Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 UMFMEÐAN MORGUNBLAÐIÐ Milljarður til meðferðar Forvarnir og meðferðarstarf eru mikilvœg en ekki má gleyma þœtti endurhœfingar og uppbyggingar þegar milljarðinum verður deilt út. * tjórnarflokkarnir hétu ^ | því fyinr kosningar að setja einn milljarð k ^ króna til fíkniefna- mála. Varla er ástæða til að bera brigður á þetta lof- orð en um nánari útfærslu hef- ur ekki verið talað, hvernig þessari myndarlegu upphæð verður skipt á milli löggæslu, tollgæslu, forvarna og meðferð- arúrræða. Vitað er að biðlistar eftir meðferð fyrir unglinga hafa lengst hröðum skrefum undanfarið ár, þau úrræði sem fyrir hendi eru duga ekki, það vantar meiri peninga og betri jí aðstöðu. Einn milljarður getur breytt miklu enda eru það tölu- verðir peningar þegar kemur að því að útvega VIÐHORF l,a- þó stund- ----- um sé gert eftir Hávar minna úr svip- Sigurjónsson uðum upphæð- um ef þær tap- ast í braski og óráðsíu. Enginn vill heldur vera minntur á mis- tökin sín æ oní æ. Ætla mætti að í þeim tilfellum hafi menn j lært af mistökunum og snúið sér að einhverju öðru en um- sýslu annarra manna peninga. Algengasti misskilningurinn varðandi fíkn er að telja sér trú um að hægt sé að stjóma neysl- unni með því læra af reynslunni. Að síðasti túr hafi í raun verið sá síðasti. Nú verði aldrei snert við áfengi eða lyfjum framar. Sann- fæi'ingarkrafturinn sem fylgir slíku loforði er mikill enda trúir fíkillinn einlæglega því sem hann er að segja - þegar hann segii- það - hann ætlar aldrei að drekka, reykja, sprauta eða sniffa framar. Þeir sem næst honum standa og á hann hlusta trúa honum líka. Fyrstu tíu skiptin að minnsta kosti. Kannski næstu tíu líka. En ein- hvem tíma kemur að því að lof- orðin hljóma ekki jafn sannfær- andi og áður. Fíkn verður ekki stjórnað með viljastyrk. Fíkn í áfengi og önnur vanabindandi lyf, lögleg eða ólögleg, stafar af lífeðlis- fræðilegum orsökum sep auð- velt er að sýna fram á. I lækna- stétt er ekki lengur deilt um hvort áfengissýki sé sjúkdómur eður ei. Þeir fáu sem halda orð- ið uppi andmælum við þessum sannindum era yfirleitt virkir áfengissjúklingar í afnejtun á eigið sjúkdómsástand. Ymis dæmi mætti tilfæra um harða andstæðinga takmörkunar á sölu og dreifíngu áfengis, sem snúið hafa algjörlega við blað- inu eftir að hafa notið árangurs- ríkrar meðferðar við eigin áfengissýki. I umræðu um forvamir í áfengis- og fíkniefnamálum unglinga er þeirri staðreynd lítt haldið á lofti að sá sem ánetjast einu sinni áfengi eða öðmm / j> fíkniefnum er orðinn áfengis- sjúkur til lífstíðar. Slíkur ein- staklingur getur ekki drakkið bjór eða sötrað léttvín með steikinni síðar á lífsleiðinni. Unglingur sem lendir í ofneyslu áfengis eða fíkniefna og þarf á meðferð að halda verður að temja sér nýja lífshætti og af- f stöðu til allra ávana- og fíkni- efna það sem eftir er æfinnar. Um leið og tekist er á við þann vanda að koma í veg íyrir með öllum ráðum að unglingar hefji neyslu áfengis fyrir löglegan aldur, þarf staðreyndin að liggja skýrt fyrir að áfengissýki er krónískur sjúkdómur sem læknast ekki eða hverfur við meðferð. Sjúkdómnum verður einungis haldið niðri með ákveðnum aðferðum. Meðferð leysir ekki vandann en ef vel tekst til er hún leið til lausnar. Hvemig til tekst eftir meðferð skiptir jafnmiklu máli og með- fei'ðin sjálf. Foi'varnir og með- ferðarstarf em mikilvæg en ekki má gleyma þætti endur- hæfingar og uppbyggingar