Morgunblaðið - 12.05.1999, Síða 42
^42 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ
FJdUMUnSXtUNN
BREtBHOUI
Frá Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti
Eftirtalin kennarastörf eru laustil umsóknar:
Forritun tvær stöður
Tréiðnir hálf staða
Fatasaumur hálfstaða
Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra
og hlutaðeigandi kennarafélaga. Umsóknar-
frestur er til 25. maí nk.
Ekki þarf að sækja um starfið á sérstökum eyðu-
blöðum, en í umsókn þarf að greina frá menntun
og fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi
telur þurfa.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veita skólameistari og
aðstoðarskólameistari í síma 557 5600.
Skólameistari.
Trésmiðir
Óskum eftir að ráða trésmiði til starfa. Bæði
koma til greina flokkar og einstaklingar. Mikil
vinna framundan. Staðir: Bryggjuhverfi og
Mjódd. Allar nánari upplýsingar gefur Gísli
Rafnsson í síma 565 5261.
Byggðaverk ehf.
Við kennum þér frítt!
Viltu ná kjörþyngd? Viltu líta vel út?
Viltu eignast pening? Ef svarið er já, er síminn
" hjá okkur 452 2624.
KÓPAVOGSBÆR
Þinghólsskóli
Við Þinghólsskóla eru lausar eftirfarandi
kennarastöður:
Staða íþróttakennara, 2/3 staða.
Staða enskukennara, 1/1 staða.
Þrjár almennar kennarastöður.
Staða námsráðgjafa.
Umsóknarfrestur er til 21. maí nk.
Upplýsingar gefurskólastjóri, Guðmundur
Oddsson, í síma 554 2250.
Nýtt kaffihús (bistro)
og skemmtistaður á tveimur hæðum
verður opnaður á besta stað í bænum innan
skamms. Okkur vantar hresst og duglegt fólk
í allarstöður, þ.e. matreiðslumann, þjónustu-
fólk í sal, barþjóna, dyraverði, uppvaskara og
þrif. Um er að ræða fullt starf og/eða hlutastarf.
Áhugasamir vinsamlegast sendi inn umsóknir
á afgreiðslu Mbl. merktar: „L — 8026".
Örugg framtíð
Sjálfstætt og framtakssamt fólk óskast af öllu
landinu. Internetið. Alþjóðlegt viðskiptaum-
hverfi. Góðirtekjumöguleikar. Frí þjálfun. Hafið
samband við ráðgjafarþjónustu okkar í síma
564 2908.
Vélstjóri óskast
á grjótflutningapramma í verkefni á
Reykjavíkursvæðinu. Vélarstærð 508 kw.
Upplýsingar í síma 577 5700.
KÓPAVOGSBÆR
Kópavogsskóli
Starfsmann vantar
nú þegar
Gangavörð/ræsti vantar nú þegar í Kópavogs-
skóla í 50% vinnu.
Vinnutími er frá kl. 13.00-17.00.
Frekari upplýsingar gefur húsvörður og eða
skólastjóri í síma 554 0475.
IÐNSKðUNN I REYKJAVfK
Námsráðgjafi óskast
til afleysinga næsta skólaár.
Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna.
Nánari upplýsingar veita námsráðgjafar og
starfsmannastjóri í síma 552 6240.
Umsóknarfrestur er til 26. maí.
Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra.
Öllum umsóknum verður svarað.
Smiðir óskast
Óskum eftir vandvirkum smiðum/verktökum
í tímabundin verkefni sem fyrst.
Vinsamlegast hringið í síma 893 4284.
Skúlagata 17 ehf.
Rafvirkjar — smiðir
Óskum eftir að ráða rafvirkja og smiði. Um
framtíðarstörf eru að ræða.
Upplýsingar í síma 984 1083 í dag og næstu
daga.
