Morgunblaðið - 19.05.1999, Side 31

Morgunblaðið - 19.05.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 31 Nýjar geislaplötur • SYSTUR í syndinni er með tón- list eftir Hróðmnr Inga Sigur- björnsson, úr samnefndu leikriti eftir Iðunni og Kristínu Steinsdæt- ur, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir. Lögin eru öll ýmist frumsamin eða útsett af Hróðmari Inga en textarnir eru héðan og þaðan; gamlar þjóðvísur og vísubrot, sálmar og sönglög á ís- lensku og dönsku og ensk þjóðlög. Flutningur er í höndum leikhópsins en þar fara fremst í flokki meðlimir í Tjarnarkvartettinum, Rósa Krist- ín Baldursdóttir, Ki'istjana Ai-n- gi-ímsdóttir, Hjörleifur Hjartarson og Kristján Hjartarson. Öll lögin eru sungin undirleikslaust að hætti Tjarnarkvartettsins. í innslagi með plötunni er að nokkiu rakinn gangur leiksins sem fjallar um nokkrar fátækar og fmgralangar konur í Reykjavík á árunum 1874-75. Upptökur fóru fram í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Minjasafnskirkjunni nú fyrh- páskana og voru þær í umsjá Krist- jáns Edelsteins. Útgefandi eru Tjarnarkvartett- inn og Hróðmar Ingi Sigurbjörns- son en Islensk tónverkamiðstöð dreiiir plötunni. Verð: 1.700 kr. Greg Hopkins leikur með Stórsveit Reykjavíkur STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Iðnó í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 21, með bandaríska trompetleikaranum, tónskáldinu og hljómsveitai-stjóranum Greg Hopk- ins. Flutt verða verk og útsetningar eftir Hopkins og kemur hann fram sem hljómsveitarstjóri og einleikari með Stórsveitinni. Hopkins er m.a. þekktur sem trompetleikari og út- setjari með Buddy Rich-stórsveit- inni en er nú búsettur í Boston þar sem hann m.a. leiðir eigin stórsveit, kennir við Berklee-tónlistarháskól- ann auk þess að ferðast víða sem fyrirlesari, kennari, útsetjari og trompetleikari. . Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson FRÁ vortónleikum Tónlistarskólans á Hellissandi. Vortónleikar Tónlistarskólans á Hellissandi Hellissandi. Morgnnblaðið. BÆKUR Þýdd skáldsaga SILKI eftir Alessandro Baricco. Kolbrún Sveinsdóttir þýddi. Oddi prentaði. Mál og menning 1999. 118 síður - 1.990 kr. SILKI eftir Alessandro Baricco (f. 1958), ítalskan höfund, er ein af þeim sögum sem sækja innblástur í austurlenskan hugmyndaheim eins og vinsælt hefur orðið. Sagan hefur líka slegið í gegn og er nú komin á íslensku í læsilegri þýðingu. Sagan er látin gerast á Frakklandi og í Japan á síðari hluta nítjándu aldar. Hún snýst um silki og silki- orma, réttara sagt egg, á yfirborði en í rauninni mannlegar tilfinningai’. Hervé Joncour er sendur til Jap- an að kaupa heilbrigð egg þegar far- aldur ógnar tilvist silkiormsins við Miðjarðarhaf. Frásögnin af þeim ferðum er ævintýraleg og ljóðræn, ekki aðeins í lýsingu hins ft-amand- lega heims og hátta heldur einnig í sjálfum stfl sögunnar sem er veru- leiki hennar og úrslitum ræður í frá- sögninni. Baricco beitir endurtekningum, sefjandi stfl í þessari stuttu sögu. Kaflarnir eru afar stuttir, sumir ekki nema nokkrar línur í anda prósaljóðs. Þetta hjálpar til að gæða söguna enn meiri dulúð. Við endi- mörk veraldar- innar „Sex dögum síðar fór Hervé Joncour um borð í skip hollenskra smyglara í Takaoka sem flutti hann til Sabírk. Þaðan hélt hann aftur meðfram landa- mærum Kína til Bajkalvatnsins, hann lagði að baki fjögur þús- und kflómetra