Morgunblaðið - 19.05.1999, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Lokatónleikar
Söngskólans í
Reykjavík
LOKATÓNLEIKAR Söngskól-
ans í Reykjavík verða í Islensku
óperunni á morgun, fimmtudag,
kl. 20.30. Fram koma 50 söngv-
arar úr öllum deildum ásamt pí-
anóleikurum skólans. Á efnis-
skránni eru íslensk sönglög og
erlendir ljóðasöngvar, lög úr
söngleikjum og aríur, dúettar og
kórar úr óperettum og óperum.
Skólinn útskrifar að þessu
sinni sjö nemendur með burt-
fararpróf og prófgráðuna AC,
„Advanced Certificate": Arndísi
Fannberg, Brynhildi Björns-
dóttur, Dagnýju Þ. Jónsdóttur,
Hrólf Sæmundsson, Lovísu Sig-
fúsdóttur, Sigrúnu Pálmadóttur
og Svönu Berglindi Karlsdótt-
ur. Þau eiga öll eftir lokaá-
fanga prófsins, einsöngstón-
leika.
Þá útskrifar skólinn íjóra
söngkennara með prófgráðuna
LRSM, „Licentiate of the Royal
Schools of Music“: Grétu Þ.
Jónsdóttur, Guðbjörgu R.
Tryggvadóttur, Kristján F. Val-
garðsson og Soffíu Stefánsdótt-
ur. Lokaprófi úr almennri
deild, 8. stigi, luku 14 nemend-
ur.
Skólastjóri Söngskólans í
Reykjavík er Garðar Cortes.
SÖN G V AR AHÓPURINN sem útskrifast með burtfararpróf AC og
söngkennarapróf LRSM í vor: Kristján F. Valgarðsson, LRSM, Sofffa
Stefánsdóttir, LRSM, Garðar Cortes, skólastjóri, Guðbjörg R.
Tryggvadóttir, LRSM, og Gréta Þ. Jónsdóttir. Aftari röð: Brynhildur
Björnsdóttir, AC, Sigrún Pálmadóttir, AC, Lovísa Sigfúsdóttir, AC,
Hrólfur Sæmundsson, AC, Arndís Fannberg, AC, Svana Berglind
Karlsdóttir, AC, og Dagný Þ. Jónsdóttir, AC.
Nemendatón-
leikar Tónskdla
Þjóðkirkjunnar
TÓNSKÓLI Þjóðkirkjunnar lýkur
starfsári sínu nú í vikunni með
tvennum tónleikum. Fyrri tónleik-
arnir verða í Grensáskirkju í kvöld,
miðvikudag kl. 20.30. Á tónleikunum
leika nemendur á orgel og píanó,
m.a. verk eftir Bach, Beethoven og
Buxtehude. Ennfremur koma söng-
nemendur fram.
Síðari nemendatónleikarnir, sem
jafnframt er skólaslit, verða í Hall-
grímskirkju á morgun, fimmtudag,
kl. 20.30. Flutt verður orgeltónlist
frá ýmsum tímum, m.a. eftir Bach,
Gounod og Buxtehude.
STJÓRN Lista-
háskóla íslands
hefur ráðið Kri-
stján Steingrím
Jónsson mynd-
listai’mann í
stöðu deildarfor-
seta myndlistar-
deildar og Jónu
Finnsdóttur í
starf fram-
kvæmdastjóra skólans.
Kristján lauk prófi frá Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands
1981, stundaði
framhaldsnám
við listaakademí-
una í Hamborg
og útskrifaðist
þaðan 1987. Síð-
an þá hefur hann
starfað í Reykja-
vík og haldið
fjölda sýninga á
verkum sínum,
bæði hér heima og erlendis. Kri-
stján hefur jafnframt starfað við
kennslu og stjórnun við Mynd-
lista- og handíðaskólann og við
Myndlistaskólann í Reykjavík.
Kristján hefur þegar tekið til
starfa og vinnur að uppbyggingu
myndlistardeildarinnar sem tek-
ur til starfa 1. ágúst næstkom-
andi.
Jóna Finnsdóttir stundaði nám í
framkvæmda- og framleiðslustjóm
við Bandarísku kvikmyndastofnun-
ina í Hollywood og lauk þaðan prófi
1991. Hún hefur starfað við kvik-
myndaframleiðslu og m.a. verið að-
alframleiðandi kvikmyndanna Tár
úr steini og Sporlaust. Síðastliðið
ár hefur hún starfað sem fram-
kvæmdastjóri Leikfélags Reykja-
víkur.
