Morgunblaðið - 12.05.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 12.05.1999, Qupperneq 37
36 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 37* Gripið til ráðstafana til bjargar Kaupfélagi Þingeyinga STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LAUNAKJOR ÞINGMANNA OG RÁÐHERRA LAUNAKJÖR þingmanna og ráðherra hafa alltaf verið umdeild. Á undanförnum áratugum hafa þau yfirleitt verið lægri en eðlilegt gæti talizt miðað við þau laun, sem greidd eru fyrir önnur ábyrgðarstörf. I umræðum manna á meðal hefur það gjarnan verið viðurkennt. Hins vegar hef- ur sjaldan verið hinn „rétti“ tími til að leiðrétta launakjör þeirra, sem þessum störfum gegna. Stjórnmálamennirnir sjálfir hafa verið tregir til að kalla yfir sig þá gagnrýni, sem fylgir umræðum um kjör þeirra. Störf af þessu tagi eru hvergi hálaunastörf á Vestur- löndum svo vitað sé. Sums staðar hafa þau verið allt að því láglaunastörf. Það átti t.d. við um laun þingmanna í brezka þinginu, þótt einhver breyting hafi orðið á því hin síðari ár. Það getur verið varasamt að ganga of langt í að halda kjör- um þingmanna og ráðherra niðri. Afleiðingin getur orðið sú, að hæfasta og bezt menntaða fólkið leggi alls ekki fyrir sig stjórnmálastörf. Slík þróun gæti orðið hættuleg fyrir lýðræðið. Ef einhvern tíma er rétti tíminn til að leiðrétta launa- kjör þingmanna og ráðherra er það í góðæri eins og nú. Þegar mikill hluti þegnanna býr við góð kjör geta menn betur sætt sig við að launakjör kjörinna fulltrúa þjóðarinn- ar á Alþingi verði leiðrétt, þannig að þau a.m.k. fæli fólk ekki frá þátttöku í stjórnmálum í stórum stíl. Með úrskurði Kjaradóms nú hefur verið stigið stórt skref til þess að gera launakjör þingmanna og ráðherra viðunandi. Á næstu misserum þarf að leggja áherzlu á að bæta starfsaðstöðu þingmanna á þann veg, að þeir geti betur rækt hið mikilvæga löggjafarstarf sem þeir eru kjörnir til að sinna. ÓTRÚLEGT KLÚÐUR ÞAÐ dettur engum í hug að hægt sé að halda uppi um- fangsmiklum loftárásum svo vikum og mánuðum skipt- ir án þess að til þess komi, að sprengjur hæfi röng skot- mörk. Jafnvel fullkomnustu vopn geiga og þeim er ávallt stjórnað af mönnum. Frá því að loftárásir á Júgóslavíu hófust í lok mars hafa verið farnar um tuttugu þúsund árásarferðir gegn skotmörkum og í raun mesta mildi hversu fá tilvikin eru, þar sem eitthvað hefur farið úrskeið- is. __ Árásina á sendiráð Kína í Belgrad seint á föstudags- kvöld er hins vegar ekki hægt að afgreiða sem afsakanleg mistök í ljósi kringumstæðna. í ljósi þeirra upplýsinga er veittar hafa verið um ástæður þess að farið var húsavillt er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að um ótrúlegt klúður hafi verið að ræða er rekja má til hroðvirknislegra vinnubragða. Svo virðist sem fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar hafi miðað út skotmarkið með aðstoð korts af borginni frá árinu 1992 sem hin nýlega sendiráðsbygging var ekki merkt inn á. Staðsetning hennar hefur hins vegar ekki ver- ið hernaðarleyndarmál og mun hana vera að finna á venju- legum götukortum fyrir ferðamenn auk þess sem erlendir stjórnarerindrekar í Belgrad ættu að vita hvar aðsetur hinna kínversku starfsbræðra þeirra var að finna. Það er ekki nema von að kínversk stjórnvöld eigi erfitt með að trúa að mistök af þessu tagi geti átt sér stað. Reiði Kínverja er skiljanleg en hins vegar er ekki hægt að réttlæta að kínversk stjórnvöld láti viðgangast skemmdarverk á sendiráðum vestrænna ríkja. Tíminn mun leiða í