Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 M,
BREF TIL BLAÐSINS
Eru guðirnir
geimfarar?
Frá Atla Hraunfjörð:
ERIK Von Daniken gaf út fyrir
nokkrum árum bækur sem báru
titla er vísuðu til þess að guðshug-
mynd fyrri tíðar manna væri
sprottin af heimsóknum annarra
jarða íbúa til okkar jarðar. Hug-
myndin byggðist að hluta til á því
að mannkyn á svipuðu þroska- og
menningarskeiði og við höfum nú
náð, færi í heimsókn til jarðar sem
komin væri áh'ka langt í menningu
og tækni og var hér fyrir tvö þús-
und árum og jafnvel lengra aftur í
þróunarferli mannsandanns.
Daniken gerir ráð fyrir getu
mannshugarins til að hafa sam-
band sín á milli með hugsanaflutn-
ingi, eins og það er kallað, en rétt-
ara er að tala um hugsanaflæði.
Daniken gerði ekki ráð fyrir að
hugsun flæði, þannig að vitrana-
menn og spámenn sjái það sem er
að gerast annars staðar í veröld-
inni á öðrum hnöttum. Málið er að-
eins það, að stilla inn á hugsanir
annarra og jafnvel inn á hugsanir
þroskaðra íbúa himingeimsins og
jafnvel svo þroskaðra, að maður
skilur ekkert af því sem maður sér
og heyrir, líkt og kom fyrir bæði
Jóhannes skírara og Esekíal, sem
lýstu vitrunum, sem þeir áttu ekki
hugtök yfir, né höfðu nokkra getu
til að lýsa hvað þeir sáu. Einnig má
geta þess að Hópí indíánar spáðu
um hluti í framtíðinni sem þeir
höfðu ekki þekkingu til að segja
frá. En um það sem þeir skynjuðu
verður nútímamaðurinn ekki í
vandræðum með að finna samlík-
ingu í samtímanum, til skýringar á
sumu í þessum spádómum og vitr-
unum. I stuttu máli er hægt að
segja að nútímamaðurinn, þrátt
fyrir tækni og þekkingu, eigi í erf-
iðleikum með að meta stöðu sína í
þróun framtíðarinnar, á meðan
hann þverskallast við að viður-
kenna skynjunarhæfni sína. Ekki
verður erfitt að setja sig í spor nú-
tímamannsins með skilning á því
sem hanri sér og skynjar, ef honum
heppnast að stilla sig inn á hugsan-
ir háþroska veru sem er í það
minnsta tvö þúsund og jafnvel allt
að milljón áram á undan okkur í
þróun hugar og samfélags og
þroskun kærleikans í mannlegum
samskiptum. Gera má ráð fyrir að
milljónir samfélaga ástundi
kær-
Af íslensku
menningarástandi
í aldarlok
Frá Úlfi Hjörvar:
í MORGUNBLAÐINU frá 27.
apríl næstliðnum má á síðu 39 lesa
þessa fregn: „Tímarit Máls og
menningar fagnar sextugsafmæli
sínu í ár og efnir af því tilefni til
ritgerðasamkeppni. Efnið er „Is-
lensk menning í aldarlok." Lengd
ritgerðanna skal vera sem næst 10
bls. í venjulegu tölvuútprenti.
Skilafrestur er til 1. september og
verða úrslit kynnt mánuði síðar.
Ritgerðin póstsendist til Tímarits
Máls og menningar, Laugavegi 18,
101 Reykjavík, undir dulnefni og
skal nafn höfundar fylgja með í
lokuðu umslagi. Pijár bestu rit-
gerðirnar, að mati ritnefndar,
verða birtar í tímaritinu í árslok.
