Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 41 Núllið og Díonysíus? FREYR Hermanns- son stærðfræðinemi skrifar (Mbl. þr. 27. apr. bls. 58) greinina „0. janúar 2000“. Freyr leggur áherslu á „staðreyndir", og meðal annars þess vegna rétt að taka greinina alvarlega. í orðabók Árna Böðv- arssonar er „stað- reynd“ skilgi'eind sem raunveruleiki, eitthvað sem raunverulega hef- ur gerst. Eg vil því gera nokkrar athugasemd- ir: 1) Fyrirsögnin gefur til kynna, að mót árþúsunda séu þennan dag, en skv. greininni eru þau talin vera 1. jan. 2001. Fyrirsögnin er því í mótsögn við innihald greinarinnar, sem er óvenjulegt. 2) Eg tel það venju í íslensku máli, að tala um „aldamótaárið" í eintölu. Þar er átt við 1. ár nýrrar aldar. Hliðstæða er afmælisdagur. Ég hef aldrei heyrt talað um tvo afmælisdaga. 3) „Tala“ er tákn fyrir fjölda, og talan núll „0“ er tákn fyrir fjöld- ann „enginn". Þetta er rétt hjá Frey. Það er því strangt tekið ekki rétt að tala um „tákn fyrir núll“. 4) Ég kannast ekki við að talan núll hafi verið þekkt eða notuð í Evrópu fyrr en um og eftir 1100. Að núll hafi borist til Ewópu með innrás araba til Suður-Evr- ópu. Að núll hafi borist til Evrópu með krossferðum Evrópumanna til Mið-Austurlanda, þar sem þeir kynntust stærðfræði araba. Þessi atriði eru borin fram sem staðreyndir, en hér skortir heim- ildir. Þegar talað er um „Evrópu" í þessu sambandi, er átt við evr- ópska menningu, en ekki menning- arheim araba í Evrópu. Að Sumerar hafi notað táknið „0“ (núU). Þeir notuðu táknið [„] (tvö lítil strik, tvær kommur eða gæsalappir) fyrir hugtakið „eng- inn“. ritháttinn „anno urbis conditae". Mér hefur skilist, að tímasetning hafi verið rituð: „ab urbe condita" (frá borginni stofn- aðri). Ab merkir: „with reference to distance of time“ (með tilvísun til liðins tímabils?). Að kaþólska kirkjan hafi falið Díonysíusi að gera tímatal. Hann gerði tímatalið sjálfur og að eigin frumkvæði og lagði fyrir páfa. Páfi skip- aði hóp sinna stærð- fræðinga til að yfir- fara verkið og ganga úr skuggga um, að þar væri allt rétt. Það var því ekki kastað höndum til verksins, eins og gefið er í skyn í greininni. Ætla má, að fyrir um 1500 ár- um hafi verið í Páfa- garði til betri heimild- ir um fæðingarstund Krists, en eru hér al- mennt til í dag, og nægar forsendur til að gera tímatal tengt fæðingu Krists á réttan hátt. Við erum því illa í stakk búnir til að gagnrýna tímatalið. Tímatal Er svona stærðfræði kennd í dag? spyr Brynjólfur Jónsson, 1999 heilum almanaks- árum eftir fæðingu Krists. Mér finnst höfundi tímatalsins sýnd óvirðing með þvi að rita nafn- ið hans ekki rétt, og mjög ómak- lega vegið að Díonysíusi með þess- um orðum: „Raunin er sú, að ekki er hægt að ákveða út frá Biblíunni, hvaða dag hann fæddist. Því þurfti að ákveða fæðingardag Krists, og var hann settur 25. desember." „Þegar búið var að ganga frá, hvenær árs Kristur fæddist þurfti Díonísus að ákveða fæðingarár." „Talið er að hann hafi valið rangt ár, ... „ „Dionísus var því kominn með ákveðið ár og dag á því ári. Nú átti hann bara eftir að tölusetja árið. • • • »» Þama er talað um Díonysíus eins og 7 ára krakka, sem er að læra fóndur í skóla. Mér skilst, að síðan sé vitnað til þess, að „talan núll“ var ekki til hjá Rómverjum, og samkvæmt því ályktað: ... því „varð fyrsta árið ár I“. „Fyrsta ár- ið, hvað“? í upphafi gi-einar Freys stend- ur: „Vonandi mun þessi grein varpa nokkru ljósi á staðreyndir Jón Brynjólfsson málsins.