ljós hversu afdrifarík þessi mistök munu reynast. Það er hins vegar ljóst að þau munu torvelda lausn á Kosovo-deilunni. Kínverjar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja drög að friðarsamkomulagi á vett- vangi öryggisráðsins fyrr en loftárásum verður hætt. Atvikið varpar ljósi á þann vanda sem NATO stendur frammi fyrir. En árásin á kínverska sendiráðið í Belgrad er óafsakanleg, hvernig sem á málið er litið. mr 1 Morgunblaðið/Kristján TRAUSTI Gunnarsson starfsmaður mjólkursamlagsins, MSKÞ, við pökkun á Húsavíkurjógúrt. ÞÓRARINN Illugason og Bjarni Björgvinsson segja fátt annað komast að hjá bændum en stöðu KÞ. HÁLFDAN Björnsson á Hjarðarbóli í Aðaldal og kýrin Abbadfs. Þungt hljóð í bændum sem segja slæma stöðu koma á óvart Helga Erlingsdóttir, Landamótaseli í Ljósavatnshreppi. Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson, Valla- koti í Reykjadal. Skarphéðinn Sig- urðsson, Ulfsbæ í Bárðardal. SLÆM STAÐA Kaupfélags Þingeyinga, KÞ, kom bændum í Suður-Þingeyj- arsýslu verulega á óvart. Flestir gerðu sér grein fyrir að staðan var ekki góð, en þær ráð- stafanir sem gripið var til á mánu- dagsmorgun þegar Kaupfélag Ey- firðinga og KÞ gengu til samstarfs um stofnun tveggja einkahlutafé- laga, Kjötiðjunnar ehf. og MSKÞ ehf., sem tók við eignum og skuld- bindingum KÞ á sviði slátrunar og kjötvinnslu annars vegar og mjólk- urvinnslu hins vegar, virðist hafa komið bændum nánast í opna skjöldu. KÞ er elsta kaupfélag landsins, stofnað 1882. Mikil umsvif í hérað- inu og merk saga gerði félagið að miklum máttarstólpa byggðarlags- ins, sem margir héldu að ekkert fengi haggað. Annað hefur nú komið á daginn. Stofnun einka- hlutafélaganna tveggja er liður í að sameina þessar rekstrareining- ar kaupfélaganna, kjöt- og mjólk- urvinnslu og af hálfu KÞ er jafn- framt verið að verja stöðu félags- ins. Stjórn KÞ hefur boðið til aðal- fundar félagsins í næstu viku, þriðjudaginn 18. maí, og þá verður jafnframt félagsfundur í Mjólkur- samlagi KÞ. Þar verða lagðar fram tillögur að heildarendurskipulagn- ingu á starfsemi félaganna og m.a. gert ráð fyrir að fundirnir staðfesti stofnun hlutafélaga um rekstur kjötiðju og mjólkursamlags og sölu á hlutum í þeim félögum til KEA og Landsbanka íslands, sem geng- ið hefur til liðs við KÞ til að verja eignir þess og rekstur. Skrifstofur félagsins verða lokaðar á meðan unnið er að uppgjöri og endur- skipulagningu, sem fram fer í sam- vinnu við Landsbankann og KEA. I frétt frá stjórn KÞ segir að fjölmargar fyrirspurnir hafi borist um stöðu innlánsdeilar, en stjórnin meti það svo að inneignir félags- manna séu að fullu tryggðar með ábyrgð Landsbankans og trygg- ingasjóðs innlánsdeilda. legur halli á rekstrinum og milljóna- tugir töpuðust," sagði Hálfdan. „Þetta er sárt, en ætli mönnum hafi ekki átt að vera ljóst að þetta gæti ekki endað öðruvísi nema breytt yrði um stefnu, það hefði þurft að losa sig við allt sem ekki skilaði hagn- aði og halda sig við það.“ Hálfdan sagði þrýstinginn á kaupfélagið mik- inn að leggja fram fé í áhætturekstur í byggðarlaginu og látið hefði verið undan án þess að hafa til þess bol- magn. Margir væru ósáttir við að haldið hefði verið áfram á þessari braut þar til í slíkt óefni væri komið sem raun ber vitni. „Hljóðið í bændum er afar þungt, mörgum þykir þeir hafa verið dregn- ir á asnaeyrunum, þeir leyndir upp- lýsingum á meðan hratt var stefnt til helvítis," sögðu þeir félagar og mjólk- urbílstjórar, Þórarinn Illugason og Bjarni Björgvinsson en þeir