Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 63 ; FÓLK í FRÉTTUM Stórsveit Reykjavíkur með tónleika í Iðnó Með þetta allt á hreinu í KVÖLD hefjast tónleikar kl. 21 í Iðnó þar sem Stórsveit Reykjavíkur mun ieika undir stjórn Bandaríkja- mannsins Greg Hopkins, sem einnig mun leika einleik á trompet. „Það er mikill fengur í því að fá svona mann til að vinna með okk- ur,“ segir Sæbjörn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Stórsveitarinnar og aðalhljómsveitarstjómandi. „Hann er mjög þekktur í djassheiminum. Það fékk enginn að spila með Buddy Rich eins og hann, nema vera meðal þeirra allra bestu.“ Djass alla ævi „Hversu lengi ég hef verið í djassinum? Guð minn góður! Eg hef hlustað á djass síðan ég man eftir mér,“ segir Greg. „Pabbi átti stórt plötusafn og við hlustuðum á það allt aftur og aftur. Ég lærði svo að spila á trompet þegar ég var átta ára, og byrjaði að leika í stór- sveitum þegar ég var tólf eða þrettán ára. Það var mjög vinsælt á þeim tíma, seint á sjötta áratugn- um. Ég er alinn upp í Detroit Michigan, þar var alltaf mikið um dansbönd og ég var alltaf að spila. Lög Glenn Millers, Tommy Dors- ey, Count Basey, Duke Ellington, alla þessa gæja. í menntaskóla byrjaði ég að út- setja lög. Ég sat tímunum saman við píanóið og fann góða hljóma. I háskólanum var hins vegar ekki djassdeild, svo ég varð að læra klassíska tónlist. En við komum okkur upp dansbandi svo ég gat haldið áfram að útsetja fyrir það. Seinna lék ég í stórsveitum hjá Buddy Rich og líka Woody Herman í einhvem tíma. Ég spilaði hjá Stan Kenton í viku en hætti, mér fannst hann leiðinlegur.“ - En var ekki Buddy Rich brjál- aður skaphundur sem otaði byssu að fólki ef honum mislíkaði spila- mennskan þeirra? „Jú, hann var býsna skapstór og margir sögðu hann brjálaðan, en okkur kom bara vel saman. Ég spil- aði með bandinu hans í tvö og hálft ár. Honum líkaði það sem ég gerði og mér líkaði það sem hann gerði. Það var fínt.“ íslendingar eru góðir tónlistarmenn Greg flutti síðan til Boston, þar sem hann stjómar mörgum böndum Morgunblaðið/Ásdís GREG Hopkins á æfingu með Stórsveit Reykjavíkur. af öllum stærðum og gerðum, spilar á trompet í annarra manna hljóm- sveitum, auk þess að kenna við Berklee-tónlistarháskólann þar í borg. „Það er mjög gaman að koma til íslands til að vinna með Stórsveit- inni, því margir hljóðfæraleikar- anna stunduðu nám í Berklee. Ég man vel eftir andlitunum. Bassa- leikarinn og allir saxófónleikararnir vora þar. Var það ekki? Jú, ég man eftir þeim. Allir íslensku nemend- urnir hafa alltaf verið mjög góðir hljóðfæraleikarar. Bæði Eiríkur Öm Pálsson og Veigar Margeirs- son vora trompetnemendur mínir, báðir alveg frábærir tónlistar- menn.“ Greg ferðast um allan heim sem kennari, fyrirlesari, útsetjari og trompetleikari. „Mér finnst ég mjög heppinn að fá að koma inn í bönd og fá að spila með góðum tónlistarmönnum. Stórsveit Reykjavíkur er mjög góð. Þeir era með þetta allt á hreinu, hafa fullan skilning á því sem þeir era að gera, og nógu góðir til að glíma við þessa dagskrá, sem er mjög erfið.