Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ása Sólveig, Rúnar Á. Harðarson, Sylvía Bragadóttir, Helena Björg Harðardóttir, Jón Gísli Ragnarsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LAUFEY SIGURPÁLSDÓTTIR, Stapasfðu 6, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn 12. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. maíkl. 13.30. Jarðsett verður í Tjarnarkirkjugarði í Svarfaðardal. Ingi H. Jóhannesson, Guðrún Ingólfsdóttir, Sigurður B. H. Jóhannesson, Gunnar E. H. Jóhannesson, Leifur H. Jóhannesson, Ófeigur S. H. Jóhannesson, Steinunn H. Sigvaldadóttir, Jón B. H. Jóhannesson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg G. Jóhannesdóttir, Jón Böðvarsson, Anna Fr. Jóhannesdóttir, Jóhannes H. Jóhannesson, Auður Gísladóttir, Þórunn S. Jóhannesdóttir, Ljótur Magnússon, Laufey Rós Jóhannesdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Móðir okkar, ÁSTA FRIÐRIKSDÓTTIR, Möðruvallastræti 8, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi föstudaginn 14. maí sl. Halldór Grétar Guðjónsson, Ulla-Britt Guðjónsson, Björgvin Leonardsson, Guðrún Leonardsdóttir, Birgir Stefánsson, Albert Leonardsson og ömmubörnin öll. + 1 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- ■ faðir, afi, langafi og bróðir, MAGNÚS LÁRUSSON, % »• A. 4 « Markholti 24, Mosfellsbæ, *\ - í lést á Landspítalanum þriðjudaginn 18. maí. Á V Fyrir hönd aðstandenda, * W Hallfríður Georgsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. t Sambýlismaður minn og faðir okkar, SIGFÚS ÞÓR BALDVINSSON, Litla-Hvammi 1, Húsavík áður Sandhólum, Tjörnesi, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt mánudagsins 17. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Indiana Ingólfsdóttir og dætur hins látna. GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR + Guðrún Ingólfs- dóttir fæddist í Æðey við Isafjarð- ardjúp 31. desem- ber 1925. Hún and- aðist á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 3. maí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Stóra-Dalskirkju 15. maí. Einhvem veginn er það þannig að þegar maður fréttir fráfall einhvers sem manni hefur þótt vænt um þá myndast alltaf ein- hverskonar tómarúm í huga manns. Þannig var okkur innan- brjósts þann 3. maí þegar við frétt- um að hún Gunna hefði yfirgefið þennan heim. Það hafði legið í loft- inu í allnokkum tíma að hver heimsókn á spítalann til Gunnu gæti orðið sú síðasta og fyrir ein- hverja tilviljun var síðasta heim- sóknin farin daginn áður en hún lagði í ferðalagið mikia yfir til hans Nonna síns, þar sem áreiðanlega hafa orðið fagnaðarfundir. Gunna var mikill dugnaðarfork- ur, svo virtist að sama væri hvað gengi á og í hverju hún lenti, hana virtist aldrei skorta bjartsýni, þrek og vilja til að gera það besta úr öllu og leysa verkefnin eins og best varð á kosið. Hún varð fyrir því óhappi að missa framan af handlegg við heyskap, í stað þess að gefast upp þá lagði Gunna nótt við dag að þjálfa sig til þess að verða eins sjálfbjarga og unnt væri. A þessum tíma vom gervi- limir nokkuð vanþróaðri en þeir era í dag, en óhætt er að segja að hún hafi náð undraverðum árangri í notkun þeirra hjálpartækja sem þá vora á boðstólum. Gunna var innan skamms farinn að sinna öllum húsverk- um með dyggri aðstoð bónda síns og farin að taka virkan þátt í hús- verkunum. Það sem mesta athygli vakti hversu lagin hún var með prjóna, nál og tvinna, því að segja má að í hvert skipti sem komið var í heim- sókn að Fomusöndum þá sýndi Gunna okkur einhverja nýja handavinnu sem hún hafði verið að ljúka eða var í vinnslu og var handverkið slíkt að hverjum manni með óskaddaða út- limi hefði verið sómi að. Gunna var einnig hamhleypa til verka og tók virkan þátt í bústörfum hvort sem var sauðburður, heyskapur eða önnur umhirða dýra. Uppgjöf var orð sem hún ekki þekkti. Eftir fráfall Nonna fluttist Gunna fljótlega á Dvalarheimilið á Hvolsvelli og undi hag sín þar vel. Þrátt fyrir að veikindi hefðu hrjáð Gunnu um nokkum tíma þá var hugsun hennar alltaf skýr, hún vildi fylgjast með hvað við væram að gera og hvort heilsa okkar væri ekki góð og hvort öllum vegnaði ekki vel í lífin. Hún var óspör á góð ráð og hvatningu og var virkur þátttakandi í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og kom það manni oft á óvart hversu víðsýn hún var. Eftir að Nonni dó var alltaf farið í heimsókn til Gunnu á afmælisdag Nonna og farið með henni að leiði hans, sem að hún sá um af miklum myndarskap eins