Morgunblaðið - 12.05.1999, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 11
FRÉTTIR
Kapphlaup í
Rimaskóla
GEYSILEGA góð þátttaka var í
skólahlaupi Rimaskóla á vorhátíð
skólans, daginn fyrir kosningar,
enda þátttökupeningar og Svali í
verðlaun fyrir þátttakendur. Að
auki skemmtu krakkar úr Rima-
skóla sér þennan dag við að hlýða
á Skólahljómsveit Grafarvogs,
horfa á danssýningu, fylgjast með
fótboltakeppni nemenda og kenn-
ara, hlusta á unga tónlistarmenn
og fleira. Að auki fengu margir
sér andlitsmálningu í tilefni dags-
ins, enn fleiri fengu sér grillaða
pylsu og loks var hinn myndarleg-
asti hnallþórubasar í gangi.
Morgunblaðið/Kristinn
Útvarpsráð ræðir gagnrýni Halldórs Ásgrímssonar
Óeðlilega langur
tími í kvótaeign
ÚTVARPSRÁÐ ræddi á fundi sín-
um í gær gagnrýni Halldórs Ás-
grímssonar, formanns Framsóknar-
flokksins, á umræðuþátt Sjónvarps-
ins við hann, þar sem hann segir að
gerð hafí verið tih'aun til aðfarar
gegn sér. Markús Om Antonsson út-
varpsstjóri segir að meirihluti ráðs-
ins hafi verið sammála um að óeðli-
lega langur hluti þáttarins hafi verið
helgaður umræðu um kvótaeign fjöl-
skyldu Halldórs og starfsemi fjöl-
skyldufyrirtækis.
„Við ræddum almennt dagskrá út-
varps og sjónvarps fyrir kosningar
og kosningavökuna og það var áber-
andi meðal ráðsliða, og ég tók undir
það, að óeðlilega löngum tíma hefði
verið varið til umræðu um þetta eina
tiltekna atriði, þ.e. umræðu um
kvótaeign fjölskyldu Halldórs og
starfsemi þessa ijölskyldufyrirtækis,
í ljósi þess að til þáttarins var efnt í
því skyni að gefa honum sem for-
ystumanni Framsóknarflokksins
tækifæri til að skýra stefnu flokksins
í hinum margvíslegu þjóðmálum fyr-
ir kosningar,“ segir Markús Örn.
„Auðvitað voru uppi dálítið ólík
sjónarmið um þetta atriði, en ég held
að megi fullyrða að þetta hafi verið
megintónninn í þeim umræðum. Mér
fannst það vera yfirgnæfandi sjónar-
mið hjá þeim sem tjáðu sig um málið
og ég held að það hafi verið nánast
allir í ráðinu. Ég held að þetta sé
réttmæt gagnrýni sem fram hefur
komið af hálfu formanns Framsókn-
arflokksins, um að þarna var mjög
miklum tíma varið í þessa umfjöllun
miðað við heildartímann sem honum
var ætlaður til að skýra stefnuskrá
flokksins,“ segir Markús Örn.
Hann segir að ekki hafi verið rætt
um að gera athugasemdir við vinnu-
brögð umsjónarmanna þáttarins eða
finna að þeim, en hins vegar hafi
hann ákveðið að gerð verði almenn
könnun til að kanna viðhorf til trú-
verðugleika fréttastofa Útvarps og
Sjónvarps og kosningaumfjöllunar,
til að komast að því hvaða mat hlust-
endur og áhorfendur hafa lagt á dag-
ski-á tengda kosningunum.
Hver getur haft sína skoðun
„Við ræðum málin í ljósi reynsl-
unnar og það eru ýmis atriði sem ég
geri athugasemdir við í sambandi við
framkvæmd dagskrár hér og einstök
atriði í svo mörgum efnum sem
koma upp í umræðum á milli mín,
deildarstjóra og framkvæmdastjóra
Útvarps og Sjónvarps, þannig að
vafalaust verður að ýmsu slíku vikið
í okkar samtölum," segir Markús
Öm, aðspurður um hvort hann teldi
ástæðu til að ræða þessi mál sérstak-
lega við stjómendur þáttarins.