Jóna hefur störf við Listaháskól-
ann 15. júní næstkomandi.
Ráðið í tvær stöður
Listaháskóla Islands
Jöna Kristján Stein-
Finnsdóttir grímur Jónsson
Bág fjár-
hagsstaða
aðildarfé-
laga BIL
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi ályktun frá
Bandalagi íslenskra leikfélaga:
,Aðalfundur Bandalags ís-
lenskra leikfélaga, haldinn í
Félagsheimilinu Hvoli á Hvols-
velli 15. og 16. maí 1999, sam-
þykkti eftirfarandi ályktun: Að-
alfundur Bandalags íslenskra
leikfélaga lýsir yfir þungum
áhyggjum sinum vegna bágrar
fjárhagsstöðu aðildarfélaganna.
Örfá sveitarfélög hafa af fram-
sýni og myndarskap stutt starf-
semi leikfélaga sinna en hjá
mörgum sveitarstjómum ríkir
skilningsleysi á mikilvægi
starfseminnar.
Um leið og rætt er um nauð-
syn jaftivægis í byggð landsins
og hve stór þáttur menning sé í
þeirri ákvörðun fólks hvar það
vilji búa, eru styrldr til starf-
seminnar aðeins hækkaðir til að
halda í horfinu en ekki til að
gera félögunum kleift að starfa
af þeirri reisn sem þau geta og
vilja. Á sama hátt hefur æ meira
borið á að rótgróin félög hafa
verið svipt starfsaðstöðu sinni
og það án tilrauna til úrbóta.
Áðalfundur Bandalags ís-
lenskra leikfélaga fer fram á að
stjómvöld, í landsstjórn sem
og í sveitarstjórnum, sýni vilja
sinn til byggðajafnvægis í
verki með því að styðja veglega
við það mikla menningarafl
sem í áhugaleikfélögunum
býr.“
Stökktu til
Benidorm
9. júní
í 1 eða 2 vikur
frá kr. 29.955
Síðusti
Heimsferðir bjóða nú þetta ótrú-í 16
lega tilboð til Benidorm hinn 9.j
júní, þessa vinsælasta áfangastaðar
íslendinga. Þú bókar núna og tryggir þér sæti í ferðina 9.
júní og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og
tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í fríinu. A
Benidorm er sumarið byrjað og hér nýtur þú frísins við
frábærar aðstæður og um leið getur þú valið um spenn-
andi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða.
Verð kr.
29.955
39.955
M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára,
vikuferð 9. júní, skattar innifaldir.
Verð kr.________________________
M.v. hjón með 2 böm í íbúð,
2 vikur, 9. júnf, skattar innifaldir.
Verð kr.
39.990
Verð kr.
49.990
M.v. 2 í herbergi/íbúð, vikuferð
9. júní, skattar innifaldir.
M.v. 2 í studio/íbúð, 2 vikur,
9. júní, skattar innifaldir.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Birta allrar birtu
____________BLklB_______________
L j ó 0 a b ó k
HUGARFJALLIÐ
eftir Gyrði Elíasson.
Mál og menning.
1999 - 103 bls.
HUGLÆGNI og rómantísk endur-
sýn hafa einkennt ljóðaheim Gyrðis
Elíassonar í gegnum tíðina. Ljóðver-
öld hans hefur verið huglæg stað-
leysuveröld út af fyrir sig. Hin seinni
ár hefur myrkrið verið áberandi í ljóð-
unum, myrkrið í veröld hugans, sem
oft fýlgir slíkri huglægni. I nýjustu
Ijóðabók hans, HugEirfjallinu, er hins
vegar verulega farið að birta til og
segja má að mörg kvæðin séu tilbrigði
ljóss og skugga eða öllu heldur tilræði
Ijóssins við skuggana.
Heiti á Ijóðabókum Gyrðis síðustu
ár eru eins og lykill að þessari þróun.
Árið 1992 gaf hann út Ijóðabókina
Mold í Skuggadal, myrka bók og
þungbúna enda Skuggadalur eflaust
skyldur þeim dimma dal sem talað er
um á sorgarstundum. Yfir honum
vöktu meira að segja blýstjörnur.
Árið 1996 kom svo út Indíánasumar.
Þótt rökkrið hvíli einnig yfir þeirri
bók er þó ávallt einhver ljósglampi í
nánd, týra í myrkrinu, ljósþráður
sem tengir sjálfið einhvers konar
verund. Enda er indíánasumar birtu-
auki í haustskammdeginu.