hafa far- ið vítt um sveitir Suður-Þingeyjar- sýslu frá því fréttir af stöðu KÞ bár- ust á mánudag. „Það er urgur í mörgum og flestir eru sammála um að of seint sé gripið í taumana. Það var á allra vitorði að illa hafi gengið undanfarin ár, en mér finnst að fólk hafi ekki talið að staðan væri alveg svona slæm,“ sagði Þórar- inn. „Mönnum sárnar, þetta er mikið tilfinningamál, margir héldu að félag- ið myndi lifa bara af því það er svo gamalt, en það er aldeilis ekki nóg,“ sagði Bjarni. Dýrkeypt þátttaka í uppbyggingu atvinnulífs Tryggvi Oskarsson á Þverá í Reykjahverfi er deildar- stjóri Reykjadeildar KÞ. Hann taldi að mikið vantaði upp á að fólk hefði verið nægilega upplýst um stöðu kaup- félagsins. „Það var auð- vitað ljóst að staðan væri slæm og í óefni stefndi, en ég held þess- ar fréttir hafi komið öll- um á óvart,“ sagði Tryggvi. Margir hafa hringt í hann síðustu tvo daga og kvað hann flesta óttast að tapa peningum . í kjölfar síðustu atburða, Trygpi Oskarsson, >en £g ag sv0 verfa Þvera í Reykja- eHki, annars veit ég lítið hverli. meira en aðrir,“ sagði hann. Þátttöku kaupfélagsins í uppbygg- ingu atvinnulífs í héraðinu sagði Tryggvi hafa reynst dýrkeypta og ljóst að miklir peningar hafi tapast á slíku. „Vissulega er þetta sárt, kaup- félagið á sér langa sögu og margir tengjast því tilfinningalega, mönnum gremst því hvemig komið er,“ sagði Tryggvi. „Eg held að kaupfélagið hefði Draumur um að verða stórveldi Skrifstofur Kaupfélags Þingeyinga verða lokaðar á meðan unnið er að uppgjöri og endurskipulagningu, sem fram fer í samvinnu við Landsbankann og KEA. Margrét Þóra Þórsdóttir og Kristján Kristjánsson ljósmyndari voru á ferð í Suður-Þingeyjarsýslu 1 gær og heyrðu hljóðið í heimamönnum. veginn að ekki væri í þetta óefni komið. Það hafa margir hér um slóð- ir sterkar taugar til kaupfélagsins, ég heyri á fólki að það tekur þetta nærri sér. Margir eru sárir og finnst sem þeir hafi ekki fengið að fylgjast nægilega vel með gangi mála,“ sagði Helga Eriingsdóttir í Landamóta- seli, oddviti Ljósavatnshrepps. „Þetta eru mikil tíðindi, en þau komu mér í sjálfu sér ekki á óvart, ég hef fylgst vel með kaupfélaginu í áratugi og síðustu ár hefur mér fundist stefna í þetta, en hraðinn hefur verið að aukast," sagði Sigurð- ur Jónsson á Ysta-Felli í Kinn. Hann sagði hið gamla markmið kaupfélag- anna, að sjá félögum sínum og við- skiptamönnum fyrir hagstæðri versl- un, hafa orðið að þoka fyrir draum- um um að verða að stórveldi. Kaup- félögin og þar með KÞ hafi farið að skipta sér af alls konar atvinnu- SIGURÐUR Jónsson á Ysta-Felli í Kinn við súlu sem reist var við bæinn í rekstri Til þeirra hafi verið gerð sú tilefni af 50 ára afmæli samvinnuhreyfingarinnar árið 1952. krafa, enda hafi þau á sínum tíma haft til þess peninga. „Ég hef gagnrýnt þessa stefnu í mörg ár, en ævinlega talað fyrir daufum eyrum,“ sagði Sigurður og benti á að lýðræði hefði ekki verið virkt í kaupfélögunum undanfarin ár, allar ákvarðanir kæmu að of- an og fólkið hefði lítið að segja. ÁRNI HALLDÓRSSON í Garði í Mývatnssveit í fjárhúsi sínu. Fólk er slegið yfir þessu „Það er afskaplega dapurlegt að svona er komið fyrir kaupfélaginu, menn hér í sveitinni ræða þetta mikið og mér finnst fólk vera slegið yfir þessum fréttum. Ég get ekki annað sagt en þessar fréttir hafi komið á óvart, ég hafði pata af því að rekstur- inn væri ekki í lagi, en hélt einhvern „Ég held að þessar ófarir séu tilkomnar vegna drauma um að verða mikið veldi, í stað þess að þjóna