Morgunblaðið - 12.05.1999, Side 61

Morgunblaðið - 12.05.1999, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ I DAG MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 61 ur fimmtugur Magnús Th. Benediktsson, húsgagna- meistari, Þúrunnarstræti 124, Akureyri. Magnús og eiginkona hans, Kristbjörg Magnadóttir, taka á móti gestum í Frímúrarahúsinu á Akureyri, fóstudaginn 14. maí frá kl. 20. Árnað heilla A ÁRA afmæli. í dag, t) U miðvikudaginn 12. maí, verður fimmtug Jenetta Bárðardóttir, Jakaseii 2. Eiginmaður hennar er Ben- óný Ólafsson, framkvæmda- stjóri. Hún og íjölskylda hennar taka á móti gestum í tilefni dagsins á Grand Hótel Reykjavík, milli kl. 18-21 á aftnælisdaginn. fimmtugur Jóhannes Jó- hannesson, Stafholtsveggj- um, Borgarbyggð. Af því tilefni ætlar hann og fjöl- skylda hans að taka á móti ættingjum og vinum í þjón- ustumiðstöð BSRB, Munað- amesi, laugardagskvöldið 15. maí eftir kl. 21. BRIDS Umsjón (luðmundur 1‘áll Aruarson í MÖRGUM tilfellum bygg- ist vel heppnuð vörn á ná- kvæmum upplýsingaskipt- um. En svo er ekki alltaf. Stundum verður vörnin að vera markvisst þokukennd til að sagnhafi geti ekki les- ið spil varnarinnar eins og opna bók. Þetta er eitt af þeim spilum: Suður gefur; NS á hættu. Norður 4» D1086 V 64 ♦ KD43 ♦ 952 Austur * 7 V G1082 * 72 * ÁKD1074 Suður AÁKG94 VÁD5 ♦ Á6 *G83 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 spaði Pass 2 spaðar 3 lauf 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur * 532 VK973 ♦ G10985 *6 Vestur kemur út með ein- spilið í laufi og austur tekur þar þrjá fyrstu slagina. Sennilega myndu 99% spil- ara í sæti vesturs nota tæki- færið til að kalla í hjarta, enda er hjartakóngurinn mjög líklegur slagur. Ef sagnhafi trúir kallinu - og því skyldi hann ekki gera það - þá drepur hann á hjartaás og spilar upp á þvingun á vestur í rauðu lit- unum. Sú þvingun gengur ágætlega upp, eins og spilið er. Sagnhafi tekur öll ti'ompin. í lokastöðunni á blindur hjónin fjórðu í tígli, en heima er sagnhafi með D5 í hjarta og Á6 í tígli. Vestur getur ekki bæði valdað tígulinn og haldið í hjartakóng. Vestur er í ágætri að- stöðu til að sjá þessa hættu fyrir. Frekar en að kalla í hjarta ætti hann því að henda tígli í annan laufslag- inn, trompa svo þann þriðja og spila tígulgosa! Þá lætur hann eins og maður sem hefur engan minnsta áhuga á að fá hjarta í gegnum sagnhafa. Suður hefur þá a.m.k. minni ástæðu til að spila upp á þvingun frekar en einfalda svíningu. Pennavinir FJÓRTÁN ára slóvösk stúlka með áhuga á bók- menntum, teikningu O.íl.: Noemi Csokas, Stefanikova 38, Sturovo 94301, Slovakia. ÞESSAR dömur söfnuðu 4.000 kr. sem þær afhentu Rauða krossi íslands, Fáskrúðsfirði. Þær eru frá hægri: Sigrún Kjartansdóttir, Inga Magnúsdóttir, Ragnhildur Gunnars- dóttir, Steinunn Edda Fernandes og Stefanía Óskarsdóttir. Á myndina vantar tvö börn sem voru með í söfnuninni. Með morgunkaffinu Ast er... ...aðneyða hann ekki til að gera það sem hann langar ekki að gera. TM Reg. U.S. P«t. Ott. — a> rightt rvMrvwl (c) 1B9S Lo» Angele* Tme* Syndicete FYRIRGEFÐU, hershöfðingi. LJOÐABROT EINRÆÐUR STARKAÐAR Mig dreymir um eina alveldissál, um anda, sem gjörir steina að brauði. Minn hlátur er sorg. Við skrum og við skál í skotsilfri bruðla ég hjarta míns auði. Mungátin sjálf, hún ber moldarkeim. Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað? - Eg leita mig dauðan um lifenda heim að ljósi þess hvarms, sem ég get unnað. Þitt hjarta bar frið. Það var heilög örk. Þín hönd var svöl, og mín kné sig beygja. Fótsár af ævinnar eyðimörk einn unaðsblett fann ég - til þess að deyja. Volduga, mjúkhenta líkn míns lífs, hve ljúft var í skaut þitt ennið að hneigja. Mín sál á ei málið, - en varir míns vífs, vilja þær orð mér til frelsis segja? Ég batt þér minn fegursta söngvasveig, en samt var það dýrast, sem aldrei var talað. Ég drakk hjá þér heimsins himnesku veig, - en hugar míns þorsta varð aldrei svalað. Með jarðarbamsins harma ég hneig að hjarta þínu og lét mig dreyma. Mín ófædda von, sem þú unnir, var feig. Hvar á okkar skammlífa sæla heima? Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast Ijóðinú við biturt andsvar, gefið án saka. Einræður Hve iðrar margt líf eitt augnakast, Starkaðar sem aldrei verður tekið til baka. Elnar Benediktsson (1864-1940) STJÖRNUSPA cftir Franccs Drakc 01 + NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert heiðarlegur og legg- ur hart að þér og þótt hlut- irnir séu oft í lausu lofti þá nærðu alltaf landi aftur. