Morgunblaðið - 12.05.1999, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lífeyrishlunnindi alþingismanna eru að meðaltali 10% að mati tryggingarfræðings
Mismunandi hlunnindi
eftir lengd þingmennsku
Lífeyrishl Aldur við lok þingmennsku unnindi alþingismanna í prósentum af föstum launum Aldur við upphaf þingmennsku 24 28 32 36 40 44 48 52 56 60
28 0
32 8 0
36 10 9 0
40 10 11 9 0 I 95 ára reala þinqm.
L 1 95 ára reala LSR
44 8 10 12 10 0
48 16 8 11 13 11 0
52 14 18 9 12 14 12 0
56 10 15 19 23 14 15 13 0
60 2 10 15 20 23 15 17 15 0
i 61 2 8 12 17 20 25 29 31 9 8 i
! _ _ _63 1 1 6 10 13 17 23 24 19 4 !
64 0 0 1 7 11 13 18 21 19 2
68 -2 -2 -1 1 4 6 9 12 15 14
LÍFEYRISHLUNNINDI alþingis-
manna umfram réttindi í Lífeyris-
sjóði starfsmanna ríkisins eru að
meðaltali um 10% af launum, að
mati tryggingafræðings, sem Kjara-
dómur fékk til þess að leggja mat á
þessi hlunnindi. Hlunnindin eru hins
vegar mjög mismunandi eftir því
hversu lengi viðkomandi er á þingi
og á hvaða aldri hann er þingmaður
eða frá því að vera minni en engin
og upp í um 30% af launum.
Athugunin er unnin af Jóni Erl-
ingi Þorlákssyni tryggingafræðingi.
Ber hann saman lífeyrishlunnindi
þeirra er heyra undir Kjaradóm og
metur launaígildi eftirlaunaréttinda
þess hóps. Leggur hann til grund-
vallar lífeyrisréttindi umfram það
sem felst í aðild að b-deild Lífeyris-
sjóðs starfsmanna ríkisins, en hann
telur að réttindi þar svari til
greiðslu 19% iðgjalds af föstum
launum. Munurinn væri meiri ef
miðað væri við kjör á almennum
vinnumarkaði, þar sem þar er greitt
minna í lífeyrissjóð, en hjá starfs-
mönnum ríkisins eða 10% af heild-
arlaunum. Samsvarandi greiðsla í a-
deild Lífeyrissjóðs starfsmanna rík-
isins er 15,5% af heildarlaunum.
Réttindi til 50% eftirlauna
eftir 15 ára starf
Hlunnindin felast í því í fyrsta
lagi að réttindaöflun alþingismanns
er meiri en 2% á ári á tímabili, en
það gerir það til dæmis að verkum
að réttindi þingmanns til eftirlauna
eftir 15 ára starf eru 50%, en 30% í
LSR eftir jafn langan starfstíma.
Munurinn jafnast með lengri starfs-
tíma, þannig að hann er enginn eftir
35 ára starf og eftir það þingmann-
inum í óhag.
Þingmaður getur átt rétt til eftir-
launa frá 61 árs aldri og tvöfaldur
starfstími hans á þingi að viðbætt-
um lífaldri gildir þegar svonefnd 95
GUÐMUNDUR Bjamason, sem
lét af störfum landbúnaðarráð-
herra í gær, segir að algjörlega
ótímabært hafí verið af hálfu
starfsmanna Skógræktar ríkisins
að vera með fullyrðingar um fyrir-
hugaðar uppsagnir 20 starfsmanna
hjá fyrirtækinu, eins og fram kom í
blaðinu s.l. laugardag.
„Starfsemin [Skógræktarinnar]
hefur því miður ekki verið innan
ramma fjárlaga,“ segir Guðmund-
ur. „Það hefur ekki tekist á sein-
asta ári og það sem af er þessu ári
að reka stofnunina fyrir þær fjár-
ára regla er reiknuð út, en þá getur
eftirlaunataka hafíst þegar 60 ára
aldri er náð. Fram kemur að reglur
um lífeyri maka alþingismanna eru
svipaðar þeim sem gilda í LSR, þó
ekki séu þær eins. Eru reglurnar
lagðar að jöfnu í útreikningunum og
áætlað að kostnaður af makalífeyri,
bamalífeyri og örorkulífeyri til
samans sé um 40% af ellilífeyri, en
það sé nokkum veginn það sem
gildi hjá LSR samkvæmt úttekt á
sjóðnum.