í Síberíu, fór yfir Uralfjöllin, náði til Kænugarðs og fór með lest yfir Evrópu þvera, uns hann kom til Frakklands eftir þriggja mánaða ferðalag. Fyrsta sunnudaginn í aprfl, tímanlega fyrir hámessuna, náði hann að borgarhliði Lavilledieu. Hann nam staðar, færði Guði þakkir, gekk inn í bæinn og taldi hvert skref til þess að gefa þeim vægi og til þess að gleyma þeim aldrei framar. - Hvernig er við endimörk veraldar- innar? spurði Baldabiou. - Ósýnilegt. Konu sinni Hélene færði hann silkimöttul sem hún af blygðunar- semi klæddist aldrei. Þegar hún handfjatlaði möttulinn var það eins og að halda á tóminu einu.“ Ef við segjum sem svo að Silki fjalli um ástina og blekkingar ástar- innar vitanlega þar með má dunda sér við að túlka söguna. Þeir ást- rænu töfrar sem Hervé Joncour er sleginn í Japan, skari fuglanna sem tákna ástina, kynni hans af hinum einkennilega kaupsýslumanni Hara Kei og aðrir furðulegir atburðir setja lesandannn í nokkurn vanda. Sama er að segja um persónur sög- unnar heima fyrir, Baldabiou sem breytir lífi Joncours með því að senda hann til Japans, Hélene og hina japönsku madame Blanche. Allt er þetta hluti af leitinni að feg- ursta silki veraldar. Stfll Alessandro Baricco er einkar vel fallinn til þess að þræða bilið milli ævintýris og ferðasögu. Hann lætur okkur smám saman finna hvernig „sannferðugur" frásagnar- mátinn leysist upp í ævintýri, hina fögru blekkingu hversdagsleikans. Söguhetjan er sjálf orðin ævintýri með spurn í augum og lesandinn fer að reyna að ráða í efpisþráðinn og persónurnar, hver lesandi með sína heimatilbúnu aðferð. Jóhann Hjálmarsson TÓNLISTARSKÓLANUM á Hell- issandi var slitið með vortónleik- um 12. maí sl. í Safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju. Á tónleikun- um komu fram 27 nem'mdur og léku fyrir gesti ásamt einum ein- söngvara. I skólanum í vetur hafa stundað nám 42 nemendur. Tónlistarskólinn á Hellissandi var upphaflega stofnaður fyrir nokkrum áratugum af Tónlistar- félagi Hellissands en nú hefur Snæfellsbær yfirtekið rekstur hans. Skólastjóri er búinn að vera árum saman Kay Wiggs Lúðvíksson. Kennir hún jafn- framt á píanó, blokkfiautu og þverflautu og nokkrum nemend- um á harmóníku. I vetur voru 2 kennarar starfandi við skólann, Ian Wilkinsson sem kennir á plásturshljóðfæri, píanó og trommur. Þá kenndi Vignir Snær Vigfússon gítarleikari úr Rcykja- vík á gítar. Þegar Snæfellsbær yfirtók rekstur skólans var stofnað við hann foreldrafélaga nemenda og hefur það reynst skólanum ómet- anlegur stuðningur. Á vorprófi náðu þessir nem- endur bestum árangri; Alex- andra Kristinsdóttir, 7 ára, á pí- anó, Hilmar Freyr Loftsson, 10 ára, á píanó, Guðríður Þorkels- dóttir, 13 ára, á þverfiautu og Þórður Kárason, 14 ára, á gítar. Á vortónleikunum sem fóru fram fyrir troðfullu húsi í safnaðar- heimilinu komu fram 27 nemend- ur undir stjórn kennara sinna og auk þess einn nemandi sem legg- ur stund á söng, Lilja Rún Fjal- arsdóttir, 18 ára. Aldur nemenda er æði ólíkur því aldur þeirra er allt frá 6 árum til fimmtugs. Tónleikamir tókust í alla staði vel og var ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga sem er fyrir tónlist í þessari litlu byggð og er mikil lyftistöng fyrir menningar- lífið enda hafa nemendur skólans komið fram við margvísleg tæki- færi með hljóðfæri sín. BÆKUR irsrit RITMENNT 3, 1998 Ársrit Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns, Reykjavík, 