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Eitthvað kann að slettast upp á vinskapinn hjá þér og gömlum vini. Reyndu ekki að þvinga fram sættir því þær koma af sjálfu sér með tím- anum. Naut (20. apríl - 20. mai) Það er allt í lagi að skipu- leggja hlutina en framtíðin má ekki vera svo niðurnjörv- uð að hvergi sé pláss fyrir eitthvað óvænt. Tvíburar _ (21. maí - 20. júní) AA Þig dauðlangar að deila sköpunargleði þinni með öðr- um. Hikaðu ekki við að leita uppi sálufélaga sem kann að meta gjörðir þínar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Einhver löngu liðinn atburð- ur setur svip sinn á nútíma þinn. Gefðu þér tíma til að vinna úr hlutunum og varastu að særa aðra á meðan. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Sýndu öðrum þolinmæði þótt þér finnist þeir ekki hafa mikið vit á því sem þeir eru að segja. Sjálfur skaltu halda ótrauður áfram á þroska- braut þinni. Meyja (23. ágúst - 22. september) (D(L Þér finnast alls kyns áhrif steðja að þér svo þú átt erfitt með að vinna úr þeim. Reyndu samt að tína það úr sem er þér að gagni en láttu hitt lönd og leið. (23. sept. - 22. október) «4 Þér finnst utanaðkomandi aðili gera miklar kröfur til þín. Vertu þolinmóður á með- an þú kemur honum í skiln- ing um að vandamálin séu fyrst og fremst hjá honum. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú þarft að taka á honum stóra þínum til þess að kom- ast fram úr öllum þeim verk- efnum sem á borði þínu eru. Það reynist þér létt ef þú bara einbeitir þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ít- r Skyndilega sérð þú ýmsa hluti í nýju Ijósi og átt mun auðveldara með að takast á við vandamál dagsins. Gættu þess þó að staðna ekki. Steingeit (22. des. -19. janúar) *«ÍP Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott og meðan þú geng- ur i gegnum erfiðleikana skaltu einblína á ljósið við hinn enda ganganna. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Það er sjálfsagt að sýna skoðunum annaira virðingu þótt þú sért ekki á sama máli. Það kann nefnilega svo að fara að þú verðir að leita eftir samstai'fi við aðra. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Hláturinn lengir lífið svo þú skalt láta það eftir þér að eiga glaðar stundir með vin- um og vandamönnum. Starf- ið verður líka helmingi létt- ara fyrir vikið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KIRKJUSTARF Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju HÁTÍÐARME SSA verður á upp- stigningardag kl. 11 í Hallgríms- kirkju. Sr. Lárus Halldórsson pré- dikar og sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son þjónar fyrir altari. Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. I tilefni af „degi aldraðra" verð- ur farið í vorferð eldri borgara í Hallgrímssókn undir stjóm Dag- bjartar Theodórsdóttur, þjónustu- fulltrúa Hallgrímskirkju. Farið verður í Básinn undir Ingólfsfjalli, en þar verður snæddur hádegis- verður. Allir eru velkomnir í ferð- ina, en þátttaka tilkynnist í síma kirkjunnar. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgel- leikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulest- ur, samverustund, kaffiveitingar. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra bama kl. 10-12. Fræðsla: Afbrýði eldri systkina. Sigríður Jóhannesdóttir, hjúkmn- arfræðingur. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13-17. Allir velkomnir. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 18. Laugarneskirkja. Tónleikar Drengjakórs Laugarneskirkju kl. 20.30. Stjómandi Friðrik S. Krist- insson. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Sumargleði. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15-17. Umsjón Kristín Bögeskov, djákni. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund EVOSTIK PCI lím og fuguefhi kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Kl. 20-21.30 íhugun og samræður í safnaðarheimilinu í Hafnarfjarð- arkirkju. Leiðbeinendur Ragn- hild Hansen og sr. Gunnþór Inga- son. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samvera í Kirkjulundi kl. 12.25, djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði - allir aldurshópar. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 síðasti foreldramorgun vetr- arins. Kl. 12.05 bæna- og kyrrðar- stund í hádeginu. Tekið á móti bænaefnum hjá prestunum. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Kl. 18.30 fjölskyldusamvera sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19.30 er kennsla og þá er skipt nið- ur í deildir. Allir hjartanlega vel- komnir. Njarðvíkurkirkja. Foreldramorg- unn í dag kl. 10.30 í safnaðarheimil- inu. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10. MATHYS^ Vatnsvörn STÖÐVIÐ LEKANN MEÐ FILLC0AT ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 MORGUNHANI GLERAUGNABÚDIN y___HdmoutKickHcr Laugavegi36 :) fær 20% afslátt af viðskiptum milli kl. 9 og 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.