Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 44
■Ý4 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
. Rýnir í skáp og
gjallarhorn í skúffu
ER NEMA von að
hinn hógværi og hóf-
stillti vinur allra, Davíð
formaður, kætist yfir
úrslitum alþingiskosn-
inganna. Hann hefur
gefið út tilskipun um
•líiúlkun úrslitanna og
fjölmiðlar landsins og
álitsgjafar syngja allir
gagnrýnilaust með,
enda alger óþarfi að
rýna nánar í hlutina
þegar Dabbi hefur
skýrt þá. Af því að
Dabbi segir það, hlýtur
það að vera satt, eða
eins og sagði í góðum
dægurlagatexta: „Af
því að pabbi vildi það.“
Ef við leyfum okkur hins vegar
þann munað að setja fréttaskýrand-
ann og bókmenntagagnrýnandann
inn í skáp í eitt augnablik og skoð-
um úrslitin án gleraugna hans og
■íA'tjum Óla Björn gjallarhom hans
niður í skúffu kemur margt forvitni-
legt í ljós. Fréttaskýrendur gætu
t.d. vakið athygli á þeirri staðreynd
að Samfylkingin fær 44.377 atkvæði
eða u.þ.b. 65% af atkvæðamagni
Sjálfstæðisfiokksins í kosningunum.
Og það er alveg sama hvaða
freudísku bellibrögð-
um menn beita, það
fær mig enginn til ann-
ars en vera stoltur af
þessu fylgi, enda kom-
inn úr flokki sem 23
þúsund manns kusu í
kosningunum þar á
undan.
Kom sá ekki neitt og
sigraði
Af því að Dabbi seg-
ir það eru hann og
Steingrímur J. Sigfús-
son sigurvegarar kosn-
inganna. Ekki ætla ég
að gera lítið úr því. En
maður hlýtur að
spyrja: Sigurvegarar
miðað við hvað? Skoðanakannanir?
Ef þær eru mælikvarðinn er Sjálf-
stæðisflokkurinn töluvert langt frá
því fýlgi sem skoðanakannanir gáfu
honum mest, þegar honum var jafn-
vel spáð hreinum meirihluta á Al-
þingi. VG toppar hins vegar flestar
kannanir og fær sex þingmenn eins
og VG hafði í þingflokki óháðra fýr-
ir kosningar. Kæti Davíðs ræðst
sennilega mest af því að vinstri-
menn náðu ekki að safna kröftum
sínum í einn flokk og það er eðlilegt
Kosningaúrslit
Við í Samfylkingunni
höldum ótrauð áfram,
segir Heimir Már
Pétursson, og höfum
gaman af því.
að sumir hverjir kætist með honum
í því en gleði nokkurra annarra er
torskildari. Ef menn vilja hins veg-
ar greina kosningaúrslitin eingöngu
út frá könnunum er alveg klárt að
sigurvegari kosninganna er Frjáls-
lyndi flokkurinn sem allir spekingar
höfðu keppst við að þurrka út af
þingi.
Ef menn halda Davíð aðeins leng-
ur inni í skápnum og láta umlið í Óla
Birni neðan úr skúffunni ekki trufla
sig gætu menn rekist á ansi merki-
lega staðreynd varðandi kynjahlut-
fall hinna nýju þingflokka. Skarpir
fjölmiðlamenn og álitsgjafar gætu
t.d. rekið tærnar í það að innan
þingflokks Samfylkingarinnar eru
níu konur og átta karlar. Aldrei áð-
ur hefur verið til eins fjölmennur
Heimir Már
Pétursson
þingflokkur kvenna á íslandi og
aldrei áður hafa konur verið í meiri-
hluta í svo stórum þingflokki. Af 26
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins
eru átta konur, af tólf þingmönnum
Framsóknar eru þrjár konur og í
sex manna þingflokki VG eru tvær
konur. - Nú heyri ég lágvært tíst út
úr skápnum og skúffunni um
stærsta kvenfélag landsins en læt
sem ég heyri það ekki, enda tak-
mörk fyrir því hvað menn geta verið
fyndnir.