1998, 159 bls. ÞETTA fallega útgefna ársrit er nú komið út í þriðja sinn. Auk inn- gangsorða flytur það að þessu sinni sjö ritgerðir og styttri frásagnir. í lok ritsins undir titlinum Sópuður eru stuttar frétth- og frásagnir. Jónatan er maður nefndur (1825-1906) Þorláksson, kenndur við Þórðarstaði í Fnjóskadal, þar sem hann bjó langan aldur góðu búi. Jónatan var hinn merkasti maður. Hann var mikill bóka- og handrita- safnari og skógræktarfrömuður. Um ævi hans og störf rita hér ágæta grein Eiríkur Þormóðsson og Guð- steinn Þengilsson. Einkennilegt er til þess að hugsa að eitthvert ástsælasta skáld íslend- inga og að margra áliti hið mesta, Jónas Hallgrímsson, skuli vera svo til óþekkt meðal erlendra þjóða. Lfldega hafa margir staðið í þeirri trú, að hann væri of íslenskur til þess að hægt væri að þýða kvæði hans á aðr- ar tungur, án þess að skáldskapar- neistinn slokknaði. En nú hefur Arsrit úr Þjóðar- bókhlöðu Bandaríkjamaður einn, Dick Ringler, skáld og fræðimaður, lagt sig eftir því um langt árabil að þýða mörg kvæða Jónasar á ensku. Hér bh-tir hann grein um þessa þýðingarglímu sína, þýðingaraðferðir og birtir nokkur kvæði bæði á ensku og íslensku. Virð- ist mér sem honum hafi merkilega vel til tekist, enda þótt ekki sé hægt að setja sig í spor enskumælandi Ijóð- unnenda. Ritgerðin er að mínu viti stórmerk og ekki spillir ágæta vel gerð þýðing Sverris Hólmarssonar. Steingrímur Jónsson ritar um „upphaf Þjóðólfs fyrsta nútímalega blaðsins á íslandi" (1848). Sitthvað hefur verið óljóst um hver var hinn eiginlegi stofnandi blaðsins og hvernig stóð á nafninu. Höfundur leitast við að leysa úr þeirri gátu. Sigurður Pétursson hefur fundið ei’filjóð um íslenskan námsmann í Kaupmannahöfn, ort á gn'sku. Mun það vera eina erfiljóðið um íslenskan mann ort á þeirri tungu. Sigurður ritar inngang, bh-tir ljóðið á frum- málinu, þýðir það og skýrir. Forvitnileg og gagnleg sagnfræð- ingum er bókin Untersuchungen uber den Aufenthalt von Islándem in Hamburg fur den Zeitraum 1520-1662 eftir Frederike Christi- ane Koch. Bókin kom út árið 1995. Vilborg Auður ísleifsdóttir gerir skilmerkilega grein fyrir riti þessu. Eins og flestir vita hefur undan- farið verið talsverð umræða um dag- bókarskrif og á síðasta ári var „dag- ur dagbókai-innar“. Davíð Ólafsson birtir hér hið fróðlegasta yfirlit um dagbækur í handritadeild Lands- bókasafns, en af þeim er mikill fjöldi. Segir hann nokkur deili á all- mörgum höfundum dagbóka, flokk- ar þær eftir starfsstéttum manna og sitthvað fleira. „A annarri hæð Þjóðarbókhlöðu hangir glerskreyting sem í fljótu bragði virðist vera bókaropna." Listaverk þetta er gert af Gunnlaugi SE Briem leturfræðingi. Hann lýsir í stuttri grein verkinu og leiðir mann í sannleika um leturfræðilega gerð þess. Ritmennt er einkar læsilegt og áhugavert rit, eitt þeirra, sem mað- ur les í striklotu sér til óblandinnar ánægju. Það er sérlega vel útgefið og smekklegt á allan hátt. Sigurjón Björnsson STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári 1999-2000. Veittur er styrkur að upphæð kr. 500.000. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform sendist fyrir 31. maí nk. til for- manns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 3565, 123 Reykjavík. Umsóknum fýlgi hljóðritanir, raddskrár frum- saminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.