Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 29
MORGUNB LAÐIÐ SJONMENNTAVETTVANGUR MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 29 Tvær lista- verkabækur LIST OG HÖIVIVUIV Listasafn íslands ANDLIT AÐ AUSTAN JÓHANNES KJARVAL Listasafn Islands, rit nr. 27 og 26. Ritstjóri Ólafur Kvaran. Prentsmiðj- an Oddi 1999. Tilboðsverð 4.500 kr. Á BORÐI mínu liggja tvær nýút- komnar listaverkabækur frá Lista- safni Islands, og tengjast báðar sýningum sem nú standa yfir. Eru þannig mikilsverðar heimildarskrár um framkvæmdirnar í ljósi þess að í hlut eiga tveir brautryðjendur á vettvangi íslenzkrar myndlistar. I bókinni um teikningar Kjarvals úr heimasveitinni á Borgarfirði eystra, er þannig skrá yfir öll 53 rissin sem á sýningunni eru og lista- maðurinn gerði af alþýðufólki árið 1926, auk æviatriða, er þannig full- gild sýningarskrá/bók eins og gerist um mikilsháttar sýningar í opinber- um söfnum erlendis. I báðum tilvik- um er um að ræða afmarkaðan þátt í listsköpun málaranna og stigið mikilvægt skref til kynningar ís- lenzkrar myndlistar á skipulegan og markaðan hátt. Um leið er hún í stóru broti listaverkabóka, þar sem áhersla er lögð á vandaða hönnun og óaðfinnanlegan frágang, sem hér hefur tekist betur öðrum þesslags ritum sem um hendur mínar hafa farið frá listasafninu. Hrein og bein og án nokkurs fáfengilegs íburðar. Teikningar Kjarvals af sveitung- um sínum eru með sanni ljúffengt konfekt í íslenzkri listasögu og sá kafli á ferli hans sem flestir geta verið sammála um að sé einstæður. Listamaðurinn er hér í upphafi fer- ils síns og á enn mörg lönd ónumin, einungis átta ár voru frá því að hann lauk námi við konunglega fag- urlistaskólann við Kóngsins Nýja- torg. Þeir, sem þar hafa verið innan dyra og tekið til hendinni, meðtaka sennilega öðrum betur þessar myndir, því án þess að vera á nokkurn hátt akademískar, í al- mennum skilningi hugtaksins, skynja slíkir tengslin við skólann og vinnubrögðin sem þar voru viðhöfð. Einkum í kvöldtímunum þá fyrir- sæturnar skiptu oftar um stellingar og nemendur leyfðu sér sumir hverjir vinnubrögð sem hefðu þótt jaðra við guðlast í dagtímum, gerð- ist í og með vegna þess að innlit lærimeistaranna voru yfirleitt fátíð. En þrátt fyrir allt frelsi eru þessi riss til vitnis um þá miklu skynrænu þjálfun sem nemendur fengu í dag- tímunum, er legið var yfir sömu teikningunni í fullri líkamsstærð dögum og vikum saman, og var hér um arf frá gullaldarmálurunum að ræða, og svo dýpra sé kafað í fræðin klassíska tímabilsins í Frans og J. L. David, lærimeistara C.W. Eckersbergs. Þeim sömu gullaldar- málurum, og nú þykja á alþjóða- vettvangi toppurinn á danskri myndlist og hanga uppi við hlið meistaranna í mikilvægustu söfnum heims, þar á meðal nokkrar í Lou- vre. Það var enn ekki farið að grisjast um skilninginn á þeim ákveðna lær- dómi, er Kjarval var þar við nám, og teikningar eru líka merkilegar fyrir þá sök að þær tengja íslenzka myndlist við mikilvæga þróun í list Evrópu. Og án þessa gilda bak- grunns væri norræn list ekki'viðlíka sterk og jarðbundin, og á honum hvfla öll seinni tíma hvörf í sam- tímalist, þótt ytri byrði umturnist, því ekkert verður til af engu. Það sem var að gerast hjá Kjar- val, var að hann teiknaði eins og andinn blés honum í brjóst en í hinu frjálslegasta striki merkir maður þó stranga skólun og áralanga þjálfun skynfæranna íyrir framan málara- trönumar, hvort heldur rissblýið eða kolið væri mundað eða pent- skúfnum strokið yfir dúka. Listamaðurinn reynir fyrir sér í margvíslegri tækni, nostrar við sumar myndir en aðrar eru einung- is nokkur strik með penslinum ásamt því að skugga og blæbrigða- ríkdómurinn er sitt á hvað eftir því hvað honum dettur í hug og innsæið segir að þurfi með, til að draga fram persónueinkenni viðkomandi, eitt- hvað og drjúgum meira en ytri ásjónu. Menn taki svo sérstaklega vel eftir að ekki er um neinar einslitar staðlaðar hraðteikningar né vanavinnubrögð að ræða, heldur djúpar lifanir sem er aðal hins sanna fjöllistamanns sem gagntek- inn er af viðfangsefni sínu hverju sinni. Allt þetta