“ Nú spyr ég: Eru þetta einhverjar „staðreyndir“? Ég finn engar staðreyndir í greininni aðrar en rómversku tölurnar og að þar skortir tákn fyrir hugtakið „eng- inn“. Þetta hafa allir vitað og varp- ar engu ljósi á neitt. Hverjar eru heimildir fyrir þessu? Er þetta ekki bara tilbúningur? Hvaða heimildir eru fyrir því, að Díonysí- us hafi ,;sett töluna I við fæðingar- árið“? Ég mótmæli þessu. Ég er alveg viss um, að það gerði hann ekki. Ef engar heimildir eru fyrir þessu, sem í greininni er borið fram fyrir almenning sem „stað- reyndir", er þetta bara hugarburð- ur og ímyndun. Þá er illa ruglað saman ímyndun og raunveruleika. Fæðing Krists er ekki hégómi og rétt að minna á 2. og 8. boðorð. Það kom fram áður í greininni, að tákn fyrir hugtakið „enginn“ er ekki til í tölum Rómverja. Ég spyr: Er hægt að ætlast til þess, að tákn, sem ekki er til, komi fram í tíma- talinu? Hvemig getur það yfirleitt gerst? í greininni stendur: „Að ofan- sögðu ætti að vera nokkuð ljóst að í tímatalinu er ekki til árið núll.“ Þetta eru víst ný vísindi! Það er ekki ljóst fyrh- mér. Árið „núll“ með tákninu „0“ var ekki til, af því táknið var ekki til. Það er hverjum manni ljóst og óþarfi að gera það að nánast stærðfræðilegu sönnun- arverkefni. Hins vegar getur tíma- talið falið í sér ár með tölulega hugtakinu „enginn". En það er einmitt þörf á slíku til að tímatalið sé rétt. Tilgangur tímatalsins var að mínu viti, að ártahð sýndi liðin ár (heil almanaksár) frá fæðingu Krists. Það gerir það, og því er tímatalið rétt. Að búa til einhver heimskupör og eigna þau Díonys- íusi er engum sæmandi. Það er einmitt gert í þessari grein. Ég mótmæli slíku. I greininni er enginn greinar- munur gerður á tímatali Díonysí- usar (frá 525) og ruglinu úr Beda (frá 1500?), talningu aftur á bak í tíma, „B.C. röðin“. Síðan er ályktað um tímatal Díonysíusar á forsendum „öfuga tímatalsins“, sem Beda gerði sennilega um 1000 árum síðar. Er svona stærðfræði kennd í dag? 30. apríl, 1999 heilum almanaks- árum eftir fæðingu Krists. Höfundur er verkfræðingur. Glerbúrið Á ALÞINGI íslend- inga hafa verið sam- þykkt lög um miðlægan gagnagrunn. Lögin eru samþykkt þrátt fyrir harða andstöðu hins ís- lenska vísindasamfé- lags. Helsta orsök and- stöðunnar er skortur á vísindasiðferði varðandi söfnun í grunninn og notkun á upplýsingum úr honum. Því er haldið fram að lögin séu illa unnin, einokun verði á notkun upplýsinga úr grunninum til vísinda- rannsókna o.s.frv. Af- hending slíkra upplýs- inga á styrjaldartímum til einkafyrirtækis yrði væntanlega flokkuð undir landráð eða hvað? Trúa menn því að lög sambærileg gagnagrunnslögunum íslensku fengjust samþykkt í bandaríska þinginu? Yrði ekki talið líklegt að þau gengju gegn öryggishagsmun- um bandarísku þjóðarinnar, eða hvað? Eru íslendingar með gagna- grunnslögunum að ganga inn í gler- búr vísindanna með þeirri áhættu sem felst í því að verða hugsanlega notaðir eins og mýs á tilraunastofu? Þegar vísindamaður ætlar að stunda rannsóknir gerir hann rann- sóknaráætlun, smíðar sér glerbúr og verður sér úti um mýs til þess að gera tilraunir á. Eðh máls samkvæmt bíð- ur