tilboðið var upp á 3.250 milljónir króna, sem er 63,4% af kostnaðaráætlun. Næst lægst var tilboð íslenskra aðalverktaka, 3.306 milljónir, eða 64,5% af áætlun. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar eru tvö lægstu tilboðin augljóslega mjög hagstæð. Hins vegar þurfi drjúgan tíma til þess að meta hvaða tilboð sé hagstæðast og til að meta fyrirtækin. Að sögn Þorsteins valda ýmis skilyrði, sem fyrirtækin setja, hækkunum og þurfí að skoða það sérstaklega. Reiknar hann með að u.þ.b. mánuður líði þar til tilkynnt verður hvaða tilboði verði tekið. Páll Olafsson verkfræðingur hjá Landsvirkjun starfaði í Kína í þrjú ár og þekkir til fyrirtækisins. Sam- kvæmt upplýsingum hans er fyrir- tækið ríkisfyrirtæki sem heyrir und- ir þarlent orkumálaráðuneyti. Það er byggingafyrirtæki sem stjómar öll- um virkjunarframkvæmdum í Kína og hefur til þess á sínum vegum a.m.k. 14 verktakafyrirtæki að sögn Páls. Fyrirtækin eru með tugi þús- unda starfsmanna á sínum snærum. Vatnsfellsvirkjun er fyrirhuguð í veituskurði úr Þórisvatni í inn- takslón Sigöldustöðvar og verður stærð hennar 90 MW. Byggingar: vinnan skiptist í þrjá áfanga. I fyrsta lagi stíflugerð vegna inn- takslóns, í öðru lagi byggingu stöðv- arhúss og í þriðja lagi gröft frá- rennslisskurðar. Landsvirkjun óskaði eftir tilboðum í hvern áfanga fyrir sig og að tilboðin væru miðuð við mismunandi framkvæmdahraða Tilboð í byggingarhluta Vatnsfellsvirkjunar milljónirkr Hlutil Hlutill Hluti III Hluti l-lll Hlut- Tilboðsaðili Stíflugerð vegna inn- takslóns Bygging stöðvar- húss Gröftur frárennslis- skurðar með afslætti fall af áætlun China National Water Resources and Hydropower Engineering Corp. 1.111 1.483 656 3.250 63,4% (slenskir aðalverktakar hf. 1.089 1.906 311 3.306 64,5% Höjgaard & Schults Ármannsfell hf. Héraðsverk ehf. 1.367 2.327 509 3.966 77,4% Fossvirki Sultartanga sf. 1.297 2.339 651 4.150 81,0% Krafttak ehf. - VS Gruppen 1.446 2.252 741 4.405 86,0% Strabag AG - Völur hf. 2.044 2.397 731 4.888 95,4% Kostnaðaráætlun ráðgjafa Hönnun, Rafhönnun, VST og Gláma-Kím 1.519 2.885 719 5.123 100% Arnarfell (tilboð í hluta I og III) 1.334 470 Suðurverk (tilboð í hluta I og III) 1.430 562 þannig að velja mætti hvenær virkj- unin yrði tilbúin á árunum 2001- 2004. Tilboð í verkið í heild, 1- 3. hluta, miðast hins vegar við að virkj- unin verði tilbúin í lok árs 2001. Allir tilboðsgjafar buðu í að byggja virkj- unina á lengri tíma og felst í því nokkur aukakostnaður fyrir Lands- virkjun. Ef allt gengur samkvæmt áætlun er vonast til að framkvæmdir geti hafíst síðari hluta júní. ► I Verinu í dag er m.a. fjallað um humarveiðar sem staðið hafa yfir í allan vetur, sagt frá lækk- andi verði á karfa á fískmörkuðum í Þýskalandi, skýrslum um sjávarútveg Islendinga og króka- bátaveiðar, auk hefðbundins efnis. I meistarabaráttunni / C1 • Anders Dahl telur Ólaf * Stefánsson þann besta / C2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.