þeg- ar milljarðinum verður deilt út. Einnig mætti leggja tæpitungulausa áherslu á ei’fða- þáttinn og benda unglingum á að skoða fjölskyldusögu sína með áfengisneyslu í huga. Ef áfengis- sýki er þekkt í stórfjölskyldunni era einfaldlega meiri líkur á að unglingurinn verði áfengissjúkur hefji hann neyslu. Því íyrr sem byrjað er því meiri era líkumar. Merkileg rannsókn bandaríska sálfræðingsins Ralph Tarter á nánu samspili erfða og umhverf- is hefur sýnt fram á hverjar lík- ur eru á að unglingar misnoti áfengi og þrói með sér áfengis- sýki. Tarter hefur lýst áhuga á að hefja slíka rannsókn hér á landi og ætti að huga að því hvort nokkrum krónum af millj- arðinum væri ekki vel varið til að ýta undir þann áhuga. Markmið meðferðar er ekki að gera einstaklinginn færan um að neyta áfengis í hófi í framtíðinni heldur að kenna honum að lifa lífinu án áfengis það sem eftir er æfinnar. Einn dag í einu. Fjölmai-gir geta bor- ið vitni um að lifa má góðu lífi án áfengis og það er viðtekinn misskilningur að áfengissjúk- lingur í góðum bata þrái ekkert heitar en að geta neytt áfengis. Líklega þráir hann fátt jafnlítið og er tilbúinn að leggja flest í sölumar til að koma í veg fyrir það. Gæði batans verða einmitt mæld með því hversu vel áfengssjúklingurinn stendur hugarfarslega gegn því að hefja neyslu áfengis að nýju. Þó læknavísindin deili ekki lengur um hvort áfengissýki sé sjúkdómur eða ekki, þá hefur deilan ekki lagst niður, heldm- færst yfír á það stig að ekki era allir sammála um hvenær við- komandi telst orðinn áfengis- sjúkur. Hversu oft og hversu mikið þarf að innbyrða af áfengi á dag, á viku, á mánuði eða á ári til að teljast áfengissjúkur? SAA braut blað í afstöðu sinrn til áfengismála þegar samtökin kynntu skoðun sína á því hversu mikið og oft mætti neyta áfengis án þess að neyslan teldist utan hófsemismarka. Var þar miðað við hámarksdagskammt og há- marksvikuskammt. Skammta- kenning SÁÁ er ágæt leiðbein- ing til þeirra sem vilja stemma af hófdrykkju sína og einnig þeima sem þurfa gallhörð rök upp í hendumar til að benda áfengissjúklingi á að neysla hans sé komin úr öllum böndum. Er barnið þitt rétt spennt? ÞÚ ert vafalaust meðal þeirra samvisku- sömu foreldra sem láta sig öryggi bama sinna varða. Þú lætur barnið ekki leika sér við hættulegar aðstæður, þú fylgist með að allt sé í lagi. Þegar barnið ferðast í bíl, notarðu viðui'kenndan öryggis- búnað fyrir barnið. Böm þurfa mismun- andi búnað eftir aldri. í fyrstu þarf bamabílstól sem hentar fyrstu mán- uðina og síðan stærri, allt eftir aldri og þyngd. Þegar stólnum sleppir er það sessan þar til barnið getur farið að nota beltið í bflnum án sessu. Ertu viss um að stóllinn sem barnið þitt notar, sé í samræmi við stærð þess og þyngd? Ef þú ert það ekki, hvetjum við þig til að leita til sérfræðinga til að fá úr því skorið. Seljendur stólsins ættu að geta leið- beint þér með það. Stólar fyrir yngstu börnin snúa oft baki fram til að verja betur bak og höfuð barns- ins fyrir höggi sem kemur framan á bílinn. Flestir sérfræðingar hvetja for- eldra til að hafa barnið í aftursæti. Það er talið öruggasti staðurinn í bflnum. Æ algengara er að nýir bfl- ar séu búnir loftpúðum fyrir ökumann og far- þega í framsæti. Sé bfllinn búinn loftpúð- um fyrir farþega í framsæti, má aldrei setja bax-nabílstól í framsæti. Springi púð- inn út, getur hann skaðað barnið. Hann blæs út á allt að 300 km/klst. Bflaframleið- endur miða oft við að