Bogi Ágústsson fréttastjóri Sjón-
varpsins hafði ekki heyrt af fyrr-
nefndum umræðum í útvarpsráði er
Morgunblaðið ræddi við hann í gær-
kvöldi. Að sögn Boga vísar frétta-
stofan því algjörlega á bug að hún
hafi tekið þátt í tilraun til aðfarar
gegn Halldóri Ásgrímssyni. „Það
gerir fréttastofan ekki og hún er
ekki verkfæri neins,“ segir Bogi. Að-
spurður um álit sitt á ft'amangreind-
um umræðum Útvarpsráðs um
gagnrýni Halldórs á umræðuþáttinn
segir Bogi að hver geti haft sína
skoðun á þvi hversu langur tími hefði
átt að fara í umræður um kvótaeign
Halldórs.
„Mér fannst eðlilegt að það væri
rætt um málið. Það er alltaf erfitt að
stýra því nákvæmlega hvert um-
ræðuefnið er og hversu langur tími
fer í það í umræðuþætti í beinni út-
sendingu. Það er auðvelt að vera vit-
ur eftir á en ég ætla ekki að taka
undir þessa gagnrýni. Ég vil ítreka
það að hvorki þeir starfsmenn sem
vora í þessum þætti né nokkur annar
á Sjónvarpinu tekur þátt í pólitískum
leikjum. Mér finnst fáránlegt að vera
með slíkar órökstuddar dylgjur."
Agúst Einarsson vill stofnun flokks og
nýja forystu í Samfylkingunni
Ingibjörg Sólrún
taki við forystu-
hlutverkinu
ÁGÚST Einarsson, sem skipaði 5.
sæti á framboðslista Samfylkingar-
innar á Reykjanesi, telur að stofna
beri stjórnmálaflokk um Samfylk-
inguna strax í haust og velja hon-
um nýja forystu. Núverandi odd-
vitar Samfylkingarinnar eigi að
axla ábyrgð á hvemig fór í kosn-
ingunum. Hann segist í samtali við
Morgunblaðið vera þeirrar skoðun-
ar að fá eigi Ingibjörgu Sólránu
Gísladóttur borgarstjóra til að
leiða Samfylkinguna.
Ágúst skrifar pistil á heimasíðu
sína á Netinu í gær þar sem hann
fjallar um stöðu Samfylkingarinnar
og er fyrirsögn greinarinnar:
„Stofnum flokk og kjósum nýja for-
ystu“. í greininni segir Ágúst m.a.:
„Samfylkingin náði ekki 30% fylgi í
kosningunum sem var markmiðið.
Þrátt fyrir það er brýnt að stofna
stjómmálaflokk strax í haust. Það
má ekki dragast." Og síðar í pistli
sínum segir Ágúst: „Samfylkingin
er sprottin úr samstarfí í sveitar-
stjórnum og á landsvísu. Með
flokksstofnun og nýrri forastu ætti
brautin að vera bein fyi’ir næstu
sveitar- og Alþingiskosningar. Það
þarf að hafa gott samstarf við
Vinstri-græna sem unnu góðan sig-
ur. Kosningabaráttan sýndi að það
er lítill munur á Framsókn og
Sjálfstæðisflokki og því verða
menn að snúa bökum saman á
vinstri væng stjórnmála."
Það fór ýmislegt
úrskeiðis
„Ég tel eðlilegt að velja nýja for-
ystu og finnst ekkert sjálfgefið að
núverandi foiystumenn Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags séu
þama á oddinum," sagði Ágúst í
samtali við blaðið í gær. „Ég tel að
kosningabaráttan, sem þau bára
ábyrgð á, hafi ekki tekist sem
skyldi. Það var í stöðunni þegar
hún hófst fyrir tveimur og hálfum
mánuði að hægt hefði verið að ná
um það bil 35% fylgi. Ég tel að það
sé sanngjamt mat. Það fór ýmis-
legt úrskeiðis og þótt erfitt sé að
kenna einstaklingum um það þá
era það einstaklingar sem bera
ábyrgð á því og það era þessir tveir
forystumenn, Sighvatur og Mar-
grét, sem hafa hið formlega vald í
þessari hreyfingu," sagði Agúst.
Ágúst segist vera þeirrar skoð-
unar að Ingibjörg Sólrán Gísla-
dóttir gæti gegnt lykilhlutverki í
þeirri uppstokkun sem þurfi að
eiga sér stað. „Það er ljóst að við
náðum ekki markmiðinu. Það verð-
ur erfiðara að vinna úr þessu en ef
við hefðum náð 30%. Ég teldi hana
mjög hæfan forystumann en ef hún
kýs hins vegar að gera það ekki, þá
verða menn vitaskuld að leita ann-
arra leiða,“ sagði Ágúst.
