Morgunblaðið - 19.05.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.05.1999, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagasamtök og vinnustaðir funda í Reykjanesbæ Reynt að uppræta einelti á vinnustöðum VINNURÁÐSTEFNA um einelti var haldin í Stapanum í Reykjanes- bæ í gærkvöld, en hugmyndin með ráðstefnunni var að koma á öfiugu og samstilltu átaki til að bregðast við einelti og öðru ofbeldi á vinnu- stöðum eða í félagasamtökum. Markmið ráðstefnunnar var að leggja grundvöll að frekara starfi á þessu sviði og móta sameiginlega stefnu, eða eins og Rannveig Ein- arsdóttir, yfírfélagsráðgjafi Félags- málastofnunar Reykjanesbæjar, sagði „finna einhverjar leiðir til að upgræta einelti“. A ráðstefnunni voru fluttir fyrir- lestrar, þolandi eineltis flutti sína reynslusögu og síðast en ekki síst var unnið í hópum að ákveðnum verkefnum sem skiptust í grófum dráttum í fimm hluta: 1) Skilgreining á einelti. 2) Hvernig er hægt að bregðast við einelti? 3) Hverjir eru þolendur og hvemig er hægt að hjálpa þeim? 4) Hvernig er hægt að nálgast ger- endur? 5) Hvernig er hægt að tryggja ár- angur ráðstefnunnar til frambúð- ar? Með því að ræða þessi mál er vonast til að félagasamtök, vinnu- staðir og stofnanir geti ákveðið í eitt skipti fyrir öll að einelti verði ekki liðið og að tekið verði á því á ákveðinn hátt. Vonast er til að hægt verði að samræma vinnureglur þannig að öll félög og stofnanir bregðist við einelti á svipaðan hátt og að á hverjum stað verði einstak- lingar sem kunni til verka, þegar einelti er annars vegar. Mjög góð viðbrögð Undirbúningur fyrir ráðstefn- una stóð yfir í nokkra mánuði, en sérstök nefnd, sem í áttu sæti full- trúar lögreglu, skólaskrifstofu og Félagsmálastofnun sáu um undir- búninginn. Rannveig sagði að send hefðu verið bréf til um 100 manns vegna ráðstefnunnar og sagði hún að viðbrögð manna hefðu verið mjög góð. Rannveig sagði að undirbún- ingsnefndin myndi skoða niður- stöður úr hópavinnunni og reyna að koma þeim á framfæri t.d. með því að setja fram tíu reglur um hvernig bregðast megi við einelti. Rannveig sagði að í kjölfar þeirrar umræðu sem hefði verið í samfélaginu um eineltismál og vegna þeirra tilfella sem komið hefðu upp hjá Félagsmálastofnun bæjarins hefði henni og öðrum þótt sjálfsagt að reyna að gera eitthvað í málunum. Þá sagði hún að skýrsla umboðsmanns barna um einelti hefði líka aðeins ýtt við þeim. Morgunblaðið/Kristinn Fyrsta skóflustunga tekin að þjónustuskála ÓLAFUR G. Einarsson, fráfar- andi forseti Alþingis, tók fyrstu skóflustunguna að nýjum þjón- ustuskála við Alþingishúsið í gær. Skálinn mun rísa vestan við Alþingishúsið á lóðinni nr. 12 við Kirkjustræti og mun tengja Alþingishúsið við aðrar byggingar sem nú standa á Al- þingisreitnum. Áætlað er að fyrsta áfanga framkvæmdanna, jarðvinnu og uppsteypu, ljúki í septemberlok og er stefnt að því að taka skálann í notkun í októ- ber árið 2000. Heildarkostnaður við skálann er áætlaður um 490 milljónir króna og þar af eru um 170 milljónir króna ætlaðar til verksins á þessu ári. Foldaskóli fagnar árangri í baráttunni gegn reykingnm og allir nemendur fá spilastokk að gjöf Morgunblaðið/RAX FANNEY Björg Sveinsdóttir og Hildigunnur Jónsdóttir eru ánægðar með árangurinn sem náðst hefur. ÁTTUNDI bekkur Foldaskóla í Grafarvogi 1998-1999 er reyklaus, eins og sami bekkur fyrir tveimur árum. Nýverið voru allir nemend- ur bekkjarins verðlaunaðir sérstaklega með áprentuðum bolum, sem skarta slagorðinu góða, „Foldaskóli- reyklaus skóli“. Fyrirmynd- irnar skipta mestu máli FOLDASKÓLI ásamt foreldrum hefur fært öllutn nemendum skól- ans spilastokk að gjöf í viðurkenn- ingarskyni fyrir góðan árangur í baráttunni gegn reykingum. Spilin í stokknum bera áletrunina: „Foldaskóli - reyklaus skóli“, í samræmi við yfírlýst markmið skólans. Ragnar Gíslason skólastjóri seg- ir alla árganga upp að 9. bekk reyklausa og fáa reykja í öðrum bekkjum. Hann