Veitt verða vegleg bókai’verðlaun
fyrir þrjár bestu ritgerðirnar og
fyrir þá bestu fær höfundur aukin-
heldur peningaverðlaun að upphæð
50.000, auk ritlauna. Nánari upp-
lýsingar veitir Friðrik Rafnsson,
ritstjóri TMM.“
Þó að þarna standi bókar- en
ekki bókaverðlaun verður að vona
að það sé misritun; að „vinnings-
hafar“ fái þó að minnsta kosti smá
stafla af umframbirgðum forlags-
ins, en sitji ekki uppi með sárt
enni og kannski bara eina bók eft-
ir Kúndera eða Kárason. En hitt
er öldungis víst, að Mál og menn-
ing fær þessa gulrót sína margfalt
endurgoldna, enda er leikurinn til
þess gerður. Menn skulu sanna til,
að þegar að úthlutun kemur mun
liðkast um loftungur fjölmiðla, og
ekki trúi ég að nýfenginn vinur
M&M, herra Matthías Johannes-
sen, láti sitt eftir liggja, enda
aldrei að vita nema forlag þeirra
Andrésarsona verði látið gefa út
„Helgispjöll“ eða „Hrafnkötlu ena
meiri“ eða eitthvað enn annað.
Hringekja ástarinnar verður
áreiðanlega látin snúast á meðan
eitthvað á annaðborð snýst. Allt er
þetta dulítið hlægilegt, eða ögn
grátlegt, og er undir ýmsu komið.
En af öðrum sjónarhóli verður það
alltént ekki skemmtilegt, heldur
aðeins það sem það er: lítilsvirðing
hrokafullra útgefenda við íslenska
rithöfunda og samtök þeirra, en
höfuðið af skömminni bítur rit-
nefndin, akrahreppsnefndin, sem
tekið hefur að sér að úthluta þess-
um píningi Halldórs og Svavars,
en í henni sitja þrír, ef ekki fjórir
félagar í Rithöfundasambandinu,
þar af einn fyrrverandi formaður
þess.
Og raunar er ekki viðbragða að
vænta af Dyngjuvegi, ef dæma má
af andanum í fréttabréfum þaðan,
enda á nú líka að fara að halda þar
hátíð þó að varla nokkur maður,
nema auðvitað Sigurður A., viti í
rauninni hverju fagna skuli. En
gleðilegt yi’ði ef stjórn RSÍ endur-
nærðist svo í veislu sinni að hún
snerist eftir hana margefld til
varnar kjörum, og þá ekki síður
sæmd félagsmanna.
Þórshöfn í Færeyjum, 11. maí
1999
ÚLFUR HJÖRVAR.
leikann í samskiptum sín á milli og
má gera ráð fyrir að heilu vetrar-
brautirnar séu bústaðir kærleiks-
ríkra háþroska (guðlegra) vera svo
milljörðum skipti að íbúatali, á
hverjum byggilegum hnetti.
Máltækið, sameinaðir stöndum
vér, er lögmál sem þroskaðir ein-
staklingar tileinka sér og þá með
þá hugsun, að afl eins sé í öllum og
afl allra í einum.
Þannig eru samskipti þeirra við
allt lífríki hins lifandi heims. Þeir
koma alltaf fram sem einn maður,
en á bak við hvem þann er nefnir
sig, standa milljarðar af kærleiks-
ríkum (guðlegum) verum. Þessar
(guðlegu) háþroska verur leitast
við að hafa áhrif á lífríkið vítt um
geim, til notkunar kærleiks í mann-
legum samskiptum, því annars fer
mannsandanum frekar aftur, en
fram á við. Hvert hugsandi manns-
barn á að vita það í dag að öll erum
við geimverur í þeirri merkingu að
við búum á hnetti úti í geimnum,
eins og aðrir sem telja má næsta
víst að búi á öðrum jörðum í öðrum
sólkerfum. Niðurstaða þessa máls
sem snýi’ að upphafi gi-einarinnar,
er að vissulega eru guðirnir geim-
farar líkt og við sjálf og ekki sjálf-
gefið að þeir hafi komið hingað í
geimföi’um fyrr á öldum, heldur
mjög líklegt að hugsanaflæði hafi
átt sér stað og menn skynjað ýmis-
legt sem þeir ekki skildu. Öll erum
við mannanna böm með þá guðs-
gjöf, eins og sagt er, að við getum
skynjað eitt og annað, þótt sumir
skynji meira en aðrir. Hnettir him-
ingeimsins em verustaðir lífsins
eins og við þekkjum úr okkar um-
hverf. Við búum á hnetti. Eins og
áður hefur komið fram, er það nú
fullyrt af þar til kvöddum mönnum,
að framlíf sé sannað og næsta skref
vísindanna hlýtur að staðfesta að
það fari fram á öðmm hnetti.