“ - Hvað fáum við að heyra á tón- leikunum í kvöld? „Við flytjum aðallega útsetningar og lög eftir sjálfan mig, bæði ný og gömul. Ég vona að ég hafi verið beðinn að koma hingað til þess. Þetta er öðravísi tónlist sem þarfn- ast líkamlegra átaka, og felur í sér vissa áskoran. Og þar sem Duke Ellington hefði orðið 100 ára í sein- ustu viku, leikum við hálftíma Ell- ingtonsvítu. Ég er viss um að fólk á eftir að skemmta sér mjög vel í kvöld,“ sagði hinn líflegi Greg Hop- kins að lokum. QUARASHI í góðu formi. Þétt keyrsla hjá Sölva . Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir og Steini, Hössi og Dj Dice voru allir í góðu formi. MINUS er ein af efnilegustu sveitum landsins. Neðanjarðar á Thomsen TOMLIST Morgunblaðið/Jón Svavarsson TROÐFULLT var á Thomsen á tónleikunum eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Tónlcikar MÍNUS OG QUARASHI Tónleikar Mínus og Quarashi í kjall- ara Kaffí Thomsen sl. föstudags- kvöld. Á efri hæðinni spiluðu Mar- eir og Róbert á plötuspilara og skar Guðjónsson blés í saxófón. KAFFI Thomsen er í flestu fyr- irtaks staður fyrir tónleikahald, ekki síst eftir að kjallarinn var tek- inn undir slíkt; þar er umbúnaður allur frábær til að skapa neðanjarð- arstemmningu og hljómburður ágætur, svo framarlega sem menn standi sem næst hljómsveitinni. Að- ur en að því var komið síðastliðinn fóstudag sáu þeir Margeir, Róbert og Óskar um að hita viðstadda upp. Skemmtileg samsetning, enda eru þeir ólíkir plötusnúðar, Margeir og Róbert, í mjög ólíkum taktpæling- um, og Óskar sá síðan um að hnýta lausa enda og gefa rétt yfirbragð. Á köflum duttu þeir úr sambandi hver við annan, enda leikið af fingram fram, en á milli komu góðir inn- blásnir kaflar þar sem þeir náðu samhljóman og stemmningu. í kjallaranum var allt önnur gerð stemmningar í uppsiglingu er leið fram yfir miðnætti. Mínus-félagar era með efnilegustu hljómsveitum nú um stundir og sýndu á sér flest- ar sínar bestu hliðai’. Mest gaman er af Mínusi að hafa þegar liðs- menn sveitarinnar sleppa fram af sér beislinu, brjóta upp rokkfras- ana og keyrsluna með tilbreytingu í takti og hraða. Inn á milli eru frá- bær lög sem gaman verður að heyra af plasti; vonandi er ekki langt í að sveitin sendi frá sér skífu. Quarashi hefur verið í löngu fríi en greinilega nýtt það vel, allar raf- hleðslur í botni og mikið af nýjum hugmyndum. Hljómsveitarlið var áberandi meðal áheyrenda, til þess komið að kanna samkeppnina, eða kannski bara að skemmta sér. Pimm ný lög voru kynnt þetta kvöld, tvö þau fyrstu framúrskar- andi tilraunamennska sem hrærir saman þungri brotakenndri hryn- skipan og dægilegum laglínum. Þriðja lagið var ómótað, en þau tvö sem ótalin era vora og bráðgóð. Stemmning er áþekk í nýju lögun- um og þeim gömlu, en þau í öllu ferskari; mikið í gangi. Sölvi keyrði sveitina áfram af mikilli einbeit- ingu, Steini og Hössi voru venju fremur sprækir og Dj Dice í frá- bæra formi. Árni Matthíasson Beðið frum- sýningar AÐDÁENDUR Stjörnu- stríðsmyndanna hafa marg- ir hverjir tjaldað fyrir utan kvikxnyndahús í Hollywood þar sem þeir bíða þess að farið verði að selja miða á nýjustu myndina „Star Wars Episode One: The