segir mikla breyt- ingu hafa orðið á örfáum árum, ekki sé langt síðan skólayfirvöld hafi fundið sig knúin til að halda námskeið fyrir nemendur, sem vildu hætta að reykja. Fanney Björg Sveinsdóttir og Hildigunnur Jónsdóttir eru báðar í 10. bekk og eiga sæti í nemenda- ráði Foldaskóla. Að þeirra mati reykja nú mjög fáir nemendur í skólanum. Þær telja að árangurinn megi m.a. þakka fræðslu Krabba- meinsfélagsins en mestu máli skipti þó góðar fyrirmyndir. Þegar Fanney og Hildigunnur hófu nám í unglingadeild reyktu fáir í efsta bekk, yngri nemar freistuðust því ekki til að byija að reykja til þess að falla í kramið. Árgangur stelpnanna var reyklaus f 8. bekk, þeim voru þá afhentir bolir og mynd birt af hópnum í Morgunblaðinu. „Árgöngunum, sem á eftir fylgdu, fannst þetta spennandi og eftirsóknarvert," segir Hildigunnur. Hugmyndir eru uppi um að styrkja miðbæ Reykjanesbæjar Aukið verslunarrými á fyllingu BJARNI Marteinsson arkitekt hefur verið að vinna við nýtt deiliskipullag miðbæjar Keflavík- ur, en hann hefur ákveðnar hug- myndir um hvernig útfæra megi miðbæinn þannig að möguleiki skapist á því að byggja þar upp verslun og þjónustu sem hafi það mikið aðdráttarafl að verslunin haldist í bænum. Bjarni sagði að hugmyndin hefði kviknað þegar verið var að ræða um þær áætlanir að reisa hreinsi- stöð fyrir skolp á landfyllingu. „Þá vaknaði sú hugmynd hvort ekki væri rétt að fylla upp fyrir neðan húsaröðina við Hafnargöt- una, þannig að meira byggingar- rými skapaðist við götuna, sem má í dag telja helsta verslunarkjarna Keflavíkur," sagði Bjarni. „Þarna eru svipaðir hlutir að gerast og gerðust á sínum tíma með Skúla- götuna í Reykjavík, því Sjávar- brautin verður færð út á fyllinguna í Keflavík, en þeir sem hafa farið sjávarmegin við húsaröðina á Hafnargötunni sjá að hún er ákaf- lega ókræsileg." Yfirbyggð göngugata Auk þess að stækka núverandi verslunarrými um helming er hug- myndin að byggja yfír göngugötu með útsýni til sjávar, sem myndi tengja saman öll húsin á um 300 metra löngum kafla, frá Hafnargötu 15 til 37. „Til þess að styrkja þessa göngu- götu er möguleiki á að byggja há- BJARNI Marteinsson arkitekt hefur lagt fram hugmynd um það hvernig styrkja megi miðbæinn með auknu verslunarrými á landfyllingu. Hugmyndin er að fylla út sjávarmegin við Hafnargötu og skapa þannig aukið rými, þar sem byggja mætti háhýsi, eins og sést á myndinni, og yfirbyggða göngugötu með útsýni til sjávar. hýsi, sem gætu hýst verslun og þjónustu eða íbúðir. Einnig yrði rými fyrir bílageymslur eða lager- húsnæði undir háhýsunum, en Sjáv- arbrautin er einni hæð neðar en Hafnargatan þannig að hægt er að komast inn undir þetta sjávarmegin frá. Ef ekki verður ráðist í þessar framkvæmdir núna með aukinni uppfyllingu og meira byggingar- rými, er það bara glatað tækifæri." Að sögn Bjarna er búið að kynna nýtt deiliskipulag fyrir byggingar- nefnd bæjarins, sem búin er að samþykkja það fyrir sitt leyti, en deiliskipulagið verður auglýst á næstu dögum og verður því ekki endanlega samþykkt fyrr en eftir það. Bæjarstjóra líst vel á hugmyndina Bjami sagði að hægt væri að byggja svæðið upp í áföngum og það þyrfti ekki að vera mjög dýrt, því um mjög eðlilegan fermetra- kostnað í byggingum væri að ræða á svæðinu, en þarna verður allt byggt á fyllingu og því þarf litla grunnvinnu. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði að hug- myndir um landfyllingu sjávarmeg- in Hafnargötu hefðu lengi verið í umræðunni. Hann sagði að þegar væri búið að fylla þar þónokkuð, að- allega til varnar ágangi sjávar, en einnig til að geta lagt veg sem auð- veldaði aðgang að húsnæði sjávar- megin frá og tengdi allar hafnirnar við strandlengjuna. Ellert líst vel á hugmynd Bjarna um að stækka verslunarrými um helming og sagði mjög gleðilegt að menn væru að leggja fram hug- myndir um enn frekari útfærslu á möguleikum svæðisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.