farþegar í framsæti megi ekki vera undir 140 cm á hæð, sé loft- púði fyrir framsætis- farþega. Og að sjálf- sögðu verður alltaf að nota bflbelti, annars getur búnaðui'- inn skaðað þig þegar hann blæs út. Kanntu að stilla ólarnar á stólnum? Mjög margir bflstólai' era festir með bflbeltinu við bflinn en hafa 4-5 punkta belti sem festa bamið niður í stólinn. Mjög mikilvægt er að beltið sé mátulega stillt fyrir bamið, svo ekki sé hætta á að það smokrist úr stólnum eða togi beltin niður af öxl- unum. Þú getur þurft að breyta still- ingunum vor og haust, þegar bai'nið fer að klæðast þykkari eða þynnri fatnaði. Þá verður þú að lengja í ól- unum öðru hvoru eftir því sem bam- ið stækkar. Sumir stólar eru með Einar Guðmundsson strekkjarabúnaði svo auðvelt reynist að stillla ólamar í stólnum. Sumir barnastólar nota eingöngu belti bflsins til að festa stólinn og bamið. í slíkum tilfellum er mikil- vægt að fara eftir leiðbeiningum framleiðenda við að setja beltið á bai'nið og stólinn. Notið alltaf allar þær krækjur sem beltinu er ætlað að krækjast í. Strekkið beltið hæfi- lega svo bæði stóll og barn séu vel spennt. Gætið þess að hvergi sé snúningur á sjálfu bflbeltinu. Snún- Slysavarnir Barnið er okkur dýr- mætt, segir Einar Guð- mundsson. Gefum okk- ur góðan tíma til að það sé öruggt í bílnum. ingur á beltinu gerir það að verkum að beltið rennur ekki auðveldlega til baka og því er ekki víst að beltið læsist við högg. Barnið getur því smátt og smátt losnað í beltinu og jafnvel smokrað því af sér eða dott- ið úr stólnum við mikið högg. Barnið er okkur dýrmætt. Gefum okkur góðan tíma til að það sé ör- uggt í bílnum. Veljum alltaf örugga og viðurkennda barnabflstóla. Gamlir, notaðir stólar geta verið varasamir. Við vitum ekki í hverju þeir hafa lent. Ef þú ert í vafa um hvort stóllinn sé í lagi, láttu þá sér- fí’æðinga athuga hann. Gæfan fylgi þér og baminu þínu í umferðinni. Höfundur er forvarnarfulltníi hjd Sjóvd-AImennum. Blekkingar? ÞEIR ágætu menn, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hafa tilkynnt það á flokksþingum sínum, að þeir hafi fullan vilja til þess að láta lagfæra núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Þeir hafa einnig báðir tilkynnt það, að ekki verði hróflað við höfuðstefnu kerfisins, sem er hið ill- ræmda eignarhald með tilheyrandi braski og erfðarétti. Ræða Hall- dórs Ásgrímssonar á ársfundi miðstjómar Framsóknarflokksins hér á dögunum var mjög góð fyrir þá einstaklinga sem ekkert þekkja til aðalmála samfélagsins, svo og unga kjósendur sem hafa ekki þekkingu á stjómmálum undanfar- inna ára. Halldór hefir gert góða hluti sem utanríkisráðherra, en einnig slæma svo sem að styðja við- skiptabann gegn írak. Halldór Ás- grímsson er vanhæfur til að fjalla um sjávarútvgsmál á hinu háæra- verðuga Alþingi íslendinga vegna eiginhagsmuna í sjávarútvegi. Ekk- ert lýðræðisríki annað en Island myndi líða það að svo margir þáttakendur í kvótabraskinu væra að vasast í sjávarátvegsmálum á Al- þingi, svo sem raun ber vitni. Hinn þjóðkunni ágæti drengur, Ellert B. Schram, sagði í stuttri grein fyrir skömmu að fjögur ár í viðbót undir núverandi stjóm nægðu til að tryggja endanlega lénskerfi hennar og þar með endanlega stéttaskipt- ingu á Islandi. Það er einlæg von allra skynsamra og rétt hugsandi manna að Áhugahópur um auðlindir í almannaþágu, Kristilegi lýðræðis- flokkurinn, húmanistar og áhuga- hópur um náttúmvemd með þeim Steingrími Hermannssyni