Morgunblaðið - 12.05.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 13
þýða minnkandi framleiðslu að öðru
jöfnu.
Coldwater eða
Norway Seafood?
A næstu vikum og mánuðum verð-
ur leitað að samstarfsaðila um
rekstur verksmiðjanna og vonast
Finnbogi til að línur verði farnar að
skýrast í lok ársins. Hann er bjart-
sýnn á að það takist að fmna sam-
starfsaðila. Áður hefur komið fram
hjá honum að vart hafi orðið áhuga
hjá aðilum um samstarf og nokkrir
kæmu þar tO greina. Hann segir nú
að þreifingar standi yfir og að öllum
dyrum sé haldið opnum.
Þegar forystumenn SH og ÍS
ræddu möguleika á samruna félag-
anna kom það fram að hagræðingar-
möguleikar kynnu að vera í því að
sameina rekstur fiskréttaverksmiðja
þeirra í Bandaríkjunum þótt ekki
væru menn sammála um það hvort
gerlegt væri eða skynsamlegt að
leggja aðra verksmiðjuna niður.
Innan IS komu á þessum tíma upp
hugmyndir um að taka frekar upp
samstarf við norska stórfyrirtækið
Norway Seafood, meðal annars um
rekstur verksmiðjunnar vestan hafs
en norska fyrirtækið rekur gamla
físki-éttaverksmiðju í New Bedford.
Komu fulltrúar norska fyrirtækisins
hingað til lands til að ræða málin.
Finnbogi Jónsson tekur fram að
ekki hafi verið hafnar viðræður við
neinn ákveðinn aðila en ýmsar þreif-
ingar verið í gangi. Aðspurður segir
hann líklegra að tekið verði upp
samstarf við erlendan aðila en inn-
lendan, einfaldlega af því að aðeins
eitt annað íslenskt fyrirtæki reki
fiskréttaverksmiðju í Bandaríkjun-
um en fjöldi erlendra. Hann tekur
jafnframt fram að ekki sé víst að
gengið verði til samstarfs við sama
aðila um rekstur verksmiðjanna í
Evrópu og Bandaríkjunum, verk-
smiðjurnar séu ólíkar eins og mark-
aðurinn.
Þarf að skila 100
milljónum heim
ÍS keypti Gelmer fisksölufyrir-
tækið í Frakklandi fyrir tveimur ár-
um og sameinaði dótturfélagi sínu
þar í landi undir nafninu Gelmer-
Iceland Seafood. Fyrirtækið rekur
nýlega fiskréttaverksmiðju sem er
eins og verksmiðjan í Bandaríkjun-
um illa nýtt. Framleiðslan nemur
um 60% af _ framleiðslugetu verk-
smiðjunnar. ÍS tók við fyrirtækinu í
miklum taprekstri og það tapar enn,
eins og raunar var gert ráð fyrir í
áætlunum. Reiknað er með hagnaði
eftir árið í heild. Finnbogi segir að
verksmiðjan sé góð og ætti að hafa
möguleika til að skila hagnaði svo
framarlega sem markaður fyrir af-
urðir af þessu tagi verði góður á
næstu árum.
ÍS hefur lagt fram um 900 milljón-
ir kr. vegna kaupa á hlutabréfum í
fyrh'tækinu og hlutafjáraukningu og
segir Finnbogi að til að réttlæta þá
fjárfestingu þurfi Gelmer að skila
heim í formi arðs að minnsta kosti
100 milljónum kr. á ári. „Eins og
þessi rekstur horfir við í dag verð ég
að játa að það þarf veruleg umskipti
til þess að það geti átt sér stað. Við
verðum að vinna að því marki að
gera þetta fyrirtæki að arðbærri
einingu. Ég held að möguleikamir
séu fyrir hendi. Við eigum þarna
góða verksmiðju sem við getum nýtt
betur, hugsanlega í samstarfi við
aðra,“ segir hann.
Breytingar á æðstu stjórn
Skipulagsbreytingarnar sem
kynntar voru á dögunum felast með-
al annars í því að formlega er lögð
niður staða framkvæmdastjóra sölu-
fyrirtækis ÍS í Hamborg og stjórnin
falin framkvæmdastjóra Iceland
Seafood Ltd. í Hull. Starf aðstoðar-
forstjóra íslenskra sjávarafurða hf.
er lagt niður og breytingar gerðar á
skipulagi sölu- og markaðssviðs.
Hafa þeir menn sem voru í þessum
þremur störfum hætt hjá ÍS.