hann ekki eftir því að mýsnar fái þann tiltekna sjúkdóm sem hann hyggst rannsaka. Það væri af skiljan- legum ástæðum of tímafrekt og dýrt. Hann sýkir einfaldlega mýsnar ná- kvæmlega með þeim sjúkdómi sem hann hyggst rannsaka. Eftir nokkra bið kemur væntanlega í Ijós hver dýr- anna ráða við sjúkdóminn og hver ekki. Sjúku dýrunum eru þá gefin til- raunalyf til þess að lækna sjúkdóm- inn og síðan er fylgst með framhald- inu og fengnar ákveðnar niðurstöður um áhrif lyfsins, hlutfall dauðra músa og þeirra sem fá lækningu, tengsl dauðsfalla við aldur, kyn, erfðir, ættir o.s.írv. Gerð lyfja á gnindvelh rannsókna á heilli þjóð í glerbúri getur ljóslega skapað umtalsverð verðmæti í þróun og síðar sölu lyfja á alþjóðlegum vett> vangi. Það er hins vegar Ijóst að ef enginn er gagnagrunnurinn sem hægt er að tengjast eða kaupa upp- lýsingar úr hafa slíkar tilraunir í vís- indalegu tilliti engan tilgang. Það er gagnslaust að gera til- raunir með þjóð ef ekki er hægt að fylgjast með áhrifum tih-aunarinnar. Hafa má í huga að læknisfræðilegar til- raunir á fólki voru gerð- ar af vísindamönnum í umboði lýðræðislega kjörins kanslara í Evr- ópu á fjórða og fimmta tug aldarinnar. Það myndi ganga þvert gegn ákvæðmn stjóm- arskrárinnar að svipta íslenska erfðagreiningu gagnagmnninum eftir að hann hefur verið settur á laggimar. Stjómarskráin vemdar eignarréttinn rétt eins og önnur mannréttindi. Að taka gagnagrunn- Gagnagrunnur Gerð lyfja á grundvelli rannsókna á heilli þjóð í glerbúri, segír Olafur Jónsson, getur ljóslega skapað umtalsverð verðmæti í þróun og síðar sölu lyfja á al- þjóðlegum vettvangi. inn síðar úr höndum fyrirtækisns þýddi sjálfsagt milljarða skaðabætur til Islenskrar erfðagreiningar. Til hvers að afhenda einhveijum eitthvað án endurgjalds og þurfa hugsanlega síðar að greiða fyrir endurheimt þess offjár. Oheimilt er samkvæmt stjómar- skránni að afhenda eignir þjóðarinn- ar nema almenningsþörf krefji og þá með því skilyrði að fullt verð komi fyrir. Emm við hér að endurtaka leikinn með hafið og hálendið að af- henda allt fyrir ekkert og bijóta þannig gegn ákvæðum 72. greinar stjómai-skrárinnar um friðhelgi eign- arréttar þjóðarinnai' á auðlindum hafsins, hálendinu og verðmætum þjóðampplýsingum heilbrigðiskerfis- ins, auk bersýnilegrar hættu á mis- notkun upplýsinga? Höfundur er framkvæmdastjóri. •e_ •f Súrefiiisvörur Karin Herzog Silhouette Hvernig væri að láta drauminn rætast? „ . . Hnngdu Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt • C 898 4332 Sjáum áletrun um Studen sem gleðíir tolífrjáb hjá úrsmiðnum Hö^ C Helgi Guðmundsson, Laugavegi 82 • Guðmundur Hermannsson, Laugavegi 74 Gilbert, Laugavegi 62 • Jón & Óskar, Laugavegi 61 • Franch Michelsen, Laugavegi 15 • Garðar, Lækjatorgi • Hermann Jónsson, Veltusundi 3 Paul E. Heide, Glæsibæ • Gullúrið, Mjódd • Jón Bjarnason, Akureyri • Halldór Ótafsson, Akureyri • George V. Hannah, Keflavlk • Guðmundur B. Hannah, Akranesi Gilbert, Grindavík • Karl R. Guðmundsson, Selfossi • Kornelius, Skólavörðustíg 8 • Helgi Sigurðsson, Skólavörðustíg 3 • Gunni Magg, Hafnarfirði Tryggvi Ólafsson, Hafnarfirði • Birta, Egilsstöðum • MEBA, Kringlunni • Axel Eiriksson, Isafirði • CarlA. Bergmann, Laugavegi 55 • Klukkan, Hamraborg &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.