og Vig- dísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Islands, muni í tæka tíð lýsa yfir stuðningi við Frjálslynda flokk- inn undir stjóm Sverris Hermanns- sonar. Fái Frjálslyndi flokkurinn nægilegt fylgi mun bix-ta tfl í þjóðlífi ís- lendinga og jafnrétti og einstaklingsframtak fá að njóta sín. Þeir hafa beðið um hugmyndir Sjávarútvegsráð- herrann herra Þor- steinn Pálsson, svo og fleiri ónefndir, hefur beðið um hugmyndir varðandi lagfæringar á helstu deiluefnum í sjávarátvegi. Undirrit- aður lagði fyrst fram aflatoppstillögu sína vorið 1993 fyrir Þor- stein Pálsson. Tillögunni var vel tekið og lofaði ráðhemann að bera hana undir formann Landssam- bands smábátaeigenda. Þetta gerði Kvóti Aflatoppskerfí, segir Garðar H. Björgvins- son, gerir í raun alla banndaga óþarfa. ráðherrann en formaðurinn lagðist gegn tillögunni og sagði að hún væri ekkert annað en kvóti en hann væri að berjast fyrir frjálsum krókaveiðum. Slík var skammsýni formannsins þá. Hvemig er um- horfs nú varðandi smábátana? Fjórklofinn hópur sem kroppai' augun hver úr öðram. Tillagan hlaut svo meirihluta í atkvæða- greiðslu á landssambandsfundi haustið 1995. Formaður félagsins var endurkjörinn og sá hinn sami þakkaði kjörið með að skunda á fund sjávarátvegsnefndar Alþingis og fullvissa nefndarmenn um það að atkvæðagreiðslan hafi verið mis- tök sem ekki ætti að taka mark á. Hver sendi formanninn í þessa ferð? Var það Kristján Ragnars- Garðar H. Björgvinsson son? Hefði tillagan náð fram að ganga þá væri friður ríkjandi í smá- útgerðai'geiranum. Það væri blóm- leg smáútgerð á íslandi. Það væri jöfnuður og fi'elsi að vissu marki. Heildarafli smábáta væri um 30-40 þúsund tonn, eða sá sami og er í dag, þrátt fyrir aðra mismunun sem rfldr. Þetta era blákaldar stað- reyndir sem enginn getur hrakið. Tillaga mín um aflatopp á smábáta Tillaga þessi inniheldur það, að miðað verði við tíu tonn af þorski á hvert stærðartonn báts. Aðrar fisktegundir sém á ki'ók- ana koma verði utan aflatoppsins. Fiskur undir 40 cm verði einnig ut- an toppsins (aflahámai'ksins), en söluverðmæti hans greiðist að hálfu til veiðandans og að hálfu til slysavama, hafrannsókna og ann- arra verkefna. Með því að greiða smáfiskinn að hálfu er allt frákast úr sögunni, nema þá á lifandi fiski. Bátar upp að 12 tonnum verði teknir inn í krókakerfið, en þó bát- ur sé yfir 6 tonnum verði aflatopp- ur aldrei hæx-ri en 60 tonn af þorski yfír fiskveiðiárið. Veiðar á sérstök- um tegundum annarra en þorsks, s.s. steinbíts, verði ekki leyfðar, því slíkar veiðar orsaka aðeins frákast á þorski. Öll sala og leiga á afla- heimildum verði aflögð með til- komu þessa kexfis. 10% af uppvigt- uðu aflaverðmæti renni beint frá fiskkaupanda í ríkissjóð, þannig skilar smáútgerðin í raun arði til þjóðarinnar. Aflatoppskerfi gerir í raun alla banndaga óþarfa og því ríkir fi-elsi að vissu marki, þó væri vel athugandi að róðrar væru ekki stundaðir á laugardögum og sunnudögum, til viðbótar því tíma- bili ársins þar sem veður hamlar veiðum. Gæðamat á fiskmöi'kuðum þarf að taka í notkun og flokka fisk í minnst þrjá gæðaflokka og verð- meta samkvæmt því. I nýju kerfi þarf að felast hvati að góðri með- ferð allra sjávarafurða, en með gæðamati má auka verðmæti og bæta nýtingu af náttúrvænum veiðum. Söluverðmæti náttúm- vænna gæðaafurða úr sjó era hlutabréf í framtíðinni. Höfundur er iítgerðarmaður og bátasmiður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.