Finnbogi segir að markmið breyt-
inga á stjórnun Iceland Seafood
GmbH í Hamborg sé að minnka
kostnað. Söluskrifstofan velti aðeins
liðlega tveimur milljörðum og starf-
semin standi ekki undir þeim kostn-
aði sem fylgi sjálfstæðum fram-
kvæmdastjóra. Með því að fela
framkvæmdastjóranum í Hull að
taka við framkvæmdastjórn í Ham-
borg sé ætlunin að ná sama árangri
með minni kostnaði.
Unnið er að gerð pýs sldpurits
fyi-ir aðalskrifstofur IS á Islandi.
Þegar hefur verið ákveðið að leggja
niður starf aðstoðarforstjóra enda
segir Finnbogi að umfang verkefna
hans hafi minnkað. Þá hefur að sögn
forstjórans verið ákveðið að leggja
mesta áherslu á markaðsmálin í
nýja skipuritinu og gerð breyting á
markaðs- og söludeild sem tengist
því. Fjármálasvið samstæðunnar
verður eflt og það gert að sérstakri
hagnaðareiningu, meðal annars með
því að fela því að annast að verulegu
leyti fjármögnun dótturfélaga er-
lendis. Telur Finnbogi að með sam-
eiginlegri fjármögnun samstæðunn-
ar eigi að vera unnt að fá hagstæðari
lán en hvert einstakt fyrii-tæki á
kost á, meðal annars vegna hærri
fjárhæðar og betri áhættudreifing-
ar. Fyrirkomulagið verður þannig
að fjármálasviðið býður dótturfélög-
unum fjármögnun og þau munu taka
því nema þau geti aflað ódýrara
fjármagns annars staðar. Fjármála-
sviðið fjármagnai- sig síðan þar sem
það best getur og fær tekjur af
vaxtamun. Segir Finnbogi að eitt-
hvað hljóti að vera að ef fjármála-
sviðinu takist ekki að bjóða dóttur-
félögum jafn hagstæð eða hagstæð-
ari kjör en þau eigi kost á annars
staðar.
Þeir tveir menn sem nú hafa látið
af störfum á aðalskrifstofu ÍS, Sæ-
mundur Guðmundsson aðstoðarfor-
stjóri og Aðalsteinn Gottskálksson
framkvæmdastjóri sölu- og mark-
aðsmála, voru tveir nánustu sam-
starfsmenn Benedikts Sveinssonar
fyrrverandi forstjóra IS sem á síð-
asta ári tók við stjórn Iceland
Seafood Corp. í Bandaríkjunum,
fyrst í leyfi frá störfum forstjóra en
síðan alfarið. Finnbogi neitar því að
brotthvarf þeirra frá fyrirtækinu nú
sé til marks um að þeir hafi verið
látnir sæta ábyrgð vegna mistaka í
fjárfestingu og rekstri fyrirtækisins
í Bandaríkjunum og umdeildum
kaupum á Gelmer-verksmiðjunni í
Frakklandi. Hann segir að Sæ-
mundur og Aðalsteinn séu hæfir ein-
staklingar og gengið hafi verið frá
starfslokum þeirra í vinsemd. Það
hafi hins vegar verið mat sitt að þörf
væri á einstaklingum með aðra eig-
inleika til að framfylgja nýjum
áherslum í skipulagi og rekstri fyr-
irtækisins.
Eigið fé minnkaði um
1,2 niilljarða kr.
Rekstrartap ÍS á árunum 1997 og
1998 nam tæpum milljarði kr. og
enn meira hefur gengið á eigið fé
þess. Bókfært eigið fé íslenskra
sjávarafurða nam tæpum milljarði
kr. um síðustu áramót en þar af var
eignfærsla á tekjuskattsspamað
vegna taprekstrar dótturfyrirtækis-
ins í Bandai-íkjunum upp á um 300
milljónir kr. Það er reiknuð eign
sem nýtist ekki nema Iceland
Seafood Corportation skili hagnaði í
framtíðinni. Að þessum lið frádregn-
um er eigið fé fyi'iilækisins um 700
milljónir. Bókfært eigið fé var hins
vegar liðlega 1.880 milljónir kr. í
upphafi árs 1997 og hefur eigið fé án
hugsanlegs skattasparnaðar Iceland
Seafood í framtíðinni því minnkað
um tæplega 1,2 milljarða króna á
tveimur árum, þrátt fyrir að selt
hafí verið hlutafé fyrir 340 milljónir
kr. á síðasta ári.
Finnbogi Jónsson leggur á það
áherslu að þær breytingar sem nú
hafa verið ákveðnar séu aðeins liður
í aðgerðum til að gera ÍS að arð-
bæru fyrirtæki á nýjan leik. Hann
segir ekki ákveðið með frekari að-
gerðir en tekur fram að ekki sé lík-
legt að alveg á næstunni verði nýtt
heimild sem stjórn félagsins aflaði
sér á síðasta aðalfundi til að auka
hlutafé um 400 milljónir kr.