Phantom Menace“. Hinn ellefu ára gamli Eric DePre frá Chicago heim- sótti Ijaldbúðirnar er 12 dagar voru til frumsýning- ar en 16. maí verður mynd- in sýnd í útvöldum kvik- myndahúsum og mun allur ágóði þeirra sýninga renna til góðgerðamála. Hinn 19. verður hún svo frumsýnd um öll Bandaríkin. MYNDBÖND Ovenjuleg ' og áhrifarík Buffalo 66_____________ Drama Framleiðandi: Chris Hanley. Leik- stjóri: Vincent Gallo. Handrit: Vincent Gallo og Alison Bagnall. Að- alhlutverk: Vincent Gallo, Christina Ricci, Anjelica Houston og Ben Gazz- ara. (105 mín) Bandaríkin. Skífan. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. BILLY Brown (Vincent Gallo) hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann fæddist í Buffalo árið 1966. Ný- búið er að hleypa honum úr fangelsi eftir fimm ára af- plánun og tilveran hvílir þungt á herðum hans. Áð- ur en Billy leggur í það erfiða verkefni að heimsækja for- eldra sína rænir hann bláókunnugri stúlku (Christina Ricci) og skipar henni að þykjast vera eiginkona sín. Stúlkan reynist hin indælasta og ' brátt takast með þeim nánari kynni. Þessi frumraun hins unga kvik- myndagerðarmanns og leikara, Vincent Gallo er vönduð, jarðbundin og hlaðin lífsreynslu. Þar vinnur Gallo að hluta til með eigin reynslu af erfiðum fjölskylduaðstæðum sem skilar sér inn í kvikmyndina af mikl- um þunga. Sagan er engu síður upp- full af kímni og afburðaleikarar gæða persónur hennar lífi og fyll- ingu. Þá kallar leikstjórinn fram sterk áhrif með óvenjulegri notkun kvikmyndatækninnar, ekki síst þar sem um miðlun hugsana og minn- inga aðalpersónunnar er að ræða. „Buffalo 66“ er óvenjuleg og áhrifa- rík kvikmynd sem unnendur góðra kvikmynda ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Heiða Jóhannsdóttir Besson í bílaleik Leígubíll (Taxi)______________________ Spennumynd ★y2 Framleiðendur: Luc Besson og Laurent Petin. Leikstjórar: Gérard Krawczyk og Gérard Pirés. Handrits- höfundur: Luc Besson. Kvikmynda- taka: Jean-Pierre Sauvaire. Aðalhlut- verk: Samy Naceri og Frédéric Di- efenthal. (85 mín.) Frakkland. Háskóla- bíó, aprfl 1999. Bönnuð innan 16 ára. DANIEL er besti ökumaðurinn í Marseiiles. Fram til þessa hefur hann ekið skellinöðra í starfi sínu sem flatbökusend- ill en nú hefur hann fengið lang- þráð leigubílaleyfi í hendumar. Gl- annaakstur Dani- els vekur brátt áhuga lögreglu- þjónsins Emilien, sem fær hann til að aðstoða sig við leit- ina að alræmdum bankaræningjum. Fransld leikstjórinn Luc Besson er vel þekktur fyrir stílfærðar og vand- aðar kvikmyndir. Því er ástæða til að vara Besson-unnendur við öllum væntingum í þá áttina í garð myndar- innar sem hér er til umræðu. Þetta er fremur metnaðarlítil spennumynd með sérfrönskum húmor, sem drífur ekki sérlega langt. Handritið er ekki upp á marga fiska en gæti höfðað sterkt til bfladellufólks. Reyndar liggur eini raunverulegi metnaður myndarinnar í kappakstursatriðum sem eru öll hin flottustu. En þegar á heildina er litið virðist sem einhver gelgja hafi gripið Besson og félaga og hún leitt af sér þessa óáhugaverðu mynd. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.