Samanburður réttinda í Lífeyris-
sjóði alþingismanna og Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins sýnir að standi
þingmennska fimm ár eða skemur
er ekki um lífeyrishlunnindi að
ræða, þar sem öflun réttinda er 2%
á ári eins og í LSR. Sama gildir ef
menn eru þingmenn mjög lengi að
hlunnindin eru engin og verða nei-
kvæð í sumum tilvikum. Þar á milli
hafa þingmenn hins vegar hlunnindi
af því að vera í Lífeyrissjóði alþing-
veitingar sem liggja fyrir. Því var
sett á laggirnar nefnd skipuð full-
trúum ráðuneytisins, stofnunar-
innar sjálfrar og fjármálaráðu-
neytisins til að fara í saumana á
því hvað sé til ráða. Sú nefnd er nú
ismanna. Fyrir mann sem verður til
dæmis þingmaður 24 ára og hættir
á þingi 32 ára eru lífeyrishlunnindin
samkvæmt þessum útreikningi 8%
af föstum launum, en þau felast í því
að þingmaðurinn hefur rétt til 25%
eftirlauna, en félagi í LSR 16%.
Með sama hætti nema hlunnindi
manns sem er þingmaður frá 24 ára
aldri til 48 ára aldurs 16% af fóstum
launum umfram félaga í LSR. Hl-
unnindin verða mest 31% af föstum
launum og í því tilviki er um það að
ræða að maður verði þingmaður 52
ára og hætti 61 árs eftir níu ára
þingmennsku.
Ef miðað er við meðaltal lífeyris-
hlunnindanna 10% þá ætti það að
jafngilda 29.500 kr. launum á mán-
uði miðað við þingfararkaup, sem
eftir úrskurð Kjaradóms 8. maí síð-
astliðinn, nemur nú 295 þúsund
krónum, en lífeyrishlunnindin geta
verið mjög mismunandi í einstaka
tilvikum eins og að framan greinir.
að störfum þannig að það er al-
gjörlega ótímabært að vera með
einhverjar fullyrðingar um að það
liggi fyrir tillögur um uppsögn
starfsmanna. Eg er ekki að segja
að það geti ekki orðið niðurstaðan
Auk þingfararkaupsins fá alþingis-
menn mánaðarlega greiddan þing-
fararkostnað, sem nemur 42.567 kr.
á mánuði til að standa undir starfs-
kostnaði. Þá fá alþingismenn einnig
greiddan fastan ferðakostnað mán-
aðarlega að upphæð 33.560 kr.,
nema þingmenn Reykjavíkur sem
fá 25.928 kr., en þessar fjárhæðir
eiga að standa undir ferðakostnaði í
næsta nágrenni heimilis eða starfs-
stöðvar. Loks fá þingmenn frá kjör-
dæmum utan Reykjavíkur og
Reykjaness 59.317 kr. í húsnæðis-
og dvalarkostnað og ef viðkomandi
á aðalheimili utan Reykjavíkur og
Reykjaness en heldur annað heimili
í Reykjavík á hann rétt á 40% álagi
á þá upphæð eða kr. 23.727. Þá fær
sá þingmaður sem á heimili Utan
höfuðborgarsvæðisins en fer dag-
lega á milli um þingtímann greidd-
an þriðjung upphæðar vegna hús-
næðis- og dvalarkostnaðar eða kr.
19.772.
að breyta eitthvað til í rekstri, en
ég vil ekki gefa mér það fyrirfram
og það held ég að starfsmenn
stofnunarinnar eigi ekki að gera
heldur.
En hitt er svo rétt að hafa í huga
að starfsemi Skógræktarinnar hef-
ur verið að breytast verulega á
undanförnum árum. Það hefur ver-
ið unnið að því að færa verkefnin
út á hinn frjálsa markað og það
getur líka leitt til þess að það þurfi
að skoða fjárveitingarnar, að þær
hafi ekki tekið mið af þessum kerf-
isbreytingum," segir Guðmundur.
Mun fleiri konur
í hópi þingmanna á
næsta Alþingi
Verða 22
af 63 en
voru 18
KONUR í hópi þingmanna verða
fleiri á því Alþingi sem næst kemur
saman en því síðasta; þeim fjölgar úr
18 í 22 af 63 þingmönnum eða úr
rúmum 28% í 35% sé litið á þing-
mannahópinn á síðasta þingi. Flestar
konur eru í þingflokki Samfylkingar-
innar eða 9 af 17 sem eru 53%.
