Morgunblaðið - 19.05.1999, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 19.05.1999, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 53" JOHANNA UNNUR ERLINGSON INDRIÐADÓTTIR + Jóhanna Unnur Erlingson Ind- riðadóttir fæddist í Reykjavík 3. októ- ber 1978. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 28. apríl síðastliðinn. Utfbr hennar fór fram frá Langholtskirkju 5. maí. Okkur var mjög brugðið þegar við fréttum af andláti vin- konu okkar og sam- herja úr KR, Jóhönnu. Þótt við gerðum okkur fyllilega grein fyrir alvarlegum veikindum hennar trúðum við innst inni að hún myndi spjara sig. Kannski var ástæðan fyrir því sú að hún smitaði okkur af sínu jákvæða hugarfari og bjartsýni. Þegar við lítum til baka minn- umst við Jóhönnu sem leiðtoga liðs- ins jafnt innan vallar sem utan. Ódrepandi metnaður og barátta hennar í leikjum hvatti okkur til dáða hvemig sem staðan var, 10 mörk undir eða yfir, alltaf hélt hún okkur við efnið. Þegar ljóst var að hún gæti ekki haldið áfram að keppa með okkur var hún þó alltaf til staðar. Hún mætti á svæðið og hvatti okkur af hliðarlínunni. Jó- hanna sneri sér svo að þjálfun yngri flokka og var alltaf reiðubúin að leggja sitt af mörkum í þágu knatt- spyrnunnar. Aðdáunarvert þykir okkur hversu vel Gísli, unnusti hennar, studdi við bakið á henni í einu og öllu. í svona erfiðleikum hefðu margir flúið af hólmi. Elsku Jóhanna, við kveðjum þig með söknuði og mikilli eftirsjá. Öllum þykir ósanngjarnt þegar svona ungt fólk er tek- ið burt í blóma lífsins. Því trúum við að þín bíði betri tilvist annars staðar. Kæri Gísli, Ólöf, Margrét, Indriði, Jón og fjölskylda, við sam- hryggjumst ykkur innilega og megi Guð vera með ykkur í þess- ari miklu sorg. Anna María, Elín Jóna, Eva, Guðrún Sóley, Hrefna, Hulda, Hulda Sif og Ragheiður, f.h. 2. fl. KR. Þegar dóttir mín hringdi í mig heyrði ég strax á henni að eitthvað mikið var að. Að lokum náði hún að segja mér að Jóhanna hefði dáið þá um nóttina. Elsku Jóhanna, þú komst inn í líf okkar sem stúlkan hans Gísla og sem vinkona elstu barna okkar. Við minnumst þín sem fallegrar hressr- ar ungrar konu. Þú hafðir góð áhrif á allt og alla í kring um þig, það var eins og ferskir vindar fylgdu þér og alltaf var stutt í hláturinn. En svo komu veikindin skyndilega og óvægin. Þú tókst þeim á ótrúlega yfirvegaðan hátt miðað við aldur þinn, en því miður gerðum við okk- ur aldrei fyllilega Ijóst hve alvarlega veik þú varst, þú barst þig alltaf svo vel. Eg man eftir þér í eldhúsinu hjá mér þar sem þú veltir fyrir þér þeim breytingum sem þú varðst að takast á við í kjölfar veikindanna. Mér fannst þú svo ótrúlega þroskuð og einlæg að mér varð orðfátt. En þú áttir þér draum um framtíðina með Gísla og varst ákveðin í að láta hann rætast, en svo varstu skyndi- lega tekin frá okkur. Að leiðarlokum viljum við þakka þér samfylgdina þann tíma er við fengum að hafa þig og þá vináttu er varð milli þín og barna okkar. Elsku Gísli, missir þinn er mikill. Guð gefi þér styrk í sorginni og megi minningin um yndislega stúlku er sýndi ótrúlegan kjark og æðruleysi vera okkur öllum hvatn- ing. Hvíl í friði, elsku Jóhanna. Foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fjölskyldan Rauðahjalla. Að lifa í sársauka og þjáningu, en ganga reist. Þannig var Jóhanna eins og ég þekkti hana. Ég kynntist henni í MH. Hún var hress stelpa og lífsglöð. Við vorum saman í nokkrum fógum og sátum oft sam- an. Að hún væri veik vissi ég ekki þá, en það bar fljótlega á góma. Hún talaði um veikindin af þvílíkum kjarki. Alvaran var til staðar og hún vílaði ekki fyrir sér að takast á við hana. Þegar ég frétti að Jóhanna væri dáin þá var það mér fjarstæða. Það er mér enn fjarstæða. Það gaf mér mikið að fá að kynn- ast Jóhönnu. Þrátt fyrir allt sem dundi á í veikindunum þá hélt hún alltaf áfram uppfull af æðruleysi og dugnaði. Ég þakka Guði fyrir hana og fyrir að hafa fengið að þekkja hana og eiga hana sem vinkonu. Ég lærði mikið af henni. Ég kveð hana með sárum söknuði. Eftir situr góð minning um perlu. Blessuð sé minning hennar, Elsku Gísli, Margrét, Indriði, Ólöf og aðrir vandamenn, Guð styrki ykkur í sorginni: Drottinn er nálægur þeim er hafa sundurkramið hjarta, þeim er hafa sundurkraminn anda hjálpar hann. (Sálm. 34.19). Katla Þöll Guðmundsdóttir INGIMUNDUR REIMARSSON + Ingimundur Reimarsson fæddist 9. desember 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Reimar Magn- ússon frá Fossárdal og Stefanía Jóns- dóttir frá Lóni. Þau bjuggu allan sinn búskap í Víðinesi í Fossárdal og áttu sautján börn og eru þrjú þeirra látin. Eftirlifandi eiginkona Ingi- mundar er Steinunn Hermanns- dóttir og eignuðust þau fimm börn. Útför Ingimundar fór fram frá Selfosskirkju 8. maf. Ég á til svo mörg