Innantökur og gefíð á garðana
Pað hefur enginn reynt að draga
fjöður yfir það að við í Samfylking-
unni gerðum okkur vonir um að fá
fylgi yfir 30% kjósenda. Margt varð
til þess að það tókst ekki. Hreyfing
okkar er ung og margir gerðu hana
að óvini sínum í kosningabaráttunni
og sumir ónefndir lögðu nánast ekk-
ert til málanna fyrir kosningar ann-
að en spakmælaflaum um Samfýlk-
inguna. Peir fengu ægilegar innan-
tökur af málflutningi Samfylkingar-
innar um jöfnuð, réttlæti og lýðræði
og ætla að eyða fyrstu mánuðum
nýs kjörtímabils í að jafna sig með
því að gefa vinum sínum Landssím-
ann og ríkisbankana á garðana,
milli þess sem þeir berjast hetju-
lega gegn því að velferðarþjónustan
á íslandi standist samanburð við
Norðurlöndin. Þeir reikna með að
hafa náð sér að fullu í apríl árið
2003 og byrja þá aftur að smæla
framan í kjósendur með loforðum
um árangur fyrir alla.
Skáphurð af hjörunum
Nú er bankað kröftuglega á skáp-
hurðina og skúffan nötrar öll af
tjáningarþörf. En meistarinn og
lærisveinninn verða að bíða aðeins
lengur. Áður en ég sleppi þeim laus-
um vil ég segja þetta án frammí-
kalla: Alveg sama hvað þeir í skápn-
um og skúffunni segja er komin
fram öflugasta hreyfing félags-
hyggjufólks sem til hefur verið í
landinu. Hún mun taka sér þann
tíma sem hún þarf til að skipuleggja
sig í formlegum stjómmálaflokki,
sem nú þegar er næststærsta
stjómmálahreyfing landsins. Við
þessi tíðindi verða bókmenntagagn-
rýnendur og aðrir álitsgjafar að búa
hvort sem þeim líkar betur eða ver.
Við í Samíýlkingunni höldum
ótrauð áfram og höfum gaman af
því.
Og svona rétt áður en skáphurðin
rifnar af hjöranum og Óli Björn
verður krónískt skúffaður langar
mig að reka eina litla lygi ofan í
manninn í skápnum. Þú sagðir
Dabbi minn í miðri sigurvímunni í
kosningasjónvarpinu að ég og for-
maður Alþýðubandalagsins hefðum
fullyrt að það hefði fjölgað í AJþýðu-
bandalaginu við brotthvarf Stein-
gríms og félaga. Segi það aftur hér
og nú, þú varst að ljúga. Aðeins einu
sinni vora gefnar út opinberar tölur
um hreyfingar í félagatali Alþýðu-
bandalagsins eftir aukalandsfund-
inn í júli ‘98 og í þeim tölum kom
fram að heldur fleiri höfðu sagt sig
úr flokknum en gengið í hann. Að
svo mæltu opna ég skápinn og
skúffuna og óska ykkur guðs bless-
unar.
Höfundur var einn af frambjóðend-
um Samfylkingarnnar.
Yfir 1.400 notendur
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/keriisthroun
Glæsibæ, Álfheimum 74
Sími 581 2022
SPEEDO.
Áhyggjur af stefnu yfir-
valda í tannheilbrigðismálum
UNDANFARIN þrjú ár hefur
Tryggingastofnun ríkisins mark-
visst unnið að því að skera niður
framlög sín til varna gegn tann-
skemmdum. Þetta er mikið
áhyggjuefni í ljósi nýlegrar sögu ís-
lendinga sem heimsmethafa í tann-
skemmdum.
Heimsmet
í tannskemmdum
Aðeins er liðinn rétt rúmlega ára-
tugur síðan tannskemmdir í íslensk-
um bömum vora með slíkum
endemum að eftir var tekið á al-
þjóðavettvangi. Við voram slíkir eft-
irbátar vestrænna þjóða að vísinda-
menn tannlæknisfræða gerðu sér
leið hingað til að skoða þessa undar-
legu eyjarbúa með mikið skemmdu
tennumar.
Undanfarið hefur rofað mikið til
í þessum efnum. Tannskemmdum
meðal barna hefur fækkað mikið,
þrátt fyrir óbreytta sykurneyslu.
Tannvernd hefur verið tekin
traustum tökum. Ekki þykir lengur
eðlilegt að trassa að fara til tann-
læknis. Ekki þykir lengur eðlilegt
að gera þurfi við tönn í hvert sinn
-/eline^
Fegurðin kemur innan frá
Laugavegi 4, sími 551 4473
sem farið er til tann-
læknis. Tímar reglu-
legs eftirlits, öfiugra
forvarna og góðrar
tannheilsu eru í þann
veginn að renna upp.
Það eru hins vegar
blikur á lofti.
