Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
'
Innkaup gerð á Laugavegi
Morgunblaðið/Sverrir
Hópur fslendinga fór til Kanada í bíó
Sáu heimsfrum-
sýningu Star Wars
HÓPUR íslendinga hélt til Hali-
fax í Kanada á mánudaginn, en
tilgangur ferðarinnar var að sjá
heimsfrumsýningu kvikmyndar-
innar Star Wars. Ferðin kostaði
um 34 þúsund krónur með öllu.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um þessa kvikmynd, sem er
framhald hinna þriggja Star
Wars myndanna, sem nutu mik-
illa vinsælda í kvikmyndahúsum
fyrir um 25 árum síðan. Reyndar
er nýja myndin ekki framhald í
eiginlegum skilningi þess orðs
því hún er í raun mynd númer
eitt, þ.e. í myndinni er að fínna
forsögu hinna þriggja myndanna.
Geraldin Beaton, hjá Ferða-
málaskrifstofu Halifax, sagði að
32 íslendingar hefðu ákveðið að
koma í þeim eina tilgangi að sjá
myndina, en sýningin hófst
klukkan 24:01 í nótt. Myndin var
frumsýnd samtímis í Bandaríkj-
unum og Kanada á miðnætti.
Beaton benti réttilega á það að
vegna tímamismunar sæi fólk á
austurströndinni myndina mun
fyrr en hinir sem byggju vestar.
í viðtali hjá CBC
Beaton sagði að fjölmiðlar í
Halifax hefðu sýnt því mikinn
áhuga að Islendingar skyldu
leggja það á sig að fara alla leið-
ina til Kanada bara til þess að
skreppa í bíó og hefur Rúnar Ró-
bertsson, útvarpsmaður á FM
95,7, m.a. verið tekinn tali hjá
kanadiska ríkissjónvarpinu CBC,
sem og tveimur dagblöðum
vegna þessa.
Islendingarnir koma heim á
morg^un, en nokkrir þeirra hafa
ákveðið að sjá myndina aftur rétt
áður en þeir halda heim svona
rétt til að vera með söguþráðinn
alveg á hreinu.
Fyrir þá sem ekki komust til
Kanada verður myndin frumsýnd
á íslandi í ágúst, en Regnboginn
mun sýna hana.
Á fímmta hundrað hjúkr-
unarfræðinga vantar
Skýrsla OECD um
Islensk efnahagsmál
Ofþenslu
gætir í efna-
hagslífínu
BÚAST má við því að halli verði
áfram í viðskiptum Islendinga við
aðrar þjóðir árin 1999-2000 og
verðbólga gæti aukist, segir í forút-
gáfu mats Efnahags- og framfara-
stofnunar Evrópu, OECD, á ís-
lenskum efnahagsmálum sem birt
var í gær.
Sagt er að ofþenslu gæti að
mörgu leyti í efnahagslífinu. Stærsti
óvissuþátturinn sé að verðbólgan
geti aukist meira og hraðar en nú sé
gert ráð fyrir og þar með valdið
stigmagnandi hækkun launa og
verðlags. Slík þróun myndi gera að-
hald í peningamálastefnu enn
brýnna og erfítt gæti orðið að hafa
stjóm á gengi krónunnar.
OECD spáir því að landsfram-
leiðsla muni halda áfram að vaxa
vegna mikillar, almennrar neyslu,
einnig að verðlag hækki á tímabil-
inu vegna launahækkana. Sagt er
að viðskiptahallinn verði áfram til
staðar þrátt fyrir gott gengi útflutn-
ingsfyrirtækja en ekki sé líklegt að
góð viðskiptakjör verði viðvarandi.
Ennfremur segir að efnahagslíf
landsmanna hafi sýnt merki þenslu
árið 1998 með 5% hagvexti og
minnkandi atvinnuleysi. Aðhalds-
semi í efnahagsstjóm hafí verið
fremur lítil þótt Seðlabankinn hafi
hækkað vexti í september í fyrra og
aftur í febrúar. Stofnunin mælir með
aðhaldsamari peningamálastefnu,
einnig ættu peningamálayfirvöld að
íhuga frekari vaxtahækkun.
■ Varar við verðbólgu/23
Á FIMMTA hundrað hjúkranar-
fræðinga vantar til starfa í íslenska
heilbrigðiskerfinu og árlega þarf að
útskrifa 30-40 fleiri heldur en nú er
gert. Mikill skortur er einnig á
sjúkraliðum og er talið að um sex
hundruð manns vanti til að mæta
þörfinni. Petta kom fram á vorfundi
hjúkrunarforstjóra sjúkrahúsa sem
haldinn var í Garðabæ í gær.
Nefnd, sem skipuð var af stjórn
Félags íslenskra hjúkmnarfræð-
inga og deild hjúkmnarforstjóra
innan félagsins til að kanna mann-
eklu í heilbrigðiskerfinu, komst að
þeirri niðurstöðu að um fjögur
hundrað manns vantaði til að fylla
stöðugildi hjúkrunarfræðinga. Að
auki telja hjúkranarforstjórar að
bæta þurfi við 125 stöðugildum.