Þrír milljarðar
í auðlindagjald
Ágúst vék einnig að stefnu Sam-
fylkingarinnar í sjávarátvegsmál-
um í pistli á Netinu. Hann segir
það rangfærslu hjá Davíð Oddssyni
forsætisráðherra að Samfylkingin
hafi á sínum tíma lagt fram tillögu
um 30 milljarða auðlindagjald, en
hafí fyrir kosningar lækkað hana
niður í 3 milljarða. Davíð rugli hér
sanian hugtökum. Hagfræðingar,
m.a. Ragnar Ámason prófessor,
telji að fiskveiðiarður, þ.e. hagnað-
ur, í sjávarútvegi geti numið 30
milljörðum þegar stofnar era orðn-
ir öflugir og sókn sé hagkvæm.
„Ef auðlinda- eða veiðileyfagjald
er helmingur þess fást 15 milljarð-
ar sem ég hef nefnt sem hámarks-
gjald í framtíðinni. Ég hef margoft
sagt að fiskveiðiarðurinn núna sé
um 5 milljarðar og hæfilegt gjald
nú sé um 2,5 milljarðar á ári. Sam-
fylkingin mun taka 3 milljarða í
auðlindagjald á ári,“ segir á heima-
síðu Ágústs.
Bókanir í borgarráði um uppsagnir fjögurra fatlaðra starfsmanna borgarinnar
Ekki rætt í aðdrag-
anda uppsagna að
þeir væru fatlaðir
BORGARSTJÓRI lagði ffam á borg-
arráðsfundi í gær greinargerð um
uppsagnir fjögurra fatlaðra einstak-
linga hjá gai-ðyrkjustjóra í framhaldi
umræðna á síðasta fundi borgar-
stjórnar og vegna ummæla ýmissa
forystumanna sjálfstæðismanna í fjöl-
miðlum. Þar ítrekar Ingibjörg Sóh-ún
Gísladóttir borgarstjóri ummæli frá
fundi borgarstjómar 6. maí að hún
hafi fyrst frétt af uppsögnunum
þriðjudaginn 4. maí en starfsmenn-
imir höfðu fengið uppsagnarbréf
send miðvikudaginn 28. apríl. í bókun
sjálfstæðismanna í borgarráði segir
að aðdragandi málsins bendi ótvírætt
til þess að öllum sem tóku þátt í und-
irbúningi uppsagnanna hafi verið ful-
ljóst að um fatlaða einstaklinga væri
að ræða, þar á meðal borgarstjóra.
í greinargerð borgarstjóra er rakið
að 11. mars hafi borgarverkfræðingur
kynnt fyrir borgarstjóra þá ákvörðun
stjómenda garðyrkjudeildar að segja
upp fjórum starfsmönnum. Gerði
hann ekki sérstaka grein fyrir því að
umræddir starfsmenn teldust fatlað-
ir. Síðan segir:
„Forstöðumanni kjaraþróunar-
deildar í Ráðhúsi barst það til eyma,
þriðjudaginn 27. apríl, að til stæði að
segja upp fjórum fótluðum einstak-
lingum sem störfuðu hjá garðyrkju-
stjóra. Hafði hann samband við
starfsmannastjóra borgarverkfræð-
ings og kannaði hverju uppsagnimar
sættu. Af samtalinu réð hann að ekki
væri búið að kanna nægilega vel
hvaða úrræði önnur stæðu þessum
einstaklingum til boða. Beindi for-
stöðumaður kjaraþróunardeildar því
til starfsmannastjórans að uppsögn-
inni yrði frestað meðan kannað yrði
hvaða leiðir væru mögulegar í málinu.