Hlutverk Trygginga-
stofnunar ríkisins
Ekki er hægt að lesa
úr lagabálkum að lög-
gjafinn hafi ætlað
Tryggingastofnun rík-
isins hlutverk í for-
vörnum gegn tann-
skemmdum. Engu að
síður hefur sú stofnun
á síðustu tveimur ára-
tugum tekið sér það hlutverk með
nokkrum myndugleik. Varnir gegn
tannskemmdum hafa verið endur-
greiddar af stofnuninni eins og aðr-
ar tannlækningar. Þetta ber að
lofa, því allir vita að betra er að
verjast tannsjúkdómum en að gera
við skaða sem orðinn er. Verst er
að nú er myndugleiki þessi óðum
að hverfa af Tryggingastofnun rík-
isins. Framsýni með
áherslu á forvarnir
hefur undanfarin þrjú
ár vikið fyrir stefnu
sem leggur áherslu á
endurgreiðslu fyrir
viðgerðir á skaða sem
orðinn er, en niður-
skurðarhníf er beitt á
forvarnir.
Heilbrigðisyfirvöld
og Tryggingastofnun
ríkisins hafa með
reglugerðum skorið
niður framlög sín til
endurgreiðslu fyrir
forvamir í slíkum
mæli að stórhættulegt
má teljast fyrir tann-
heilsu þjóðarinnar.
Það er slæmt, þeir sem slíkt gera
verða að sjálfsögðu að vera ábyrgir
fyrir afleiðingum slíks niðurskurð-
ar. Hitt er jafnvel verra að sú
stefna að spara aurinn í forvörnum
en eyða honum í viðgerðir mun
ekki þykja gáfuleg þegar sagan er
skoðuð.
Hvað hefur verið skorið niður?
Reglugerðir út gefnar af heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
inu í desember 1996 og janúar 1999
um þátttöku Tryggingastofnunar
ríkisins í kostnaði við almennar
tannlækningar hafa takmarkað stór-
kostlega aðgang fólks að endur-
greiðslu íýrir forvamir gegn tann-
skemmdum. Til að verjast tann-
skemmdum þarf reglulegt og gott
eftirlit með tönnum, fræðslu um
tannskemmdir og vamir gegn þeim,
skoruiýllur, tannhreinsun, flúormeð-
ferð, gagngera skoðun og röntgen-
myndun. Þátttaka Tryggingastofn-
unar í öllum þeim forvömum sem
hér era upp taldar hefur verið stór-
lega skert og í mörgum tilfellum af-
numin. Þeir sem vilja verjast tann-
skemmdum skulu nú borga sjálfir.
Tannheilsa forréttindi
hinna efnameiri
Endurgreiðsla fyrir forvarnir
Tannheilbrigði
Tímar reglulegs eftir-
lits, öflugra forvarna
og góðrar tannheilsu
eru í þann veginn að
renna upp, segir Sig-
urður Rúnar Sæ-
mundsson. Það eru
hins vegar blikur
á lofti.
gegn tannskemmdum er augljós-
lega vænleg til að bæta tannheilsu
þjóðarinnar og færa til þess horfs
sem nú þegar tíðkast í nágranna-
löndum okkar. Stefna stjórnvalda í
átt að minnkaðri endurgreiðslu
fyrir forvarnir gegn tannskemmd-
um stefnir í voða þeirri framtíð
sem sumir voru farnir að sjá fram
á. Tímum reglulegs eftirlits, öfl-
ugra forvarna og góðrar tannheilsu
þjóðarinnar. Minnkuð endur-
greiðsla fyrir forvarnir gegn tann-
skemmdum er til þess fallin að
gera það að forréttindum þeirra
efnameiri að búa við tannheil-
brigði. Tannlæknar sem vinna störf
sín á faglegum grundvelli munu að
sjálfsögðu mæla með öflugum for-
vörnum gegn tannskemmdum, eins
og gert hefur verið hingar til. Mun-
urinn er, eftir útgáfu reglugerða
þeirra sem áður eru nefndar, að
Tryggingastofnun endurgreiðir
ekki fyrir forvarnirnar eins og áð-
ur. Þeir efnameiri munu kaupa sér
tannheilbrigði en hinir sitja eftir.
Er slík mismunun í tannheilsu eftir
efnahag það sem íslensk heilbrigð-
isstjórnvöld stefna að?
Höfundur er formaður Félags fsl.
barnatannlækna.
Sigurður Rúnar
Sæmundsson