ALLS sögðu 37 kennarar í Reykja-
vík upp stöðum sínum í gær. Meðal
þeirra sem lögðu inn uppsagnarbréf
hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í
gær vora 18 kennarar í Granda-
skóla og 15 kennarar í Vogaskóla.
Samtals hafa því tæplega 230 kenn-
arar í Reykjavík nú sagt upp og
miðast uppsagnirnar við 1. septem-
ber næstkomandi.
Engar samningaviðræður hafa
farið fram milli kennara og borgar-
yfu-valda vegna óánægju kennara
með kjör sín. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri sagði mikil-
vægt að menn hefðu í huga að
Fundurinn í gær ályktaði að auka
þurfi framlög til Háskóla íslands og
Háskólans á Akureyri þannig að
hægt verði að útskrifa 120-130
hjúkrunarfræðinga á ári í stað 90
eins og nú er. Með þeim hætti verði
hægt að komast fyrir mannekluna
árið 2013.
Leikskólar sveitarfélaganna
henta ekki
Margrét Tómasdóttir, formaður
deildar hjúkranarforstjóra, segir að
það sé ekki nokkur von til þess að
sjúkraliðar geti í auknum mæli tek-
ið við störfum hjúkrunarfræðinga,
eins og ýmsir hafa vonast eftir. I
þeirri stétt sé ekki síður mannekla
og nú vanti um sex hundruð manns
til starfa.
kjarasamningar kennara væru ekki
lausir. Kennarar hafa að undan-
förnu m.a. vísað til þess að samið
hafí verið um kjarabætur við kenn-
ara í öðrum sveitarfélögum. Ingi-
björg Sólrún sagði að borgin væri
tilbúin til viðræðna við kennara en
Fundurinn taldi að breyta þyrfti
ýmsu innan spítalanna til þess að
gera starfíð eftirsóknarverðara,
sérstaklega þyrfti að koma til móts
við unga hjúkrunarfræðinga með
börn. Margrét segir að með því að
leggja niður leikskóla sem reknir
hafa verið á vegum sjúkrahúsanna
og færa þjónustuna yfir til sveitar-
félaganna sé verið að auka vand-
ann.
„Sveitarfélögin bjóða ekki upp á
þá þjónustu sem hjúkranarfræð-
ingar þurfa á að halda vegna
óreglulegs vinnutíma og vakta. Auk
þess taka leikskólar á vegum sveit-
arfélaganna ekki við börnunum
fyrr en þau eru tveggja til tveggja
og hálfs árs en leikskólar sjúkra-
húsanna tóku við eins árs börnum.
vildi að lagt yrði í þær viðræður
með ákveðin markmið í huga sem
vörðuðu breytingar í skólastarfi.
„Þeir hafa lagt af stað með það
markmið í huga að ná inn ákveðnum
greiðslum. Pað getur aldrei verið
svo að það sé bara annar aðilinn
Við eigum einmitt í miklum erfíð-
leikum með að fá unga hjúkrunar-
fræðinga með börn til starfa," segir
Margrét.
Fundurinn ályktaði að ráða yrði
bót á þessu og jafnframt endurbæta
vaktavinnukerfi þannig að það hent-
aði betur fjölskyldufólki.
Margrét segir að vandinn sé ekki
nýr af nálinni, skortur á hjúkrunar-
fræðingum sé viðvarandi. „Sagt er
að vandinn hafí í raun hafist þegar
íyrsta hjúkrunarkonan kom hingað
til starfa frá Danmörku því þá hefðu
í raun átt að koma tvær.“
Hún segir þörfina á hjúkrunar-
fræðingum í raun ekki ofáætlaða. Á
Norðurlöndum séu töluvert fleiri
hjúkrunarfræðingar að teknu tilliti
til íbúafjölda heldur en hér.
sem fái sitt fram,“ sagði Ingibjörg.
Borgarstjóri sagði stöðuna erfiða,
sérstaklega varðandi allt skipulag á
skólastarfi næsta vetrar, „en tíminn
er nú ekki hlaupinn frá okkur“,
sagði hún.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust á skrifstofu Kennarasam-
bands Islands hafa engar viðræður
farið fram á milli kennarafélaganna
og launanefndar sveitarfélaga varð-
andi gerð tilraunakjarasamnings
frá því um miðjan aprílmánuð en
megin-ásteytingarsteinninn í þeim
viðræðum var afsláttur af kennslu-
skyldu og verðlagning á honum.
Borgarstjóri vill viðræður við kennara um breytingar á skólastarfí
37 kennarar
sögðu upp í gær
8 S§1) 'Jtt
HUn-rtinibLuiui UBWBB88BI
» VERINÚ
í VERINU í dag er samningur íslands, Noregs og * Með Morgunblaðinu í *
Rússlands um samstarf í sjávarútvegi birtur í heild * dag er dreift blaði frá •
ásamt bókunum vegna hans og greint frá viðbrögð- • Krass, „Hrafnaspark •
um innflyljenda Rússafísks við samningnum. ! ...spark í rétta átt“. *
Á MIÐVIKU-
DÖGUM
4 SfeUJi
KR-ingar fögn-
uðu sigri með
marki eftir að-
eins 17 sek.
C1
Vala Flosa-
dóttir tekur
þátt í stórmóti
í New York
C3
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is