Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HJALTI Jón Sveinsson afhendir Vilhjálmi Pálssyni hjá Rauða kross- deildinni ailan ágóða af Menningardeginum á Laugum. Með þeim á myndinni eru fulltrúar skólans f.v., þau Nanna María Elfarsdóttir, Laufey Lind Sturludóttir og Konráð Erlendsson. Frá Rauða krossinum eru þeir Guðjón Ingvason og Magnús Þorvaldsson. a A þriðja hundrað þúsund í Kosovo-söfnunina Laxamýri - Nær fímm hundruð manns sótti Menningardag Fram- haldsskólans á Laugum sem haldinn var á dögunum, en þar var fjöldi lista- manna saman kominn með hljóðfæra- leik, söng og leiklist. Þórarinn Eldjám rithöfundur var sérstakur gestur samkomunnar og brugðið var á leik með mörgum hætti. Allur ágóði af samkomunni rann til Rauða kross Islands í þágu flótta- manna frá Kosovo og naut fólk góðr- ar skemmtunar um leið og það styrkti málefnið. Alls söfnuðust 258 þúsund krónur sem fulltrúar Rauðakross- deidarinnar í Þingeyjarsýslu fengu afhentar að menningardeginum lokn- um. Morgunblaðið/Gísli Gíslason UNNIÐ við nýja verslunarhtisið KA í nýtt húsnæði Stokkseyri - Bygging 200 ferm verslunarhúss gengur vel og verður það tekið í notkun í júní ef áætlanir ganga eftir. Það eru verktakamir Pétur og Eggert sem byggja húsið og munu þeir jafnframt eiga það. Kaupfélag Árnesinga hefur gert leigusamning við Pétur og Eggert um að verslun félagsins verði í hús- inu næstu tíu árin að minnsta kosti. KÁ hefur jafnframt forkaupsrétt á húsinu. LANDIÐ Unglingum í Stykkishólmi boðið til veislu Stykkishólmi - Styrkur nefnist fé- lagsskapur foreldra í Stykkishólmi sem stofnaður var sl. haust. Tilgang- ur félagsins er að standa fyrir fræðslu og skemmtunum fyrir nem- endur í þremur efstu bekkjum grunnskólans í Stykkishólmi. Fyrir- myndin að starfínu var sótt tO ná- grannanna í Gmndarfirði þar sem rekið hefur verið öflugt unglinga- starf. I vetur hefur verið boðið upp á fjöl- breytt starf í góðu samstarfi við ung- lingana. Sálfræðingar komu og ræddu við nemendur um einelti og lögðu fyrir þá könnun um stöðu þeirra mála á meðal þeirra. Þá má nefna að efnt var tO námskeiða í ræðumennsku og borðsiðum. Starf- inu í vetur lauk svo á uppstigningar- dag þar sem boðið var upp á veglega skemmtun á Hótel Stykkishólmi. Skemmtunin hófst með borðhaldi þar sem boðið var upp á þríréttaða máltíð og dansleik á eftir. Það var hljómsveitin Land og synir sem hélt uppi fjörinu fram eftir kvöldi. Krakk- amir mættu í sínu fínasta pússi og sýndu sinn besta mann. Mæting var mjög góð og skemmtunin öllum tO sóma. Starfsemin í vetur mæddi mest á fímm konum sem tóku að sér að Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ÞÆR hafa verið í forsvari Styrks í Stykkishólmi á fyrsta starfsári. Hér eru þær mættar á lokahófið sem haldið var fyrir unglingana í Stykkis- hólmi. Margrét ísleifsdóttir, María Ólafsdóttir, Hrefna Gissurardóttir, Hafdís Bjarnadóttir og Kristín Helgadóttir. skipuleggja starfið. Þegar litið er yfir veturinn er þær mjög ánægðar með hvemig tO hefur tekist. Þær segja að unglingamir hafi verið mun jákvæð- ari og samvinnuþýðari en þær bjugg- ust við og gaman að starfa með þeim. Á þennan hátt tengjast foreldrar bet- ur saman og í sameiningu að byggja upp jákvæðan anda hjá bömum sín- um, sem er gott veganesti út í lífið. Ungt fólk í nýsköpun Egilsstöðum - Nemendur í Egils- staðaskóla tóku þátt í nýsköpun- arverkefni innan skólans. Sex hugmyndir