falleg og yndis- leg orð sem lýsa þér svo vel elsku afi minn að ég gat ekki gert upp á milli þeirra svo ég skrifa þér ljóðið okkar sem ég samdi um þig vetur- inn 1998, mér finnst það lýsa þér best: og gjafmildina í þeirri hægri - augu kærleikans - Þaknir þrjóskunni sem ekki bráðnar. Saltaði sjómaðurinn er eins og nýfallið siyókorn sem bíður eftir að færa sig Saltaði sjómaðurinn er hann afiminn. (Sigríður Karlsdóttir) Ég sakna þín mikið elsku afi minn og mér finnst svo sárt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur og jafnvel óréttlátt að svona yndis- legur maður á besta aldri sem lagði alla þá vinnu og allt sem hann átti fyrir lífið skuli hverfa svo fljótt frá mér, en þegar ég hugsa þetta aftur og aftur þá kemst ég að því: svona yndislegum og gjafmildum manni verða allir að fá að kynnast - líka Guð. Þín Sigríður. Elsku bróðir minn er dáinn. Mér kom það ekki á óvart, ég hafði fylgst með veikindum hans tvö síð- ustu árin. Hann ólst upp í stórum systkinahópi. Hann bjó í Þorláks- höfn og síðan á Selfossi. Hann gerði út trillu í mörg sumur frá Bakka- firði og fórst það honum vel úr hendi. Einnig var hann góður smið- ur. Steinunn og Ingimundur komu oft til mín þegar þau voru að fara norður. Ég bjó í Breiðdal þá. Mér fannst alltaf hátíð þegar Steinunn og Ingimundur voru komin í heim- sókn. Sem böm lékum við Ingimundur okkur mikið saman að homum og sóttum kýr og hesta. Þá leiddumst við því hann vildi gæta systur sem var einu ári yngri. Ég votta Steinunni, börnunum og bamabörnunum innilega samúð. Ég þakka þér elsku bróðir hvað þú varst alltaf góður við mig og alla. Hjartkæri bróðir hve sárt ég þess sakna að sjá aldrei brosið þitt framar á jörð, þó veit ég það lifir- í Ijósinu bjarta og ljómar sem stjarna með guðsbama hjörð. Hólmfríður Reimarsdóttir. INGIBJORG GUÐMUNDSDOTTIR Saltaði trillukarlinn, siglir, blístrar og gefur Með rommíspilin í þeirri vinstri Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.Í8) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ingibjörg Guðmundsdóttir fæddist á Ljósalandi í Vopnafirði 25. júní 1912. Hún andaðist á Keflavíkurspítala 6. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkur- kirkju 16. aprfi. Elsku amma. Ég held að ég geti bara sagt, besta amma í heimi. Við erum öll hérna með hugann hjá þér og ég veit að þú hefur ekki séð mikið af mér og minni fjölskyldu undanfarin ár því við erum svo langt í burtu á Nýja-Sjálandi svo það er langt að fara. En að Anna skyldi hafa haft tækifæri á að kynnast þér á síðasta ári, er eitt- hvað sem hún á eftir að taka með sér gegnum lífið. Núna á ég enga ömmu til að tala við og líklega verð ég sjálf amma eftir ekki svo langan tíma. Ég geymi minningamar í hjarta mínu. Hvfl þú í friði. Astarkveðjur. Björg, Nigel, Egill, Anna og Halldór litli. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÁGÚSTSDÓTTUR frá Kirkjubæ, Eskifirði, síðast til heimilis í Þorlákshöfn, sem lést þriðjudaginn 11. maí á hjúkrunar- heimilinu Ljósheimum, Selfossi, verður gerð frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 21. maí, kl. 14.00. Katrín Ingvarsdóttir, Kristinn Guðnason, Júlíus Kr. Ingvarsson, Þóra Ragnarsdóttir, Guðrún, Ingvar, Kristinn, Anna, Ingvar, Ragnar og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, ÞÓRU SIGURGEIRSDÓTTUR, Blönduósi. Geir Snorrason, Þór Snorrason, Kári Snorrason, Örn Snorrason, Sævar Snorrason, Inga Jóna Snorradóttir, Sigríður Snorradóttir, Rosalyn Siloa, Sigurbjörg L. Guðmundsdóttir, Kolbrún Ingjaldsdóttir, Hafsteinn Jóhannsson, Lárus Heigason, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við útför móður og fósturmóður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÚLÍÖNU GUÐRÚNAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis að Móhúsum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Garðvangs, Garði, fyrir góða umönnun. Fyrir hönd ættingja, Þorleifur Matthíasson, Guðrún Guðmundsdóttir. + Okkar ástkæra, INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR Ijósmóðir, frá Engihlíð, sem andaðist á dvalarheimilinu Hlið sunnu- daginn 16. maí, verður jarðsungin frá Stærri- Árskógskirkju þriðjudaginn 25. maí klukkan 14.00. Ása Marinósdóttir, Þorsteinn Marinósson, Birgir Marinósson, Hildur Marinósdóttir, Valdimar Óskarsson, Sveinn Elías Jónsson, Hulda Baldvinsdóttir, Anna Marfa Jóhannsdóttir, Gylfi Baldvinsson, Gerður Þorsteinsdóttir, Karlotta Jóhannsdóttir, Ása Einarsdóttir, Kjartan Einarsson, afkomendur og aðrir vandamenn. LEGSTEINAR t Marmari íslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrvti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Lípan't Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík I sími 5871960, fax 5871986
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.