Næsthæst hlutfall kvenna er í
þingflokki Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, tveir þingmenn af
sex eru konur. Hjá Sjálfstæðis-
flokknum er hlutfallið rúm 30%, en
átta konur eru í 26 manna þing-
flokknum og hjá Framsóknarflokkn-
um er fjórðungur þingmanna konur,
þrjár af tólf. Báðir þingmenn Frjáls-
lynda flokksins eru karlar.
Sé htið á kynjaskiptinguna í ein-
stökum kjördæmum eru 9 af 19
þingmönnum Reykvíkinga konur eða
rúm 47%. í Reykjanesi er hlutfallið
hæst, þar eru kynin jöfn, hvort með
sex þingmenn. Engar konur eru í
hópi þingmanna Vestfjarða eða
Norðurlands vestra. Tveir þingmenn
af sex í Norðurlandi eystra eru kon-
ur og sömuleiðis í Suðurlandi og
tvær eru í Austfjarðakjördæmi en
þar ei-u fimm þingmenn.
100% í sumum
kjördæmum
Þegar litið er á hlutfall karl- og
kvenþingmanna í einstökum flokkum
í hverju kjördæmi kemur í ljós að
hæst hlutfaO kvenna er hjá Fram-
sóknarfiokknum á Vesturlandi og
Norðurlandi vestra og hjá Sjálfstæð-
isflokknum á Austurlandi þar sem
eini þingmaður flokkanna í þessum
kjördæmum eru konur. Þá eru kon-
ur í miklum meirihluta í hópi þing-
mannna Samfylkingar í Reykjavík
eða fjórar af fimm þingmönnum og
þrjár af fjórum þingmönnum í
Reykjanesi. Hæst hlutfall kvenna
hjá Sjálfstæðisflokknum er einnig í
Reykjavík en fjórar af níu þing-
mönnum eru konur.
Konur á þingi eru sem hér segir:
Af hálfu Framsóknarflokks: Siv
Friðleifsdóttir, Ingibjörg Páimadótt-
ir og Valgerður Sverrisdóttir. Hjá
Sjálfstæðisflokki: Sólveig Péturs-
dóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir,
Katrín Fjeldsted, Ásta Möller, Sig-
ríður Anna Þórðardóttir, Þorgerður
K. Gunnarsdóttir, Arnbjörg Sveins-
dóttir og Drífa Hjartardóttir. Sam-
fylkingin: Jóhanna Sigurðardóttir,
Bryndís Hlöðversdóttir, Guðrún Ög-
mundsdóttir, Ásta R. Jóhannesdótt-
ir, Rannveig Guðmundsdóttir, Sig-
ríður Jóhannesdóttir, Þórunn Svein-
bjarnardóttir, Svanfríður Jónasdótt-
ir og Margrét Frímannsdóttir. Frá
Vinstrihreyfmgunni verða þær Kol-
brún Halldórsdóttir og Þuríður
Backman á næsta þingi.
Ráðherra um yfírlýsingu starfsmanna Skógræktar ríkisins
Ótímabærar
fullyrðingar
Athugasemd vegna
sj ónvarpsþáttar
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi
athugasemd frá Ólafi Þ. Harðarsyni, dósent í
stjómmálafræði við Háskóla íslands:
„I sjónvarpsþætti forystumanna flokkanna á
síðasta sunnudag voru gerðar athugasemdir við
túlkun mína í fréttum útvarps og sjónvarps á
niðurstöðum skoðanakönnunar GaOup frá 6.
apríl. Mér þykir rétt að greina frá því á hverju
sú túlkun byggðist.
Fylgi vinstri grænna í könnuninni var 6,5% á
landinu öllu. Það mældist 5,3% í Reykjavík,
2,1% á Reykjanesi og 10,8% í landsbyggðarkjör-
dæmunum sex. í fréttum var ég beðinn að meta
hvort þetta fylgi tryggði vinstri grænum menn á
þing. Eg sagði að ef flokkurinn fengi kjördæma-
kjörinn þingmann fengi hann lfldega þrjá upp-
bótarmenn til viðbótar. Hins vegar væri óvissa
um það hvort hann fengi kjördæmakjörinn
mann. Könnunin benti til þess að svo gæti verið,
enjrað væri ekki öruggt.