voru siðan valdar til þess að taka þátt í samnorrænni hönnunarkeppni, „Fantasi Design“, sem er farandkeppni sem fer um öll Norðurlöndin. Það eru sjö nemendur sem eiga þessar hugmyndir, sex úr fjórða bekk og einn úr fimmta bekk. Nemendur nýsköpunarverkefnis- ins stofnuðu fyrirtæki utan um framleiðslu sína og héldu síðan markaðsdag í Níunni á Egilsstöð- um. Framtak þeirra vakti athygli og seldust vörurnar vel. mm Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir NEMENDUR í íjórða og fimmta bekk í Egilsstaðaskóla héldu mark- aðsdag á afrakstri nýsköpunarverkefnis. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Holaí veginn Vaðbrekku, Jökuldal - Systkinin Auðbergur og Katrín Gíslabörn fundu holu í veginum utan við bæ- inn á Eskifirði og ákváðu að skoða hana nánar. Það er alltaf gaman að allri landkönnun, sérstaklega þegar í hlut á dularfull hola sem er svartamyrkur ofan í. Þau fengu sér kústskaft og stungu niður í holuna, sem reyndist um áttatíu sentimetrar á dýpt og lá niður á rör sem Iá í gegnum veginn. Byggingarsamn- ingur staðfestur Ólafsvík - Skrifað hefur verið undir samning milli Snæfells- bæjar og Skipavíkur í Stykkis- hólmi um byggingu nýs íþrótta- húss í Ólafsvík, en Skipavík átti lægsta tilboðið í verkið, sem hljóðaði, þegar Framkvæmda- sýsla ríkisins hafði leiðrétt nið- urstöðutölur, upp á kr. 215.734.623 eða 99,8% af kostn- aðaráætlun ráðgjafa. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, og fram- kvæmdastjóri Skipavíkur, Sævar Harðarson, voru sammála um að með þessum samningi væri brot- ið blað í byggingarsögu Snæ- fellsness, því gengið hefur verið frá samningum um að iðnaðar- menn af öllu Snæfellsnesi muni vinna þetta verk í sameiningu, en byggingarstjóri verðu Dag- bjartur Harðarson. Mikil þensla er nú á bygging- armarkaði, sem sést m.a. á því að jafnframt byggingu íþróttahúss- ins er Skipavík að vinna að mörgum verkefnum í Stykkis- hólmi. Þá er fyrirtækið að byggja brú yfir Tunguós í Fróð- árhreppi, en þar er verið að leggja nýjan veg að Búlands- höfða. Vegna þessara miklu fram- kvæmda hefur Skipavík fest Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar FRÁ undirskrift verksamninga á Skrifstofu Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Sævar Harðarson fram- kvæmdastjóri Skipavíkur stað- festa gerðan samning. kaup á nýrri færanlegri steypu- stöð frá Danmörku, en hún mun afkasta 8-10 rúmmetrum af steypu á klukkustund. Bygging íþróttahússins kallar á talsverðan mannskap og skap- ar aukna fjölbreytni í atvinnulíf- inu í Ólafsvík. Sr. Þorgrím- ur kveður Mjófirðinga Neskaupstað - Það er oft töluverð fyrirhöfn að koma því við að messa í Mjóafjarðarkirkju þar sem oft er ekki hægt að komast landleiðina til Mjóafjarðar nema 4-5 mánuði á ári. Því þurftu sóknarprestur og kirkjukór að fara sjóleiðina frá Neskaupstað. Svoleiðis var að á dögunum hélt sóknarpresturinn, sr. Þor- grímur Daníelsson, ásamt kirkjukór Norðfjarðarkirkju til Mjóafjarðar þar sem Þorgrímur var að messa í síðasta sinn þar sem hann flytur brátt norður í land og tekur við nýju prestakalli, Grenjaðarstað í Þingeyjarsýrslu. í þetta sinn var sjóferðin auðveld því veður var blítt og gott í sjó- inn. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal SÓKNARPRESTUR og kirkjukórinn um borð í áætlunarbíl þeirra Mjófirðinga að Ieggja af stað til Mjóafjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.