Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 31 Nýjar geislaplötur • SYSTUR í syndinni er með tón- list eftir Hróðmnr Inga Sigur- björnsson, úr samnefndu leikriti eftir Iðunni og Kristínu Steinsdæt- ur, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir. Lögin eru öll ýmist frumsamin eða útsett af Hróðmari Inga en textarnir eru héðan og þaðan; gamlar þjóðvísur og vísubrot, sálmar og sönglög á ís- lensku og dönsku og ensk þjóðlög. Flutningur er í höndum leikhópsins en þar fara fremst í flokki meðlimir í Tjarnarkvartettinum, Rósa Krist- ín Baldursdóttir, Ki'istjana Ai-n- gi-ímsdóttir, Hjörleifur Hjartarson og Kristján Hjartarson. Öll lögin eru sungin undirleikslaust að hætti Tjarnarkvartettsins. í innslagi með plötunni er að nokkiu rakinn gangur leiksins sem fjallar um nokkrar fátækar og fmgralangar konur í Reykjavík á árunum 1874-75. Upptökur fóru fram í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Minjasafnskirkjunni nú fyrh- páskana og voru þær í umsjá Krist- jáns Edelsteins. Útgefandi eru Tjarnarkvartett- inn og Hróðmar Ingi Sigurbjörns- son en Islensk tónverkamiðstöð dreiiir plötunni. Verð: 1.700 kr. Greg Hopkins leikur með Stórsveit Reykjavíkur STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Iðnó í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 21, með bandaríska trompetleikaranum, tónskáldinu og hljómsveitai-stjóranum Greg Hopk- ins. Flutt verða verk og útsetningar eftir Hopkins og kemur hann fram sem hljómsveitarstjóri og einleikari með Stórsveitinni. Hopkins er m.a. þekktur sem trompetleikari og út- setjari með Buddy Rich-stórsveit- inni en er nú búsettur í Boston þar sem hann m.a. leiðir eigin stórsveit, kennir við Berklee-tónlistarháskól- ann auk þess að ferðast víða sem fyrirlesari, kennari, útsetjari og trompetleikari. . Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson FRÁ vortónleikum Tónlistarskólans á Hellissandi. Vortónleikar Tónlistarskólans á Hellissandi Hellissandi. Morgnnblaðið. BÆKUR Þýdd skáldsaga SILKI eftir Alessandro Baricco. Kolbrún Sveinsdóttir þýddi. Oddi prentaði. Mál og menning 1999. 118 síður - 1.990 kr. SILKI eftir Alessandro Baricco (f. 1958), ítalskan höfund, er ein af þeim sögum sem sækja innblástur í austurlenskan hugmyndaheim eins og vinsælt hefur orðið. Sagan hefur líka slegið í gegn og er nú komin á íslensku í læsilegri þýðingu. Sagan er látin gerast á Frakklandi og í Japan á síðari hluta nítjándu aldar. Hún snýst um silki og silki- orma, réttara sagt egg, á yfirborði en í rauninni mannlegar tilfinningai’. Hervé Joncour er sendur til Jap- an að kaupa heilbrigð egg þegar far- aldur ógnar tilvist silkiormsins við Miðjarðarhaf. Frásögnin af þeim ferðum er ævintýraleg og ljóðræn, ekki aðeins í lýsingu hins ft-amand- lega heims og hátta heldur einnig í sjálfum stfl sögunnar sem er veru- leiki hennar og úrslitum ræður í frá- sögninni. Baricco beitir endurtekningum, sefjandi stfl í þessari stuttu sögu. Kaflarnir eru afar stuttir, sumir ekki nema nokkrar línur í anda prósaljóðs. Þetta hjálpar til að gæða söguna enn meiri dulúð. Við endi- mörk veraldar- innar „Sex dögum síðar fór Hervé Joncour um borð í skip hollenskra smyglara í Takaoka sem flutti hann til Sabírk. Þaðan hélt hann aftur meðfram landa- mærum Kína til Bajkalvatnsins, hann lagði að baki fjögur þús- und kflómetra í Síberíu, fór yfir Uralfjöllin, náði