og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Sú ferð verður því miður farin án NIKOLAJ MARTIN BRÚSCH tNikolaj Martin Briisch fæddist í Reykjavík 17. októ- ber 1973. Hann lést á sjúkrahúsi í Árhus 11. maf sfðastliðinn. Foreldrar hans eru Inga Dóra Eyjólfs- dóttir, f. 20. desem- ber 1949, og Hans Martin Briisch, f. 2. október 1948 í Kaupmannahöfn. Þau giftu sig árið 1973 og fluttu sfðan til Kaupmannahafn- ar árið 1976, þar sem Inga Dóra stundaði ijós- mæðra- og hjúkrunarstörf. Þau slitu samvistum. Inga Dóra og Nikolaj fluttu síðar til Árhus, þar sem Inga Dóra stundar ljós- mæðrastörf, hjúkrun og kennslu. Hún giftist Jörgen Christensen og eiga þau tvo syni Sune Alexand- er, f. 2.12. 1988, og Símon Benjamín, f. 22.9. 1992. Enn- fremur á Nikolaj hálfbróður af föður, Jónatan 12 ára. Nikolaj varð stúdent árið 1993. Síðar stundaði hann háskólanám í Nor- egi, gegndi her- skyldu í flugher 1993-1994, iauk þaðan prófi með A einkunn. Byijaði iðnnám, en varð að hætta vegna veikinda. Hinn 27. febrúar 1999 kvænt- ist Nikolaj Anne Bye Rasmus- sen; og iifir hún mann sinn. Utför Nikolaj fer fram í Ár- hus í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 að dönskum tfma. ÚTFARARSTOFA OSWALDS sijvu 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI S I R/I II iB • 101 RI VKJAVÍK I ÍKKIS I UVINNUS I OFA EYVINDAR ÁRNASONAR 1899 Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Gunnu þetta árið. En víst er að þegar farið verður að vitja leiðisins í framtíðinni þá verða Gunna og Nonni einhversstaðar á sveimi í kring og alveg er öraggt að þau munu haldast hönd í hönd . Elsku Gunna, að leiðarlokum viljum við þakka þér fyrir sam- fylgdina og við vitum að nú eruð þið Nonni sameinuð á ný, og við vitum að þá líður ykkur báðum vel. Megi guð blessa minningu þín. Fjölskyldan Stangarholti 2. Mig langar með örfáum orðum að minnast Gunnu frænku. Ekki var ég nú mikill að burðum þegar ég kom fyrst austur að Fomusöndum, átta ára gamall, en henni tókst að gera mann úr drengnum. Margar góðar minn- ingar koma upp í hugann, enda ár- in orðin mörg sem við höfum að- stoðað hvort annað. Margar vora stundimar sem hún vann við að sauma austur í herbergi og ég sat hjá henni, þá sagði hún mér hvemig unnið var áður fyrr. Þar ræddum við líka um lífsins gagn og nauðsynjar. Oft á vorin þegar sauðburður var fóram við innan um féð og hún sendi mig að sækja nýfædd lömb til að marka. Eins era mér minnis- stæðar haustferðimar sem við fór- um í, við kölluðum þær „töðu- gjöld“, þá fóram við austur á Kirkjubæjarklaustur, upp á Stóra Dímon, inn á Fjallabak og margt fleira. Nú er hún Gunna frænka komin til hans Nonna síns og þau era aft- ur farin að leiðast innan um lamb- féð. Eg vil þakka henni fyrir það traust sem hún bar til mín þegar hana vantaði aðstoð. Ég bið góðan Guð að geyma Gunnu og Nonna frá Fomusönd- um. Minning ykkar mun lifa í hjarta mínu. Jörgen H. Valdimarsson. Elsku Nikolaj. Það var eins og drægi fyrir sólu þegar við fregnuð- um lát þitt, þó okkur granaði að hveiju stefndi. En svo reikaði hug- urinn til baka og rifjuðust upp minningar frá liðinni tíð. Veturinn líður og vorið kemur og með því birta og ylur og ekki síst farfuglarn- ir sem dvelja á Islandi sumarlangt. Þannig var það þegar lítill maður kom frá Danmörku til Islands, til að dvelja hjá afa og ömmu á sumrin. Sérstaklega era minnisstæð ferðalög í Þjórsárdal og upp á há- lendið, sumar eftir sumar, sá mikli áhugi sem slíku fylgdi, veiðiferðir og fjallgöngur. Alltaf glaður og kát- ur, hjálpsamur, vildi allt fyrir alla gera og elskaði alla. íþróttamaður með afbrigðum, stundaði sund, þrí- þraut, hjólreiðar auk skíðaiðkunar. Keppti í þeim greinum með góðum árangri. Fyrir honum var ekki aðal- atriðið að vera fyrstur, heldur að vera með og fá aðra til að vera með. Orð era lítils megnug þegar sorgin er mikil. Við vitnum í orð foðurömmu hans Ingride, þegar hún sagði við okkur „hann er hreinn engill“. Við biðjum góðan guð að hjálpa okkur að yfirstíga sorgina. Sérstaklega biðjum við um styrk til bræðra hans, sem allir litu upp til stóra bróður, elskulegrar eiginkonu Anne Bye Rasmussen, foreldra og vina. Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Eg skal vaka og gráta af gleði yfir þér því guð átti ekkert betra að gefa mér. Bráðum kemur dagurinn með birtu og stundarfrið þá skal mamma syngja um sólskinið. (Davíð Stefánsson) Dýrðlega þig dreymi og drottinn blessi þig. (Stefán frá Hvítadal) Afi og amma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.