I íslenska kosningakerfinu fær flokkur enga
uppbótarmenn nema hann fái kjördæmakjörinn
þingmann. Það getur vel gerst, að flokkur með
6-7% fylgi fái engan mann. Flokkur getur t.d.
verið með 5-6% fylgi í Reykjavík, 5-8% fylgi á
Reykjanesi, 2-11% í Norðurlandi eystra og
2-13% í hinum kjördæmunum án þess að fá
nokkum mann kjörinn. Það þarf ekkert sérstak-
lega skrýtin kosningaúrslit til þess að þetta ger-
ist.
Flokkur sem fengi rúm 12% á landsvísu væri
hins vegar dæmalaust óheppinn fengi hann
hvergi kjörinn mann. SOk úrslit eru afskaplega
ólfldeg, en gætu tæknilega gerst. Reglan um að
flokkur þurfi að fá kjördæmakjörinn mann tfl
þess að fá uppbótarmenn er afar óheppileg,
enda bindur ný kosningaskipan úthlutun upp-
bótarsæta við 5% fylgi á landsvísu.
Fylgi vinstri grænna í Gallup-könnuninni
nægði ekki til þess að fá kjördæmakjörinn mann
í Reykjavík eða Reykjanesi. Ég benti á, að ef
fylgi þeirra á landsbyggðinni dreifðist jafnt mUO
allra landsbyggðarkjördæma tryggði það þeim
hvergi kjördæmakjörinn mann. Ef fylgið dreifð-
ist ekki jafnt gætu þeir hins vegar fengið mann.
Til þess að fá kjördæmakjörinn mann á Norð-
urlandi eystra þarf flokkur að fá 11-16% (miðað
við að þorri atkvæða skiptist mUli B, D, S og U,
en aðrir fái 1,4%). í öðrum landsbyggðarkjör-
dæmum þarf 13-19% fylgi.
Fylgi U-listans í Norðurlandi eystra þurfti
þannig einungis að vera ofurlítið hærra en
landsbyggðarmeðaltalið tU þess að Steingrímur
J. Sigfússon ætti möguleika á kjördæmakjöri,
en það þurfti að vera 5% hærra tU þess að sætið
væri öruggt.
Engar kjördæmakannanir lágu fyrir á þess-
um tíma. Svarendur af landsbyggðinni í Gallup-
könnuninni voru um 200 og skekkjumörk því
stór, +/- 4,4%. Ef raunfylgi vinstri grænna á
landsbyggðinni var ofarlega innan þessara
marka var næsta öruggt að flokkurinn fengi
kjördæmakjörinn mann. Ef raunfylgið var hins
vegar við neðri skekkjumörkin hefði fylgið í
Norðurlandi eystra þurft að vera tæplega 5%
meira en landsbyggðarmeðaltalið til að von væri
um sæti þar og tæplega 10% hærra tfl þess að
sætið væri tryggt.
í Ijósi aUs þessa þótti mér eðUlegt að segja,
að niðurstöður könnunarinnar fælu í sér að
óvissa ríkti um það hvort vinstri grænir fengju
kjördæmakjörinn mann eða ekki. Þefr gætu
fengið mann, en það væri ekki tryggt. Ég taldi
að þetta væri varfærin túlkun, en menn geta
auðvitað deUt um það.
Á þessum tíma var líka vitað að eftir nokkra
daga yrði birt kjördæmakönnun Gallup úr
Norðuriandi eystra. Hún kom og mældi fylgi U-
listans 18,6% og benti því ótvfrætt til þess að
Steingrímur J. Sigfusson yrði kjördæmakjör-
inn.
UrsUt kosninganna sýna að vinstri grænir
bættu veiulega við fylgi sitt í kosningabarátt-
unni. Steingrímui- fékk 22% í Norðurlandi
eystra og var kjördæmakjörinn, en vinstri
grænir fengu ekki kjördæmakjörinn mann í
öðrum landsbyggðarkjördæmum. Fylgisaukn-
ingin í Reykjavík tryggði flokknum kjördæma-
kjörinn mann þar. Flokkurinn fékk þannig á
endanum 6 þingmenn, tvo kjördæmakjöma og
Qóra uppbótarmenn, enda með yfir 9% fylgi á
landsvísu.“
rr
í
I
i
-