til Kænugarðs og fór með lest yfir Evrópu þvera, uns hann kom til Frakklands eftir þriggja mánaða ferðalag. Fyrsta sunnudaginn í aprfl, tímanlega fyrir hámessuna, náði hann að borgarhliði Lavilledieu. Hann nam staðar, færði Guði þakkir, gekk inn í bæinn og taldi hvert skref til þess að gefa þeim vægi og til þess að gleyma þeim aldrei framar. - Hvernig er við endimörk veraldar- innar? spurði Baldabiou. - Ósýnilegt. Konu sinni Hélene færði hann silkimöttul sem hún af blygðunar- semi klæddist aldrei. Þegar hún handfjatlaði möttulinn var það eins og að halda á tóminu einu.“ Ef við segjum sem svo að Silki fjalli um ástina og blekkingar ástar- innar vitanlega þar með má dunda sér við að túlka söguna. Þeir ást- rænu töfrar sem Hervé Joncour er sleginn í Japan, skari fuglanna sem tákna ástina, kynni hans af hinum einkennilega kaupsýslumanni Hara Kei og aðrir furðulegir atburðir setja lesandannn í nokkurn vanda. Sama er að segja um persónur sög- unnar heima fyrir, Baldabiou sem breytir lífi Joncours með því að senda hann til Japans, Hélene og hina japönsku madame Blanche. Allt er þetta hluti af leitinni að feg- ursta silki veraldar. Stfll Alessandro Baricco er einkar vel fallinn til þess að þræða bilið milli ævintýris og ferðasögu. Hann lætur okkur smám saman finna hvernig „sannferðugur" frásagnar- mátinn leysist upp í ævintýri, hina fögru blekkingu hversdagsleikans. Söguhetjan er sjálf orðin ævintýri með spurn í augum og lesandinn fer að reyna að ráða í efpisþráðinn og persónurnar, hver lesandi með sína heimatilbúnu aðferð. Jóhann Hjálmarsson TÓNLISTARSKÓLANUM á Hell- issandi var slitið með vortónleik- um 12. maí sl. í Safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju. Á tónleikun- um komu fram 27 nem'mdur og léku fyrir gesti ásamt einum ein- söngvara. I skólanum í vetur hafa stundað nám 42 nemendur. Tónlistarskólinn á Hellissandi var upphaflega stofnaður fyrir nokkrum áratugum af Tónlistar- félagi Hellissands en nú hefur Snæfellsbær yfirtekið rekstur hans. Skólastjóri er búinn að vera árum saman Kay Wiggs Lúðvíksson. Kennir hún jafn- framt á píanó, blokkfiautu og þverflautu og nokkrum nemend- um á harmóníku. I vetur voru 2 kennarar starfandi við skólann, Ian Wilkinsson sem kennir á plásturshljóðfæri, píanó og trommur. Þá kenndi Vignir Snær Vigfússon gítarleikari úr Rcykja- vík á gítar. Þegar Snæfellsbær yfirtók rekstur skólans var stofnað við hann foreldrafélaga nemenda og hefur það reynst skólanum ómet- anlegur stuðningur. Á vorprófi náðu þessir nem- endur bestum árangri; Alex- andra Kristinsdóttir, 7 ára, á pí- anó, Hilmar Freyr Loftsson, 10 ára, á píanó, Guðríður Þorkels- dóttir, 13 ára, á þverfiautu og Þórður Kárason, 14 ára, á gítar. Á vortónleikunum sem fóru fram fyrir troðfullu húsi í safnaðar- heimilinu komu fram 27 nemend- ur undir stjórn kennara sinna og auk þess einn nemandi sem legg- ur stund á söng, Lilja Rún Fjal- arsdóttir, 18 ára. Aldur nemenda er æði ólíkur því aldur þeirra er allt frá 6 árum til fimmtugs. Tónleikamir tókust í alla staði vel og var ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga sem er fyrir tónlist í þessari litlu byggð og er mikil lyftistöng fyrir menningar- lífið enda hafa nemendur skólans komið fram við margvísleg tæki- færi með hljóðfæri sín. BÆKUR irsrit RITMENNT 3, 1998 Ársrit Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns, Reykjavík, 