fólkinu í héraðinu, fé- lags- og viðskiptamönnum. Það eru margir slegnir yfir þessum hremm- ingum. Ég vissi að kaupfélagið væri komið fram á brún hengiflugsins, en hélt að þeir færu ekki fram af henni strax, nú eru loftfimleikarnir eftir og spurning hvort það kemur niður í lappirnar," sagði Sigurður. „Fyrst við getum ekki bjargað okkur sjálf hér, þá er það sjálfsagt svo illa er komið fyrir kaupfélaginu skásti kosturinn að KEA taki við þá að menn hafi neitað að horfast í þessu. Ef menn eru að drukkna augu við að félag sem ekld skilar hljóta þeir að þakka hverjum þeim rekstrarafgangi getur ekki sífellt sem til bjargar kemur, ég held það tekið þátt í áhætturekstri, peningar hafi verið skárri kostur en margur til þess væru ekki til. „Það hefur annar að það er KEA sem þarna nokkuð lengi verið að síga á ógæfu- kemur að,“ sagði Sigurður. hliðina, níundiáratugurinn var afar Hálfdan Björnsson bóndi í Hjarð- slæmur, en þá tapaðist meirihluti arbóli í Aðaldal sagði ástæðu þess að eigin fjár kaupfélagsins. Það var ár- þurft að fara á hausinn miklu fyi-r,“ sagði Árni Halldórsson í Garði í Mý- vatnssveit. „Hefði það gerst fyrir 10 til 15 árum hefðum við haldið af- urðastöðvunum, nú missum við allt,“ sagði Árni. Hann sagði marga bændur eiga verulegar fjárhæðir hjá kaupfélaginu og hann hefði orðið var við að menn óttuðust um pen- inga sína. „Það eru margir hræddir um að tapa peningunum, en ég veit að einhverjir voru búnir að taka út lausafé," sagði hann. Sagði Árni það nokkra sneypu fyrir Þingeyinga að Eyfirðingar hafi nú tekið forræði verslunarmála, kjöt- og mjólkurvinnslu úr þeirra höndum. Sýslan væri nú orðin nokk- urs konar bakland Eyfirðinga. Allt betra en gjaldþrot Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson í Vallakoti í Reykjadal kvaðst líta á að um neyðarúrræði væri að ræða. „Ég hélt reyndar satt að segja að staðan væri ekki svona slæm, ég var á deildarfundi nýlega og þar kom fram að staðan væri erfið, en alls ekki að þetta væri svona svart,“ sagði Þórsteinn Rúnar. „Það er auð- vitað óskaplega sárt að sjá kaupfé-. lagið sitt fara svona, en ég held að bændur tapi ekki peningum." Hann sagði þingeyska bændur hafa átt frumkvæði að því að ræða við Ey- firðinga um samvinnu á sviði mjólk- urvinnslu, „en þá grunaði okkur ekki að þetta yrði framhaldið, samn- ingsstaðan hefur því heldur betur breyst og er okkur ekki í hag.“ Þórsteinn Rúnar kvaðst þó vera bjartsýnn, enda þýddi ekki annað, hann væri nýbyrjaður í búskap og væri að byggja upp. „Það er allt betra í þessari stöðu en gjaldþrot, mér finnst ekkert svo ægilegt þó KEA taki við þessu, en eldra fólkið er kannski viðkvæmara fyrir því, það trúir ekki að KÞ, þetta stór-' veldi í héraðinu, geti lent í þessari stöðu.“ „Þetta kom mér á óvart,“ sagði Skarphéðinn Sigurðsson í Ulfsbæ í Bárðardal. „Ég hef oft velt því fyrir mér að staðan væri erfið, en ég held hún hafi verið alvarlegri en menn hafa látið í veðri vaka,“ sagði hann og bætti við að flestir sem hann hefði rætt við hefðu einnig orðið hissa þegar fréttirnar bárust. „Búum við ekki við það að sá stærri étur þann minni,“ sagði Skarphéðinn aðspurður um hvernig honum litist á að Kaupfélag Eyfirð- inga yki umsvif sín í byggðarlaginu. „Eigum við ekki bara að vera stolt af því að vera komin á disk hjá Ey- firðingum." Skarphéðinn sagði að nú yrði að takast á við framtíðina, áfallið væri mikið, „en ekki væri lengur hægt að gráta þau spil sem búið væri að spila úr.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.