Tók starfsmannastjóri sér frest til að
hugsa málið en hafði síðan samband
aftur við forstöðumann kjaraþróunar-
deildai- og tjáði honum að yfirmenn
hefðu ekki fallist á að fresta uppsögn-
inni.“
Engin samskipti starfsmanna-
stjóra við borgarstjóra
Þá segir í greinargerð borgar-
stjóra að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
hafi haft samband við starfsmanna-
stjóra borgarverkfræðings til að
ræða fyrrgreindar uppsagnir. Borg-
arstjóri óskaði eftir greinargerð
starfsmannastjórans um samtal
þeirra. Vilhjálmur óskaði eftir því að
uppsagnirnar yrðu dregnar til baka
eða þeim frestað. Sagði starfs-
mannastjóri að slíkt væri ekki á sínu
færi þar sem fleiri en hann stæðu að
Sjálfstæðismenn segja
borgarstjóra hafa verið
ljóst að um fatlaða menn
væri að ræða
ákvörðuninni. I minnisblaði starfs-
mannastjórans til borgarstjóra segir
einnig: „Vilhjálmur spurði hvort
borgarstjóra væri kunnugt um málið
og taldi ég svo vera. Þá spurði hann
hvort borgarstjóri hefði samþykkt
þessar uppsagnir. Ég svaraði því til
að þær upplýsingar sem ég hefði
væra á þá leið að ákvörðun um þetta
og ábyrgð væri hjá embætti borgar-
verkfræðings. I samræmi við það var
málið líka unnið. Rétt er að taka
fram að Vilhjálmi var ljóst að bein
samskipti mín og borgarstjóra vegna
þessa máls voru engin.“
Borgarstjóri segir í greinargerð-
inni að starfsmannastjóri borgar-
verkfræðings hafi ekki komið boðum
til borgarstjóra um uppsagnirnar.
Hún segir þátt Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar í málinu sérstæðan.
Hann hafi látið líta svo út sem hann
væri sérstakur málsvari einstakling-
anna en heil vika hafi samt liðið frá
því hann frétti af uppsögnunum og
þar til hann aðhafðist eitthvað í mál-
inu. „Á þessari viku hefur hann
hvorki samband við borgarverkfræð-
ing né borgarstjóra til að kanna að-
komu þeirra að málinu eða freista
þess að fá ákvörðuninni hnekkt.
Hann tekur málið ekki upp í borgar-
ráði 4. maí, eins og honum var þó í
lófa lagið, og gerir ekkert sem getur
dregið úr öryggisleysi og sársauka
fyrrnefndra fjögurra einstaklinga.“
Rætt við aðstandendur
og Félagsþjónustuna
I bókun borgarráðsfulltráa Sjálf-
stæðisflokksins er spurt hvers vegna
borgarverkfræðingur hafi lagt upp:
sagnimar fyrir borgarstjóra. „í
greinargerð borgarverkfræðings
kemur einnig fram að ákveðið hafi
verið í lok mars að ræða við þessa
starfsmenn, aðstandendur þeirra,
Vinnumiðlun og Félagsþjónustuna
áður en uppsagnarbréf væru send.
Þrátt fyrir þessa sérstöku meðferð
kannast hvorki borgarverkfræðing-
ur né borgarstjóri við það að þessir
fjórfr einstaklingar væru fatlaðir.
Hver trúir þessu?“
Hér má skjóta því inn að í greinar-
gerð borgarverkfræðings um málið
segir: „Borgarstjóra var hvorki
kunnugt um uppsagnarbréfin né
hvaða viðræður við áttum við aðra
aðila vegna þessa máls,“ og með
„við“ á borgarverkfræðingur við sig
og garðyrkjustjóra.
Þá segir í bókun sjálfstæðismanna
að aðdragandi málsins bendi til þess
að öllum sem tóku þátt í undfrbún-
ingi uppsagna fjögurra einstaklinga
hjá garðyrkjustjóra hafi verið full-
ljóst að um fatlaða einstaklinga væri
að ræða, þar á meðal borgarstjóra.
„Greinargerð borgarstjóra og minn-
isblöð embættismanna bera með sér,
svo ekki verður um villst, að borgar-
stjóra var fullkunnugt um aðstæður
þessara ijögurra einstaklinga,“ segir
meðal annars. Lokaorð bókunarinn-
ar era þessi:
„Yfirklór borgarstjóra, Ingibjarg-
ar Sólrúnai- Gísladóttur, og fullyrð-
ingai- hennar um að hún hafi ekkert
vitað um aðstæður þessara fjögurra
einstaklinga eru afar ótrúverðugar.
Miklu fremur er óhætt að fullyrða í
framhaldi af þeim upplýsingum sem
nú liggja fyrir að borgarstjóra hafi
verið fullkunnugt um alla þætti
málsins.“