Breskur rannsóknai’hópur, sem
nefndur er Scole samtökin, sneri
sér að rannsóknum á yfirskilvitleg-
um fyrirbæmm og miðilssambönd-
um á strangvísindalegan hátt árið
1992. Eitt af því sem þar kom fram
var að stjórnandi rannsóknarinnar
hinum megin frá (að handan) lýsti
yfir óánægju með gömlu heitin
„spíritistar eða andatrú" og sagði
að framliðnir lifðu í efnisveröld og
væra jafn efnislegir og jarðarbúar.
Það sem fólk hefur haldið vera
anda og eitthvað óefnislegt er
hugsun íbúa á öðram hnöttum til
okkar og tilraun þeirra til áhrifa og
oftast er sú tilraun til góðs. Hugs-
un er líkt og almynd að því leyti að
hún birtist altaf í mynd þess er
sendir hugsunina.
Að lokum vil ég biðja fólk um að
hugsa sér himingeiminn fullan af
lífi og verastað fólks á mismunandi
þroska- og tæknisviði, verastaði
framliðinna bæði héðan og frá enn
öðram jörðum og ekki hvað síst
verastaði guðlegra vera.
ATLI HRAUNFJöRÐ,
Marargrund 5, Garðabæ.
Sænsku bjálkahúsin frá Stemtat
loksins fáanleg á Islandi
Ferðaþjónustuhús
og sumarhús
10,0 • 15,5 • 19,5 • 26,5 • 40,6
og 60,0 m2
Fjallstuga 26,5m2
10,0m2 Jabo
Sýningarhús á horni
Sóltúns / Hátúns
— < /V/
mu
Ármúla 36 - s. 581-4088 og 699-6303
Innilegarþakkir til hinna fjölmörgu. innanlands
og utan sem sendu okkur hjónum hlýjar kveðjur
d 90 dra afmœli mínu 9. maí sl.
Guð blessi ykkur öll.
Friðrik Einarsson.
Hjartans þakkir sendi ég öllum, sem glöddu
mig d 90 dra afmœli mínu.
Guð blessi ykkur.
Þórgunnur Guðjónsdóttir,
Litlu-Hlíð.
FALLEGA
J)iíí/c^tWa/'/ia/i
OKKAR
J
V,
■f G0.A
Yfirbreiðslur
Lífgar upp á gamla sófa
og verndar nyja.
Innilegar þakkirfœri ég öllum œttingjum mínum
og vinurn er glöddu mig með gjöfum og heimsókn-
um d 80 dra afmœli mínu þann 11. maí sl.
Þakka sérstaklega frábœra aðstoð og hjálp starfs-
stúlkna á 6. hœð hjúkrunarheimilisins Skjóls.
Guð veri með ykkur öllum.
Lilja Jónsdóttir.
LONDON
frá kr. 16.645
I SUMAR MEÐ HEIMSFERÐUM
Heimsferðir bjóða nú beint leiguflug vikulega til London í sum-
ar, en við höfum stórlækkað verðið fyrir íslenska lerðalanga til
þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Nú getur þú valið um að
kaupa flugsæti eingöngu, flug og bfl eða valið um eitthvert ágæt-
is hótel Heimsferða í hjarta London. Brottför alla miðvikudaga í
sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér lága verðið.
Verð kr.
16.645
M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára,
flugsæti og skattar.
Verð kr.
19.990
Flug og skattur.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Fréttir á Netinu ^mbl.is
ALLTAf= e/TTHV'AO NÝT7
1