kemur greinilega fram í bókinni og hefur ljósmyndun og litgreining tekist vel, þótt lifunin íyrir framan fmmteikningarnar sé ólíkt meiri, það er helst að einstakir litir vilji dofna í prentun líkt og verkast lætur og þá einkum sá hárauði. Að vissu marki má nefna þetta sjónræna sagnfræði setta fram af ljóðrænu innsæi. Ólafur Kvaran safnstjóri ritar að- fararorð og gerir grein fyrir tilorðn- ingu myndanna, þeim viðtökum sem þær fengu er þær vora fyrst sýndar í Reykjavík 1927. Það athyglisverð- asta má telja, að nýstofnað mennta- málaráð keypti þær allar 50 að tölu, tvær voru keyptar 1927, og ein var gefin safninu síðar. Var um merki- lega framsýni að ræða, af hvaða hug sem kaupin nú annars voru gerð, sem á sér vart hliðstæðu, alls ekki eftir að listamenn og listfróðir urðu einráðir á vettvanginum. Guðberg- ur Bergsson skrifar ritgerð í formi hugleiðinga er skara bakgrann og tilorðningu myndrissanna og gerir það af djúpu og skörpu hugsæi hins þjálfaða rithöfundar og mikla áhugamanns um sjónmenntir. Þá er enskur texti við hlið hins íslenzka ... HREYFIAFL LITANNA ÞORVALDUR SKÚLASON Um bókina Hreyfiafl litanna, sem er um síðustu áratugina í list Þor- valdar Skúlasonar, hef ég áður fjall- að í niðurlagi listrýni minnar um sýninguna í heild, er birtist á upp- stigningardag 13. maí. Tíndi þar upp helstu meginþætti og smáatriði og skal það ekki endurtekið hér. Fannst þó ekki rétt að tæpa á því sem kom mér undarlegast fyrir sjónir sem hefði lengt greinina enn frekar, skaraði síður sjálfa sýning- una og persónulegar hugleiðingar sem framkvæmdin fæddi ósjálfrátt af sér. Um er að ræða, að mér þótti formáli Auðar Ólafsdóttur nokkuð þurr og fræðilegur og listsögufræð- ingurinn viðra sig full mikið upp við skrif forvera síns Björns Th. Bjömssonar í ágætri bók hans um listamanninn. Vera öllu síður sjálf- sprottnar rannsóknir um breytt við- horf og gildismat seinni kynslóða, þarmeð hennar eigin, til málaralist- ar og arfsins frá Þorvaldi og Sa- bráðargjafa Fallcgir borðdúkar gjafakössum Uppsetningabúðin JÓHANNES S. Kjarval, Stefán Sigurjónsson, túsk og vatnslitur 1927. ÞORVALDUR Skúlason, Bylgjur 1976-79, olía á léreft. vavari Guðnasyni, sem ákafast hef- ur verið haldið fram. Hafa svip af skýrslu og skólaritgerð með langri romsu af tilvitnunum og athuga- semdum í lokin, sem segir betur en flest annað að íslenzkir listsögu- fræðingar koma heim með erlendar prófgráður, mikið til óvitandi um hérlenda sjónmenntasögu. Hve góð og gild sem ritsmíðin kann að vera í sjálfu sér sem fræðileg úttekt eykur hún ekki á ferskleika sýningarinnar né bætir í það heila miklu við krufn- ingu á list Þorvaldar. Og með hlið- sjón af því, að Auður er nýráðin for- stöðumaður listasafns Háskólans, í embætti sem að ég best veit var ekki auglýst til umsóknar, hefði maður búist við ferskum vindum og metnaðarfullum nýviðhorfum frá eigin brjósti sem réttlætti þau sér- stæðu vinnubrögð, þó svo að verð- leikar hennar séu engan veginn dregnir í efa. Einhvern veginn fannst mér þetta tímabil í list Þor- valdar verðskulda ferskari og ris- meiri umfjöllun, meira eigið hugsæi og frumlegri efnistök, þvi hér kem- ur bókstaflega ekkert á óvart, siglt er lygnan sjó um leið og gengið er framhjá ýmsu sem ritað hefur verið um listamanninn á tímabilinu þannig að efast má um hlutlæga yf- irsýn. Bókin um Þorvald verður fyrir vikið fræðilegri en bókin um teikn- ingar Kjarvals, einnig meður því að Ólafur Kvaran fer í fræðimanns- skóna í aðfararorðum sínum. Báðar era þó bækumar fullgildar hvor á sinn hátt, í senn eigulegar sem upp- lýsandi úttekt á list þessara merku framkvöðla íslenzkrar myndlistar... Bragi Ásgeirsson Hvað heitir þú? - hverra manna ertu? Er ættarmót f UPPSIGLINGU? Á stóru ættarmóti er tilvalið að næla nöfn þátttakenda í barm þeirra. ( Múlalundi færð þú barmmerki fyrir þetta eða önnurtilefni. Einnig fást þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. Hafðu samband við söiumenn okkar í síma 562 8501 eða 562 8502. Múlalundur Vinnustofa SlBS Símar: 562 8501 og 562 8502
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.