1998, 159 bls. ÞETTA fallega útgefna ársrit er nú komið út í þriðja sinn. Auk inn- gangsorða flytur það að þessu sinni sjö ritgerðir og styttri frásagnir. í lok ritsins undir titlinum Sópuður eru stuttar frétth- og frásagnir. Jónatan er maður nefndur (1825-1906) Þorláksson, kenndur við Þórðarstaði í Fnjóskadal, þar sem hann bjó langan aldur góðu búi. Jónatan var hinn merkasti maður. Hann var mikill bóka- og handrita- safnari og skógræktarfrömuður. Um ævi hans og störf rita hér ágæta grein Eiríkur Þormóðsson og Guð- steinn Þengilsson. Einkennilegt er til þess að hugsa að eitthvert ástsælasta skáld íslend- inga og að margra áliti hið mesta, Jónas Hallgrímsson, skuli vera svo til óþekkt meðal erlendra þjóða. Lfldega hafa margir staðið í þeirri trú, að hann væri of íslenskur til þess að hægt væri að þýða kvæði hans á aðr- ar tungur, án þess að skáldskapar- neistinn slokknaði. En nú hefur Arsrit úr Þjóðar- bókhlöðu Bandaríkjamaður einn, Dick Ringler, skáld og fræðimaður, lagt sig eftir því um langt árabil að þýða mörg kvæða Jónasar á ensku. Hér bh-tir hann grein um þessa þýðingarglímu sína, þýðingaraðferðir og birtir nokkur kvæði bæði á ensku og íslensku. Virð- ist mér sem honum hafi merkilega vel til tekist, enda þótt ekki sé hægt að setja sig í spor enskumælandi Ijóð- unnenda. Ritgerðin er að mínu viti stórmerk og ekki spillir ágæta vel gerð þýðing Sverris Hólmarssonar. Steingrímur Jónsson ritar um „upphaf Þjóðólfs fyrsta nútímalega blaðsins á íslandi" (1848). Sitthvað hefur verið óljóst um hver var hinn eiginlegi stofnandi blaðsins og hvernig stóð á nafninu. Höfundur leitast við að leysa úr þeirri gátu. Sigurður Pétursson hefur fundið ei’filjóð um íslenskan námsmann í Kaupmannahöfn, ort á gn'sku. Mun það vera eina erfiljóðið um íslenskan mann ort á þeirri tungu. Sigurður ritar inngang, bh-tir ljóðið á frum- málinu, þýðir það og skýrir. Forvitnileg og gagnleg sagnfræð- ingum er bókin Untersuchungen uber den Aufenthalt von Islándem in Hamburg fur den Zeitraum 1520-1662 eftir Frederike Christi- ane Koch. Bókin kom út árið 1995. Vilborg Auður ísleifsdóttir gerir skilmerkilega grein fyrir riti þessu. Eins og flestir vita hefur undan- farið verið talsverð umræða um dag- bókarskrif og á síðasta ári var „dag- ur dagbókai-innar“. Davíð Ólafsson birtir hér hið fróðlegasta yfirlit um dagbækur í handritadeild Lands- bókasafns, en af þeim er mikill fjöldi. Segir hann nokkur deili á all- mörgum höfundum dagbóka, flokk- ar þær eftir starfsstéttum manna og sitthvað fleira. „A annarri hæð Þjóðarbókhlöðu hangir glerskreyting sem í fljótu bragði virðist vera bókaropna." Listaverk þetta er gert af Gunnlaugi SE Briem leturfræðingi. Hann lýsir í stuttri grein verkinu og leiðir mann í sannleika um leturfræðilega gerð þess. Ritmennt er einkar læsilegt og áhugavert rit, eitt þeirra, sem mað- ur les í striklotu sér til óblandinnar ánægju. Það er sérlega vel útgefið og smekklegt á allan hátt. Sigurjón Björnsson STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári 1999-2000. Veittur er styrkur að upphæð kr. 500.000. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform sendist fyrir 31. maí nk. til for- manns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 3565, 123 Reykjavík. Umsóknum fýlgi hljóðritanir, raddskrár frum- saminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.