0a gigtarfélag
&A ÍSLANDS
Aðalfundur
Aðalfundur Gigtarfélags íslands verður haldinn
laugardaginn 15. maí kl. 14 á Grand Hótel við
Sigtún.
Auk venjubundinna aðalfundarstarfa mun dr.
Helgi Jónsson flytja erindi um nýjungarvið
slitgigt.
Stjórn Gigtarfélags íslands.
FR-deild 4 — aðalfundur
Framhaldsaðalfundur FR-deildar 4 verður haldinn
í húsnæði deildarinnar í Dugguvogi 2 mánudag-
inn 17. maí 1999 kl. 20.30 stundvíslega.
v Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Framtíð FR-deildar 4. Tillaga frá stjórn deild-
arinnar.
3. Umræður um tillögu stjórnar.
4. Önnur mál.
FR-félagar fjölmennum á fundinn.
Stjórn FR deildar-4.
Aðalfundur
v Heilsuhringsins
verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 12. maí,
kl. 20.00 í Norræna húsinu.
Að loknum aðalfundarstörfum kl. 21.00 verður
flutt erindi: Áhrif streitu á hjartað.
Fyrirlesari: Dr. Sigmundur Guðbjarnarson.
V Stjórnin.
FlíÍSíÍhf
Aðalfundur
Aðalfundur Flögu hf. verður haldinn í húsa-
kynnum félagsins í Vesturhlíð 7, Reykjavík,
miðvikudaginn 26. maí 1999 og hefst kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
2. Tillögur um breytingar á samþykktum
félagsins.
3. Önnur mál.
Tillögur um breytingar á samþykktum og önn-
urfundargögn liggjaframmi hluthöfumtil sýn-
is á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund.
Reykjavík, 11. maí 1999.
Stjórn Fiögu hf.
TIL SÖLU
Til sölu
járniðnaðarfyrirtæki
Fyrirtækið er áratuga gamalt, vel staðsett í
Reykjavík og með ágæta verkefnastöðu. Rekið
í eigin rúmgóðu húsnæði. Til greina kemur
bæði sala með og án húsnæðis. Landsþekkt
nafn fyrirtækisins fylgir auk véla, tækja, lagers
og verkefna.
Áhugasamir lýsi áhuga sínum með því að
senda fax í númer 561 7266.
Lögmenn, Borgartúni 33.
Garðplöntusala ísleifs
Sumarliðasonar
Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ auglýsir:
Tré, rósir, runnar og sumarblóm. Sjaldgæfar
tegundir. Hagstætt verð. Sími 566 7315.
Til sölu búnaður úr
þrotabúi
Til sölu eru allar vélar og tæki þ.b. Ofna hf. Um
ræðir búnað til framleiðslu rúntalofna, auk lagers
og ýmissa smáhluta. Búnaðurinn er staðsettur
í Brautarholti, Skeiðum, og er þartil sýnis.
Tilboðum óskast skilað til skiptastjóra, Ólafs
Björnssonar hrl., Austurvegi 3, Selfossi, fyrir
21. maí nk. sem jafnframt veitir nánari
upplýsingar í s. 482 2988.
TILKYNINIINGAR
Hringvegur, Smyrlabjargaá
— Staðará
Mat á umhverfisáhrifum — Niðurstöður
frumathugunar og úrskurður skipulags-
stjóra ríkisins.
Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam-
kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfis-
áhrifum. Fallist er á, með skilyrði, fyrri áfanga
framkvæmdará Hringvegi milli Smyrlabjarga-
ár og Staðarár, það er á milli Staðarár og
Tröllaskarða eins og lýst er í framlagðri frum-
matsskýrslu.
Ráðast skal í frekara mat á umhverfisáhrifum
síðari áfanga framkvæmdarinnar, það er á milli
Tröllaskarða og Smyrlabjargaár.
Úrskurðurinn í heild liggurframmi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166,150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is.
Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til
umhverfisráðherra og er kærufresturtil 9. júní
1999.
Skipulagsstjóri ríkisins.