Hann segist telja það raunhæfan
möguleika að fyrirtækið nái að vinna
sig út úr þeim erfiðleikum sem það
hefur ratað í vegna mikilla fjárfest-
inga í Bandaríkjunum og Frakk-
landi. „Fyrirtækið hefur á að skipa
mjög hæfu fólki á mörgum sviðum
og við ætlum, þessi hópur sem hér
starfar, að gera það að enn öflugra
fyrirtæki á sviði viðskipta með sjáv-
arafurðir á alþjóðlegum markaði,"
segir Finnbogi.
Fornleifafundur við Hjallatún í Tálknafírði
Morgunblaðið/Finnur
Á FUNDARSTAÐ. Skúli Guðbjarnarson, sá sem fann hlutinn, Hermann Jóhannesarson, ábúandi í Hjallatúni,
og Árni O. Sigurðsson, starfsmaður Eyraeldis ehf.
Hugsan-
lega söðul-
skraut frá
18. öld.
SKREYTTUR hlutur úr kopar-
blöndu sem fannst við gröft við
bæinn Hjallatún í Tálknafirði í
vor er hugsanlega skraut af
kvensöðli frá 18. öld, að sögn sér-
fræðings hjá Þjóðminjasafninu.
Verið var að grafa fyrir
sjólögn að fískeldiskerum á
staðnum þegar munurinn fannst.
Finnandi hlutarins var Skúli Guð-
bjarnarson, starfsmaður fiskeld-
isins Eyraeldis ehf. á Tálknafirði.
Munurinn var í fyrstu settur til
hliðar en sendur suður nú á dög-
unum til rannsóknar, að sögn
Hermanns Jóhannesarsonar, ábú-
anda í Hjallatúni.
Sigurður Bergsteinsson, forn-
leifafræðingur hjá Þjóðminja-
safninu, segir að líklega sé um
nokkuð merkan fund að ræða.
Erfitt sé að segja nákvæmlega til
um aldur og hlutverk hlutarins
að svo komnu máli, skrautið sé
skemmt að stórum hluta og erfitt
að meta stílinn á því nákvæm-
lega. Hann telur þó að munurinn
sé frá 18. öld. „Þetta er snotur
gripur úr koparblöndu og hefur,
að því er við höldum, verið smellt
á eitthvað, líklega leðuról.
Við höldum helst að þetta sé af
kvensöðli en þeir gátu verið gríð-
ar skrautlegir. Munurinn líkist
mjög hluta af kvensöðulsskrauti
sem við þekkjum héðan af safn-
inu. Það voru bara konur af
hærri stigum sem áttu svo ríku-
lega skreytta söðla. Þetta voru
góðir gripir og dýrir.“
Hluturinn fannst rétt neðan við
gömlu bæjarrústirnar í Hjallatúni
en Sigurður segir erfítt að meta
hvort munurinn sé vísbending um
að fleiri minjar sé að finna á
staðnum; umræddur munur
kunni einfaldlega að hafa tapast
á þessum stað. Omefnið Þinghóll
sem er skammt undan er sömu-
leiðis tæp vísbending þar sem ör-
nefnið sé tiltölulega nýtt og engin
önnur heimild sé fyrir því. „Það
hefur líklega ekki verið þarna
þingstaður til forna,“ segir Sig-
urður.
Sigurður telur ólíklegt að haf-
ist verði handa við fornminjaupp-
gröft á staðnum í bráð. Magnús
A. Sigurðsson, minjavörður Vest-
urlands, með aðsetur á Stykkis-
hólmi, mun f framhaldinu fara á
vettvang og kanna aðstæður.
Hann mun gæta þess í samráði
við menn á staðnum að frekari
gröftur sem til stendur muni ekki
valda óþarfa raski eða eyðilegg-
ingu á hugsanlegum fornleifum.
HLUTI af kvensöðulsskrauti, sem talið er frá 18. öld.
Vika í
Barcelona
9.júní
frá kr. 39.990
Nú býðst þér einstakt tækifæri á
þvi að komast til þessarar heill-
andi borgar á hreint frábærum
kjörum. Barcelona er í dag ein
mest spennandi borg Evrópu enda flykkj-
ast þangað ferðamenn frá öllum heimshomum til að
kynnast hinu einstaka menningar- og mannlífi borgarinnar.
Heimsferðir bjóða nú sértilboð á Paralell-hótelinu, einföldu en
þægilegu hóteli í hjarta Barcelona og á meðan á dvölinni stendur
nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Verð kr. 39*990
M.v. 2 í tveggja manna herbergi,
9. júní í viku.
Flugvallarskattar innifaldir.
Austurstræti 17, 2. hæð • sfmi 562 4600 • www.heimsferdir.is