Titill nýju bókarinnar, Hugarfjall-
ið, speglar nýja verund sem tengist
táknheimi Gyrðis. Dalurinn er tákn
lægðarinnar og myrkursins. Um
þetta yrkir hann í upphafskvæði bók-
arinnar og segir hugarlaufin visna og
það sé „haust í Inndölum". Við finn-
um slík dalaljóð og skógarljóð þar
sem vegurinn hverfur framundan eða
skógurinn þéttist og verður ófær. En
ofar þessum hugveruleika rís fjallið
sem jafnan er tákn trúarinnar, eilífð-
arinnar og guðdómsins. Gyrðir kallar
jafnvel á björgunarengla til að ná
mönnum upp á tindinn:
Stígurinn sem
ljggur upp á fjallið
er stígurinn til
himins
Dalurinn og skógur-
inn tengjast myrkri og
sorg, fjallið birtu og sól-
ríkri sýn, jafnvel hljóð-
látum fögnuði. Þótt það
sé ekki nýtt að Gyrðir
leiki með ljós og skugga
í kvæðum sínum hefur
dýrð ljóssins sjaldan
verið honumn jafnkær.
Gyrðir er hagur
myndasmiður og sum
ljósljóðin eru sérlega
glæsileg. í Næturljóði
líkir hann nóttinni við
dökkbláan vegg á ævagömlu húsi.
Stjömurnar eru
naglagöt, og
þar streymir ljós
ígegn
Víða í bókinni er að finna slíkt fagn-
aðarerindi fióssins. Sjálfíð brýst úr
íjötrum. Þannig fljúga starrar svört-
um vængjum úr þokunni inn í morg-
unljósið í einu ljóði. í öðru lykilkvæði
bókarinnar er bata líkt við að „koma
hægt / inn í birtuna“. Enn fremur
kemur sá boðskapur að ofan að Ijóð
eigi að yrkja „með sólarorku / með
hugarorku / úr ljósi // Ekki myrkri“.
I nokkrum Ijóðum er beinlínis vik-
ið að trúarlegum efnum, ort um séra
Friðrik Friðriksson og barnið Jesú
svo eitthvað sé nefnt. En umfram
allt er hér ort um persónulega birt-
ingu og bjartari sýn sem flæðir um
allan skáldskapinn. í fallegu kvæði,
Sálarvor, er einmitt ýjað að því að sú
birting sem um er ort sé einnig leys-
ing skáldskaparins:
Skáldskaparvatnið
er ísi lagt, en það eru
komnar vakir í ísinn
og stöku ljóð vætlar
upp á skarimar
Síðasti vetrardagur
rJAfe,,.,, iuliui U111
Það er ekki svo að
skilja að staðleysuver-
öld Gyrðis með smávin-
um fögrum, sniglum og
smáfuglum, myrkum
skotum, tilvísunum til
nafnkenndra manna og
á stundum efahyggju sé
með öllu horfinn í birt-
una. Við og við skýtur
kaldrænunni upp eins
og þegar ort er um ála í
mýrinni og drengi með
fötur og vasaljós sem
lýsa upp vatnið og ál-
amir horfa töfraðir á
blikið og halda að það
séu stjörnur eða mýrar-
ljós. „Þeir horfa á / blikið þar til / allt
verður / svart“.
Á stöku stað þykir mér kvæði
Gyrðis um of byggjast á mikið notuð-
um hugmyndum eins og í kvæðinu
Leiðrétting sem fjallar um að sjórinn
sé í reynd tár allra sem hafa fæðst
eða í kvæðinu margt býr í þögninni
sem fjallar um veggi úr orðum milli
manna. Slík kvæði bæta ekki miklu
við lestrarreynslu okkar og eru eigin-
lega tilbrigði við margtuggin speki-
orð. En ávallt yrkir Gyrðir vel og
stundum dregur hann upp afar snjall-
ar og einfaldar myndir. Þannig finnst
mér ég nánast snerta regnnóttina
sem hann líkir í kvæðinu Höfuð-
skepnu við votan kattarfeld og í ljóði
sem hann nefnir Þegar sumar verður
haust lýsir hann manni sem sýnist
óbugaður ganga á móti hvassviðri:
En innra er hann
lotinn af stormum
Laufin slitin
afLífstrénu
á miðju
sumri
En sá maður er ekki lotinn innra
sem stígur út úr þessari bók. Um
hann leikur birta fegurðar og vonar
Hugarfjallsins. Hann kann að stíga
hikandi inn í geislann en það gerir
hann með reisn.
Skafti Þ. Halldórsson
Gyrðir Eli'asson